Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 9

Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 C 9 Fyrsti sigur Bams- ley á Anfíeld Road Reuters TEDDY Sheringham og Paul Scholes fagna fyrsta marki Man. Utd. gegn Wimbiedon. Snilling- amir í sviðs- Ijósinu Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Inter og Líberíumaðurinn George Weah hjá AC Milan voru í sviðsljósinu í 238. nágrannaslag fé- laganna í ítölsku deildinni um helg- ina en liðin gerðu 2:2 jafntefli. Diego Simeone skoraði fyrir Inter í fyrri hálfleik en Weah jafnaði stundar- fjórðungi síðar. Ronaldo skoraði úr umdeildri vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik og Andre Cruz end- urtók leikinn 10 mínútum síðar. Fabio Capello, þjálfari AC Milan, gagnrýndi vítið sem Ronaldo fékk eftir samstuð. „Svona atvik koma fyrir hvað eftir annað í leik,“ sagði hann, en Luigi Simoni, þjálfari Int- er, sagðist vera ámóta ringlaður vegna úrslitanna. „Jafnteflið var sanngjarnt en ávallt veldur von- brigðum þegar mótherjinn jafnar rétt fyrir leikslok," sagði Massimo Moratti, forseti Inter. Eins og alltaf í innbyrðis leikjum þessara liða var mikið um pústra og hörð samstuð en alls voru dæmd- ar 50 aukaspyrnur og tvær víta- spyrnur á San Siro leikvanginum auk þess sem níu menn voru bókað- ir. Ronaldo og Weah voru mjög at- kvæðamiklir en sá síðarnefndi skor- aði loks í nágrannaslag Mílanólið- anna. „Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Silvio Berlusconi, for- seti AC Milan, um Weah. „Ronaldo var allt í öllu,“ stóð í umsögn eins ítalska dagblaðsins. Hins vegar kom víða fram að þessir snillingar þyrftu meiri aðstoð. „Inter verður ekki meistari fyrr en Ronaldo fær þá hjálp sem hann á skilið," stóð í íþróttablað- inu Gazzetta dello Sport. „Milan getur ekki alltaf gefið mótheijunum mann í forgjöf," hélt blaðið áfram og sagði að Patrick Kluivert stæði sig ekki í stykkinu frammi með Líberíumanninum. AC Milan byijaði illa síðsumars en hefur tekið sig á og ekki tapað stigi í nýliðnum sjö leikjum. Samt sem áður er liðið enn 11 stigum á eftir erkifjendunum, sem hafa verið á toppnum allt tímabilið. Juventus varð að sætta sig við jafntefli, 2:2, á móti Parma, en er taplaust og fylgir Inter eftir sem skugginn. Meistararnir áttu reyndar í erfiðleikum með gestina, sem kom- ust tvisvar yfir með mörkum frá Enrico Chiesa og Hernan Crespo, en Nicola Amoruso tryggði heima- mönnum jafntefli þegar hann skall- aði boltann í netið skömmu fyrir leikslok. Piacenza er eina liðið án sigurs í deildinni en fékk tækifæri til að sigra Lazio, Paolo Tramezzani skaut beint í fang markvarðarins Lucas Marche- gianins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er Lazio í fimmta sæti. Allt gengur á afturfótunum hjá Barcelona þessa dagana og um helgina skaust Real Madrid upp fyrir liðið, sem tap- aði fyrir Oviedo, 1:0. Barcelona hef- ur tapað þremur af síðustu fjórum leikj- um sínum, en liðið var með sjö stiga forskot á Real fyrir tveimur vikum. Þjálfarinn Van Gaal stjórn- aði liðinu ekki, þar sem hann var Bamsley kom mest á óvart í ensku knattspyrnunni um helgina með því að vinna Liverpool 1:0 á Anfield - fyrsti sigur nýlið- anna á vellinum þar sem félögin mættust síðast 1959. Liverpool hafði sigrað í öllum fimm heima- leikjunum í deildinni og stefnir á titil sem fyrr en Barnsley var á botninum með nokkur stór töp á bakinu. Flestir áttu sjálfsagt von á öruggum og jafnvel stórum sigri heimamanna en miðheijinn Ashley Ward sá til þess að söngur gest- anna hljómaði hátt og lengi á pöll- unum en hann skoraði 10 mínútum fyrir hlé. „Við höfum fengið marga skelli og því voru þetta frábær úrslit,“ sagði Danny Wilspn, knattspyrnu- stjóri Barnsley. „Ég get ekki hælt leikmönnunum nóg. þeir lögðu mjög mikið á sig en satt best að segja hefur mér fundist að svona úrslit yrðu fyrr en síðar. Heppnin var með okkur. Liverpool fékk mörg færi og Roy Evans er ekki ánægður með hvemig farið var með þau.