Morgunblaðið - 07.01.1998, Blaðsíða 4
Kirby ruddist 120 stikur
og skoraði tvö snertimörk
Reuters
STEVE Young, varnarmaður San Fransisco, sendir knöttinn
fram völlinn f sigurleik liðsins á Minnesota Vikings í seinni
leiknum á laugardag, 38-22.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Gary Speed og
Andy Hinch-
cliffe frá Everton
ÁTTA liða úrslitin í NFL-deildinni
sýndu enn einu sinni að þegar svo
langt er liðið á keppnistímabilið
eru það vamir liðanna sem fleyta
þeim áfram í næstu umferð. Að-
eins sókn San Francisco 49ers
komst á skrið í leikjum helgarinn-
ar, en varnir Denver Broncos,
Pittsburgh Steelers og Green Bay
Packers gerðu gæfumuninn í leikj-
um þeirra.
Flestir sérfræðingar höfðu spáð
heimaliðunum fjórum sigrum í
leikjum helgarinnar. I Ameríkudeild
lék Pittsburgh gegn
Gunnar New England og
Valgeirsson Kansas City gegn
Francisco gegn
Minnesota og Green Bay gegn
Tampa Bay.
Pittsburg kláraði sitt dæmi í
fyrsta leiknum á laugardag með
sigri gegn New England Patriots, 7-
6. Leikstjórnandi Pittsburgh, Kor-
dell Stewart, skoraði snertimark í
fyrsta leikhluta (7-0) og þrátt fyrir
að liðið næði ekki að skora meira í
leiknum, nægðu þessi stig liðinu.
New England skoraði tvö vallar-
mörk í hvorum hálfleik og staðan
var orðin 7-6, en liðið gat ekki skor-
að í lokin þrátt fyrir tækifæri vegna
frábærs leiks vamar Pittsburgh.
San Fransisco fór síðan létt með
Minnesota Vikings í seinni leiknum
á laugardag, 38-22. Wiliam Floyd
skoraði snertimark í fyrsta leikhluta
fyrir San Francisco, en Cris Carter
jafnaði leikinn strax fyrir gestina í
næstu sókn eftir 60 stiku (jarda)
kast frá Randall Cunningham. Leik-
menn 49ers létu það lítið á sig fá og
héldu áfram að skora. Liðið náði 28-
7 forystu fljótlega í seinni hálfleik og
eftirleikurinn var auðveldur. San
Francisco hefur leikið undanfamar
tvær vikur án Garrison Hearts,
besta ruðningsmanns síns, en vara-
maður hans, Terry Kirby, átti stór-
leik og það gerði gæfumuninn fyrir
liðið. Hann ruddist alls 120 stikur og
skoraði tvö snertimörk.
„Eg veit að það lítur út á pappírn-
um sem ég hafi átt góðan leik í dag,
en það var allt sóknarlínunni að
þakka,“ sagði Kirby eftir leikinn.
Þess má geta að þetta var ellefti sig-
ur 49ers í röð á heimavelli, sem er
liðsmet.
Á sunnudag bættu meistarar
Green Bay Packers þriðja heima-
sigrinum við, 21-7 gegn Tampa Bay
Buccaneers í „flóabardaganum".
Packers komst í 13-0 í fyrri hálfleik
og þrátt fyrir geysilega baráttu
gestanna í seinni hálfleik tókst þeim
ekki að ógna sigri meistaranna.
Lykillinn að sigri Packers var að lið-
ið hafði vald á leiknum í seinni hálf-
leik með góðum ruðningsleik í sókn
og öflugum vamarleik sem stöðvaði
ruðningsleik Tampa Bay. Dorsey
Levens skoraði snertimarkið fyrir
Green Bay í seinni hálfleik sem inn-
siglaði sigurinn. Hann ruddist alls
112 stikur og var tvímælalaust mað-
ur leiksins. Þetta var 27. heimasigur
Green Bay í röð, sem einnig er liðs-
met.
