Morgunblaðið - 17.09.1997, Page 1

Morgunblaðið - 17.09.1997, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 f$Uj>trgttttM«i&ít> ■ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER BLAÐ Ajax í kröppum dansi AJAX varð að gera sér 1:1 jafntefli að góðu á útlvelii gegn Marlbor frá Slóveníu. Flnninn Jari Litmanen jafn- aðl metin fyrir hollenska stórllðið á 66. mín. Hér glímir Michael Laudrup við varnarmenn Maribor í leiknum. ■ Evrópukeppnin / C3 Eyjamenn fá Litháa LIÐIÍBV í efstu deild karla í handknattleik, Nissan-deildinni, sem hefst í kvöld, mun ber- ast liðsstyrkur frá og meðfimmtu umferð- inni, þann 15. október, er ÍBV heimsækir Breiðablik. Gengið hefur verið frá samningi við litháiska ieikmanninn Robertas Pauzuolis, en hann leikur með Granitas Kaunas í Lithá- en, sem mætir KA í Evrópukeppni meistara- liða í byijun október og svo aftur um miðjan mánuðinn. Pauzuolis hefur leikið 42 landsleiki og gert 191 mark í þeim. Hann lék meðal annars gegn íslendingum í HM í Japan og gerði þá tvö mörk, annað úr vitakasti. Hann er 25 ára gamall, tveir metrar á hæð og getur Ieikið í ölium stöðunum þremur fyrir utan. Magnús leikur ekki með UMFA LJÓST er að linumaðurinn Magnús Már Þórðarson leikur ekki með Aftureldingu í kvöld í 1. umferð 1. deildar karla í handknatt- leik, en þá heimsækja Mosfellingar leikmenn Víkings í Víkinni. Ekki hefur enn tekist sam- komulag á milli Aftureldingar og IR um skipti Magnúsar úr ÍR, en Magnús er samningsbund- inn IR næstu tvö árin. Vijji Aftureldingar er hins vegar til þessað kaupa upp samning Magnúsar við IR. ÍR-ingar hafa hins vegar ekki verið tilbúnir til þess að sögn Jóhanns Guðjónssonar, formanns handknattleiksdeilar UMFA. „Formaður og gjaldkeri handknattleiks- deildar ÍR koma til landsins á morgun [í dag] og vonandi finnum við flöt til lausnar mál- inu,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við leggjum á það ríka áherslu að málið Ieysist fyrir næstu mánaðamót. Takist það ekki er málið úr sögunni af okkar hálfu og Ijóst að ekkert verður af því að Magnús leiki með okkur á þessari leiktíð." Rögnvald og Stefán dæma úti RÖGNVALD Erlingssyni og Stefáni Arnalds- syni hefur verið falið að dæma þijá Ieiki í Evrópukeppninni í handknattleik. Hinn 4. október nk. dæma þeir fyrri viðureign þýska liðsins THW Kiel og Porto frá Portúgal, en hún fer fram í Kiel. Þeir fara skammt út fyrir borgarmörkin daginn eftir til að blása í flauturnar í fyrri leik Flensburg-Handewitt og franska liðsins Montpellier. Báðir leikirnir eru í Evrópu- keppni félagsliða. Þeir munu að auki sjá til þess að reglum verði fylgt í síðari viðureign Olimpija Ljubljana og norka liðsins Bækkelag- et í Slóveníu hinn 12. október nk. HANDKNATTLEIKUR Wuppertal sigraði þýska landsliðið en ástandið í herbúðum liðsins er þó ekki gott „Eilrf vandræði með svo margt" WUPPERTAL, sem Viggó Sigurðs- son þjálfar í þýsku 1. deildinni í handknattleik, sigraði landslið Þýskalands í vígsluleik nýrrar íþróttahallar í Wuppertal í fyrra- kvöld, 24:23. En þrátt fyrir að vel gangi innan vallar er ástandið ekki gott hjá félaginu, að sögn Viggós. Ólafur Sigurðsson gerði 7 mörk, Geir Sveinsson 4, Dagur Sigurðsson 3 og Dmitrí Filippov, fyrrum leik- maður Stjörnunnar gerði 5, þegar Wuppertal sigraði landsliðið. Viggó hefur átt í harðvítugum deilum við framkvæmdastjóra Wup- pertal-liðsins, Meister að nafni, um nokkurt skeið, en Meister er einnig aðalstyrktaraðili félagsins og ræður flestu varðandi liðið. Fyrst slettist upp á vinskapinn hjá þeim Viggó og Meister í fyrra- vetur, og segir Viggó að ástandið hafi verið slæmt síðan. „Við vorum með tíu leikmenn á æfíngum fram- an af undirbúningstímabilinu í sum- ar; Meister segir að við þurfum ekki fleiri því ég notaði ekki nema átta menn í leikjunum í fyrra. Ég sagði á móti að ég þyrfti að geta stillt upp í tvö lið á æfingum, en það breytti engu. Svo meiddust tveir á fyrstu 10 aögunum eftir að-æfing- ar hófust og Norðmennirnir tveir - sem komu til félagsins í sumar - eru komnir í leikbann, þannig að ég hef ekki verið með nema sex útileikmenn í öllum æfingaleikjum," sagði Viggó við Morgunblaðið í gær. Norðmennirnir, Stig Rask og Sjor Tollefsen, eru í eins mánaðar leikbanni vegna „klúðurs hjá Wup- pertal" eins og Viggó orðaði það. Vandræði voru vegna félagaskipta þeirra, og eftir að þeir léku í æfinga- móti með Wuppertal í Belgíu á dög- unum voru þeir settir í leikbann. Viggó segir þá þó aðeins missa af tveimur leikjum í deildinni en fyrsta leik liðsins í deildinni, sem átti að vera um síðustu helgi, var frestað. Wuppertal leikur í Minden á laug- ardag og kvaðst Viggó aðeins fara með átta útileikmenn þangað (auk tveggja markvarða) og einn þeirra yrði Þröstur Helgason, fyrrum leik- maður Víkings, sem alla jafna leik- ur með B-liði Wuppertal, sem er í 3. deild. Viggó segir erfitt að starfa hjá félaginu við þessar aðstæður. „Eg hef gagnrýnt [Meister] því það eru eilíf vandræði með svo margt; til dæmis íbúðir fyrir nýju leikmennina og hallir til að æfa í, ég hef jafnvel þurft að ýta á eftir launagreiðslum til strákanna. Ég hef staðið uppi í hárinu á honum og hef fullan stuðn- ing þeirra forráðamanna sem koma frá LtV, eldra rótgrónara félaginu í borginni,11 sagði Viggó, en Wup- pertal er sameiginlegt lið tveggja félaga. „Ég hef fullan stuðning allra frá LtV og jafnvel er talað um að samstarfið verði ekki langlíft. Þeim finnst Meister nefnilega hafa náð of miklum völdum, og hann hefur bolað nánast öllum starfsfmönnum LtV í burtu.“ HAIMDKNATTLEIKUR: AFTURELDIIMGU OG HAUKUM SPÁÐ EFSTA SÆTIIMU / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.