Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 C 3
ÍÞRÓTTIR
3igi fyrst og nemst að einbeita sér að því að komast inn í fyrsta ráshóp
Reuters
Chrlstlan Jagge, sem slgraði á heimsbikarmótinu f svigi í Sestrlere, er hér ð fullri ferð í brautinni.
máli f heimsbikarnum eins og dæm-
in sanna.“
Hraðinn og tæknin til staðar
Jagge talar af reynslu og segir
að ef Kristinn næði að komast í
síðari umferð í næstu mótum og
ná þannig í fleiri heimsbikarstig
yrði þess ekki langt að bíða að
hann festi sig í sessi á meðal 15
bestu. „Kristinn hefur næga tækni
og hraða til að vera í fremstu röð
en það tekur tíma og það má ekki
vera með óraunhæfar kröfur til
hans. Hann sýndi það í Park City
að getan er til staðar. Ég hef reynd-
ar fylgst með honum og veit að
hann er til alls líklegur í framtíð-
inni. Hann er enn ungur og er að
stíga fyrstu spor sín í heimsbikarn-
um og það er meira en að segja
það.“
Ytri aðstæður þurfa
að vera I lagi
Hefur þú trú á því að hann geti
orðið einn af bestu skíðamönnum
heims?
„Já, hann hefur hæfileikana. En
það er ekki allt, það þurfa ýmsar
aðrar ytri aðstæður líka að vera í
lagi. Hann verður að fá að æfa við
bestu aðstæður hverju sinni án
þess að hafa af því fjárhagslegar
áhyggjur. Ég held að hann hafí
haft gott af því að æf a með Finnum
því þeir eru með góðan þjálfara,
Austurríkismanninn Christian
Leitner. Það er líka að skila sér í
betri árangri í vetur. Hann hefur
mikið þurft að basla í þessu einn
og það er því undravert hveru langt
hann hefur náð. Það er erfitt að
vera einn í landsliði vegna þess að
það er enginn til að halda uppi
heiðri landsins ef hann fellur úr
keppni. Þessu er ólíku háttað hjá
okkur Norðmönnum þar sem mað-
ur kemur í manns stað. Við erum
með svo marga að þó einn heltist
úr lestinni er hægt að treysta á
aðra í liðinu.“,
Getum við íslendingar átt von á
því að Kristinn komist á verðlauna-
pall á Óiympíuleikunum í Nagano?
MJá, því ekki það. Hann getur
alveg hitt á eitt mót aftur og það
RÚV fær sýn-
ingarrétt frá
heimsbikar-
mótum í svigi
RÍKISSJÓN VARPIÐ hefur tryggt sér sýn-
ingarrétt frá fjórum heimsbikarmótum í
svigi karla, þar sem Kristinn Bjðrnsson
verður meðal keppenda, eftir áramót Það
eru mótin í Schladming í Austurríki 10.
janúar, í Wengen i Sviss 18. janúar, í
Kitzbiihl í Austurríki 25. janúar og lokamót
vetrarins í Crans Montana í Sviss 15. mars.
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur sýnt beint frá
tveimur fyrstu heimsbikarmótunum í svigi
í vetur, og verður einnig með tvö þau næstu
í beinni útsendingu; mótið i Madonna di
Campiglio á Ítalíu næsta mánudag og síðan
frá Krajnska Gora í Slóveníu 4. janúar.
Vert er að geta þess að Sýn verður einnit
með mótið í Kitzbilhl í beinni útsendingu
25. janúar, eins og RÚV.
Óyóst er hvort næst síðasta heimsbik-
armót vetrarins i svigi, í Yong Pyong í
Suður Kóreu 1. mars - strax eftir Ólymp-
íuleikana í Nagano í Japan - verður í beinni
útsendingu íslenskrar sjónvarpsstöðvar.
KARATE
gæti alveg eins verið í Nagano. Það
þarf oft heppni til á Ólympíuleikum
ólíkt því sem er í heimsbikarnum
þar sem um mótaröð er ræða.“
Sýndi takta í Madonna
En áttir þú von á því fyrirfram
að Kristni tækist að komast á verð-
launapall í Park City þar sem hann
var m.a. á undan þér?
„Nei, satt að segja bjóst enginn
við því. En hann sýndi það í fyrri
umferðinni á heimsbikarmótinu í
Madonna í fyrra, að hæfileikarnir
eru til staðar. Hann keyrði frábær-
lega en keyrði út úr rétt áður en
hann kom í markið. Hann hefði þá
náð einum af fimm til átta bestu
tímunum. Þá fyrst fóru aðrir skíða-
menn að veita honum athygli. Hann
hefur átt eina og eina góða ferð
en aldrei náð að skila sér í mark
eftir báðar umferðirnar fyrr en í
Park City. Við vissum því að hann
hefði hraðann, en það hefur vantað
meira öryggi hjá honum. Ég veit
að með meiri reynslu kemur aukið
öryggi og það er það sem hann er
að öðlast núna.“
Styrkir stööu
Norðuriandabúa
Jagge sagðist gleðjast yfir því
að íslendingar væru að eignast
skíðamann í fremstu röð. Hann
sagðist muna eftir öðrum góðum
skíðamanni frá íslandi, Sigurði H.
Jónssyni, sem nú er látinn. „Sigurð-
ur var mjög efnilegur skíðamaður
á sínum tíma og hefði getað náð
langt, hann hætti allt of snemma.
Við Norðmenn teljum okkur eiga
aðeins í Kristni því hann var í skíða-
menntaskólanum í Geilo og lærði
mikið þar. Vonandi nær hann að
festa sig í sessi í heimsbikarnum
svo við Norðurlandabúar getum
styrkt stöðu okkar gagnvart Aust-
urríkismönnum sem hafa verið
mjög öflugir í heimsbikarnum und-
anfarin ár,“ sagði Jagge, sem
keppti á Andrésar Andar-leikum á
Akureyri sem gestur þegar hann
var 12 ára. Þessi geðþekki Norð-
maður sagðist vonast til að geta
heimsótt Island aftur og bað fyrir
kveðjur til íslands.
