Morgunblaðið - 21.12.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1997, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG HORN í Latínuhverfinu. Risaeðlur, myntute og speki Á vinstri bakka Porísar er valið að taka slaufu til austurs frá Sully-brú í grasagarðinn og svo aftur í vestur oð hóskólan- um, Þérunn Þórsdéttir fer síðan í búðir á St. Germain- des-Prés og endar a kaffihúsi í MontpQrnasse. blómabeð, í trjágöngum á 300 ára grunni garðs með lækningajurtum. Alpagarður og tvö gróðurhús með hitabeltisjurtum og eyðimerkur- gróðri eru þama líka. Úr grösunum er best að halda fram hjá stóra dýrasafninu við aðalinnganginn, beint í aðalmosku borgarinnar. Bænahúsið sækir fyrirmynd til Al- hambra og márískar flísar skreyta stofur frá þriðja áratugnum. í loft- inu liggur lykt af nuddolíu og myntute, dísætar kökur fást með því og kúskús í veitingasalnum. Kynskipt er eftir dögum í gufubað moskunnar. Rómverski arfurinn Skammt frá moskunni, við rue Monge, eru rústir Lutece hring- leikjahússins, eitt af því fáa sem eft- ir stendur af rómönsku borginni. það er talið frá fyrstu öld, en þetta tímabil voru suðlægari borgir eins og Arles og Nimes mun mikilvægari en París. Pó var byggt þetta 15.000 manna leikhús, sem illa fór í innrás- um barbara tveim öldum síðar. Peir tóku steinana til að þétta virki um Ile de la Cité og seinna, á 4. öld, var þarna kirkjugarður. Rústimar fundust að nýju í lok síðustu aldar og uppgröftur hófst fyrir 90 árum. í kring er friðsælt íbúðahverfi, en GANGAN hefst við Institut de Monde Ara- be, rétt við Sully-brú, sem tuttugu Arabalönd stofnuðu með franska ríkinu árið 1980. Tilkomumikil bygging arki- tektsins Jean Nouvel hýsir menn- ingarsögusafn og stórt bókasafn auk testofu með góðu útsýni af ní- undu hæð. Niðri á árbakkanum teygir höggmjmdasafn sig tvo kíló- metra undir berum himni, milli Pont Suily og Pont Austerlitz, ókeypis eins og vera ber. Við enda þess er grasagarður borgarinnar, Jardin des Plantes, og þangað má gera ferð til að skoða blóm og dýr og borða nesti á bekk: þama er dýragarður, minni en í Vincennes-skógi en skemmtilegur fyrir börn, og söfn sem fullorðnir hafa ekki síður gaman af. Náttúm- sögusafn, nýlega uppgert með upp- stoppuðum dýmm, framtíðarlegum glerlyftum og hljóðum alls kyns kvikinda, og gamaldags safn með beinagrindum smárra og risastóma dýra. „Risaeðluhúsið" glæsilega er uppáhald ungra vina blaðamanns, sem sjálfum finnst safnið eins og tímaferðalag. Vegna byggingarinn- ar aðallega og smáatriða í uppsetn- ingu safnsins. Garðurinn sjálfur er fjölbreytt NÚ eru væntanlega vetrarlegri hattar í þessum glugga. í ST. Germain-des-Prés. heldur glæðist á me Mouffetard. þar er einn elsti og þekktasti úti- markaður borgarinnar og sunnu- dagsmorgna lækkar hraðast í litrík- um hraukum af grænmeti og ávöxt- um. Líflegast er að kvöldíagi á Contrescarpe-torgi við enda göt- unnar og amerískir gestir virðast sérlega hrifnir af því. Ekki er ýkja langt í Pantheon, kirkjuna sem breytt var í grafhýsi mikil- menna, og gegnt henni er háskólabóka- safnið Sainte- Geneviéve. Hér byrjar Latínuhverfið, kennt við tungumál sem sagt er að námsmenn hafi talað sín á milli fram eftir 18. öld. það hljómar kannski ótrúlega en nú hafa nýrri mál tekið við í miklum kór milli verslana og veitingahúsa, sem einkum lifa á viðskipt- um ferðamanna. Skóli og kraftaverk Frá Panthéon er farið niður að Svartaskóla, Sorbonne, og til hægri meðfram háskólanum að rue des Écoles. Þreytist menn er hægt að tylla sér í húsagarði skólans - eða á hinu sígikla Brasserie Balzar. (þar