Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 3

Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 C 3 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR „Hef verið lengi á leiðinni heim“ „Það hefur alltaf verið draumurinn hjá mér að enda ferilinn heima - ég hef veríð lengi á leið- inni heim,“ sagði Júlíus Jónasson, þegar Sig- mundur O. Steinarsson þáði morgunverðarboð hans á dögunum í bænum Gossau fyrir utan St. Gallen í Sviss. Júlíus leikur þar með liðinu St. Otmar, sem er til alls líklegt í vetur. Duranona leik- ur sinn 25. landsleik RÓBERT Julian Duranona leikur sinn 25. landsleik gegn Sviss í kvöld. Hann lék sinn fyrsta landsleik í Sviss fyrir rúmu ári, er íslendingar unnu Svisslendinga 23:21 í Aarau. Þorbjöm sigursæll gegn Sviss ÞORBJÖRN Jensson lands- liðsþjálfari veit ekki hvað það er að tapa fyrir Svisslending- um. Hann lék sex landsleiki gegn Sviss áárunum 1982 til 1985 án þess að tapa og stjómaði landsliðinu í tveimur sigurleikjum í Sviss fyrir rúmu ári. Tveir leikir í Sursee Seinni leikm• íslands og Sviss verður I Sursee á sunnudag- inn. Bærinn er norð-vestur af Luzern. ísland hefur leikið tvo landsleiki þar áður, en ekki gegn Svisslendingum. íslenska landsliðið tók þátt í móti í Sviss 1989 og lék þá gegn Sovétmönnum og A-Þjóðverj- um í Sursee. Báðir leikimir töpuðust - 32:28 og 27:25. Þrír leikmenn sem nú em í landsliðshópnum léku þessa leiki; Guðmundur Hrafnkels- son, Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson. Þegar ég kom á heimili Júlíus- ar, var hann nýkominn frá bakaranum til að höndla glóðvolg rúnstykki - og ilmandi kaffilykt barst úr eldhúsinu. „Eigum við ekki að setjast út á svalir í góða veðrið?“ sagði Júlíus og ég þáði boðið. Júlíus var einn heima, þar sem eiginkona hans, Helga Helgadóttir og sonurinn Alexand- er Orn, sem er að verða Jmggja ára, brugðu sér heim til Islands. Það liggur beinast við að spyija Júlíus hvernig hann kunni við sig hjá nýju félagi? „Ég kann mjög vel við mig hér hjá St. Otmar, sem er mjög gott og vel skipulagt lið, sem hefur góða leikmenn í her- búðum sínum. St. Otmar er eitt af bestu liðunum hér í Sviss og hefur stefnan verið sett á meist- aratitilinn. Þá er liðið í Evrópu- keppni, þannig að það er mikið um að vera hér hjá okkur. Ég hef ekki leikið í Evrópukeppninni i fjögur ár, eða síðan ég varð Evr- ópumeistari með Valencia. Það er spennandi verkefni framundan og markið er sett hátt,“ sagði Júlíus, sem kom til St. Otmar frá öðru svissnesku liði Suhr, sem hann lék með eitt keppnistímabil. Júlíus kom til liðsins frá Gum- mersbach, sem vildi fá hann aftur til sín. „Mér fannst það meira spenn- andi að vera hér í Sviss og leika með mjög góðu liði, heldur en að fara aftur til Gummersbach, en mikil óvissa var hjá liðinu þegar það vildi fá mig aftur. Að sjálf- sögðu er alltaf gaman að leika í Þýskalandi, þar sem handknatt- leikur hefur verið á mikilli upp- leið. Liðin í Þýskalandi hafa verið að kaupa marga af bestu hand- knattleiksmönnum heims frá löndum eins og Frakklandi, ís- landi, Þýskalandi, Tékklandi, Króatíu, Júgóslavíu, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Munurinn að leika í Sviss eða Þýskalandi er sá að það eru mun færri atvinnumenn hér í hveiju liði. Hér eru leikmenn sem vinna með og eru í námi,“ sagði Júlíus, sem leikur undir stjórn Danans Erik Veje Rasmussen, sem leikur einnig með liðinu. „Erik Veje er ótrúlega frískur þó að hann sé orðinn 38 ára. Hann hefur engu gleymt og er með betri leikmönn- um í Sviss. Erik Veje leggur mik- ið á sig bæði á æfingum með okkur og þá æfir hann aukalega. Hann er mjög góður þjálfari og er fljótur að vinna traust leik- manna, enda er maðurinn með afbrigðum léttur og skemmtileg- ur. Það er mjög létt yfir öllum æfingum hjá honum, en æfing- arnar byggjast mikið upp á dönsk- um leikjum. Léttleiki svífur hér yfir vötnunum. Mér finnst mjög gaman að starfa með þessum gamla ref.