Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR15. NÓVEMBER1997 B 3
HANDKNATTLEIKUR
mm til sex marka sigurtil að komast áfram í Evrópukeppninni
Tekst með sam
eiginlegu átaki
AFTURELDING mætir norska liðinu Runar frá Sandefjord ísíð-
ari leik liðanna 116 liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu f íþrótta-
húsinu að Varmá kl. 20 annað kvöld. Runar sigraði ífyrri leikn-
um ytra fyrir viku, 30:25, en að þessu sinni ætla Mosfellingar
að snúa taflinu við og komast áfram í 8-liða úrslit líkt og þeir
gerðu í sömu keppni fyrir tveimur árum. „Ég tel að við eigum
helmingsmöguleika á að komast áfram, en Ijóst er að við verð-
um að leika mun betur en í fyrri leiknum og einnig fá góðan
stuðning áhorfenda,11 sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftur-
eldingar.
Runar er í efsta sæti norsku
deildarinnar með 16 stig að
loknum 9 leikjum ásamt Sande-
fjord og Viking, en fyrir leiktíðina
var liðsmönnum Runar spáð meist-
aratitli í lok leiktíðarinnar. „í fyrri
leiknum vorum við fjarri því að
leika eins og við getum best, eink-
um var sóknarleikur okkar óvand-
aður og leikmenn Runar fengu lík-
lega ein tíu hraðaupphlaup í fyrri
hálfleik,“ sagði Skúli. „Aðaláhersla
okkar verður á vörnina og að leika
betri sóknarleik og koma þannig í
veg fyrir hraðaupphlaup þeirra.
„Þeir eru með mjög fljóta menn
sem nýta sér vel mistök í sóknar-
leik andstæðinganna. Hins vegar
eru leikmenn ekki mjög hávaxnir
né líkamlega sterkir og ég tel að
möguleikar okkar felist m.a. í því
að við erum sterkari." Skúli sagði
ennfremur að Runar léki 6-0 flata
Verður Bergsveinn í stuði?
MIKILVÆGT verður fyrir Aftureldingu að
landsliðsmarkvörðurinn Bergsveinn Bergsveins-
son nái sér á strik í leiknum gegn Runar líkt
og hann gerði í landsleiknum við Litháen fyrir-
skömmu er þessi mynd var tekin.
Kostnaður leik-
Morgunblaðið/Kristinn
ikarnir góðir
manna 1,8 m
M
um og varð að fylgjast með frá hliðarl-
ínunni, en mætir nú sprækur til leiks
þess albúinn að mæta Normönnunum.
„Lið Runar er vel skipulagt og leik-
ur eingöngu kerfisbundinn handknatt-
leik þar sem mikið er um „klippingar"
og snöggu samspili, en minna er um
einstaklingsframtak. Leikmenn eru
léttir og ekki mjög sterkir og ég held
að ef við leikum af ákveðni á þá jafnt
í vöm sem sókn þá getum við brotið
þá á bak aftur svo og með myndarleg-
um stuðningi áhorfenda. Við viljum
gjarnan halda áfram í Evrópukeppn-
inni og ég er viss um stuðningsmenn
okkar vilja það einnig.“
vörn alveg aftur á línu og mark-
vörður liðsins væri góður, en hann
er Jan Stankiewizc varamarkvörð-
ur sænska landsliðsins. „Hann
gæti reynst okkur óþægur ljár í
þúfu og er eflaust besti maður liðs-
ins. Varnarleikur er hins vegar
ekki sterkasta hlið liðsins og þar
eru veikleikar sem við getum nýtt
okkur.“
Skúli sagði ennfremur að slakur
leikur Aftureldingar í fyrri hálfleik
ytra hefði öðru fremur orsakað
tapið. Liðið hefði lent fimm og sex
mörkum undir og það hefði kostað
mikla orku að vinna þann mun
upp. „Betra hefði verið að vera
þremur mörkum undir í stað fimm,
en samt tel ég möguleikana vera
góða. Fimm mörk á heimavelli eru
ekki mikið. Við stefnum að því að
reyna að halda Norðmönnunum
undir 25 mörkum þannig að fimm
marka sigur nægi okkur, ef ekki
verðum við að spýta í lófana með
góðum stuðningi áhorfenda og
LEIKMENN Aftureldingar sjá um
að fjármagna þátttöku félagsins í
Evrópukeppninni, en það var
ákvörðun leikmanna að fara þessa
leið. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari
UMFA, segir kostnaðinn við þær
tvær umferðir sem verða að baki
að leikslokum á morgun vera um
1.800 þúsund. Hafa leikmenn selt
auglúsingar í leikskrá, verið í
byggingarvinnu, haldið firma-
keppni í knattspyrnu og staðið fyr-
ir ýmissi sölu við fjölmörg tæki-
færi. Þá hafa þeir gengið í hús og
vinna með sex mörkum.“
Skúli vildi engu svara hvemig
hann hyggst stilla upp sínu liði í
vörn og sókn, það verði bara að
koma í ljós. „Við höfum orðið þess
áskynja að Runar á nokkra stuðn-
ingsmenn hér á landi sem koma
upplýsingum til þeirra svo ég held
að ég færi þeim ekki tromp upp í
hendumar með því að upplýsa hver
uppstilling okkar verður eða hvaða
tromp við höfum uppi í erminni."
