Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1997, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Aston Villa í 3. umferð í fyrsta sinn í 20 ár Aston Villa tryggði sér sæti í 3. umferð Evrópukeppni félagsl- iða í fyrsta sinn í 20 ár þegar liðið vann Athletic Bilbao frá Spáni 2:1 á Villa Park í gærkvöldi en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Heimamenn náðu forystu um miðj- an fyrri hálfleik þegar Imanol Etxe- berria, markvörður spænska liðsins, ^ missti boltann fyrir fætur Ians Tayl- ors eftir fyrirgjöf frá Savo Milosevic og Taylor skoraði auðveldlega. Dwight Yorke bætti öðru marki við fljótlega eftir hlé en varamaðurinn Javier Gonzalez skoraði um miðjan hálfleikinn - nánast í fyrstu snert- ingu. Gestimir reyndu hvað þeir gátu til að ná markinu sem hefði fieytt þeim áfram en heimamenn héldu fengnum hlut og fögnuðu að vonum mikið þegar flautað var til leiksloka. „Þeir sóttu stíft síðasta stundar- fjórðunginn og biðin eftir lokaflautinu var löng,“ sagði Brian Little, knatt- spyrnustjóri Villa. „Við höfum átt í vandræðum að undanfömu og því vom úrslitin mjög mikilvæg fyrir okkur. Þau veita okkur tækifæri til að ná áttum með því að beina augum okkar að enn einni spennandi umferð í Evrópukeppninni.“ Villa, sem hefur tapað sjö af fyrstu þrettán leikjunum í ensku úrvals- deildinni, kom boltanum tvisvar í mark mótheijanna á fyrstu sjö mínút- unum en í bæði skiptin hélt Savo Milosevic áfram eftir að dómarinn hafði flautað og fékk gult spjald fyr- ir. Eftir þetta var varnarleikur í fyrir- rúmi þar til Taylor braut ísinn. „Við sigram saman, töpum saman URSLIT Knattspyrna England 1. deild Blackpool - Northampton...........1:1 Brentford - Carlisle..............0:1 Bristoi Rovers - Bristol City.....1:2 Chesterfield - Gillingham.........1:1 Luton - Bumley....................2:3 Millwaii - Fuiham.................1:1 Oldham-Wigan......................3:1 Plymouth - Wycombe................4:2 Southend - Watford................0:3 Walsall - Grimsby.................0:0 Wrexham - Boumemouth..............2:1 York-Preston......................1:0 2. deild ; Blackpool - Northampton..........1:1 Brentford - Carlisle..............0:1 Bristol Rovers - Bristol City.....1:2 Chesterfield - Gillingham.........1:1 Luton-Bumley......................2:3 Millwall - Fulham.................1:1 Oldham - Wigan....................3:1 Plymouth - Wycombe................4:2 Southend - Watford................0:3 Walsall - Grimsby.................0:0 Wrexham - Boumemouth..............2:1 York-Preston......................1:0 3. deild Doncaster - Cardiff...............1:1 Hull - Exeter.....................3:2 Leyton Orient - Scarborough.......3:1 Macclesfield - Colchester.........0:0 Mansfield - Rotherham.............3:3 Notts County - Chester............1:2 Peterborough - Shrewsbury.........1:1 Rochdale - Lincoln................0:0 Scunthorpe - Cambridge............3:3 Swansea - Hartlepool..............0:2 Torquay - Darlington..............2:1 og leikum saman,“ sagði Luis Fem- andez, þjálfari Bilbao, og vildi ekki kenna markverði sínum um fyrsta markið. „Hann varði mjög vel í seinni hálfleik þegar við fengum næg tæki- færi til að tryggja okkur áframhald- andi þátttöku en Aston Villa er sterkt lið sem varðist mjög vel eftir annað