Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 6

Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKÍÐI Benedikt Geirsson, formaður Skíðasambandsins Erum mjög stottir af afreki KHstins þjóð fær aðeins að senda fjóra kepp- endur í grein. Þarna voru allir þeir bestu og að sjá Kristin stela senunni gjörsamlega er meira en orð fá lýst,“ sagði Benedikt. Hann horfði á beina útsendingu frá keppninni og sagði um frammistöðu Kristins í síðari umferðinni: „Hann var svo frábær, gerði ekki ein einustu mistök alla leið niður og virtist ekki hafa neitt fyrir þessu. Kristinn hefur komið sér á stall meðal bestu íþrótta- manna heims og við getum verið stolt af því. Hann er ekki aðeins góður íþróttamaður heldur frábær persónu- leiki,“ sagði formaðurinn. Hann sagði að þessi árangur Kristins ætti langan aðdraganda og yrði ekki búinn til á einni nóttu. „Hann hefur lagt mikið á sig við æfingar. Þetta hefur verið þrotlaus vinna síðustu sjö árin. Hann fór utan aðeins 18 ára gamall og ákvað að taka íþróttina alvarlega. Uppskeran er að skila sér núna. Hann hefur fengið mjög góðan stuðning frá fjöl- skyldu sinni, vinum og Ólafsfirðing- um öllum. Þetta fólk hefur lagt sitt af mörkum í að gera Kristni þetta mögulegt," sagði Benedikt. Kristinn Svannbergsson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambandsins, sagði árangur Kristins breyta miklu fyrir íslenska skíðamenn og auðveld- aði rekstur Skíðasambandsins í fram- tíðinni. „Þessi árangur hefur mikla þýðingu fyrir skíðahreyfinguna og íslenskt íþróttalíf. Það er kannski erfitt að meta það í dag hversu mik- il lyftistöng þetta í raun er, en hún er örugglega mikil. Þetta er gríðarleg landkynning enda hefur Kristinn með árangri sínum á laugardaginn sett nánast fjölmiðlaheiminn á annan end- ann,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Aðrir íslenskir skíðamenn koma til með að njóta góðs af afreki Krist- ins. Það verður auðveldara fyrir Skíðasambandið að ná í auglýsinga- samninga fyrir landsliðsfólkið. Nú er ljóst að þótt menn séu frá íslandi er ailt hægt. Það þarf ekki að vera de- kurrófa stórþjóðar til að geta orðið afreksmaður. Nú verður meira tekið eftir íslenskum íþróttamönnum en áður.“ Kristinn Bjömsson Fæddur: 26. maí 1972. Félag: Leiftur. Foreldrar: Björn Þór Ólafsson og Margrét Kristine Toft. Unnusta: Hlín Jensdóttir frá Norðfirði. Þau hafa átt lögheimili í Lillehammer í Noregi í tvö ár. Keppnisferill: Hóf keppnisferil sinn á Andrésar andar-leikunum 1978, 6 ára gamall. Sigraði þá í flokki 7 ára og var sigursæll á leikunum með- an hann hafði aldur til. Þegar hann fór upp í unglingaflokk, 13-14 ára, vann hann flest bik- armót, en náði ekki að verða unglingameistari fyrr en í flokki 15-16 ára. Hann náði þriðja sæti á fyrsta íslandsmóti sínu í fullorðinsflokki. Síðan hefur hann fimm sinnum orðið Islands- meistari í stórsvigi og tvisvar í svigi. Hann sigr- aði á tíu alþjóðlegum stigamótum sl. vetur. Þátttaka í heimsbikamum: Fyrir mótið í Park City um helgina, þar sem hann náði öðru sæti í svigi, hafði hann tekið þátt í fimm svigmótum og einu stórsvigi en aldrei náð að klára. Kristinn Björnsson stal senunn Hélt að þetta v< Kristinn Björnsson skráði naf’n sitt og Islands í sögu skíða- íþróttarinnar með því að næla sér í