Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 B 5
HANDKNATTLEIKUR
Sex efstu á HM 1997 boðið á mót í Egyptalandi
Adeins Island á
eftiraðstað-
festa þátttöku
Egyptar, sem töpuðu fyrir ís-
lendingum í leik um fimmta
sætið í Heimsmeistarakeppninni í
handknattleik í Kumamoto í Japan
á liðnu vori, gangast fyrir sex
þjóða móti í júli nk. og var hug-
myndin að sex efstu liðin á HM í
Japan mættu til leiks. Ungveijar
þáðu ekki boðið en Þjóðveijum var
þá boðið í staðinn og hafa þeir
staðfest þátttöku. Það hafa Rúss-
ar, Svíar og Frakkar auk gestgjaf-
anna einnig gert og er því aðeins
beðið eftir að Handknattleikssam-
band íslands svari boðinu.
„Þetta verður hörkumót og
Egyptar hafa lagt hart að okkur
að staðfesta þátttöku," sagði Þor-
björn Jensson, landsliðsþjálfari
íslands, eftir að fjögurra þjóða
mótinu lauk í Svíþjóð um helgina.
„Ég legg mikla áherslu á að við
förum til Egyptalands því við
fáum sjaldan svona tækifæri -
að taka þátt í svona sterku móti.“
Reynir aö fá Norðmenn
Eftir mótið í Svíþjóð fór Þor-
björn til Noregs. Þar ætlar hann
að kynna sér þjálfun Gunnars
Gunnarssonar hjá Drammen og sjá
leiki í norsku deildinni, sjá aðferð-
imar hjá Kristjáni Halldórssyni,
þjálfara kvennaliðsins í Larvík, auk
þess að fylgjast með Lotto-keppn-
inni en þar verða Egyptar, sem
hafa verið í æfingabúðum og á
keppnisferðalagi í Evrópu síðan
17. desember, einnig með. Þor-
bjöm sagðist ætla að ræða betur
við Egypta varðandi hugsanlega
hlutdeild þeirra í ferðakostnaði ís-
lenska liðsins til Egyptalands í júlí
en eins þyrfti að fá fjórða lið á
mót á íslandi í mars. „Egyptar
hafa staðfest þátttöku og við verð-
um með tvö lið en síðan koma
nokkur til greina," sagði Þorbjöm.
„Ég ætla að byija á því að ræða
við Norðmenn og sjá hvort þeir
vilja koma.“
Eftir leikinn við Túnis bauð
þjálfari Túnismanna Þorbirni að
koma með íslenska liðið til Túnis
og nefndi lok mars í því sam-
bandi. „Ég vil þetta lið en ekki
sterkasta lið íslands," sagði hann
við íslenska landsliðsþjálfarann.
Þorbjörn bað um fleiri möguleika
varðandi dagsetningar og spurði
einnig hvort Túnismenn tækju
þátt í ferðakostnaði eða gætu út-
vegað hagstæð fargjöld. Vel var
tekið í hugmyndir þjálfarans sem
bað um að fá allar upplýsingar
sendar skriflega á næstunni.
TENNIS
H SKÍÐI
agnar sigurmarki sínu gegn Everton á Goodlson Park.
Inter stöðvaði
Inter varð fyrst liða til að sigra Juvent-
us í ítölsku deildinni á líðandi tíma-
bili, vann 1:0 í Mílanó í fyrrakvöld, og
er með fjögurra stiga forystu á toppnum
með 33 stig.
Juve átti fyrri hálfleik í frábærri viður-
eign en Frakkinn Youri Djorkaeff skor-
aði eftir undirbúning Ronaldos þegar
tvær mínútur voru liðnar af seinni hálf-
leik og þar við sat. Inter lauk leiknum
með 10 mönnum eftir að franska miðju-
manninum Benoit Cauet var vikið af
velli.
„Þúsund ástæður gera það að verkum
að sigurinn er mjög mikilvægur," sagði
Massimo Moratti, forseti Inter. „Við átt-
um í vök að veijast í fyrri hálfleik en
Ronaldo breytti því eftir hlé. Sending
hans sem gaf markið var virði gullbolt-
ans.“
Þýski miðheijinn Oliver Bierhoff gerði
tvö mörk á sjö mínútum í seinni hálfleik
og tryggði Udinese 2:1 sigur á Roma.
Hann hefur gert 11 mörk í deildinni á
tímabilinu fyrir „spútniklið“ deildarinnar
en þetta var sjötti sigur gestanna í liðn-
um sjö leikjum og er liðið í 3. sæti með
29 stig. „Þetta hefði ekki getað farið
betur,“ sagði Alberto Zaccheroni þjálf-
ari. „Við eigum skilið stöðu okkar í deild-
inni og höfum sýnt að við getum sigrað
bestu lið deildarinnar."
Bierhoff skoraði í byijun seinni hálf-
leiks eftir sendingu frá Paolo Paggi og
þaggaði niður í heimamönnum skömmu
síðar. „Bierhoff hefur sýnt í þijú ár að
hann er frábær leikmaður sem önnur
félög hafa vanmetið," sagði Zaccheroni.
Abel Balbo minnkaði muninn úr víta-
spymu eftir klukkutíma leik en þótt
gestirnir væru einum færri undir lokin
eftir að danski varnarmaðurinn Thomas
Helveg fékk rauða spjaldið héldu þeir
fengnum hlut.
Parma gerði 1:1 jafntefli við Lazio og
er í fjórða sæti. Króatinn Alen Boksic
skoraði fyrir gestina snemma leiks en
Enrico Chiesa jafnaði fyrir Parma úr
vítaspyrnu 10 mínútum eftir hlé.