markið. Úrslitin era vonbrigði, ekki síst fyrir stuðningsmenn okkar sem borguðu mikið fyrir að koma hingað og styðja okkur." Endurtekið efni Strasbourg sendi Liverpool út úr Evrópukeppni í ár á sama hátt og PSG gerði í fyrra, vann 3:0 heima og tapaði 2:0 á Anfield. í fyrra tap- aði Liverpool í undanúrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa en að þessu sinni í 2. umferð UEFA keppninnar. Liverpool sótti látlaust en Strasbourg varðist vel auk þess sem lánið lék við gestina. Oft urðu menn úr báðum liðum fyrir skotum frá leikmönnum Liverpool og jafnvel dómarinn þvældist fyrir heimamönn- um. „Menn gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Roy Evans, knatt- spymustjóri Liverpool. „Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum, þeir voru frábærir og ég get ekki farið fram á meira en stundum þarf smá heppni. Við féllum úr keppni með sæmd.“ Eins og í fyrra varð fyrri leikurinn Liverpool að falli en samt sem áður fékk liðið tækifæri til að gera betur. „Ekki skiptir máli hvenær mörkin koma,“ sagði Evans, „og í hléinu var ég sannfærður um að við ættum möguleika á að komast áfram.“ Franska liðið lék skynsamlega, hugsaði um að verjast og gerði það með Vencel frábæran í markinu. „Ég var hræddur í byijun seinni hálfleiks vegna þess að sókn Liverpool var gífurlega þung,“ sagði Jacky Dugue- peroux, þjálfari Strasbourg. „Við sáum leik Liverpool og PSG í fyrra og vissum því að þetta yrði erfitt en eftir annað markið var spurning- in um að halda út í fimm mínútur." Vonbrigði í Frakklandi Frakkar byijuðu með sjö lið í keppninni en aðeins Strasbourg og Auxerre verða í þriðju umferð - Bastia, Metz og Lyon féllu úr keppni í gærkvöldi. Inter tapaði 2:1 fyrir Lyon í Mílanó en sneri dæminu við í Frakk- landi og vann 3:1. Francesco Mor- iero skoraði snemma leiks eftir auka- spyrnu Ronaldos af 30 metra færi. Skömmu síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar Taribo West braut á Caveglia. Benoit Cauet kom Inter í góða stöðu þegar hann skoraði rétt eftir hlé en Youri Djorkaeff lagði upp markið. Pólski varnarmaðurinn Jacek Bak gerði glæsilegt mark fyr- ir heimamenn um miðjan seinni hálf- leik og þá var samanlögð staða því jöfn. Þremur mínútum síðar skoraði Moriero öðru sinni eftir að Ze Elias hafði skotið í stöng og markið gerði útslagið. „Fólk hefur oft sagt að lið okkar snúist um Ronaldo en þessi leikur Vonbrigdi Reuters DAVID James, markvörður Liverpool, huggaði fyrirllða sinn, Paul Ince, þegar þeir gengu þungum skrefum út af Anfield. sýndi að við getum treyst á alla leik- mennina," sagði Gianluigi Simoni, þjálfari Inter. „Við höfðum betri gætur á sóknarmönnum eins og Giuly og Kanoute en í fyrri leiknum og Caveglia fékk ekkert svigrúm. Ekki er þar með sagt að við höfum verið værakærir í heimaleiknum heldur lékum við betur núna.