Morgunblaðið - 01.10.1997, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
KNATTSPYRNA
1997
MIDVIKUDAGUR 1. OKTÓBER
BLAÐ
Körfudómarar
á faraldsfæti
Grikkinn
fær ekki
leikheimild
SVO gæti farið að Grikkinn
ungi, Konstantin Tsartsaris,
leiki ekki með Grindvíkingum
í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik sem hefst á morgun.
Tsartsaris er aðeins 17 ára,
verður 18 í næsta mánuði, og
var á mála hjá grísku félagi,
en hefur takmarkaðan áhuga
á að vera þar áfram. Félagið
vill fá hann og neitar að skrifa
undir leikheimild fyrir hann.
Grindvíkingar vona að Bos-
man-reglan svonefnda nái yfir
þetta mál þannig að hann fái
leikheimild en FIBA hefur ekki
treyst sér til að gefa út leik-
heimild. Hjá sambandinu er
gömul regla sem segir að leik-
menn geti ekki skipt um félög
á milli landa fyrr en þeir verða
19 ára, nema með samþykki
liðs síns í heimalandinu. Það
skýtur nokkuð skökku við að
reglan var í upphafi sett til
höfuðs Grikkjum þvi þeir tóku
svo marga efnilega unglinga
frá Júgóslavíu hér á árum
áður.
KRISTINN Albertsson og Helgi Bragason körfu-
knattleiksdómarar eru þessa dagana að dæma
ytra í Evrópumótum félagsliða. Kristinn dæmdi
í gær, þriðjudag, viðureign belgiska félagsins
Charleroi og Libertel Dolphins frá Hollandi í
Evrópukeppni bikarhafa og í kvöld verður hann
á ferðinni á ný með flautuna á leik Houthalen
frá Belgíu og spænska félagsins Taugres í Evr-
ópukeppni félagsliða.
Helgi var einnig að dæma í gærkvöldi en hann
er staddur í Svíþjóð. Fyrri leikurinn var á milli
lieimaliðsins Luleá og FMP Zeleznik frá Júgó-
slavíu, en viðureign liðanna var í Evrópukeppni
bikarhafa. Síðari leikurinn sem Helgi dæmir í
ferðinni er í kvöld þegar sænska félagið Astra
Basket og pólska liðið Komfort-Forbo eigast við
í Evrópukeppni félagsliða.
Leifur Garðarsson hefur
einnig fengið verkefni við
dómgæslu á erlendri grundu.
Hann dæmir 21. október nk.
leik London Towers og þýska
félagsins TVB Tatami Rhönd-
orf í Evrópukeppni bikarhafa.
ÓLAFUR Adolfsson, einn burðarása
Akranesiiðsins sl. ár, lék sinn síðasta leik
í efstu deild sl. laugardag er ÍA sótti
Keflavík heim. Ólafur sagðist eftir leikinn
vera sáttur við að hætta núna þó vissu-
lega kveddi hann Akranesiiðið og efstu
deild með söknuði. „Þegar ég byijaði að
leika með ÍA í 2. deild árið 1991 ætlaði
ég bara að vera með í tvö ár, en það
teygðist aðeins úr þessu hjá mér,“ sagði
Ólafur. „Ástæðan er sú að okkur hefur
gengið vel og á þessum tíma hef ég feng-
ið fjölmörg tækifæri sem ella hefðu ekki
gefist, fimmfaldur íslandsmeistari, fengið
tækifæri til að leika með landsliðinu og
ýmsar aðrar vegtyllur hafa mér gefist."
Hann sagði ennfremur að það hefði
verið skemmtilegra að enda á meistarat-
itli en að taka við silfrinu, en því miður
hefði sú von farið út í veður og vind fyrr
í sumar. „Eyjamenn hafa verið sterkastir
í sumar likt og við höfum verið síðustu
ár og eru vel að titlinum komnir.“
Ólafur flytur nú norður á Sauðárkrók
og sagði ekki útilokað að hann léki með
Tindastól á næsta sumri. Á myndinni má
sjá félaga Ólafs í Akranesliðinu „tollera"
Olaf að loknum síðsta leik hans með félag-
inu á laugardaginn.
Morgunblaðið/Þorkell
KORFUKNATTLEIKUR
Valur og félagar eru
enn á sigurbraut
Valur Ingimundarson og félagar hjá danska
liðinu BK Odense í Öðinsvéum sigruðu í
fyrsta leik sínum í dönsku úrvalsdeildinni,
lögðu lið Horsholm 101:97, en Horsholm varð
í öðru sæti í deildinni í fyrra. Valur þjálfar
og leikur með Odense eins og hann hefur
gert undanfarin tvö tímabil. Hann tók við lið-
inu í 2. deild og eftir tvö ár er hann kominn
með það í úrvalsdeildina; sannarlega glæsileg-
ur árangur.
„Við setjum stefnuna á að halda okkur í
deildinni, annað er fullmikið svona á fyrsta
ári. En þessi leikur gekk mjög vel og við íslend-
ingamir stóðum okkur ágætlega," sagði Valur
í samtali við Morgunblaðið í gær. Auk Vals
leika Henning Henningsson og Kristinn Frið-
riksson með liðinu og í næsta leik bætist einn
við, Pétur V. Sigurðsson. Kristinn var með
21 stig, þar af 3 þriggja stiga körfur í lok-
in.Valur 18 og Henning 12.
Valur segir talsverðan áhuga á körfuknatt-
leik á Fjóni og að liðið hafi fengið góða dóma
í dagblöðum þar. En þegar hann hélt til Dan-
merkur var ætlunin að fara í nám. „Já, ég
byijaði í skóla en svo var svo mikið að gera
í körfunni þannig að ég hætti, eða frestaði
náminu. Ég ætlaði að vera að gera eitthvað
allt annað hér en þjálfa og leika körfubolta,
en þetta er svo gaman,“ sagði Valur.
Lið hans er komið í 16-liða úrslit bikar-
keppninnar, lagði VH 97:62 um helgina þann-
ig _að það er nóg framundan.
í Þýskalandi gengur hvorki né rekur hjá
Bayreuth, liði Jónatans Bow, það tapaði um
helgina fyrir Oberelchinge 78:76 á útivelli og
geðri Bow 2 stig en Roney Eford var með 23
og er hann í 7. sæti yfir stigahæstu menn
deildarinnar. Liðið vann Speyer í bikarkeppn-
inni og þar gerði Bow 16 stig og tók 8 frá-
köst og Eford var með 15 stig.
í Belgíu töpuðu Herbert Arnarson og félag-
ar í Antwerpen 84:80 fyrir Pepinster.
HLYNUR STEFÁNSSOIM OG ÓLAFUR ÞÓRÐARSON EFSTIR Á BLAÐI / D2