Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 1
 V Æ ■ HÚN OG HANN Á HURÐUM/2 ■ SPJARIR FYRIR SPAKA MENN/3 ■ LÍFI BLÁSIÐ í GAMLA AÐFERÐ VIÐ AÐ SKREYTA BÆKUR/4 ■ NASA VILL STRAUMHVÖRF í GEIMFERÐUM/6 ■ GÆLT VIÐ LÍKAMANN/8 ■ * Spj arir og skart úr ávöxtum Fyrir konur og framsýna karlmenn ÍSLENSK tískuhönnun fær vel að njóta sín í Reykjavík á morgun því heljarmikil tískusýning verðm- haldin að Gvendarbrunnum þar sem getur að líta fatnað frá Spaks- mannsspjörum, verslun með ís- lenskan klæðnað. Ennfremur verð- ur opnuð í Gryfjunni, sem er salur listasafns ASI við Freyjugötu, sýning á íburðarmiklum og fnim- legum skartgripum sem Hulda B. Ágústsdóttir hannaði. Hulda sem stundum er kennd við Kirsuberjatréð hefur fengist við skartpripahönnun í tíu ár og prófað ýmislegt í þeim efnum. „Yfírleitt hef ég fengist við fremur einfalda hluti en í þetta skipti lét ég hins vegar eigin duttlunga alfarið ráða ferð- inni,“ segir hún. Um 25 gripir verða til sýnis, aðallega hálsmen og armbönd og segist Hulda hafa meðal annai-s verið undir afrískum en einkum þó egypskum áhrifum við gerð þeirra. Skartgripirnir henta konum og framsýnum karlmönnum, að sögn Huldu, en þeir eru margir í skærum litum og eru samsettir m.a. úr þangi, plastsnúrum, og þuirkuðum ávöxtum. Sýningin hennar Huldu stendur til 7. desember. 700 boðsgestir væntanlegir „Við eigum von á um 700 boðsgestum í Gvendarbrunna," ulfla e'r .U'"VeíUf er m a •a- “Odir segir Valgerður Torfadóttir textílhönnuður hjá Spaksmanns- spjörum. Um fjórtán fyrirsætur taka þátt í þessari 40 mínútna tískusýningu sem haldin verður á fremur óvanalegum stað, dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur í Gvend- arbrunnum. Til sýnis verður alls konar fatnaður, nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna að und- anskildum nærfatnaði. Morgunblaðið/Áfcdís Frá Spaksmannsspjörum. En af hverju urðu Gvendar- brunnar fyrir valinu? „Að okkar mati er húsnæðið gott fyrir fata- sýningar sem þessar, rými er mikið og andrúmsloftið er dulúðugt. Við slógum því á þráðinn til vatns- veitustjóra sem veitti okkur góð- fúslegt leyfi til þess ama en tískusýningar hafa víst ekki verið haldnar þar fyiT.“ ■ Fatahönnun er ... /3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.