Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ■ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER BLAD HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Þorbjörn Jensson um leikina gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins Morgunblaðið/Golli RÓBERT Julian Duranona og Gústaf BJarnason, sem búa slg hér undlr æflngu í Laugardalshöll í gær, veröa í eldlínunnl í kvöld. Heiðarí þnggja leikja bann Þróttarinn Heiðar Sigurjónsson var úrskurðaður f þriggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ í gær en í leik við FH um helgina fékk hann rautt spjald - í þriðja sinn í sumar. Heiðar tekur út bann- ið á næsta ári og missir af þremur fyrstu leikjum liðs síns. Alls voru 25 manns úrskurðaðir í leikbann. Slobodan Milisic hjá Leiftri, Sigurður Þór Sigurstejns- son, Skallagrími, og Valsarinn ívar Ingimarsson fengu eins leiks bann vegna sex áminninga en Skaga- mennirnir Alexander Högnason og Sturlaugur Haraldsson, Ragnar Árnason, Stjörnunni, og Keflvíking- urinn Jakob Jónharðsson fengu eins leiks bann vegna fjögurra áminn- inga. Ætlum að sigra í báðum leikjum Islendingar hefja þátttöku í und- ankeppni Evrópumótsins í hand- knattleik í kvöld, þegar þeir taka á móti Svisslendingum í Laugardals- höll. Liðin mætast að nýjii í Sviss á sunnudag og síðar mæta Islendingar Júgóslövum og Litháum. Einn nýliði, Daði Hafþórsson úr Fram, er í 16 manna landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar. Rúnar Sig- tryggsson úr Haukum kemur aftur inn í liðið en hann datt út úr hópnum fyrir HM í Japan. Þorbjörn mun fara með 12 leikmenn til Sviss þannig að fjórir leikmenn úr hópnum verða að sitja heima. „Við ætlum okkur sigur í báðum þessum leikjum. Þetta verða lykil- leikir fyrir okkur í riðlinum. Ef við ætlum okkur að komast áfram í úr- slit Evrópukeppninnar næsta vor þurfum við nauðsynlega að vinna Sviss,“ sagði Þorbjörn á blaðamanna- fundi á veitingahúsinu Carpe Diem í fyrradag. Þorbjörn var í Sviss í síðustu viku til að fylgjast með æfíngaleikjum Svissiendinga á móti Pólveijum. Hann tók leikina upp á myndband og hefur því fengið ágætan tíma til að skoða ieik svissneska liðsins. Hann segir að miðað við það sem hann sá í Sviss ætti íslenska liðið að geta unnið báða leikina. „Það verður hins vegar erfitt, sérstaklega í síðari leiknum í Sviss. Þeirra sterkasti maður er sem fyrr Marc Baumgartener. Það snýst allt um hann enda er hann fyrirliði og vítaskytta og stjómar leik liðsins," sagði þjálfarinn. Þorbjörn sagði slæmt að geta ekki notið krafta Patreks Jóhannessonar sem er meiddur. „Við höfum ekki margar skyttur og það hefur verið vandamál í íslenskum handknattleik. Við þurfum að fara í naflaskoðun varðandi unglingaþjálfunina sem hefur setið á hakanum undanfarin ár vegna fjárhagsörðugleika sam- bandsins. Nú hefur hins vegar rofað til og hefur HSÍ nú ákveðið að leggja meiri áherslu á unglinga- og kvenna- handboltann," sagði Þorbjöm. Leikurinn í Laugardalshöll í kvöld hefst kl. 20. ■ Júlíus/C2 ■ Ísland-Sviss / C2 ■ Hópurinn / C3 MAGNÚS MÁR VARLA MEÐ AFTURELDINGU / C3 ÍTALÍA Evrópukeppni landsliða í hand- knattleik fer nú af stað þriðja sinni. Forystumenn Handknatt- leikssambands Islands áttu mikinn þátt í að keppninni var komið á fót fyrir fáeinum árum, en „strákamir okk- ar" hafa til þessa ekki náð að komast í úrslitakeppn- ina; voru hvorki í Portúgal 1994 né á Spáni í fyrravor. Tólf lið komast áfram úr und- ankeppninni - tvö úr hvetjum riðl- anna sex - í úrslitakeppnina sem fram fer á Ítalíu næsta vor og mjög mikilvægt er fyrir landslið íslands að verða eitt þeirra. Landsliðið náði besta árangri sínum í heimsmeistarakeppni, þeg- ar það varð í fimmta sæti í Kuma- moto í Japan sl. vor, sællar minn- ingar. Leiðin til Japan var hins vegar erfið; tvo aukaleiki þurfti við Dani - mjög eftirminnilega leiki reyndar, sem báðir unnust - en sé hægt að sleppa við slíka baráttu verður að leggja allt I sölumar til að svo verði. Sex efstu liðin í úr- slitakeppni Evrópumótsins á Ítalíu komast sjálfkrafa í næstu heims- meistarakeppni, sem fram fer 5 Egyptalandi 1999, þannig að næstu skref á handboltavellinum er afar mikilvæg. Island er í erfið- um riðli; með Júgóslavíu, Sviss og Litháen. ísland sigraði Látháen í Japan og vann þar einnig stórsigur á sterku liði Júgóslavíu - sem þótti ótrúlega glæsilegt afrek - þannig að vissulega er allt hægt og um að gera að vera bjartsýnn. Svisslendingar eru ætíð erfiðir andstæðingar og þó íslandi hafi vinninginn gegn þeim þegar á heildina er iitið er skemmst að minnast taps gegn þeim á HM 1995 í Reykjavík. Ástæða er til að óska landsliði Íslands velgengni í keppninni að þessu sinni og hvetja áhugamenn til að styðja vel við bakið á „strák- unum okkar“ - vonandi komast þeir loks í úrslitakeppni EM. Skapti Hallgrímsson Mikilvægt að komast í úrslitakeppnina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.