“ Liverpool sótti stíft eftir markið en gestirnir pökkuðu í vöm, Lars Leese varði vel og sóknir heima- manna mnnu auk þess oft út í sandinn vegna rangstöðu, sem þeir sættu sig reyndar yfirleitt ekki við, sögðu línuvörðinn á villigötum. „Við vorum undir miklu álagi og línu- vörðurinn einnig en hann lét ekki undan þrýstingi,“ sagði Wilson. Áhangendur Liverpool púuðu á leikmenn sína þegar þeir gengu af velli og stjórinn Evans sagðist skilja vonbrigði þeirra. „Stuðningsmenn- imir voru óánægðir vegna þess að við sigruðum ekki og ég skil þá vel. Þeir komu til að sjá okkur sigra botnliðið en við gerðum það ekki og því getum við ekki búist við fagn- aðarlátum. Ég er argur og leik- mennirnir líka. Við lékum ekki vel en sköpuðum nógu mörg færi til að sigra.“ Paul Ince og Robbie Fowler tóku út leikbann og Rob Jones var meidd- ur en það átti ekki að koma að sök hjá Liverpool. Vörnin hafði lítið að gera en sóknarmennirnir brugðust. „Karlheinz Riedle er einn af heiðar- legustu mönnum sem ég hef kynnst en hann sagðist hafa átt að gera þrennu," sagði Evans. „Varnar- mönnum er kennt um þegar lið fá á sig mörk en að þessu sinni fá sóknarmennirnir orð í eyra fyrir að koma boltanum ekki í netið.“ Atklnson byrjaði með sigri Ron Atkinson fór frá Sheffield Wednesday til að taka við Aston Villa fyrir sex árum og fékk skömm í hattinn frá stuðningsmönnum Sheffield en þeir tóku honum fagn- andi eftir 2:0 sigur á Arsenal. „Þetta er mun betra lið en ég tók við hérna síðast,“ sagði Atkinson. í Hollandi vegna fráfalls móður sinnar. Sá maður sem lék aðalhlutverk- ið var dómarinn, Perez Burrull, sem kom mjög við sögu. Á 64 mín. braut Oviedo-leikmað- urinn Dely Valdez á Fernando Couto innan vítatetigs, með þeim afleiðingum að Couto féll og rak hönd í knöttinn. Perez dæmdi víta- spymu á Couto og sýndi honum sitt annað gula spjald - rak hann „Við héldum því liði uppi og við getum haldið þessu liði í deildinni. Aðalatriðið er að vera ekki í fall- sæti og allt umfram það er bónus.“ Arsenal hafði aðeins tapað einum deildarleik en vamarmistök skömmu fyrir hlé kostuðu mark - Andy Booth skoraði eftir sendingu frá mótheijanum Gilles Grimandi - og undir lokin innsiglaði Guy Whitt- ingham sigur heimamanna. „Útlitið var bjart en sköpunin var ekki fyr- ir hendi,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Þetta var frábær dagur,“ sagði Atkinson. „Við vorum heppnir á stundum en gæfan var með þeim hugrökku og við gáfum hvergi eftir. Eg beið spenntur eftir leiknum og átti erfitt með að bíða eftir lokaflautinu." Ferguson hissa á sigri Alex Ferguson, stjóri Manchester United, andaði léttar eftir 5:2 sigur á Wimbledon. „Úrslitin komu á óvart. Við hefðum getað verið þremur mörkum undir í hléi og vörðumst illa allan leikinn en sókn- arleikurinn var góður í seinni hálf- leik.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Nicky Butt skoraði fyrir United fljótlega eftir hlé og David Beck- ham, sem var ekki í byijunarliðinu, bætti öðru marki við með fyrstu snertingu sinni um miðjan hálfleik. Neil Ardley og Michael Hughes jöfnuðu en Beckham svaraði að af leikvelli. Argentínumaðurinn Pompei skoraði úr vítaspyrnunni. Stuttu síðar lét Pizzi hjá Barcel- ona sig falla inni í vítateig Oviedo og fékk „gefins“ vítaspyrnu fyrir leikaraskapinn. Rivaldo tók spyrn- una og knötturinn hafnaði í stöng. Undir lok leiksins kom Josep Guardiola inná sem varamaður hjá Barcelona, en hann hefur verið frá um tíma vegna meiðsla. Viðvera hans var ekki löng, þar sem hann bragði áður en Paul Scholes og Andy Cole lögðu sitt af mörkum. „Wimbledon hlýtur að naga sig í handarbökin," sagði Ferguson. „Það er alltaf erfitt að leika héma og litið verður á þetta sem góðan sigur því mörg lið eiga eftir að tapa stigum á þessum velli.