Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR
| Lakers hefur unnid
alla sex leikina
i
LOS Angeles Lakers er annað
! tveggja liða í NBA deildinni
sem hefur ekki tapað leik í
deildinni f vetur. Hitt er Atlanta
Hawks, sem hefur sigrað í átta
-■Jeikjum, en Lakers hefur leikið
sex leiki og unnið þá alla.
Lakers heimsótti Spurs í San
Antonio og sigraði 109:100
eftir framlengdan leik. Shaquille
O’Neal gerði 34 stig og þaraf fimm
í framlengingunni. Nick Van Exel
jafnaði fyrir Lakers þegar 7,2 sek-
úndur voru eftir af venjulegum leik-
tíma og O’Neal kom þeim yfir er
25 sekúndur voru liðnar af fram-
lengingunni með hrikalegri troðslu
yfir David Robinson, miðvörð
'heimamanna. Leikmenn Lakers lok-
uðu síðan ieiðinni að körfunni með
sterkri vörn og heimamenn hittu
þá aðeins úr einu af tíu skotum
sínum. Eddie Jones gerði 26 stig
fyrir Lakers, en þetta var aðeins
fimmti sigur liðsins í San Antonio
í síðustu 17 leikjum þar.
„Leikir vinnast með góðri vörn.
Sóknin er skemmtilegri fyrir áhorf-
ertdur en ætli menn sér að verða
meistarar verða þeir fyrst og fremst
að leggja rækt við vörnina," sagði
Del Harris, þjálfari Lakers.
Þetta var aðeins annað tap Spurs
í átta leikjum. Robinson, sem er um
þessar mundir stigahæsti leikmaður
.„deildarinnar, gerði 27 stig í fyrri-
nótt og nýliðinn Tim Duncan gerði
19 stig, en honum mistókst mikil-
Reuters
KURT Thomas, leikmaður Dallas, missir hér boltann í baráttunni við Mark Davis hjá 76ers.
vægasta skot sitt í leiknum, hitti
ekki rétt utan vítateigsins á síðustu
sekúndu venjulegs leiktíma.
Það þurfti einnig að framlengja
í Minnesota þar sem Washington
Wizards var í heimsókn. Þar, eins
og í San Antonio, sigruðu gestimir
og var þetta annar útisigur Wizards
á stuttum tíma, liðið vann Bulls í
Chicago aðfaranótt miðvikudags-
ins. Rod Stickland gerði 6 stig í
framlengingunni og lauk leiknum
með 21 stig og Chris Webber var
með 22 stig og 17 fráköst.
Nets tapaði í fyrsta sinn á heima-
velli í fyrrinótt er Cleveland Caval-
iers heimsótti New Jersey. Zydrun-
as Ilgauskas fór fyrir gestunum og
gerði 20 stig og hefur ekki gert
fleiri stig í leik. Sam Cassell lét sig
hafa það að leika þó hann væri
með flensu og hann gerði 32 stig
fyrir heimamenn, en gestirnir gerðu
síðustu tíu stig leiksins. Jayson
Williams tók 26 fráköst fyrir heima-
menn og hefur aldrei tekið eins
mörg.
■ RON Atkinson verður nýr stjóri
hjá Sheff. Wed. - mun stjórna lið-
inu út keppnistímabilið.
■ ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Man. Utd. er farinn til Suður-
Ameríku, þar sem hann mun fylgj-
ast með Marcelo Salas, miðherja
Chile í HM-leik gegn Bólivíu á
morgun.
■ SALAS, sem er 22 ára og hefur
skorað fimmtán mörk í undan-
keppni HM, leikur með argent-
ínska liðinu River Plate. Þær
fréttir hafa borist frá liðinu að
Man. Utd. sé tilbúið að borga 17
millj. pund fyrir Salas.
■ NICKY Summerbee, hinn 26
ára útheiji Man. City, er farinn til
Sunderland, en City fékk hinn 23
ára miðheija Craig Russel í staðinn.
■ HARRY Redknapp, knatt-
spyrnustjóri West Ham, er hættur
við að fá ítalska landsliðsmanninn
Giuseppe Signori, 31 árs, lánaðann
frá Lazio út keppnistímabilið. Hann
var ekki tilbúinn að borga eina millj.
punda fyrir kappann.
■ PAUL Guscoigne, landsliðsmað-
ur Englands, sem leikur með
Glasgow Rangers, sagði í gær að
hann hefði ekki trú á að forráða-
menn Rangers stæðu í vegi hans,
ef hann hefði hug á að leika í Japan
eða Bandaríkjunum eftir HM í
Frakklandi.
■ GASCOIGNE, sem á þijú ár
eftir af samningi sínum við Rang-
ers, sagðist ekki fara til annars liðs
á Bretlandseyjum, ef hann færi frá
Rangers.
■ BRYAN Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesborugh, hefur rætt
við Glenn Hoddle, þjálfara enska
landsliðsins, og óskað eftir að fá
Paul Merson lausan í leik gegn
Norwich í dag, ef Merson er ekki
í byijunarliði Englands eða vara-
maður í leik gegn Kamerún á
Wembley.
