Morgunblaðið - 01.10.1997, Page 4
Helstu breytingar
JW«r0*wM®bib
i T. ' -SLríSaitsrrT^sis^jiss'-. ^5* ». >__ v
KORFUKNATTLEIKUR
Guðjón Skúlason, fyrirliði íslands- og bikarmeistara Keflavíkur
Baráttan stendur á milli
Sudumesjaliðanna
„ÞAÐ er alveg Ijóst að við erum ekki jafn sterkir og ífyrra enda
þolum við ekkert frekar en önnur félög að missa f imm sterka
leikmenn, þar af tvo landsliðsmenn og mjög sterkan Bandaríkja-
mann eins og raun hefur orðið á hjá okkur," segir Guðjón Skúla-
son fyrirliði Keflavíkur, en félagið hefur ekki sýnt sama styrk í
leikjum haustsins og ífyrra. Þá sigruðu KefIvíkingar í öllum
mótum sem þeir tóku þátt í og voru með yfirburðalið.
Keflvíkingar
hömpuðu ís-
landsmeistara- og
bikarmeistaratitli,
urðu deildarmeistar-
ar, Lengjumeistarar
og unnu Reykjanes-
mótið. Nú er Ijóst að
liðið mun eiga við
ramman reip að
draga við titlavöm-
ina og í spá forráða-
manna, þjálfara og
fyrirliða úrvalsdeild-
arinnar er íslands-
meisturunum spáð
þriðja sæti.
„Við erum bjart-
sýnir þrátt fyrir að okkur hafi geng-
ið upp og ofan í haust því það tekur
alltaf sinn tíma að hrista svo mikið
breyttan hóp saman sem við höfum
auk þess sem við vorum loks að fá
til okkar bandarískan leikmann um
síðustu helgi sem okkur líst vel á og
bindum talsverðar vonir við.“ Meðal
annars vegna þess að Bandaríkja-
maðurinn er nýkominn sagði Guðjón
að ekki hefði tekist að koma endan-
legri mynd á hópinn og leikimir í
Reykjanesmótinu verið upp og ofan.
Leikmaðurinn sem um er að ræða
heitir Dana Dingle og er tveggja
metra hár og einkar fjölhæfur og
getur leikið flestar stöður. Hann lék
í Brasilíu í fyrra. „Dingle er ekki
ósvipaður leikmaður og Damon John-
son sem var með okkur í fyrra, nema
hvað hann er ívið hærri.
Ég tel að við séum með nokkuð
breiðan hóp leik-
manna, níu sterka
leikmenn og öflugt
byrjunarlið. Annars
verður liðið skipað
yngri leikmönnum í
bland við okkur, þá
eldri.“ Guðjón telur
fyrstu leikina skipta
miklu máli. „Það er
nauðsynlegt að ná
hagstæðum úrslitum
í fyrstu umferðunum
til þess að halda
ákveðinni í ró yfir
hópnum og vera með
í baráttunni. Ef lið
byija illa geta þau
verið allan veturinn að vinna það upp
þó svo þau nái sér á strik.“
Að mati Guðjóns verður deildar-
keppnin jafnari en á sl. vetri. „Við
vomm þá með yfírburðalið, en nú
held ég að baráttan standi á milli
Suðumesjaliðanna þriggja, Keflavík-
ur, Njarðvíkur og Grindavíkur og ég
veit að við ætlum að halda bikarnum
á svæðinu og láta hann ekki fara tii
Reykjavíkur. Síðan reikna ég með
að KR-ingar komi þar á eftir, svo
og Tindastólsmenn Haukar og Skal-
lagrímur og jafnvel KFÍ, þó ég hafi
reyndar ekki séð til þeirra það sem
af er hausti."
