Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 C 7
SKÍÐI
i á heimsbikarmótinu í svigi í Park City í Bandaríkjunum
eri draumur
Reuters
nark, eftir glæsilega ferð í seinni um-
I myndinni óskar sigurvegarinn, Thom-
ríki, Kristnf til hamingju með annað
standa á verðlaunapallinum.
féll og hætti var ljóst að silfurverð-
launin voru mín. Þá var eins og
sprengja hefði sprungið í markinu.
Allir ruku á mig til að óska mér til
hamingju. Finnarnir, sem ég æfi
með, fögnuðu eins og landi þeirra
hefði verið að vinna heimsmeistara-
titil. Norsku skíðamennirnir komu
til mín og óskuðu mér til hamingju
og sögðu í gríni að nú ætti ég að
skipta um ríkisfang og keppa fyrir
Noreg því ég væri kominn i þeirra
gæðaflokk."
Eru fjöll á íslandi?
Kristinn sagði að hann hefði feng-
ið margar skrýtnar spurningar á
blaðamannafundinum eftir mótið.
Meðal annars var hann spurður _að
þvi hvort einhver fjöll væru á ís-
landi og hvar þessi eyja væri - í
Evrópu eða Ameríku. Einn frétta-
maðurinn taldi að Kristinn væri ísra-
elsmaður vegna þess að skammstöf-
un íslands er ISL. Hann var mikið
spurður um heimabæ sinn, Ólafs-
fjörð, hvernig hann hefði æft þegar
hann var yngri og við hvaða aðstæð-
ur.“
750 þúsund í verðlaun
Peningaverðlaun eru gefin fyrir
efstu sætin í heimsbikarmótunum
og fékk Kristinn 15 þúsund sviss-
neska franka (750 þúsund krónur)
fyrir annað sætið. Hvað ætlar hann
að gera við peningana? „Ætli þeir
fari ekki í að grynnka á skuldunum
minum. Það er dýrt að stunda skíða-
íþróttina og því yfirleitl ekki mikið
til í varasjóði. Peningarnir koma sér
vel.“
Með árangri sínum fær Kristinn
betra rásnúmer í næsta heimsbikar-
móti sem verður í Sestriere á Ítalíu
15. desember. Hann hlaut 0,56
styrkleikastig fyrir árangur sinn á
laugardaginn, en átti áður best rúm-
lega 13 stig. Annars skipta styrk-
leikastigin (fis-stigin) minna máli
nú því það eru heimsbikarstigin sem
gilda þegar raðað er í ráshópa í
heimsbikarmótum. Hann fékk 80
heimsbikarstig fyrir annað sætið á
laugardaginn og gæti það þýtt að
hann verði með rásnúmer í kringum
25 í Sestriere.
Reynir að njóta
augnabliksins
Kristinn og félagar hans í finnska
landsliðinu fóru frá Park City á
sunnudag áleiðis til Denver, en það-
an fljúga þeir til Austurríkis. Þar
mun hann æfa næstu daga og tekur
væntanlega þátt í tveimur svigmót-
um í Evrópubikarkeppninni áður en
kemur að mótinu í Sestriere. „Það
getur vel verið að ég skreppi til Lille-
hammer að hitta unnustu mína, ef
möguleiki gefst.“
Nú hefur þú náð á verðlaunapall
í fyrsta svigmóti vetrarins, gerir þú
þér vonir um að endurtaka leikinn
í Sestriere?
„Þessi árangur í Park City gefur
mér ekkert í næstu mótum. Eg reyni
aðeins að njóta augnabliksins meðan
það varir og síðan tekur næsta verk-
efni við. Eg reyni ávallt að gera
mitt besta og það verður bara að
koma í ljós hve langt það nær. Það
eina sem ég veit er að ég er í mjög
góðri æfingu um þessar mundir.“
Kristinn hefur æft síðustu tvö ár
með finnska landsliðinu og segir
hann það liafa haft sitt að segja.
„Ég er nú að æfa í fyrsta sinn eins
og atvinnumaður þar sem keppnis-
áætlun er gerð nokkuð langt fram
í tímann. Austurríski þjálfarinn
Christian Leitner, sem er með okk-
ur, er frábær þjálfari og á hann stór-
an þátt í þessum árangri."
Hamingjuóskum hefur rigntyfir Björn Þór
og Margréti Kristine, foreldra Kristins
Með góðri
ástundun og
elju er hægt
að ná langt
Foreldrar Kristins Björnssonar,
Björn Þór Ólafsson og Margrét
Kristine Toft, hafa haft í nógu að
snúast um helgina. Eftir árangur
sonarins í Park City hefur síminn
á heimili þeirra að Hlíðarvegi á
Ólafsfirði varla stoppað og hátíðar-
stemmning verið í bænum. Á mörg-
um stöðurn i heimabænum var
flaggað til heiðurs Kristni á sunnu-
daginn.
„Ég var stanslaust í símanum í
þrjá klukkustundir eftir að keppn-
inni lauk á laugardagskvöldið. Um
leið og ég lauk við að tala við einn
hringdi annar. Ég náði aldrei að
standa upp úr símastólnum þennan
tíma. Fólk allstaðar af landinu
hringdi í okkur til óska okkur til
hamingju og samgleðjast. Fjölmörg
skeyti og blómasendingar hafa
einnig borist um helgina. Þetta hef-
ur verið afskaplega ánægjulegt,"
sagði Björn Þór við Morgunblaðið.