“ Hugsað vel um leikmenn Það sagði mér svissneskur blaðamaður er ég hitti hann á HM í Kumamoto, að St. Otmar væri framtíðariiðið í Sviss. Hvað segir þú? „Forráðamenn liðsins hafa ver- ið að vinna vel. Öll umgjörð í kringum liðið er eins og hjá góð- um liðum í Þýskalandi - það er hugsað vel um leikmenn. St. Otm- ar er gamalt og rótgróið félag, sem hefur náð að festa sterkar rætur í svissneskum handknatt- leik og á undanförnum þremur árum hefur liðin verið uppleið eftir smá lægð.“ Hvernig fyrirkomulag er á deildarkeppninni í Sviss? „Það er ekki ósvipað og heima. Fram að áramótum er keppt í deildarkeppninni, en eftir áramót hefst úrslitakeppni. Átta efstu lið- in af tólf fara í úrslitakeppnina, þar sem liðin leika með deildarfyr- irkomulagi heima og heiman. Fjögur efstu liðin í þeirri keppni S ísland - Sviss E3I Ár Leikstaður Urslit 1961 HM í Þýskalandi 14:12 1974 Winterthur í Sviss 21:21 1976 Akranesi 18:20 1976 Reykjavík 24:18 1982 Júgóslavía 22:22 1983 B-keppni í Hollandi 19:15 1984 Otten í Sviss 18:14 1984 Aarau í Sviss 18:16 1984 ÓL í Los Angeles 26:16 1985 Luzern í Sviss 26:17 1987 Reykjavík 20:16 1987 Reykjavík 17:15 1987 Aarau í Sviss 19:18 1987 Noregur 24:21 1987 Danmörk 22:22 1988 Reykjavík 19:20 1989 B-keppni í Frakklandi 19:18 1989 St. Gallen í Sviss 18:22 1990 Reykjavík 77:77 1990 Reykjavik 25:21 1991 Spánn 22:17 1992 B-keppni í Austurriki 22:21 1993 Frakkland 28:26 1995 HM í Reykjavík 21:24 1996 Aarau í Sviss 23:21 1996 Wettingen í Sviss 27:26 LAND hefur Hsfl hetur _ a r r mm ^VI I Árangur í landsleikjum gegn Sviss LEIKIÐ Leikir U J T Mörk Hlutfall Á íslandi 8 4 13 166:156 56% í Sviss 8 6 11 170:155 81% Á hlutlausum velii 10 8 2 0 218:190 90% Samtals: 26 18 4 4 554:501 77% fjfe Krístján Stefánsson, FH, skoraði fyrsta markið gegn Sviss í Wiesbaden á HM íÞýskalandiáríð 1961 leika síðan með bikarfyrirkomu- lagi - undanúrslit. Sigurvegar- arnir jeika síðan um meistaratitil- inn. Ég sé ekki annað en keppnin verði spennandi í vetur, þar sem mörg lið hafa verið að styrkja sig verulega frá síðastliðnu keppnis- tímabili. St. Otmar tapaði í úrslit- um fyrir Winterthur sl. keppnis- tímabil og flestir veðja á þessi lið og einnig kemur Schaffhausen til með að blanda sér í baráttuna.“ Kynslóðaskipti Hvað með landslið Svisslend- inga, sem leikur gegn íslending- um í undankeppni EM? „Það eru kynslóðaskipti hjá Svisslendingum. Nýr þjálfari hef- ur tekið við stjórninni og þá eru margir undir leikmenn komnir í liðið, sem hafa enn ekki öðlast nægilega reynslu. Við getum ekki vanmetið Svisslendinga og reikna ég með tveimur hörku leikjum þegar við mætum þeim. Ég er alltaf bjartsýnn og hef trú á að Þrír leikmenn hafa skorað 11 mörk I landsleik gegn Sviss: Aifreð Gíslason i Klopp í Noregi 1987, Sigurður Sveinsson i Besancon í Frakklandi 1993 og Ólafur Stefánsson í Aarau 1996. Sigurlíkur aukast við komu Júlíusar „VIÐ urðum að sætta okkur við ann- að sætið á síðasta keppnistbnabili. Nú þegar Júiíus er kominn til okkar aukast líkumar