Þrátt fyrir breytingarnar á liði
Keflavíkur þá segir Guðjón að ekki
verði nein breyting á leikskipulagi
þess. „Við höldum okkar stefnu í leikj-
unum og leikum líkt og síðustu ár
af miklum eldmóð og á okkar hraða.“
Spái 1. Grindavík in .213 stig
2. Njarðvík .194 stig
3. Keflavík .181 stig
4. Haukar .176 stig
5. KR .163 stig
6. Tindastóll .136 stig
7. Skallagrímur. .114 stig
8. KFÍ ...86 stig
9. ÍA ...78 stig
10. ÍR ...72 stig
11. Valur ...43 stig
12. Þór ...26 stig
DAMON Johnson, sem lék meA Keflavík sl. keppnistímabil,
leikur nú með liði ÍA.
Aukið eftirlit með dómurum
NÝTT eftirlitskerfi verður tekið upp með frammistöðu dómaranna
fimmtán sem dæma leiki úrvalsdeildarinnar á komandi keppnistima-
bili. Sérstakir eftirlitsmenn fylgjast með dómurum í öllum leikjum
mótsins og skila inn skýrslu um frammistöðu þeirra og gefa þeim
um leið einkunn. Einnig verður haft samband við þjálfara og þeir
beðnir að meta störf dómara og gefa þeim einkunn. Sú einkunn
verður síðan hluti af heildareinkunn dómara.
Til þess að koma þessu eftirlits- eða matskerfi á hefur KKÍ feng-
ið til liðs við sig vaskan hóp manna sem dreift verður á leiki deildar-
innar. „Með þessu vonumst við til þess að dómgæslan batni enn
frekar lýá okkur,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri KKÍ, er hann kynnti þetta á fundi í vikunni.
Helstu breytingar
Hér á eftir er listi yfir helstu breytingar
hjá liðum DHL-deildarinnar:
HAUKAR
Komnir:
Baldvin Johnsen, byjarður aftur
Sveinn A. Steinsson, byrjaður aftur
Georg Ögmundsson frá Fylki
Sherrick Simpson frá Bandaríkjunum
Bjami Magnússon frá ÍA
Famir:
Þór Haraldsson til ÍR
ívar Ásgrímsson til ÍS
Bergur Eðvarðsson til UMFG
Vignir Þorsteinsson til ÍS
Shawn Smith til Englands
Sigurður Jónsson til KR
■Þjálfari: Einar Einarsson
Komnir:
Karl Guðlaugsson, Byrjaður aftur
Einar HAnnesson frá Breiðabliki
Þór Haraldsson frá Haukum
Jón V. Williamsson frá Fylki
Lawrence Culver frá Bandaríkjunum
Viggó Skúiason frá Hetti
Famir:
Eggert Garðarsson til Danmerkur
Tito Baker til Spánar
Atii Þorbjörnsson, hættur
■Þjálfari: Antonio Vallejo
Herbúðir liðanna í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik
'Æ’
iðárkrókur:
Tindastóll
LEIKFYRIRKOMULAG:
Allir leika við alla, heima og heiman.
Átta efstu lið kéjn&írí úrslitakeppni.
\f ■■
Aki
■>Borgarnes: Skallagrímur
Keflavík: ■jjdffanes: ÍA
Keflavík *»■JTeykjavík: KR, Valur, IR
Njarðvík*^ Hafnarfjörður: Haukar
UMFN
Grindavík:
UMFG
1 \ l ÍSLANDS-
;t|eyri: Þór \ MEISTARAR
_J 1984 Njarðvík 1985 Njarðvík
B ■ i Ki ■ M111 ih |iM ** Fimmtudaginn 2. október: ^ Keflavík - Njarðvík t 1986 Njarðvík 1987 Njarðvík
1988 Haukar
1989 Keflavík
ÍR - KFÍ / 1990 KR
KR - ÍA 1991 Njarðvík
Haukar - Þór^***^ 1992 Keflavík
Valur - Grindavík
Föstudagif/fá. október:___
Tindastóll-Skallagrímur
1993 Keflavík
1994 Njarðvfk
1995 Njarðvík
1996 Grindavík
1997 Keflavík
AKRANES
Komnir:
Damon Johnson frá Keflavík
Guðjón Jónsson frá ÍS
Pálmi Þórisson frá Svíþjóð
Pétur Sigurðsson frá Bresa
Farnir:
Bjarki Þ. Alexenderson til IS
Bjarni Magnússon til Hauka
Brynjar Karl Sigurðsson til Vals
Haraldur Leifsson, hættur
Ronald Bayless
■Þjálfari: Alexander Ermolinskij.
