Morgunblaðið - 03.12.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA
LANDSMANNA
1997
■ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997
BLAÐ
Graham gerir nýjan
samning við Leeds
GEORGE Graham, knattspyrnustjóri Leeds, hefur
gert nýjan langtímasamning við félagið og er um
leið orðinn einn launahæsti þjálfarinn í ensku
knattspyrnunni. „Ég er meira en ánægður með
samninginn og að geta stjórnað liðinu næstu árin,“
sagði fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, eftir að
samningar höfðu verið undirritaðir í gær. Samn-
ingurinn er til fjögurra ára og hljóðar upp á eina
milljón punda (120 milljónir) á ári.
„Það hefur verið unnið mikið starf síðan ég kom
til félagsins fyrir ári. Það er fyrst núna sem við
erum komnir á góða siglingu og við njótum þess.
Markmiðið er að vera á meðal sex efstu og kom-
ast í Evrópukeppnina," sagði hann. Leeds er nú í
fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir efsta
liðinu. Graham, sem er 53 ára Skoti, segir að nú
sé hægt að blása á allar vangaveltur um að hann
sé á förum frá félaginu.
KNATTSPYRNA
Dortmund í
góðumgírí
HM félagsliða
Um 10.000 stuðningsmenn
Dortmund mættu á Westfalen-
leikvanginn í gær og fylgdust með
á risaskjá þegar þýska liðið vann
Cruzeiro frá Brasilíu 2:0 í heims-
meistarakeppni félagsliða, sem er
árlegur leikur Evrópumeistara og
Suður-Ameríkumeistara. Frekar
svalt var í Dortmund en sumir létu
sig hafa það að mæta fjórum tímum
fyrir leik til að fá gefins Dortmund-
treyju og varð 2.000 fyrstu áhorf-
endunum að ósk sinni.
Dortmund hefur ekki gengið sér-
lega vel í þýsku deildinni en sigur-
inn í Tókýó var sanngjarn. Michael
Zorc skoraði 10 minútum fyrir hlé
og Heiko Herrlich bætti öðru marki
við skömmu fyrir leikslok. Cruzeiro
missti varnarmanninn Vitor út af
með rautt eftir að hafa fengið gult
spjald fyrir brot og svo annað fyrir
að mótmæla dómnum um miðjan
seinni hálfleik. „Þegar Vitor var
vikið af velli taldi ég að við mynd-
um sigra,“ sagði Andy Möller, leik-
stjórnandi Dortmund. „Mikilvæg-
ast var að við skoruðum þegar
mikið lá við. Brsilíumennirnir eru
hæfileikaríkir en baráttan var okk-
ar.“
Nevio Scala, þjálfari þýska liðs-
ins, sagði að það hefði ekki gert
nein mistök. „Þetta var ekki auð-
veldur sigur en við lékum vel og
leikskipulagið gekk upp.“
HM 1994 kostaði
Englendinga sæti
Englendingar eru í sjötta sæti
á styrkleikalista Alþjóða
knattspyrnusambandsins, en þar
sem þeir komust ekki í úrslita-
keppni Heimsmeistarakeppninnar
í Bandaríkjunum 1994 voru þeir
ekki á meðal átta landsliða sem
var raðað í úrslitariðla í gær fyrir
dráttinn á morgun.
Árangur liða i síðustu þremur
HM og meðaltalsstaða á styrk-
leikalista FIFA undanfarin þtjú
ár voru höfð til hliðsjónar við röð-
unina. HM gilti 60% en styrkleika-
listinn 40% og var Engiand í
níunda sæti ásamt Búlgaríu með
127 stig.
Heimsmeistarar Brasilíu leika
í A-riðli og gestgjafar Frakklands
í C-riðli en í öðrum riðlum verða
Þýskaland (221 stig), Ítalía (204),
Spánn (183), Argentína (174),
Rúmenía (154) og Holland (149
stig).
Brasilía á toppnum
BRASILÍA mun verja heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu, sam-
kvæmt veðbönkum í London í gær. Möguleikar Brasilíu á titlinum
eru taldir vera 10 á móti þremur. Frakkland er I öðru sæti (6-1)
en síðan koma Þýskaland og Ítalía (7-1), England (15-2), Holland
(8-1), Argentina og Spánn (12-1). Brasilia er einnig efst á styrk-
leikalista FIFA.
Brasiiía leikur fyrsta ieik keppninnar á nýja Saint Denis leik-
vanginum í París 10. júní en ieikur síðan í Nantes 16. júní og í
Marseille 23. júní. Úrslitaleikurinn verður 12. júlí.
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
Bergsveinn fer í aðgerð
ÞAÐ er ljóst að Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður landsliðsins, mun ekki leika með Aftureldingu næstu sex
til átta vikurnar. Bergsveinn fór í læknisskoðun í gær vegna meiðsla á hægra hné og síðan fer hann í liðþófaað-
gerð. Hér á myndinni er Bergsveinn í hjólastól á Kastrup-flugvellinum í Kaupmannahöfn á leið landsliðsins heim
frá Svartfjallalandi. Félagi hans í markinu, Guðmundur Hrafnkelsson, sá um að aka Bergsveini um.
GEIR SVEIIMSSON: ER KOMIIVIIM TÍIUIITIL AÐ SEGJA BLESSI? / C3
____________________:______________________________________