á að við getum snúið dæminu við og orðið meistarar,“ sagði hinn síungi danski landsliðs- maður Erik Veje Rasmussen, sem er 38 ára og enn i fullu fjöri sem þjálf- ari og leikmaður með St. Otmar. Erik Veje er að hefja sitt fjórða keppnistímabil með St. Otmar og hann segir að það sé sitt síðasta. „Vonandi næ ég að snúa heim sem meistari. Við hjónin erum með þrjú ung böm og nú er komið að því að sonurinn sem er að verða sjö ára, þarf að byija í skóla heima í Dan- mörku. Okkur hefur likað vel hér hjá St. Otmar - það eitt að hafa verið hér í þijú ár segi sína sögu um það. Ég hef verið heppinn með leikmenn og þá er liðið mjög vel rekið af dug- legum og áhugasömum mönnum." Erik Veje og fjölskylda, eiginkonan Hanne og börnin þijú, Nikolay, Matt- hilde og Sara, ætla að koma sér fyrir út í sveitinni um 100 km frá Kaup- mannahöfn, þar sem hann byggði hús í litlum bæ. Hann er 38 ára gamall og hefur leikið með liðum fyrir utan Danmörku í sextán ár - hóf að leika með Bjarna Guðmundssyni hjá Nett- elstedt í Þýskaiandi, lék síðan með Gummersbach og Essen áður en hann hélt til Sviss. Ætlar hann að halda áfram að leika handknattleik í Dan- mörku? „Það veit ég ekki - hef enga ákvörðun tekið. Ég reikna þá fastlega með að ég taki að mér þjálf- un þegar ég sný heim,“ sagði Erik Veje, sem er búinn að leika hand- knattleik síðan hann var sjö ára, 16 ára hóf hann að leika mcð meistara- flokki. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson JÚLÍUS og Erlk Veje Rasmussen - norrænu víkingarnir hjá St. Otmar í Sviss. við náðum að leggja Svisslend- inga að velli. Það eru fimm svissneskir iandsliðsmenn sem ieika með mér hjá St. Otmar og höfum við lengi verið að ræða um leikina og skjóta ýmsum skotum í sambandi við þá. Svissneska landsliðið hefur undir- búið sig vel fyrir leikina gegn okkur - liðið hefur komið saman einu sinni í viku í langan tíma og þá leikur liðið tvo leiki við Pól- veija áður en það kemur heim.“ Viss kostur að leika með landsliðinu íslenska landsliðið á möguleika á að tryggja sér rétt til að_ taka þátt í úrslitakeppni EM á Ítalíu, ef liðið verður í einu af tveimur efstu sætunum í riðlakeppninni, þar sem leikið er gegn Sviss, Lit- háen og Júgóslavíu. Á Italíu er leikið um sex til sjö sæti á HM í Egyptalandi 1999. Hefur Júlíus hug á að komast til Egyptalands, þar sem iandsliðið getur endur- tekið leikinn frá því í Kumamoto eða jafnvei gert betur? „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Ég ætlaði mér upphaf- iega að hætta með landsliðinu eftir HM heima 1995, síðan var stefnan að hætta eftir HM 1997. Valur, Reykjavík, -1989 Júlíus Jónasson á ferh og flugi /fe , frá 1989 ÞÝSÍ^ALAND ■ / Giimmersbach, Asnieres, . ) .© C^ersbach' París, 1989-91 \\\ 11994-96 Paris St.Germain-^snieres,-—Æ ///llj „ JE . r iooA 97 FRAKKLAND ///) 4^ÍS|i99l Bidasoa, Irún, 1991- Ji* J Lí , ®Avidesa, kSPANN, Valencia, Eins og þú sást í Kumamoto þá gekk vel hjá okkur - það var gaman að taka þátt í ævintýrinu þar með mjög góðum félögum. Eftir það tók ég þá ákvörðun að gefa kost á mér áfram - að minnsta kosti út þetta keppnis- tímabil. Það er ljóst að á einhveij- um tímapunkti þarf Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, að fara að yngja lið sitt upp - að losa sig við okkur þessa gömlu. Þó við eldri höfum getu og krafta til, verður Þorbjörn að fara að hugsa um framtíðina - taka yngri leik- menn inn og láta þá öðlast reynslu áður en út í alvöruna verður farið. Það eitt