Morgunblaðið - 21.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1997, Blaðsíða 1
■ •í* í Einfalt staðsetning- artæki NÝ einfölduð útgáfa af staðsetningar- tæki er komin á markað frá Magellan. Tækið er ætlað fólki til almennra nota, heitir Magellan GPS Pioneer og kostar 11.900 krónur. í fréttatilkynn- ingu frá innflytjanda, Aukaraf ehf., segir að tækið sýni m.a. staðsetn- ingu, hæð yfír sjávarmáli, hraða, stefnu, fjarlægð og tíma í punkt, áttavitastefnu sem haldið er í, hliðrun úr leið og ástand rafhlaðna. Stýrisvísir sýnir hvort beygja skuli til hægri eða vinstri þegar stefnt er í punkt. Fáanlegur aukabúnað- ur er straumtengi, taska, festing- ar í mælaborð og fleira. Uppboð á Netinu festast i sessi UPPBOÐ á flugmiðum og hótel- gistingu á Netinu virðast vera að ná fótfestu í ferðaþjónustu, ef marka má The Sunday Times. Par kemur m.a. fram að alþjóð- lega hótelkeðjan Inter-Continental haldi reglulega uppboð á Netinu á gistingu á um tuttugu hótelum víða um veröldina, m.a. í New York, Miami og Hong Kong. Til stendur að halda uppboðin á tveggja mán- aða fresti en í fyrsta sinn var það haldið í nóvember. Vefsíða hótel- keðjunnar er www.interconti.com. Breskir ferðalangar höfðu einnig kost á því í sumar að nýta sér upp- boð þýska flugfélagsins Lufthansa á Netinu. Þá seldust m.a. flugmiðar frá Englandi til Rússlands fyrir um 15.000 íslenskar krónur. fltagmiÞIiifrtfr SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1997 BLAÐ C ald stólar HJÁ safninu Album í Brussel hafa menn tekið upp á nýjung sem þykir svo góð að furðu vek- ur að enginn skyldi fyrr hafa orðið til þess að hrinda henni í framkvæmd. Við innganginn fá gestir nefnilega stól til þess að draga með sér um safnið. Ástæð- an fyrir þessari nýjung er reynd- ar sú að hjá safninu sem rekur sögu Brussel og Belgíu, hefur verið tekið upp tímagjald og stjórnendur vi|ja því leggja sitt af mörkum til þess að gestir dvelji sem lengst. Það borgar sig greinilega ekki að sofna inni á þessu safni. i i ; i i m íi •:£ I Morgunblaðið/Árni Sæberg VETRARSTILLUR í Þórsmörk. ÞAÐ er ekki hægt að kaupa tyggjó fyrir Disney dollarana sfna. ÞAÐ þýðir lítið fyrir gesti Disneylands eða MGM kvikmyndaversins f Flórída að reyna að kaupa þar tyggigúmmí. Það fæst ekki þrátt fyrir mikinn fjölda verslana og sölu- turna sem bjóða upp á ým- ís konar góðgæti. Að sögn talsmanns Disneylands, Jenny Hess, er ástæðan sú að hinn mesti mikill sóða- skapur þykir fylgja tyggjóinu. „Það er hrein- lega of erfitt að þrífa þennan ósóma upp af göt- unura," segir hún. „Fólk kemur hingað ekki síst vegna vingjarnlegs starfs- fólks og þrifalegs um- hverfis. Enginn viU þurfa að horfa upp á tyggjó- klessur úti um allt.“ En hvað skyldi verða um þá sem „smygla“ tyggjói með sér inn í garðinn? „Ekkert,“ segir Hess. „Við getum ekki neytt gesti til þess að hætta að tyggja tyggigúmmí. Við erum ekki með tyggjólögreglu." Með Útivist um áramótin ÁRAMÓTAFERÐ títivistar í Bása á Goðalandi er einn af stærri ferðaviðburð- um ársins hjá ferðafélaginu. Að þessu sinni stendur ferðin frá 30. desember til 2. janúar. í fréttatilkynningu frá títivist segir að ekkert jafnist á við að eyða ára- mótunum á þessum frábæra stað sem sé einn sá fegursti á landinu, hvort heldur er að vetri eða sumri. Á þessum árstíma skarti jöklar og fjöll á Goðalandi og Þórsmörkinni sínum fegursta vetrar- skrúða. Snjóteppi liggur yfir öllu eins og silkiinjúk ábreiða og allt er hvítt og fal- legft yfir að líta. Ár og lækir ryðjast upp úr farvegum sínum vegna ísstíflna og umhverfíð því nyög stórfenglegt að sjá. Mitt í þessari einstöku náttúrufegurð eru Básar, þar sem skálar títivistar liggja umvafðir snæbreiðum sem teygja sig upp á Réttarfellið, upp á títigönguhöfða og alla leið upp á jöklana. í Básum býður títvist upp á gönguferð- ir, kvöldvökur og áramótabrennu og að sjálfsögðu eru nýja árinu fagnað með fiugeldum. Orfá sæti eru laus í ferðina. Þátttaka tilkynnist á skrifstofú títivistar. skíðasnjé NIJ er runninn upp rétti árstíminn fyrir skíðaáhugamenn víða um heim. Skíða- ferðir njóta sífellt meiri vinsælda og margir fylgjast vel með snjóspám til þess að átta sig á því hvert best er að fara. Hér eru netslóðir inn á heimasíður ferðamála- ráða nokkurra Evrópulanda: Það er hægt að afla upplýsinga um snjómagn og skiðafæri í Svíþjóð með því að fara inn á slóðina: www.skidguiden.se og í Noregi með |)ví að fara inn á slóðina: www.norge.dk. Ferðamálaráð Frakk- lands gefm- upplýsingar um skíðafæri og snjó á slóðinni: www.skifrance.fr. Ferðamálaráð AustumTds er með slóð- ina: www.austria-info.dk þar sem skíða- áhugamenn geta fengið allar upplýsingar. Þá er líka hægt að skoða aðstæður frá Kitzsteinerhom á slóðinni: www.kitz- steinerhom.at Þá er hægt að fá upplýsingar um skíða- færi og snjóþyngd í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Ítalíu, Austumíki og mögulega í Tékklandi og Slóvakíu með því að fara inn á slóð veðurfræðiathugun- arstöðvar: www.dmi.dk. ÞAÐ er líka nauðsynlegt að hvíla sig á milli skiðaferða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.