■ ANDONI Zubizarreta, lands-
liðsmarkvörður Spánveija, leikur
sinn sex hundraðasta 1. deildarleik
á Spáni þegar Valencia mætir Real
Betis á morgun. Hann er 36 ára,
lék sinn fyrsta leik 9. september
1981, þá sem markvörður Athletic
Bilbao. Zubizarreta hefur leikið
53,677 mín. og fengið á sig 602
mörk.
KNATTSPYRNA / KEPPNI UM HM-SÆTII FRAKKLAND11998
Italir og „rússneska
mllettan“ í Napolí
Ravelli end-
arferilinn
í Bandaríkj-
unum
THOMAS Ravelli, landsliðs-
markvörður Svía, ætlar að
leika í bandarísku knattspyrn-
unni eftir áramótin og enda
knattspyrnuferilinn þar. Hann
er 38 ára og hefur leikið 430
leiki i sænsku úrvalsdeildinni
og 143 landsleiki. Hann mun
leika með IFK Gautaborg í
meistaradeildinni á móti PSG
i næstu viku og síðan á móti
Bayern Miinchen 10. desember
og verður það síðasti leikur
hans fyrir Gautaborgarliðið.
Hann flytur vestur um haf um
áramótin og leikur þvi ekki
fleiri landsleiki fyrir Svía og
ijóst að hann nær ekki að slá
landsleikjamet Majed Abd-
ullahs frá Saudi-Arabíu, sem
hefur leikið 147 landsleiki.
Ekki er ljóst með hvaða liði
Ravelli kemur til með að leika
í Bandaríkjunum.
Italir búa sig nú undir einn þýðing-
armesta leik í sögu landsins -
þeir standa andspænis „rússnesku
rúllettunni" og 70 þús. áhorfendur
á San Paolo-leikvellinum í Napolí í
dag. Markalaust jafntefli dugar
þeim til að komast á HM í Frakk-
landi næsta sumar, eftir að hafa
gert jafntefli 1:1 í Moskvu. Ef liðin
skilja jöfn, 1:1, fer fram bráðabani
- það lið sem verður fyrra til að
skora, fer með sigur að hólmi. Ef
ekki verður skorað í framlengingu
fer fram vítaspyrnukeppni til að
skera úr um það hvort liðið fer til
Frakklands.
ítalir tóku ekki þátt í fyrstu HM
- í Uruguay 1930, síðan hafa þeir
aðeins einu sinni ekki verið með í
lokakeppni HM. Það var 1958 er
Norður-írar komu í veg fyrir að
þeir kæmust til Svíþjóðar.
Italir hafa þrisvar orðið heims-
meistarar; 1834 á Ítalíu, 1938 í
Frakklandi og 1982 á Spáni. Tvisvar
hafa þeir tapað úrslitaleik fyrir Bras-
ilíu - í Mexíkó 1970 og í Bandaríkj-
unum 1994.
Stóra spurningin á Ítalíu er -
hvaða tveir leikmenn byija leikinn í
fremstu víglínu; Gianfranco Zola,
Alessandro Del Piero, Fabrizio
Ravanelli eða Pierluigi Casiraghi? Á
æfingum hefur Maldini, þjálfari, lát-
ið þá Zola og Casiraghi vera saman.
Zola lék ekki á þungum og erfiðum
velli í Moskvu, en hann þekkir vel
allar aðstæður í Napolí, þar sem
hann lék með Napolí-Iiðinu fjögur
keppnistímabil. Casiraghi er kraft-
mikill við hlið Zola og það var hann
sem skoraði bæði mörk ítala er þeir
lögðu Rússa að velli í Evrópukeppni
landsliða í Englandi í fyrra, 2:1.
Það er ljóst að auk Zola verða
varnarmennimir sterku Ciro Ferr-
ara, Juventus, og Fabio Cannavaro,
Parma, með. Ferrara er fæddur í
Napolí og lék þar tíu keppnistímabil
áður en hann fór til Juventus og
Cannavaro lék þijú keppnistímabil
með Napolíliðinu.
Rússar ætla sér sigur
Einn af leikmönnum Rússa er
miðheijinn Igor Kolyvanov, sem leik-
ur með ítalska liðinu Bologna. Hann
segir að Maldini eigi eftir að gjalda
þess að hafa ekki valið félaga sinn
Roberto Baggio í landsliðshópinn.
„Ég sagði Roberto áður en ég hélt
frá Bologna, að með hann í liðinu
myndu ítalir fagna sigri. „Þar sem
þú ert ekki valinn, þá verðum það
við sem fögnum."
Fyrir marga landa mína er þetta
afar þýðingarmikill leikur, þar sem
þeir fá ekki önnur tækifæri til að
leika í lokakeppni HM áður en þeir
leggja skóna á hilluna."
Ef allt fer eftir bókinni verður
ekki mikið um mörk í leiknum, þar
sem þjóðirnar hafa oftast gert jafn-
tefli í viðureignum sínum, marka-
laust eða 1:1.
Þrír aðrir HM-leikir fara fram í
Evrópu - Úkraína mætir Króatíu
[fyrri leikur 0:2], Júgóslavía fær
Ungveijaland í heimsókn [7:1] og
Belgía tekur á móti írlandi [1:1].
:5l