Hann sagði ennfremur að greinilegt
hefði verið í leiknum ytra að leik-
menn Runar hefðu verið búnir að
fara vel yfir leiki á myndbandi því
þeir hefðu brugðist skipulega við
leikkerfum. „Þeir þekkja þá eflaust
stemmninguna í íþróttahúsinu hjá
okkur, en ég er viss um að áhorf-
endur verða okkar mikilvægasta
vopn og í fullu húsi veit ég að
Norðmennimir verða bangnir."
Skúli sagðist reikna með að úr-
slitin myndu ekki ráðast fyrr en á
síðustu 10 mínútum leiksins.
„Framan af verður þetta barátta
og væntanlega jafnt á flestum
tölum, en síðustu mínúturnar em
mikilvægastar. Ég er hins vegar
bjartsýnn og veit að strákarnir í
liðinu og stuðningsmenn hafa ekki
fengið nóg af þátttöku í Evrópu-
keppninni á þessari leiktíð og vilja
komast lengra. Okkur tekst að
komast áfram með samstilltu átaki
allra.“
selt eitt og annað nytamlegt, svo
eitthvað sé nefnt. Þessi vinna hefur
skilað þeim árangri að náðst hefur
að safna upp í nær allan kostnað,
en stefnt var að því að leikmenn
myndu ekki bíða fjárhagslegan
kostnað af þátttökunni. „Við emm
tilbúnir að halda áfram að safna
því við viljum gjarnan komast
lengra í keppninni," sagði Gunnar,
fyrirliði UMFA. Skúli sagði að
þetta sameiginlega verkefni leik-
manna hefði skilað sér í góðir sam-
stöðu innan hópsins.
Gunnar og
Þorkell
verða
með
GUNNAR Andrésson, fyrir-
liði Aftureldingar og Þorkell
Guðbrandsson koma inn í lið
Aftureldingar á morgun
gegn Runar en báðir misstu
þeir af fyrri leiknum vegna
meiðsla. Gunnar var reyndar
liðssljóri ytra og afrekaði
það að fá rautt spjald vegna
ítrekaðra mótmæla við dóm-
um sænska parsins sem
dæmdi leikinn. Gunnari þótti
verulega halla á sína menn.
Bein út-
sending
á Sýn
LEIKUR Aftureldingar og
Runar verður í beinni útsend-
ingu á sjónvarpsstöðinni Sýn
og hefst útsendingin stund-
víslega klukkan átta á morg-
un, eða um leið og flautað
verður til leiks að Varmá.
Norska
sendiherr-
anum boðið
HANDKNATTLEIKSDEILD
UMFA hefur boðið sendi-
herra Noregs hér á landi,
Knut Taraldset, að vera heið-
ursgestur á leik Afturelding-
ar og Runar. Sendiherran
hafði ekki svarað beiðni Mos-
fellinga síðast þegar fréttist
því hann var staddur í Nor-
egi en var væntanlegur til
íslands í gær.
Þýskir tví-
burar dæma
DÓM ARAR leiksins verða
þýsku tvíburabræðurnir
Manfred og Wolfgang
Gremmel, en þeir hafa oft
dæmt hér á landi og þykja
meðal bestu dómara heims.
Eftirlitsdómarinn er finnsk-
ur og heitir Clas Czarnecki.
Urslitaleikur í Laugardalshöll
í dag kl. 15.00.