Morgunblaðið - 07.01.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1998, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 C 3 ÚRSLIT SKÍÐI ÍÞRÓTTIR Knattspyrna England Deildabikarinn, 8-liðaúrslit: Reading - Middlesbrough........0:1 - Hignett (89.). 13.072. WestHam - Arsenal..............1:2 Abou (75.) - Wright (25.), Overmas (52.). 24.770. Ítalía Bikarkeppni, fyrri leikur í 8-liða úrslitum: Lazio - ÁS Ronia....................4:1 Alen Boksic (2.), Vladimir Jugovic (32. - vítasp.), Roberto Mancini (58.), Diego Fuser (74.) - Abel Balbo (38. - vítasp.). Rautt spjald: Balbo, Roma (76.). 60.000. • Á morgun leika Fiorentina - Juventus og Parma - Atalanta. Á fimmtudaginn leika AC Milan - Inter. Spánn Bikarkeppnin 3. umferð, síðari umferð: Compostela - Alaves (II)..........2:2 ■ Alaves vann samanlagt 3:2. Erakkland Deildabikarinn, 2. umferð: Paris St Germain - Lyon...........1:0 Skíði Heimsbikarinn Hinterglemm, Austurríki: Stórsvig karla: 1. Hermann Maier (Austurr.)......2:37.96 (1:19.94/1:18.02) 2. Alberto Tomba (Ítalíu)........2:40.40 (1:21.48/1:18.92) 3. Rainer Salzgeber (Austurr.)...2:40.65 (1:20.56/1:20.09) 4. Hans Knauss (Austurr.)........2:40.89 (1:21.12/1:19.77) 5. Steve Locher (Sviss)..........2:40.98 (1:21.15/1:19.83) Staðan í stórsviginu: 1. Maier.............................400 2. Von Grúnigen......................340 3. Mayer.............................299 4. Eberharter........................256 5. Knauss............................245 Heildarstigakeppnin: 1. HermannMaier(Austurr.)............819 2. Stefan Eberharter (Austurr.)......508 3. Michael Von Gruenigen (Sviss).....456 4. Andreas Schifferer (Austurr.).....446 5. Kjetil Andre Ámodt (Noregi).......371 Bormio, Ítalíu: Stórsvig kvenna: 1. Deborah Compagnoni (Ítalíu).2:20.38 (1:11.56/1:08.82) 2. Martina Ertl (Þýskal.)........2:21.02 (1:11.83/1:09.19) 3. Alexandra Meissnitzer (Aust.) ....2:21.96 (1:12.14/1:09.82) 4. Katja Seizinger (Þýskal.).....2:22.57 (1:12.69/1:09.88) 5. Anita Wachter (Austurr.)......2:22.63 (1:12.03/1:10.60) Staðan í stórsviginu: 1. Deborah Compagnoni (Ital(u).......400 2. Alexandra Meissnitzer (Austurr.)..236 3. Martina Ertl (Þýskal.)............221 4. Andrine Flemmen (Noregi)..........164 5. Sonja Nef (Sviss).................148 Heildarstigakeppnin: 1. Seizinger.........................981 2. Gerg..............................770 3. Compagnoni........................685 4. Nowen.............................633 5. Ertl..............................615 Skíðastökk Bischofshofen, Austurríki: Fjögurra palla keppnin: Lokakeppnin (120 m pallur): 1. Sven Hannawald (Þýskal.).....247.6 (124.0/123.0) 2. Hansjörg Jaekle (Þýskal.)....235.2 (119.5/122.0) 3. Janne Ahonen (Finni.)........232.7 (118.0/121.0) Lokastaðan i fjögurra palla keppninni: 1. Funaki......................944.0 2. Hannawald...................912.8 3. Ahonen......................907.0 Staðan í heimsbikarkeppninni: 1. Harada........................629 2. Thoma.........................582 3. Soininen......................533 Körfuknattleikur NBA-deildin New York - Washington...... Toronto - Houston.......... Orlando - San Antonio...... Portland - Milwaukee....... Íshokkí NHL-deildin Carolina - Ottawa.......... New Jersey - Dallas........ ■ Eftir framlengingu. Chicago - Calgary.......... Vancouver - Los Angeles.... 106:113 ..96:120 ....69:74 ....92:98 .4:1 .3:4 .1:1 .3:2 íkvöld Handknattleikur 1. deild kvenna Kaplakriki: FH - Fram.........20 Strandgata: Haukar - Grótta-KR....20 Víkin: Víkingur-Valur.........20 Vestm. ÍBV - Stjarnan..........20 ■ 12. umferð 1. deildar karla sem fara átti fram í kvöld verður 28. jan- úar. 8-Iiða úrslit bikarkeppni karla Fylkishöll: Fylkir-HK.......20 Körfuknattleikur 1. deild kvenna Hagaskóli: KR-ÍS............20 Evrópubikarmót í Kranjska Gora Kristinn í fjórða sæti Kristinn Björnsson, skíða- kappi frá Ólafsfirði, keppti í Evrópubikarmóti í svigi í Kranjska Gora í Slóveníu í gær. Hann hafnaði í fjórða sæti og náði besta brautartímanum í síð- ari umferð. Þetta er þriðji besti árangur hans frá upphafi. Það er aðeins annað sætið í heimsbik- arnum í Park City sem stendur upp úr og síðan þriðja sætið í Evrópubikarmótinu í Obereggen í Austurríki í desember. Fyrir