að fá að vera með landsliðinu. Það er viss kostur fyrir okkur leikmennina sem erum í útlöndum að leika með landslið- inu. Við fáum tækifæri til að hitt- ast og fara heim, komum síðan aftur út endurnærðir. Þetta er mikil tilbreyting fyrir okkur. Á meðan ég hef gaman að því að leika handknattleik og hef krafta til þess, mun ég leggja mig fram í þau verkefni sem ég er valinn. Það segir enginn að leikmenn eigi að hætta á ákveðnum aldri. Eg tel að það eigi að gefa leikmönn- um sem eru komnir á aldur tæki- færi til að draga smátt og smátt saman seglin. Til dæmis með því að æfa aðeins minna og leggja áherslu að þeir skiii öðruvísi hlut- verki en áður til liðsins. Að leik- mennirnir séu ekki alltaf aðal- mennirnir, heldur að finna þeim ákveðið hlutverk í vörn eða þá sókn.“ Lengiá leiðinni heim Júlíus hefur verið atvinnumað- ur í Frakklandi, á Spáni, í Þýska- landi og Sviss síðan hann gerðist leikmaður með Parísarliðinu Asnieres 1989. Hann hefur oft sagt að hann ætli að ljúka hand- knattleiksferli sínum heima. Er Júlíus farinn að búa sig til heim- ferðar? „Ég hef verið nokkuð lengi á leiðinni heim - bætt við árum á erlendri grund. Ég gerði tveggja ára samning við St. Otmar. Þegar samningurinn rennur út er aldur- inn farinn að segja til sín. Þar sem það hefur alltaf verið minn draumur að enda ferilinn heima, er skemmtilegra að vera vel frísk- ur til þess. Ég vil segja sem minnst að þessu sinni - ég sé til eftir tvö ár hvernig ástandið verð- ur. Hvort ég verð þá tilbúinn að snúa heim. Með hveiju árinu sem ég er úti styttist í heimferðina. Maður þarf að fara að stíga það skref að fara að huga að öðru en handknattleik. Því fyrr sem það er gert, því betra.“ Styrkjast og öðlast mikla reynslu í atvinnumennsku Júlíus sagði að hann hefði farið í gegnum strangan skóla sem handknattleiksmaður, að hafa leikið í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og á Spáni. „Það er styrkur fyrir íslenskan handknattleik að sem flestir leikmenn leiki í útlönd- um. Þá á ég sérstaklega við landsliðið. Ég fann það sjálfur þegar ég fór út, að þá breyttist maður bæði sem persóna og leik- maður. Ég fékk meiri tíma til að æfa og maður var ekki alltaf að leika gegn sömu leikmönnunum, eins og heima. Það kom meiri fjöl- breytni í leikinn. Leikmenn sem fara í atvinnumennskuna styrkj- ast og öðlast mikla reynslu, sem kemur landsliðinu til góða. Þegar menn taka þá ákvörðun að fara út, eiga þeir ekki aðeins að fara til að fara - menn verða að velja sér rétta umhverfið, lið sem hent- ar þeim.“ Júlíus og samheijar hans hjá landsliðinu verða í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni í kvöld, þegar leikinn verður fyrri leikurinn í Evrópukeppni iandsliða gegn Sviss. Þar mætir hann þremur félögum sínum hjá St. Otmar. „Finnsl einsog verið sé að kúga okkur“ Magnús Már Þórðarson æfir með Aftur- eldingu en leikur líklega ekkert ívetur Málið hefur ekki tekið aðra stefnu þrátt fyrir að ég hafi hitt stjórnarmenn í handknattleiks- deild IR, þar á meðal formanninn og því tel ég nær engar líkur vera fyrir því að Magnús leiki með okkur í vetur,“ sagði Jóhann Guðjónsson formaður handknattleiksdeildar Aft- ureldingar. Málið sem Jóhann vitnar til eru félagsskipti Magnúsar Más Þórðarsonar úr ÍR í Aftureldingu. Magnús er samningsbundinn ÍR en Mosfellingar vilja fá hann í sínar raðir og vilji Magnúsar stendur einn- ig til þess að leika í Mosfellsbænum. „Handknattleiksdeild Aftureld- ingar er tilbúin að