“ Gregory Coupet varði vel í marki Lyon en Bernard Lacombe, þjálfari liðsins, sagði margt ólært. „Verst var að fá mark á okkur eftir 10 mínútur. Leikmenn mínir eru ungir, þeir efuðust og era reynslulitlir en samt tókst þeim að skjóta Inter skelk í bringu. Við gátum látið okkur dreyma eftir útileikinn en erum nú komnir niður á jörðina." Catalin Munteanu, sem er 17 ára, gerði tvö mörk fyrir Steaua Búkar- est í fyrri hálfleik í Bastia og þar með var rúmenska liðið komið með þriggja marka forystu samanlagt. Miðheijinn Ermin Siljak fékk rauða spjaldið skömmu eftir hlé en 10 heimamenn létu það ekki á sig fá og unnu 3:2. Hins vegar nægði sig- urinn ekki til að komast áfram vegna marka Steaua. Þrír fengu rautt spjald TSV 1860 Miinchen vann Rapid Vín 2:1 en tapaði samanlagt 4:2. Martin Hiden hjá Rapid var vikið af velli um miðjan fyrri hálfleik, samheiji hans Markus Puerk fór sömu leið á 62. mínútu og heima- maðurinn Miroslav Stevic fylgdi í fótspor þeirra sjö mínútum síðar. Suker vinsæll í Aþenu KRÓATANUM Davor Suker, framherja Real Madrid, var fagnað sem hetju við komuna til Aþenu I gær, en í kvöld leikur Real Madrid við Olymp- iakos I meistaradeild Evrópu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Panathinaikos, erkifjenda Olympiakos, mætti á flugvöll- inn í Aþenu til að taka á móti leikmönnum Real Madrid. Þeir veifuðu fána félagsins og spjöldum með nafni Su- kers. „Ég er orðlaus, hvað get ég sagt? Ég bjóst aldrei við svona góðum móttökum hér i Aþenu, en ég mun gera mitt besta til að stuðningsmennirn- ir fái ósk sína uppfyllta," sagði Suker við komuna. Hann hefur verið helsta átrúnaðargoð stuðnings- manna Panathinaikos síðan 1995 er hann gerði sigur- markið fyrir Sevilla á loka- mínútunni í UEFA-keppninni sem dugði til að slá Olympia- kos út það árið. FOLK ■ PAUL Lambert, miðvallarleik- maður Borussia Dortmund og skoska landsliðsins, gerði í gær fjög- urra ára samning við Celtic. Kaup- verðið er 1,7 milljónir punda. Lam- bert er 28 ára og mun leika síðasta leik sinn fyrir Dortmund í kvöld er liðið mætir Parma í meistaradeild Evrópu. Hann fer í læknisskoðun á fimmtudag og ef hann stenst hana getur hann leikið með Celtic á móti Glasgow Rangers á laugardaginn. ■ GEERT Meyer, aðstoðarþjálfari Feyenoord, mun stjórna liðinu gegn Manchester United í meistardeild- inni kvöld því ekki hefur enn verið ráðinn knattspyrnustjóri í stað Aries Haans sem var rekinn á dögunum. „United hefur verið á mikilli sigl- ingu síðustu vikur. Það þarf ekki annað en líta úrslit síðustu leikja í ensku deildinni til að sjá það,“ sagði Meyer. „Við þurfum að ná toppleik til að eiga möguleika." ■ PARIS St. Germain verður án nokkurra lykilmanna í leiknum gegn Bayern Miinchen í kvöld. ítalinn Marco Simone er meiddur og verð- ur frá í mánuð og sömu sögu er að segja af varnarmanninum Bruno N’Gotty og Alain Roche, varnar- maður, tekur út leikbann. Þessir þrír leikmenn hafa verið bestu menn liðsins í vetur. Bayern, sem hefur fullt hús stiga í E-riðli, vann fyrri leikinn sem fram fór í Miinchen fyrir hálfum mánuði, 5:1. ■ GALATASARY tekur á móti Sparta Prag í Istanbul og vonast eftir fyrsta stigi sínu í keppninni. Liðið hefur enn ekki náð að skora mark í keppninni. Sparta vann fyrri leikinn 3:0. „Ég trúi því að við getum unnið Sparta Prag og sýnt það að við eigum heima á meðal bestu liða Evrópu," sagði Fatih Terim, þjálf- ari Galatasaray. ■ BARCELONA þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Dynamo Kiev á heimavelli í kvöld. Dynamo vann fyrri leikinn í Kiev 3:0 og er efst í C-riðli með 7 stig. Óvíst er hvort Brasilíumaðurinn Rivaldo geti leikið. Hann sneri sig á ökkia um síðustu helgi í leiknum á móti Real Madrid. ENGLAND: 112 X X 2 X 2 X X11X ITALIA: 2 2X 121 21X 1X11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.