verður kvöldverð- arboði vart neitað: ostrur eða sniglar á undan hráu nautatartar eða smjörsteikt- um flatfiski). Síðan stendur val milli þess að halda til hægri upp Saint Michel breiðgötu, með ódýrum fatabúðum, og enda í Lúxemborgargarði, eða þá taka Læknaskólagötu inn í St. Germain-des- Prés. Þetta eftirlæti menningarvita á liðnum áratugum er nú mesta tísku- "F MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1997 C 3 FERÐALÖG BANGSABÚÐ. hverfi borgarinnar. Þess vegna er vert að athuga búðarglugga, til dæmis við rue du Four, og gallerí, sem sliga rue des Beaux Arts út frá myndlistarskólanum. Frá Carrefour Buci liggja líflegar götur, Ancienne Comedie ein þeirra með langafa allra kaffihúsa, Procope. Við Place Danton eða Od- eon er samnefnt leikhús og nokkur kvikmyndahús. Delacroix- safnið við nie Furstemberg, þar sem lista- maðurinn bjó, er svolítið innar í hverfinu og St. Sulpice-kirkjan við samnefnt torg geymir málverk eftir hann. Frá kirkjunni er smáspölur að rue Velpeau með annarri kirkju þar sem sagt er María mey hafi birst. Þetta er sérkennilegur bæna- staður inní húsagarði, yfirleitt fullur af fólld. I næstnæsta húsi er gríðar- stór matarbúð Bon Marché, innlits virði þó að einungis sé skoðað. Kaffihúsaspekl Höldum aftur inn að miðju St. Germain-des-Prés og heimsækjum kirkjuna sem hverfið er kennt við. Hún er sú elsta í borginni, upphaf- lega frá 6. öld en viðbætur miklar og margvíslegar. Torgið fyrir utan er aðalvígi spekinnar sem hverfið var frægt fyrir. Á kaffihúsunum Flore og Deux Magots tókust ástir fastagestanna Sartre og de Beauvo- ir, Verlaine og Rimbaud komu þama og síðar hrapparnir Picasso og Hemingway. Á Brasserie Lipp ber að forðast hina svokölluðu Sí- beríu á efri hæð, Mitterand lét að minnsta kosti ekki bjóða sér svínaskanka nema niðri. Þetta eru allt saman 19. aldar stofnanir með dýrum veitingum, en kannski er þess virði að fá sér kaffibolla á einni þeirra. Eftir allt þetta úthald er vænta- lega komið kvöld og tími til að þoka sér annað. Strætisvagn númer 96 fer frá St. Germain-des-Prés í átt að Porte d’Orléans, en stigið er af hon- um við Montapamasse. Enn erum við á spekingaslóðum, Ameríkanar í París fyllast söknuði á Select, Rotonde, Coupole og Closerie des Lilas þar sem Hemingway og Fitz- gerald nærðu líkama og sál. Cou- pole er geysistór veitingastaður þar sem ráðlegt er að bíða eftir borði nálægt miðju. Mæla má með Rosebud, bar við rue Delambre, og benda á leikhús við rue de la Gaité ef hugur stendur frekar til þess háttar nautna. Svo eru mörg kvik- myndahús við Montparnasse breið- götu. Sé sól ekki sest þegar komið er í hverfið má gera sér ferð í lítinn en fallegan kirkjugarð þess. Sá sem vill skoða grafhvelfingarnar frá 18. öld, les catacombes, (metró Den- fert Rochereau) þarf að vera kom- inn vel fyrir lokun klukkan fjögur síðdegis. Svo endað sé ofar jörðu, hátt uppi yfir borginni, er lagt til að lyfta sé tekin á efstu hæð Mont- parnasse-turns. Aðgangur að út- sýnispalli kostar meira en sódavatn eða kaffi á bar við veitingastað á toppi turnsins. Þar er lítil ástæða til að borða, en því meiri til að taka smáhvíld eftir daginn með lifandi póstkort af heimsborginni fyrir framan sig. Mynd/Hildur Einarsdóttir PONTE Vecchio eins og hún lítur út nú. Á ÞESSARI teikningu má sjá hveraig Ponte Vecchio leit út á miðöldum. Ponte Ve«hio-eitt helsta kennileiti Flórensborgnr Hin sérstæða brú Ponte Vecchio í Flórens á sér langa og viðburðaríka sögu sem Hildur Einarsdóttir kynnti sér á ferðalagi sínu þar. FLÓRENS er fallega í sveit sett þar sem