silfurverðlaunin í svigi heimsbikars- ins í Park City í Utah í Bandaríkjun- um á laugardaginn. Árangur hans er einn sá besti sem íslenskur íþróttamaður hefur náð. „Þetta var ótrúlegur dagur," sagði Kristinn Björnsson í viðtali við Morgunblaðið á sunnudaginn. „Atgangur frétta- manna eftir mótið var slíkur að ég komst ekki úr skíðaskónum fyrr en þremur kiukkutímum eftir að keppni lauk. Ég sat fyrir svörum, í sjón- varpi, útvarpi og síðan á blaða- mannafundi í tæpa klukkustund á meðan sigurvegarinn Thomas Stangassinger slapp með nokkrar mínútur. Allir vildu fá að vita eitt- hvað um þennan óþekkta skíðamann frá íslandi sem stal senunni á mót- * * Arangur Olafsfírðingsins Kristins Bjömsson- ar í Park City á laugardaginn vakti mikla athygli í heimi skíðaíþróttanna. Valur B. Jónatansson ræddi við skíðakappann eftir að hann hafði tekið við silfurverðlaununum. Lygasögu líkast Kristinn sagðist hafa verið orðinn hálf ringiaður af öllu uppistandinu á laugardaginn og varla gert sér grein fyrir þessum stórkostlega ár- angri fyrr en daginn eftir. „Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgun, hélt ég að þetta væri draumur en þegar ég sá úrslitin á náttborðinu var þetta raunveruleiki. Ég skoðaði úrslitin og sá alla þessa skíðamenn sem ég hafði sigrað. Þetta voru skíðakappar sem ég hef lengi litið upp til. Nú var ég allt í einu kominn í þeirra hóp. Þetta er lygasögu lík- ast,“ sagði hann. Þú náðir 17. besta tímanum í fyrri umferð. Varstu ekki ánægður með það? „Jú, auðvitað var ég ánægður með það. Fyrirfram hafði ég gert mér vonir um að vera á meðal þrjá- tíu bestu. Ég var þó ekki alveg full- komlega ánægður með fyrri um- ferðina. Mér fannst ég eiga meira inni. Ég var í smá vandræðum í efri hlutanum þar sem brattinn var mestur enda var brautin orðin mjög höggvin og óslétt. Ég gaf því aðeins meira í þegar neðar dró til að vinna upp það sem ég hafði tapað í efri hluta brautarinnar. Ég bjóst ekki við að vera með það góðan tíma að það nægði mér til að komast í síð- ari umferðina.“ Þess má geta að aðeins 30 bestu eftir fyrri umferð fá að fara síðari umferð heimsbikar- mótanna. Brautin hentaði mér vel Hverning bjóstu þig undir síðari umferðina? „Ég yar mjög rólegur og yfirveg- aður. Ég fór fljótlega í að skoða brautina fyrir síðari umferðina og sá að hún hentaði mér vel, enda í henni aðeins þverari beygjur en í þeirri fyrri. Þeirri hugsun skaut reyndar upp í kollinn rétt áður en ég fór niður, að nú væri líklega best að keyra af öryggi - standa niður, vera á meðal þrjátíu efstu og fá þannig heimsbikarstig. En um leið og ég fór út úr rásmarkinu var þessi hugsun gleymd og ég keyrði niður eins og ég er vanur - á fullu. Það hefur reynst mér best að gera það því þannig keyri ég niður braut- irnar á æfingum. Ég fann mig mjög vel, takturinn var góður og ég gerði engin mistök.“ Þó gerðir enn betur í síðari um- ferðinni, er hún sú besta hjá þér á ferlinum? „Já, það er ekki nokkur spurning. Þessi ferð var nánast fullkomin. Eg hef að vísu átt eina og eina ágæta umferð, en þessi slær þeim öllum við. Mér fannst þetta óvenju létt og ég var hvergi tæpur. Tímasetningar í hverri einustu beygju voru réttar. Snjórinn var mjög harður, nánast eins og gler efst í brekkunni og síð- an harður gervisnjór neðar. Þetta er skíðafæri sem hentar mér greini- lega mjög vel.