„Það tók okkur tíma að komast í
gang í leiknum eftir tveggja vikna
hvíld, en ég held að við verðum til-
búnir gegn San Francisco um næstu
helgi,“ sagði Mike Holmgren, þjálf-
ari Green Bay, eftir leikinn.
Síðasti leikur helgarinnar var sá
sem flestir biðu eftir enda eru
Kansas City og Denver mikir erkifj-
endur. Denver náði 7-0 forystu í
hálfleik, en Kansas City jafnaði og
náði síðan 10-7 forystu í þriðja leik-
hluta. Denver náði forystunni aftur
14-10 eftir annað snertimark
Terrells Davis í fjórða leikhluta.
Heimaliðið fékk tvö tækifæri á
lokamínútunum til að vinna leikinn,
en sókn liðsins rann út í sandinn,
mestmegnis vegna klúðurs með leik-
hlé. Liðið hafði notað öll leikhlé sín
þegar tvær mínútur voru eftir og
það sást í lokasókn liðsins sem end-
aði undir mikill tímapressu. Davis
var maður leiksins fyrir Denver,
hann skoraði bæði snertimörk liðs-
ins og ruddist 101 stiku.
I undanúrslitum (úrslitum hvorr-
ar deildar fyrir sig) leikur Pitts-
burgh heima gegn Denver og San
Francisco heima gegn Green Bay.
Pittsburgh vann Denver nýverið
heima 35-24, en Denver hefur leikið
mjög vel síðan. Meistarar Green
Bay hafa slegið San Francisco út í
úrslitakeppninni undanfarin tvö ár
og reynsla liðsins gæti gert
gæfumuninn í leik liðanna. Mjög
erfítt er að spá fyrir um úrslit í þess-
um leikjum. Sigurlaunin eru sæti í
úrslitaleiknum (Super Bowl), svo
mikið verður í húfi.
að er nokkuð ljóst að Everton
hefur hug á að selja tvo af bestu
leikmönnum sínum - Gary Speed,
fyrirliða landsliðs Wales, og varnar-
manninn sterka Andy Hinchcliffe.
Everton fær rúmlega milljarð ísl.
króna fyrir leikmennina. Tottenham
og Arsenal vilja fá Hinchcliffe, en
Sheffield Wed. Speed.
„Ég hef ekki óskað eftir sölu, en
ég skil vel forráðamenn liðsins, sem
þurfa á peningum að halda til að
kaupa fleiri leikmenn til Goodison,“
sagði Hinchcliffe, sem skrifaði undir
fjöguíra ára samning við Everton
fyrir aðeins sex mánuðum. Hann
hefur rætt við forráðamenn Totten-
ham, sem eru tilbúnir að borga 360
millj. ísl. króna fyrir hann.
í gær bárust þær fréttir frá Hig-
hbury, að Arsene Wenger, knatt-
spymustjóri Arsenal, vildi fá kapp-
ann til sín. Ef Hinchcliffe fer til Ar-
senal verður það í annað sinn á
stuttum tíma sem Wenger fær til
sín leikmann sem ætlaði til Totten-
ham. Hann fékk Frakkann
Emmanuel Petit til Arsenal, eftir að
Garry Francis, knattspyrnustjóri
Tottenham, hafði rætt við hann.
Christian Gross, knattspymu-
stjóri Tottenham, var bjartsýnn í
gær og sagði að hann reiknaði með
að Hinchcliffe skrifaði undir samn-
ing fyrir leik liðsins gegn Manchest-
er United á laugardaginn, þannig að
hann geti leikið með.
Ron Atkinson, knattspyrnustjóri
Sheff. Wed., hefur sótt fast að fá
Speed til sín og er líklegt að hann
skrifi undir samning við liðið fyrir
helgi.
FOLK
■ OSSIE Ardiles, fýmum leik-
maður og knattspymustjóri Totten-
ham, sem er þjálfari japanska liðs-
ins Shimizu S-Pulse, segist hafa
mikinn áhuga að fá Jiirgen Klins-
mann, fyrirliða þýska landsliðsins,
til liðs við sig næsta keppnistímabil.