hún stendur á sléttlendi beggja vegna Arnó fljótsins. Fyrir ofan hana taka svo við smá hæðir og fjöll, allt skógivaxið. Sérsjtaklega eru ólívu- tréin áberandi. í fjöllunum er að finna fjölbreyttar steinategundir sem Flórensbúar hafa notað méðal annars við byggingu húsa sinna og brúa. Hefur steinavalið í kringum borgina þótt það gott að listamenn komu hvaðanæva af Ítalíu til að finna þar marmara í styttur sínar. Þegar ég dvaldi í Flórens síð- asta sumar var ég á hóteli rétt við Arnó-fljótið. Lá beint við að ganga meðfram ánni ef maður ætlaði í miðkjarna borgarinnar. í fyrritíma kvæðum og sögum er Araó fljótið rómað fyrir fegurð. Nú fannst mér áin til lítillar prýði þar sem hún streymdi framhjá móráuð og menguð en lífríki hennar eins og svo margra annarra fljóta í Evr- ópu er í hættu. Yfir ána, þar sem hún flýtur í gegnum Flórens, ganga brýr sem flestar voru byggðar á þessari öld. Eldri brýrnar voru sprengdar í loft upp í seinni heimsstyijöldinni af Þjóðveijum sem vildu varaa þess að óvinaherinn kæmist þar yf- ir með sín heraaðartól. Ponte Vecchio var eina brúin sem var látin í friði og er þessi gamla brú eitt helsta kennileiti Flórensborg- ar. Inn í sögu hennar fléttast Arnófljótið sem hefur gert Flórensborg margan óskunda í gegnum aldirnar. Brú með smábúðum Ponte Vecchio brúin á sér langa og viðburðaríka sögu. Lengi vel var hún fyrsta og eina brú Florénsborgar yfir Arnófljótið. Var hún reist árið 1170. A fyrri hluta fjórtándu aldar eyðilagðist hún er Arnó flæddi yfir bakka sína en var endurreist árið 1345. Það er sú brú sem við ferðamennirnir göngum yfir nú. Jafnframt því sem brúin var endurreist voru byggðir háir vamargarðar úr steini með- fram ánni. Eins og þeir vita sem komið hafa til Flórens þá eru meðfram brúnni til beggja handa smábúðir sem selja ýmsan gullsmi'ðavarning og þar fara fram lffleg viðskipti. Þessu var á annan veg farið á mið- öldum, þá vora það fiskimenn, slátrar og leðurhandverksmenn sem seldu þar vöru sína. Svo bar við að stórhertoginn Ferdinand I ákvað árið 1593 að reka þessar starfsstéttir burtu með viðskipti sín því hann þoldi ekki hávaðann og fýluna sem fylgdi rekstri þeirra. Hertoginn þurfti nefnilega að fara um brúna á leið sinni suður yfir ána í Pitti höllina. Á endurreisnartímanum þótti mjög fínt að búa sunnan við Arnófljótið. Þar höfðu fyrirmenn- irnir reist sér bústaði til að geta verið í nágrenni við hina valda- miklu Medici ætt sem þar átti hall- ir. Til að skýra betur þessa aðgerð Feraandos I má geta þess að á miðöldum var alltaf mikil mann- þröng á verslunargötunum, hávaði og ódaunn. Verslaniraar voru litl- ar og yfirfullar ekki aðeins af varningi heldur einnig af alls kyns tækjum og tólum því framleiðsla á vörunni fór fram á staðnum. Á verslunargötum eins og á Ponte Vecchio mátti einnig sjá rakara, skósmiði, skurðlækna, málara, sút- ara og járnsmiði vinna störf sín undir lítilfjörlegu tjaldþaki eða á efri hæð verslananna. Akvað Ferdinand að skipta á þessu liði og gullsmiðunum. Þótti sú iðngrein mun virðingarverðari en hinar auk þess sem gullsmiðirnir gátu borg- að hærri leigu fyrir aðstöðuna. Fljótlega stækkuðu gullsmiðirnir verslanir sínar með því að byggja herbergin bak við þær út yfir brú- arhandriðið og þannig þekkjum við Ponte Vecchio nú. Ómetanleg verð- mæti eyðileggjast I nóvember árið 1966 gerði miklar rigningar á Ítalíu og víða á meginlandinu en slíkar rigningar eru fátíðar á þessu svæði. Ollu rigningarnar miklu tjóni víða, meðal annars flæddi Arno fljótið yfir bakka sína. Á einum sólar- hring urðu meiri skemmdir á Flórensborg