Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Fyrsti meistaratitill / B2 KNATTSPYRNA T ryggvi til Aberdeen? SKOSKA úrvalsdeildarliðið Aberd- een ákveður í dag, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins í Skotlandi, hvort Tryggva Guðmundssyni, markakóngi Islandsmótsins úr IBV, verði boðið út til reynslu. „Ég hef ekki heyrt neitt í þessa veru en á von á símtali vegna máls- ins,“ sagði Tryggvi spurður í gær- kvöldi um áhuga Aberdeen. „Félagið vildi fá mig á mánudagsmorgun til að spila með varaliðinu seinni part sama dags en ég var rétt kominn til Islands og fyrirvarinn var of naumur." Tryggvi var hjá Ikast í Danmörku fyrir skömmu og síðan hjá norsku félögunum Válerenga og Brann. „Ég er með tilboð frá Ikast, sem vill gera samning til tveggja ára, og bíð eftir svari frá Brann en Válerenga er að Heimir Guðjónsson hættir að öllum líkindum hjá KR leita að hávaxnari manni. Ég veit ekki hvað verður en Skotland er vissulega spennandi ef tækifærið býðst.“ Umboðsmaður Tryggva hef- ur einnig verið að kynna hann í Sví- þjóð og eru Elfsborg og Örebro að kanna málið. Heimirfrá KR Heimir Guðjónsson, miðvallarleik- maður í KR, er að öllum líkindum á förum frá félaginu samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Heimir, sem er 28 ára og hefur alla tíð leik með KR - fyrir utan eitt sumar með KA á Akureyri - er samningsbundinn vesturbæjarfélaginu í tvö ár til við- bótar. Hann og forráðamenn knatt- spyrnudeildar hafa ræðst við undan- farna daga og gagnkvæmur áhugi mun á því að harin yfirgefi félagið og mjög líklegt að sú verði niðurstað- an. „Heimir er mjög góður leikmaður en hefur ekki náð sér á strik með KR að undanförnu. Það gæti því verið gott fyrir hann að skipta um umhverfi," sagði einn forystumanna KR við Morgunblaðið í gær. Ekki er ljóst hvert Heimir fer, en það gæti orðið ofan á að hann færi úr landi; möguleikar hafa verið kannaðir á því hvort hann komist að í Noregi eða Skottandi og ekki er loku fyrir það skotið að hann gangi til liðs við ann- að íslenskt félag. Einar Þór Daníelsson, útheiji KR- inga, verður hins vegar að öllum lík- indum áfram með KR, en íslands- meistarar ÍBV hafa m.a. sýnt honum áhuga. Flest bendir aftur á móti til þess að hinn útheiji KR-liðsins, Hilm- ar Björnsson, gangi til liðs við Tromsö i Noregi. Þorvaldur Makan heim Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni úr Leiftri, sem var til reynslu hjá Shef- field United í tvær vikur, var ekki boðinn samningur. KARATE 1997 MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1997 BLAD Ingólfur meistari í fyrsta sinn INGÓLFUR Snorrason frá Selfossi varð íslandsmelstarl í karate um helgina, sigraðl bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki. Þetta er í fyrsta slnn sem Selfyssingur verður meistari í karate, en Ingólfur segist ætla sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum. Zmejik kemur til íslands TÉKKNESKI tugþrautarkappinn Róbert Zmelik hefur samþykkt að koma til landsins í janúarlok nk. og vera á meðal keppenda á ÍR-mótinu í frjálsíþróttum sem þá fer fram í Laugardals- höll. Zmelik galt ÍR-ingum jáyrði sitt i gær, en hann keppti einnig á mótinu sl. vetur. Þá varð hann að sætta sig við annað sætið í keppni við Jón Amar Magnússon í þríþraut sem saman stóð af 50 m grindahlaupi, langstökki og kúluvarpi. Zmelik hefur verið einn besti tugþrautarmað- ur heims á þessum áratug og varð m.a. Ólympíu- meistari 1992 og heimsmeistari í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í París í mars sl. Auk hans hefur Chris Huffins frá Bandaríkj- unum boðað þátttöku sína i þríþrautarkeppni mótsins og tfóst að Jón Amar og frændi hans Ólafur Guðmundsson fá verðuga keppni. -------- Yfirburðir Liverpool höfðu ekkert að segja LIVERPOOL er úr leik í Evr- ópukeppni félagsliða þrátt fyrir 2:0 sigur á Strasbourg á Anfield í gærkvöldi. Franska liðið vann fyrri leikinn 3:0 og hugsaði fyrst og fremst um að verjast í Liverpool og tókst ætlunarverkið - er komið í þriðju umferð en Liverpool situr eftir með sárt ennið. Heimamenn sóttu nær lát- laust en tókst ekki að skora fyrr en um miðjan seinni hálf- leik. Robbie Fowler var ör- yggið uppmálað þegar hann tók vítaspyrnu í kjölfar brots á Þjóðverjanum Karl-Heinz Riedle. Riedle, sem var ekki í byrjunarliði Liverpool, bætti öðru marki við fimm mínútum fyrir leikslok og oft skall hurð nærri hælum við franska markið en fyrst og fremst frábær markvarsla Alexand- ers Vencels kom í veg fyrir fleiri mörk. Morgunblaðið/Kristinn Urslit/B2 Aston/B4 Skorað úr mark- spyrnu INIGO Arteaga, markvörð- ur Racing Ferrol á Spáni, skráði nafn sitt í knatt- spyrnusöguna um helgina þegar hann varð fyrstur spænskra atvinnumanna til að skora mark beint úr markspyrnu. Artega kom liði sínu, sem leikur í 3. deild, í 2:0 á 70. mínútu leiks við Moralo. Hann spyrnti knettinum um 100 metra áður en hann skoppaði einu sinni og fór framhjá Jose Peralta mark- verði Moralo. Reglunum var breytt 1. júlí og nú má skora beint úr markspyrnu. HANDKIMATTLEIKUR: BJÖRGVIN Á FUÓTANDIFÆÐI í MÁNUÐ / B2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.