Klinsmann leikur nú með Totten-
ham.
■ ARDILES segir að peningar séu
engin fyrirstaða. „Ég hef mikinn
áhuga fyrir Klinsmann, sem er mik-
ill persónuleiki," sagði Ardiles.
■ LEEDS hefur ákveðið að selja
franska leikmanninn Pierre Laun-
rent á ný til franska liðsins Bastia á
500 þús. pund. Leeds keypti hann í
mars sl. á 250 þús. pund. Launrent
var fyrsti leikmaðurinn sem knatt-
spymustjórinn George Graham
keypti til Leeds, eftir að hann tók
við liðinu.
■ ALAN Shearer, miðherji
Newcastle, mætti á ný á æfingu hjá
liðinu á mánudaginn - vonar að
hann geti byrjað að leika með á ný í
lok janúar eða í byrjun febrúar.
Shearer meiddist á ökkla í æfinga-
leik í ágúst.
■ GARETH Southgate, fyrirliði
Aston Villa, verður frá keppni í
tvær vikur, þar sem hann meiddist
á ökkla í bikarleik gegn
Portsmouth, 2:2. Hann mun missa
af deildarleik gegn Leicester, bikar-
leik gegn Portsmouth og jafnvel
deildarleik gegn Blacburn.
■ JOE Royle, fyrrum knatt-
spymustjóri Everton, mun gefa
Norður-Irum svar í dag, hvort hann
sé tilbúinn að taka við landsliðs-
þjálfarastarfi Norður-írlands.
■ DION Dublin, miðherji
Coventry, er eftirsóttur þessa dag-
ana. Martin O’Neill, knattspymu-
stjóri Leicester, vill fá hann til sín
og einnig Roy Evans hjá Liverpool,
sem er tilbúinn að borga 3,2 millj.
punda fyrir hann.
■ EVANS sér Dublin fyrir sér
sem nýjan John Toshack, sterkan í
loftinu við hliðina á Robbie Fowler
eða Michael Owen. Það hefur eng-
inn gleymt samvinnu Toshack og
Kevin Keegan á Anfield Road á ár-
um áður.
■ BRYAN Robson, knattspymu-
stjóri Middlesbrough, hefur einnig
áhuga á Dublin og er tilbúinn að
greiða fimm millj. punda fyrir hann.
■ FRANSKI markvörðurinn
Bernard Lama sagði í gær að hann
væri líklega á fömm frá West Ham,
eftir stutta dvöl. Hann var lánaður
til West Ham um jólin frá París St.
Germain.
■ LAMA hefur ekki komist í lið
West Ham og telur hann að hann
eigi litla möguleika á að komast í
landsliðshóp Frakka fyrir HM, sem
varamarkvörður í London. Lama er
líklega á föram til franska liðsins
Rannes.
■ ATLETICO Madrid hefur mik-
inn hug á að fá þýska landsliðs-
manninn Dietmar Hamann til liðs
við sig, sem er leikmaður með Ba-
yern Miinchen. Liðið er tilbúið að
borga 480 millj. ísl. kr. fyrir Ha-
mann, sem er 24 ára miðvallarspil-
ari.
■ SEAN Dundee, miðherji Karls-
ruhe, sem skoraði 17 mörk fyrir lið-
ið sl. keppnistímabil, vill breyta til
og leika með nýju liði. „Það yrði
best fyrir mig að fara ný,“ sagði
Dundee, sem hefur aðeins skorað
tvö mörk í vetur.
■ STEVE Coppel, knattspyrnu-
stjóri Crystal Palace, tilkynnti ísra-
elsmanninum Itzik Zohar í gær, að
honum væri frjálst að fara frá lið-
inu, sem mun ekki taka greiðslu fyr-
ir hann. Zohar var keyptur til
Paiace frá beigíska liðinu
Antwerpen sl. sumar á 1,2 miiy.
punda.