Gleðítárin runnu niður
Fjölskyldan og vinir horfðu á
úna útsendingu á Sýn á heimili
nu á laugardagskvöldið. „Það var
oðfull stofan af fólki og það var
tikil gleði sem ríkti hér. Ég hef
ft horft á beinar útsendingar frá
eimsbikarmótum en hafði aldrei
ert mér það í hugarlund að sonur
tinn ætti eftir að standa á verð-
tunapalli þar. Ég neita því ekki
cð þetta var undarleg tilfinnig og
það runnu niður gleðitár. Ekki bara
hjá mér heldur flestum sem voru
hjá okkur að fylgjast með útsend-
ingunni," sagði Margrét Kristine,
móðir Kristins. „Ég vissi að hann
gæti þetta, en bjóst þó ekki við því
í fyrsta mótinu hans í vetur.“
Fullkomin ferð
Björn Þór sagði að erfitt hefði
verið að horfa á Kristin fara niður
fyrri umferðina. „Eftir að hann
náði 17. besta tímanum var ég ró-
legur því hann var með því búinn
að sanna getu sína og þurfti í raun
ekki að gera meira. Eg lét mig þó
dreyma um að hann myndi halda
sæti sínu í síðari umferðinni. Það
small allt saman hjá honum í síðari
umferðinni sem var fullkomin. Ég
hef aldrei séð hann keyra eins vel
og af eins miklu öryggi. Hann var
reyndar búinn að segja mér það
sjálfur tveimur dögum fyrir keppn-
ina að hann væri í mjög góðri æf-
ingu. Hann æfði með Frökkum og
Kanadamönnum í síðustu viku og
var að vinna þá í tímatökum með
nokkrum mun. Hann sagði að allt
gæti því gerst í Park City, en ég
bjóst aldrei við þessu.“
Mikill keppnismaður 4
Björn Þór sagði að Kristinn hefði
alla tíð verið mikill keppnismaður
þó svo að hann hefði alltaf verið
rólegur og yfirvegaður að eðlisfari.
Hann byijaði snemma að æfa
íþróttir, skíði og fótbolta. Hann
sýndi fljótlega hæfileika á skíðun-
um og þá varð ekki aftur snúið.
Hann ákvað það þegar hann var
17 ára að helga sig skíðaíþróttinni
þegar hann var valinn í landslið -
að fara út og hætta námi. Við tók-
um það ekki í mál og náðum að
halda aftur af honum í eitt ár. 1990
fór hann í skíðamenntaskóla í Geilo
í Noregi og lauk stúdentsprófi það-
an fyrir þremur árum. Hann sagði
við mig fyrir fjórum árum að hann
ætlaði sér á toppinn. Ég tók hann
ekkert of alvarlega, en ég held að
hann hafi haft rétt fyrir sér,“ sagði
Björn Þór, sem sjálfur er margfald-
ur íslandsmeistari í norrænum
greinum.
Hann sagði efst í huga sínum
nú þakklæti til allra sem hafa gert
Kristni mögulegt að stunda íþrótt-
ina. „Það eru margir sem hafa lagt
hönd á plóginn. Olafsfirðingar og
Ólafsfjarðarbær hafa verið duglegir
við að styrkja hann og ég veit að
hann metur það mikils. Ég lít á
þetta afrek sem eitt það besta ef
ekki það allra besta sem íslenskur
íþróttamaður hefur náð. Á þessum
mótum eru samankomnir allir þeir
bestu í heiminum og það þarf mikla
hæfileika til að ná besta brautar-
tíma á meðal þeirra. Skíðaíþróttin
hefur átt í vök að veijast hér á landi
undanfarin ár, en þessi árangur
breytir því. Kristinn hefur sýnt að
með góðri ástundun og elju er hægt
að ná langt. Margir geta tekið hann
sér til fyrirmyndar," sagði faðirinn
stoltur.
Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og '
ólympíusambands íslands
Meiriháttar
Ellert B. Sehram, forseti íþrótta-
og ólympíusambands íslands,
var ánægður með frammistöðu
Kristins. „Ég trúði þessum fréttum
varla fyrst og þurfti eiginlega að
hlusta tvisvar til að átta mig á
hvað var um að vera. Þetta er stór-
kostlegt hjá stráknum og er ein-
stakur árangur í íslenskri skíða-
sögu. Þetta er meiriháttar afrek,
ekki aðeins á íslenskan mælikvarða
heldur á heimsmælikvarða. Öll
þjóðin getur verið stolt af þessum
íþróttamanni. Hann hefur nú alla
möguleika á að standa sig vel á
Ólympíuleikunum í Nagano," sagði
Ellert.
„Ég gleðst yfir þessum árangri.
Við höfum reynt að styrkja hann
eftir bestu getu, en hann á þetta
fyrst og fremst sjálfur. Hann náði'
þessum árangri með þrotlausum
æfingum, einbeitingu og að sjálf-
sögðu góðum hæfileikum. Við viss-
um að hann hefði þessa miklu
hæfíleika og því var þetta spurning
um það hvenær hann næði að
springa út.“