Gabriel Batistuta gerði 100. mark sitt
á ferlinum í deildinni en það nægði Fior-
entina aðeins til að gera 1:1 jafntefli við
Sampdoria. Gestirnir mótmæltu marki
Batistutas, sögðu að hann hefði skorað
með hendi. Giancarlo Antognoni, fram-
kvæmdastjóri Fiorentina, lét það ekki á
sig fá. „Batistuta hefur sýnt að hann
getur skorað með öllum líkamshlutum,"
sagði hann en Argentínumaðurinn hefur
alls gert 144 mörk í mótum á Ítalíu.
Vincenzo Montella jafnaði 12 mínútum
fyrir leikslok.
AC Milan þokast upp töfluna eftir
verstu byijun frá millistríðsárunum en
liðið vann 2:1 í Napólí og er komið í
Evrópusæti. Brasilíumaðurinn Leonardo
gerði fyrra mark gestanna snemma í
seinni hálfleik og Maurizio Ganz bætti
öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok
- fyrsta mark hans fyrir liðið - en
Claudio Bellucci svaraði að bragði fyrir
heimamenn.
Roberto Baggio gerði bæði mörk Bo-
logna í 2:1 sigri á Brescia - sigurmark-
ið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu eftir
að samheiji hans, Giancarlo Marrochi
hafði gert sjálfsmark 10 mínútum áður.
Piacenza náði 2:2 jafntefli við Atal-
anta á útivelli og gerðu liðin sitt markið
hvort á síðustu mínútu. Vamarmaðurinn
Vierchowod, 38 ára og elsti maður deild-
arinnar, átti lokaorðið fyrir gestina.
Borg fór fram á
peninga fyrir
að keppa fyrir
Svíþjóð
Ein af stórfréttunum í sænskum
fjölmiðlum í gærmorgun, var
að tenniskappinn Björn Borg hefði
neitað að keppa fyr-
ir hönd Svíþjóðar í
Grétari Þór Davies-bikarkeppn-
Eyþórssyni inni 1978 og 1979
i Svíþjóð nema að fá pen-
ingagreiðslur fyrir.
Þetta mun koma fram í þriggja
þátta heimildarmynd um Borg, en
fyrsti þátturinn var sýndur í sjón-
varpi í gærkvöldi.
Sænska tennissambandið varð
að greiða Borg 220 þús. dollara á
áðurnefndum árum til að hann
keppti fyrir hönd Svíþjóðar. Það
hefur hingað til þótt heiður að
keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Davi-
es-bikarkeppninni og hefur t.d.
Stefan Edberg ekki tekið krónu
fyrir að leika í landsliði Svía í
keppninni.
Það er Peter Wallenberg, einn
af ríkustu mönnum Svía, sem leys-
ir frá skjóðunni, en hann var for-
maður sænska tennissambandsins
á þessum árum og segir hann í
viðtali að honum hafi fundist pen-
ingagreiðslurnar sem Borg fékk
gífurlega miklar í þá daga. Þegar
eins ríkur maður og Wallenberg
talar um miklar greiðslur, þá er
verið að tala um mikla peninga.
Að undanförnu hefur ýmislegt
bitastætt úr heimildarmyndinni
verið að leka út í blöðin, þannig
að Svíar biðu spenntir þegar fyrsti
þátturinn var sýndur í gærkvöldi.
Björn Borg neitaði að taka þátt í
myndaflokknum sjálfur, hafnaði
viðtölum - vildi þar með ekki
leggja blessun sína yfir mynda-
flokkinn.
Fréttin um að Borg hefði neitað
að keppa fyrir Svíþjóð nema að
fá peninga, hefur vakið reiði al-
mennings í Svíþjóð. Viðtalið við
Wallenberg verður í öðrum þætti,
þegar fjallað verður um peningana
í kringum Björn Borg sem er gjald-
þrota.
Sænskur
varnarleik-
maður
tilKA
KA-liðið I knattspyrnu hefur
fengið til liðs við sænsks leik-
manninn Patrick Feltendahl.
Hann er 23 ára varnarleikmað-
ur, sem lék með sænska úrvals-
deildarliðinu Vesterás.
Reuter
YLVA Nowen
Nowen fékk
sigur í af-
mælisgjöf
SÆNSKA stúlkan Ylva Nowen
hélt áfram sigurgöngunni í svigi
heimsbikarsins í .Bormio á Ítalíu í
gær. Hún vann þar fjórða svigmót-.
ið í röð og hélt upp á 28 ára afmæl-
isdaginn í leiðinni. Hún hafði ekki
unnið heimsbikarmót fyrir þetta
keppnistímabil en hefur nú heldur
betur slegið í gegn. Hilda Gerg frá
Þýskalandi varð önnur og Spela
Pretnar, Slóveníu, þriðja.
„Þegar ég sá að (Urska) Hrovat
var með sama millitíma og ég hélt
ég að hún myndi sigra. Það næsta
sem ég sá var að hún var úr leik,“
sagði Nowen en þær voru jafnar
eftir fyrri umferð með besta tim-
ann. „Aðstæður voru frábærar, sér-
staklega í fyrri umferðinni og ég' •
nýtti mér það.“
Katja Seizinger, sem varð i 13.
sæti í gær, er efst í heildarstiga-
keppninni með 931 stig. Hilda Gerg
kemur næst með 754 stig og Now-
en í þriðja með 633 stig, en hún
er lang efst í keppninni um svigbik-
arinn.