Ingólfur og Edda
meistarar
INGÓLFUR Snorrason frá Selfossi og Edda
Blöndal úr Þórshamri urðu fyrir skömmu bikar-
meistarar í karata, en íjórða og síðasta bikarmót-
ið var haldið um helgina. Edda var raunar búin
að tryggja sér titilinn og keppti því ekki á mót-
inu. Ingólfur hlaut 18 stig í mótunum fjórum en
í öðru sæti varð Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórs-
hamri með 15 stig og Ölafur Nielsen úr Þórs-
hamri þriðji með 13 stig. í kvennaflokki varð
Sólveig K. Einarsdóttir önnur með 11 stig og
Katrín Haraldsdóttir þriðja með 3 stig, en þær
eru báðar úr Þórshamri.
KNATTSPYRNA
Bayemí
undanúrslit
Bayern Miinchen tók á móti
Leverkusen í átta liða úrslit-
um þýsku bikarkeppninnar í gær-
kvöldi, vann 2:0 og leikur í undan-
úrslitum í fyrsta sinn í 11 ár.
Hitastigið var við frostmark og
voru aðeins um 12.000 áhorfendur
á ólympíuleikvanginum í Munchen.
Þýskalandsmeistararnir höfðu
mikla yfirburði allan leikinn en
Christian Nerlinger braut ísinn
skömmu fyrir hlé og Giovane Elber
innsiglaði sigurinn stundarfjórð-
ungi fyrir leikslok.
„Við lékum vel, einkum í fyrri
hálfleik,“ sagði Giovanni Trapat-
toni, þjálfari Bayern. „Við fengum
tækifæri til að gera enn fleiri mörk
- Elber gat gert þijú til viðbótar.“
Bayem leikur í undanúrslitum
ásamt Stuttgart, MSV Duisburg
og Eintracht Trier, sem er í 3. deild.
Leverkusen áfrýjaði
úrskurði Sambandsins
LEVERKUSEN hefur áfrýjað úrskurði þýska knattspyrnusam-
bandsins sem dæmdi miðheijann Ulf Kirsten í níu vikna bann í
liðinni viku og gerði honum auk þess að greiða um 400.000 kr. í
sekt fyrir að gefa Thomas Linke hjá Schalke olnbogaskot í andlit-
ið í deildarleik fyrir skömmu. Dómarinn sá ekki atvikið en þýska
sambandið úrskurðaði í málinu eftir að hafa skoðað myndband
frá leiknum. Linke var borinn af velli en reyndist ekki hafa meiðst
að ráði.
Samkvæmt úrskurðinum missir Kirsten, sem er markahæstur
í þýsku deildinni, af fjórum leikjum í deildinni, en hlé verður í
þýsku knattspyrnunni 21. desember til 30. janúar.
Derby
héH
hreinu
Derby gerði markalaust jafntefli
í Newcastle í gærkvöldi og
er þetta í fyrsta sinn sem slíkt ger-
ist í liðnum fimm útileikjum liðsins
í ensku úrvalsdeildinni.
Aðstæður voru vægast sagt
slæmar, kalt og erfitt að leika knatt-
spyrnu enda leikurinn eftir því.
Heimamenn voru slakir og áttu
varla almennilegt markskot en fyrir
vikið átti Mart Poom náðugan dag
í marki gestanna.
ítalski miðjumaðurinn Stefano
Eranio lenti í samstuði við belgíska
varnarmanninn Philippe Albert 10
mínútum fyrir leikslok og voru báð-
ir bókaðir. Þar með fékk Eranio
gult spjald öðru sinni í leiknum og
var vikið af velli en þó Derby væri
einum undir tókst Newcastle ekki
að nýta sér liðsmuninn.
Derby er í sjöunda sæti með 28
stig eins og Liverpool en lakari
markatölu og Newcastle er í níunda
sæti.
Sinclair
í vanda
FRANK Sinclair leikmanni
Chelsea er vandi á höndum
þessa dagana því honum hefur
verið gerð grein fyrir að taki
hann þátt í undirbúningi lands-
liðs Jamaíku fyrir heimsmeist-
arakeppnina í Frakklandi geti
hann átt á hættu að missa sæti
sitt í liði Chelsea.
Einn liður í undirbúningi
landsliðs Jamaíku er að taka
þátt í mótum í Brasilíu, S-Afr-
íku og í Japan í janúar, febrúar
og mars. A sama tíma í janúar
mætir Chelsea Ipswich í deilda-
bikarnum og Arsenal í deild-
inni. Þá koma leikir í Evrópu-
keppni bikarhafa einnig við
sögu á sama tíma og landsliðið
er að keppa. Sinclair á hins
vegar ekki gott með að neita
löndum sínum, en á sama tíma
hefur Ruud Gullit gert honum
grein fyrir að ekki sé sjálfgefið
að hann haldi sæti sínu í liði
Chelsea ætli hann að vera í
undirbúningi landsliðsins af
fullum krafti.
Jólagjöf
fyrir alla unnendur íslenskrar knattspyrnu
Knattspymusamband íslands gaf á þessu ári út veglega
og vandaða bók um sögu knattspyrnunnar á Islandi,
Knattspyrna í heila öld.
Þetta er ómissandi bók fyrir knattspymuáhugamanninn og
er til sölu á skrifstofu KSI, Eymundsson Austurstræti,
Mál og menningu Laugavegi og Síðumúla
og hjá Griffli Skeifunni 11D.