GRINDAVÍK
Komnir:
Bergur Eðvarðsson frá Haukum
Sigurbjörn Einarsson frá Breiðabliki
Rúnar Sævarsson frá Breiðabliki
Darryl Wilson frá Ítalíu
Konstantionos Tsartsaris
frá Grikklandi
Farnir:
Marel Guðlaugsson til KR
Jón Kr. Gíslason, hættur
Páll Axel Vilbergsson til Bandar.
Hermann Myers til Finnlands
Sævar Guðbergsson til UMFN
Ásgeir Guðbjartsson til UMFN
■Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
KEFLAVÍK
Komnir:
Fannar Ólafsson frá Laugdælum
Dana Dingle frá Bandaríkjunum
Farnir:
Kristinn Friðriksson til Danmerkur
Þorsteinn Húnfjörð til Noregs
Albert Óskarsson til Bandar.
Elentínus Margeirsson til Bandar.
Damon Johnson til ÍA
■Þjálfari: Sigurður Ingimundarson
K • KFÍ
Komnir:
David Bevis frá Bandar.
Ólafur J. Ormsson frá KR
Shiran Þórisson frá Stjörnunni
Farnir:
Ingimar Guðmundsson, hættur
Hrafn Kristjánsson til Hamars
Derrick Bryant til Lúxemborgar
Chiedu Odiatu
■Þjálíari: Guðni Guðnason
KR
Komnir:
Marel Guðlaugsson frá UMFG
Lárus Árnason frá IS
Nökkvi Jónsson frá UMFG
Kevin Tuckson frá Bandar.
Veigar Sveinsson frá ÍS
Sigurður Jónsson frá Haukum
Farnir:
Hinrik Gunnarsson til UMFT
Jónatan Bow til Þýskalands
Birgir Mikaelsson til Snæfells
Roney Eford til Þýskalands
Gunnar Örlygsson, hættur
Björgvin Reynisson, hættur
■Þjálfari: Hrannar Hólm
NJARÐVÍK
Kommr:
Ásgeir Guðbjartsson frá UMFG
Sævar Garðarsson frá UMFG
Dalon Bynum frá Snæfelli
Teitur Örlygsson frá Larissa
Farnir:
Jóhannes Kristbjörnsson, hættur
Rúnar Árnason, hættur
Torrey John til Tindastóls
Sverrir Sverrisson til Tindastóls
■Þjálfari: Friðrik Rúnarsson
. SKALLAGRÍMUR
Kommr:
Bernard Garner frá Bandar.
Hlynur Leifsson frá ÍV
Yngvi Gunnlaugsson frá Val
Farnir:
Joe Rhett til Kýpur
Guðjón K. Þórisson til Stafholtst.
Þórður Helgason til Stafholtst.
Jón P. Haraldsson til Stafholtst.
Gunnar Þorsteinsson til Stafholtst.
Völundur Völundarson til Stafholtst.
■Þjálfari: Tómas Holton
TINDASTÓLL
Komnir:
Hinrik Gunnarsson frá KR
Torrey John frá Njarðvík
Sverrir Sverrisson frá Njarðvík
Jose Narang frá Spáni
Baldur Einarsson frá Breiðabliki
Farnir:
Sigurvin Pálsson til Léttis
Cecare Piccini
Winston Peterson til Frakklands
■Þjálfari: Páll Kolbeinsson
VALUR
Komnir:
Brynjar Karl Sigurðsson frá ÍA
Óskar F. Pétursson frá Breiðabliki
Sigurbjörn Bjömsson frá Leikni
Todd Triplett frá Bandar.
Farnir:
Ragnar Jónsson, hættur
Björn Sigtryggsson til Snæfells
■Þjálfari: Svali Björgvinsson
ÞÓR
Komnir:
Jo Jo Chambers frá Bandar.
Farnir:
Bjöm Sveinsson til Skot. Ak.
Fred Williams til Finnlands
Konráð Óskarsson, hættur
■Þjálfari: Gunnar Sverrisson