greiða 300.000 krónur sem er líklegt félagsskipta- gjaldið auk þess sem það er til um- ræðu að greiða upp eins árs samning Magnúsar við ÍR. Forráðamenn ÍR eru hins vegar á allt öðrum nótum og vilja fá mikið meira fyrir hann en þetta, án þess þó að hafa nefnt íslenski hópurinn ÞORBJÖRN Jensson hefur val- ið 16 leikmenn til undirbúnings fyrir leikina á móti Sviss. Þeir eru (landsleikir í sviga); Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val (267) Bergsveinn Bergsveinss., UMFA (132) Reynir Þór Reynisson, Fram (8) Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Drammen (191) Gústaf Bjarnason, Haukum (82) Róbert Sighvatsson, Dormagen (41) Geir Sveinsson, Wuppertal (312) Daði Hafþórsson, Fram (0) Konráð Olavson, Niederwiirzbach (152) Oiafur Stefánsson, Wuppertal (72) Dagur Sigurðsson, Wuppertal (86) Jason Ólafsson, UMFA (16) Róbert Julian Duranona, Eisenach (24) Rúnar Sigtryggsson, Haukum (13) Valdimar Grímsson, Stjömunni (224) Júlíus Jónasson, St. Gallen (251) ■Fyrri leikur liðanna verður í Laugar- dalshöll í kvöld kl. 20 en síðari leikur- inn í Sviss á sunnudag. upphæðina. Svo má hins vegar skilja 1 á þeim að þessi upphæð sem ég er með í huga séu hreinir smáaurar miðað við það sem þeir hafa áhuga á. Ég er ekki tilbúinn að borga hærra, mér finnst eins og verið sé að kúga okkur.“ Jóhann sagði ennfremur að hann skildi ekki þess stífni af hálfu ÍR. Magnús væri ekki uppaiinn hjá fé- laginu heldur hefði hann komið til liðs við það fyrir þremur árum frá Stjörnunni fyrir 150.000. Hins vegar er hann alinn upp hjá handknatt- leiksdeild Njarðvíkur er fékk 100.000 fyrir pilt frá Stjörnunni er hann flutti sig um set. Hefði Magn- ús alist upp hjá félaginu fyndist sér ákveðin afstaða ÍR-inga vera skilj- anlegri. „Nú er málum þannig háttað að Magnús æfir með okkur í vetur, en ég er svartsýnn á að hann leiki með okkur, altjent ekki á þessari leiktíð." „Eins og erfið þrek- æfing“ RÓBERT Sighvatsson hand- knattleiksmaður með Bayer Dormagen í Þýskalandi segir að nokkuð sé um að nýja regl- an um að hefja megi leik að loknu marki þrátt fyrir að andstæðingarnir séu ekki komnir inn á sinn vallarhelm- ing sé nokkuð notuð þar í landi. Henni hafi t.d. miskunn- arlaust verið beitt í leik Rhein- hausen og Dormagen um síð- ustu helgi, í leik sem Rhein- hausen vann 34:29. „í leiknum var þessari reglu beitt miskunarlaust og varð leikurinn mjög hraður og ekk- ert sérlega vel leikinn fyrir vikið,“ sagði Róbert í samtali við Moi-gunblaðið. „Það var mikið um 10 sekúndna sóknir og þaðan af styttri svo þetta var eins og erfiðasta þrekæf- ing.“ Leiðréttingar í BLAÐINU í gær misritaðist nafn Gísla Jóhannssonar handknattleiks- dómara, sem dæmdi viðureign Aftur- eldingar og Fram í Mosfellsbæ á sunnudagskvöld ásamt Hafsteini Ingi- bergssyni. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Þá var sagt að Michael Owen hefði gert þriðja mark Liverpool gegn Aston Villa. Hann lagði reyndar upp markið en Karlheinz Riedle skoraði. Ikvöld Handknattleikur Landsleikur Undankeppni HM: Höllin: tsland - Sviss.....20 körfuknattleikur Reykjavíkurinótið Úrslitaleikur kvenna: Austurberg: KR - ÍS........18 Úrslitaleikur karla: Austurberg: KR - UMFT......20 FRAMHALDSSK0LAM0T í KNATTSPYRNU Þatttaka tilkynnist fyrir 30. september á skrifstofii KSÍ á faxi 568 9793. Leildð í 7 manna bolta. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa KSÍ. Mótanejnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.