“ Undarleg tilfinning Hvernig var svo tilfinningin að bíða í markinu eftir að þeir, sem höfðu betri tíma en þú eftir fyrri umferðina, kæmu niður? „Það var svolítið undarleg tilfinn- ing að horfa á þá hvern á fætur öðrum koma niður án þess að slá minn tíma. Ég var orðinn mjög sátt- ur þegar átta keppendur voru eftir því það þýddi að ég var einn af tíu fyrstu. Þegar ég fór að færast enn ofar og áttaði mig á því að verð- launasæti gæti orðið niðurstaðan fór um mig. Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þegar Austurríkismaðurinn [Thomas] Sy- kora fór niður brautina síðastur og KRISTINN BJörnsson kemur í i ferð í sviginu I Park City. Á efrl as Stangassinger frá Austur sætið, þar sem þeir Benedikt Geirsson, formaður Skíðasambandsins, var í sjö- unda himni yfir frammistöðu Krist- ins. „Satt að segja bjóst ég aldrei við þessum árangri. Ég gerði mér fyrirfram vonir um að hann yrði á meðal þtjátíu fyrstu og hefði í sjálfu sér verið ánægður með það. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta heimsbikarmót er jafn- vel enn sterkara en heimsmeistara- mót og Ólympíuieikar þar sem hver l-**" * ». Einn eg sit og sauma SKÍÐASAMBANDIÐ sendi nýjan svigbúning til Park City í Bandaríbjunum í síð- ustu viku sem Kristinn átti að nota í keppninni á laugar- daginn. Búningurinn skilaði sér hins vegar ekki I tæka tíð þannig að Kristinn varð að keppa í sínum gamla búning. „Þessi búningur er þriggja ára og orðinn nokkuð slitinn. Ég sit stundum á kvöldin með nál og tvinna og geri við saumsprettur á honum. Bún- ingurinn er ekkert verri fyrir það, enda fer maður ekki langt á búningnum einum,“ sagði Kristinn. Umboðsmaður Albertos Tombas setti sig í samband við Kristin áður en hann fór á blaðamannafundinn eftir svigið og bað hann að fara I föt frá sportvöruframleiðand- anum FILA. „Hann vildi allt fyrir mig gera og bauð mér aðstoð sína. Skíðasambandið er nýbúið að gera samning við þetta fyrirtæki svo ég tók tilboði umboðsmannsins að fara í jakka merktum fyrir- tæki hans á fundinn. Hingað til hafa þessir umboðsmenn varla litið á mann," sagði Kristínn. Kristinn yngstur KRISTINN Björnsson er fæddur 1972 og er því 25 ára og þar með yngstur þeirra fimm efstu í sviginu á laugar- daginn. Það er forvitnilegt að þeir sem hann atti kappi við eru allir eldri en hann og eiga marga frækna sigra að baki. Við skulum skoða bak- grunn keppinauta hans. ■ Sigurvegarinn, Thomas Stangassinger, Austurríki, er 32 ára. Hann er Ólympíu- meistari í svigi frá 1994 og hefur unnið sex heimsbik- armót á ferlinum og tíu sinn- um orðið í öðru sæti. ■ Finn Christian Jagge frá Noregi, sem varð þriðji, er Ólympíumeistari í svigi frá 1992. Hann er 31 árs. Hann hefur þrisvar sinnum sigrað í svigi heimsbikarsins. ■ Kjetil Andre Aamodt frá Noregi, sem varð fjórði, er 26 ára. Hann varð heims- meistari í svigi og stórsvigi 1993, Ólympíumeistari í risas- vigi ’92. Hefur unnið 14 heimsbikarmót og varð heimsbikarmeistari 1994. ■ Michael von Griinigen, sem varð fimmti, er frá Sviss og er 28 ára. Hann hefur unnið 12 heimsbikarmót, flest þeirra í stórsvigi. Hann varð þriðji í svigi og stórsvigi á heimsmeistaramótinu ’96.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.