en höfðu orðið á síð- ustu dögum seinni heimsstyrjald- arinnar. Gffurlegt tjón varð á ýms- um menningarlegum verðmætum. Meðal annars hreif fljótið með sér nokkrar Verslanir Ponte Vecchio. Miklar skemmdir urðu einnig á átta þúsund málverkum frá endur- reisnartímanum sem geymd voru í kjallara Uffizi safnsins er vatn flæddi inn í kjallara safnsins. Uffizi safnið hýsir eitt merkileg- asta safn miðaldralistar í heimin- um. Þúsundir handrita sem geymd voru í þjóðarbókhlöðu þeirra Flórensbúa skemmdust eða eyðilögðust í flóðunum og svo mætti lengi telja. Sjálf brúin hélt velli í þessu mikla flóði og verslan- irnar á Ponte Vecchio var hægt að endurreisa. Á brúin vonandi eftir að halda velli um ókomnar aldir því hún setur sterkan svip á Flórensborg. ---------- WASHINGTON» DC I------------- Besto þjónusta sem María Hrönn Gunnarsdóttir hefur orðið vitni að ó veitingastað ÓTT auðvelt sé að gleyma sér í höfuðborg Bandaríkjanna, Was- hington DC, innan um minnisvarða, risaeðlubein og kirsuberjatré verður göngu- þreyttur ferðamaður á endanum svangur. Þá er um að gera að fiima sér notalegan veitingastað, fá sér í gogginn og hvfla sig fyrir næstu atrennu. Einn slíkur er ekki fjarri einu frægasta heimili í heimi, Hvíta húsinu að Pennsylvaníu-breið- stræti 1600. Hann stendur nokkru neðar í götunni, við númcr 1101, og heitir Planet Hollywood. Planet Hollywood er reglulega amerískur matsölustaður í eigu þriggja kvikmyndaleikara, þeirra Bruce Willis, Syivesters Stailone og Arnoids Schwarzenegger. Staðurinn tilheyrir reyndar veit- mgahúsakeðju þeirra kumpán- anna en Planet Ilollywood er að finna í fjölmörgum borgum víða um heim. Buxur sem koma á óvart Þegar maður hefur heilsað hupplegum þjóninum sem stendur við dyrnar verður næstur á vegi manns sjálfur Schwarzenegger, heldur ófrýnilegur satt að segja. Þegar nánar er að gáð er það ekki hami sjálfur heldur bíóhetjan Terminator og það sést í kjöt og bein á öðram vanganum. Planet Hér er þín, Hollywood er nefnilega ekki bara ágætur veitingastaður heldur era þar einnig margir leikmunir úr frægum kvikmyndum rammaðir inn og hengdir upp á vegg. Þarna eru til dæmis litlir kjólar sem Ju- dy Garland klæddist í frægri bíó- mynd sem og götótta peysan sem sápcm frú Madonna var í í Who’s that girl. Já, og flauelsbuxurnar og köflótta skyrtan hans Brace Willis úr fyrstu Die Hard myndinni. Það kemur á óvart hvað buxuraar era stórar. En þó margt forvitni- legt hangi uppi á veggjum staðar- ins og maturinn sé góð- ur og vel úti lát- inn að hætti Bandaríkja- manna slær þjónustan á salern- inu öllu við. Þar þarf maður ekk- ert að snerta nema kannski lás- inn á hurðinni. Með ráð undir rifi hverju „Hér er sápan þín, frú,“ seg- ir dökkeyg þjónustustúlkan ákveð- inni röddu og augljóst er að eng- inn kemst upp með að þvo sér ekk i um hendumar. Svo rétt- ir hún manni þurrkur að þvottin- um loknum. Hún á líka ráð við illa hirtri hár greiðslu því meðfram speglun- um standa alls kyns krakk- ur og brúsar með geli og hár- lakki. Úrvalið af ilmvötn- um er enn meira og þar á með- al Chanel No. 5 sem Marilyn Mon- roe notaði. Planet Hollywood er stað- ur sem hægt er að mæla með, ekki síst fyrir skítugan ferða- mann með sorgarrönd und- ir hverri nögl. Ef svo ber und- ir gefst honum tæki- færi til að líta út eins og kvik- myndastjaraa þegar hann yfirgef- ur staðinn svo makalaus er þjón- usta dömunnar á salern- inu. Því miður þurfti ferðafélag- inn ekki að bregða sér á karlakló- settið og fer því ekki sög- um af þeirri deild hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.