“ Blackbum hafði það af Gary Croft gerði fyrsta mark sitt fyrir Blakburn snemma leiks á móti Chelsea og það nægði til sig- urs í góðum leik. Hins vegar fékk Chelsea mörg færi til að skora, einkum Gianfranco Zola, en lánið lék ekki við Lundúnaliðið. „Við lék- um mjög vel í seinni hálfleik," sagði Roy Hodgson, stjóri Blackburn, en ég verð að þakka Gianfranco fyrir að missa marks.“ Ruud Gullit, stjóri Chelsea, var ekki ánægður með uppskeruna. „Við spiluðum vel og sköpuðum mörg færi en lukum ekki við dæmið.“ Derby var þremur mörkum yfír á móti Coventry eftir 40 mínútur - Francesco Baiano, Stefano Eranio og Paulo Wanchope skoruðu - og að þessu sinni hélt liðið öllum stig- unum en Darren Huckerby minnk- aði muninn í seinni hálfleik. Kevin Davies skoraði fyrir South- ampton í fjórða leik sínum í röð á St. James’ Park en John Barnes svaraði með tveimur mörkum fyrir Newcastle í seinni hálfleik. „Við lékum mjög vel,“ sagði Kenny fékk að sjá tvö gul spjöld með aðeins sjötíu sek. millibili! Atletico Madrid fékk óskabyijun gegn Real Madrid, þegar táningur- inn Etxeberría skoraði mark fyrir liðið eftir aðeins tólf sek. Leikmenn Real fengu fjölmörg tækifæri til að jafna, en það var ekki fyrr en tíu mín. fyrir leikslok að Morient- es, sem kom inná sem varamaður fyrir Davor Suker, skoraði jöfn- unarmarkið fyrir Real, 1:1. Dalglish, stjóri Newcastle. „þeir- gerðu gott mark en björguðu þrisv- ar eða fjórum sinnum á línu og þó þeir hefðu getað skorað seint í leiknum var sigur okkar sanngjarn þegar á heildina er litið.“ Sama staða kom upp á Villa Park. Gary Speed skoraði fyrir Everton úr vítaspymu en Savo Mil- osevic og Ugo Éhiogu sáu til þess að stigin urðu eftir hjá Aston villa. Leeds nýtti tímann Leeds gerði tvö mörk á síðustu þremur mínútunum og vann West Ham 3:1. Frank Lampard gerði fallegt mark um miðjan seinni hálf- leik en Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði skömmu síðar úr fyrsta markskoti Leeds. Norðmaðurinn Alf-Inge Haaland skallaði í net West Ham eftir horn- spymu og Hasselbaink átti síðasta orðið á lokamínútunni. „Ég taldi að ekki yrði skorað," sagði George Graham, stjóri Leeds. „Við vöknuðum til lífsins þegar West Ham skoraði en ég vildi vita hvers vegna við vorum svona Iengi í gang. Hins vegar er hvetjandi að vera í fjórða sæti og skemmtilegt fyrir stuðningsmennina en við erum ofar á töflunni en ég átti von á á þessum tíma.“ Haaland hélt upp á 25 ára afmæl- ið með því að skora. „Það er frá- bært að gera þessi mörk undir lok'- in en við viljum samt ekki bíða svona lengi eftir þeim,“ sagði Norð- maðurinn. Bolton nálægt sigri Guðni Bergsson og samheijar voru nálægt því að fagna fyrsta sigrinum á útivelli á tímabilinu en Nathan Blake gerði vonina að engu þegar hann missti marks fyrir opnu marki Leicester. Engu að síður var Colin Todd, stjóri Bolton, ánægður með framfarirnar hjá liði sínu. „Menn lögðu sig vel fram, höfðu viljann og liðið vann vel. Þetta var sannkölluð barátta.“ Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að stöðva skipulögð kerfí Leicester, sem hefðu fellt mörg lið, og það hefði tekist. „Mikið býr í þessu liði og það veitir mér von. Eftir 5:0 skell eru framfarimar hvetjandi.“ Enn tapar Barcelona Ivar Ragnarsson skrífar frá Spáni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.