mótið í gær fékk hann 40 Evr- ópubikarstig og hefur hann því 100 Evrópubikarstig eftir þrjú svigmót og er með efstu mönnum í stigakeppninni í svigi. Sigurvegari í mótinu í gær var Frakkinn Richard Gravier, sem var í 47. sæti á heimslistanum í svigi fyrir tímabilið, en þá var Kristinn í 53. sæti. Slóveninn Andrej Miklavc, sem varð fímmti í svigi heimsbikarsins á sama stað á sunnudaginn og er í 14. sæti á heimslistanum, var annar og Benjamin Raich frá Austur- ríki þriðji, en hann er heims- meistari unglinga bæði í svigi og stórsvigi og sigraði í mótinu í Obereggen þar sem Kristinn varð þriðji í desember. Finninn Mika Marila varð fimmti. Kristinn var með fjórða besta tímann eftir fyrri umferð, en þá var Miklavc með besta tímann. Fjórir fyrstu keppendurnir voru mjög jafnir og munaði aðeins 70/100 úr sekúndu á Kristni og Frakkanum Gravier, sem sigr- aði. Marila var síðan 80/100 á eftir Kristni. Arnór Gunnarsson frá ísafirði og Haukur Arnórsson úr Ára- manni kepptu einnig á mótinu í gær en fóru báðir út úr í fyrri umferð. Keppendur voru 90 og margir þeirra hafa verið að keppa í heimsbikarnum. Næsta mót Kristins verður annað kvöld en þá keppir hann í heimsbikar- mótinu i svigi sem fram fer í Schladming í Austurríki. Compagnoni ósigr- andi í meira en ár Reuter Hefur sigrað níu sinnum í röð í stórsvigi sem er hennar sérgrein af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi, vegna þess að hér hefur mér aldr- ei tekist að sigra og í öðru lagi vegna þess að mér gekk mjög illa í sviginu hér í gær [mánudag],“ sagði Compagnoni, sem síðasttap- aði stórsvigskeppni 3. janúar á síðasta ári - var þá önnur á eftir löndu sinni, Sabinu Panzanini. Compagnoni hafði 0,27 sek. í forskot á næsta keppanda, Mart- inu Ertl, eftir fyrri umferðina. „Ég keyrði af 90 prósent styrk í fyrri umferðinni og gerði nokkur mi- stök. Ég vissi því að ég gat gert betur í síðari umferðinni. Mér gekk betur, en urðu á mistök en ég fann að ég fór hraðar,“ sagði stórsvigsmeistarinn. Martina Ertl frá Þýskalandi varð önnur og komst þar með í fyrsta sinn á verðlaunapall í heimsbikarmóti á Ítalíu eftir sjö ára keppnisferil. „Ég hef trú á því að ég geti meira og kannski kem- ur að því að ég nái að vinna hana í vetur,“ sagði Ertl. Austurríska stúlkan Alexandra Meissnitzer, sem hefur tvívegis verið önnur á eftir Compagnoni í vetur, var þriðja. „Ég held að Compagnoni sé ósigrandi um þessar mundir. Hún þarf að gera meiriháttar mistök til að við getum unnið hana,“ sagði Meissnitzer. Katja Seizinger frá Þýskalandi náði fjórða sæti og heidur enn efsta sætinu í samanlagðri stiga- keppni. Sænska stúlkan Ylva Nowen, sem hefur slegið svo eftir- minnilega í gegn í sviginu í vetur, keyrði út úr í fyrri umferð. DEBORAH Compagnoni frá Ítalíu hefur haft ótrúlega yfirburði í sérgrein sinni, stórsvigi. I gær sigraði hún í níunda stórsvigsmótinu f röð. Basile Boli verð- ur að hætta MIÐVÖRÐURINN Basile Boli, sem lék 45 landsleiki fyrir Frakkland, hefur neyðst til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Fyrir tveimur árum lenti hann í samstuði við eigin markmann í Evrópuleik Mónakó og Leeds og hefur nánast verið með höfuðverk síðan. Eftir að hafa leikið með Mónakó fór Boli til Urawa Reds í Japan 1996 en höfuðverkurinn gerði honum lífið leitt. »Ég hef verið með höfuðverk á hverj- um degi. Þegar ég vakna á morgnana er eins og ég hafi verið þakinn blýi.“ Boli, sem er 31 árs, hóf ferilinn hjá Auxerre. Þaðan lá leiðin til Marseille þar sem hann gerði garðinn frægan en hann gerði m.a. sigurmarkið með skalla í leik liðsins og AC Milan í Evr- ópukeppni meistaraliða 1993. Eftir að hafa fagnað tveimur frönskum meist- aratitlum með liðinu fór hann til Ran- gers og varð Skotlandsmeistari 1995. Maier í sérflokki ÍÞRÖmR FOLX ■ SVISSNESKI landsliðsmaður- inn í handknattleik, Marc Baum- gartner, mun gerast leikmaður með Winterthur í Sviss næsta keppnis- tímabil. Hann hefur undanfarin ár leikið með þýska liðinu Lemgo. ■ MICHELLE de Bruin sund- kona frá írlandi sem áður bar eftir- nafnið Smith og sló eftirminnilega í gegn á Ólympíuleikunum í Atl- anta 1996 keppir ekki á_ heims- meistaramótinu í Pert í Ástralíu sem hefst á fimmtudaginn. ■ DE Bruin segist ekki vera í nægilega góðri æfíngu til þess að taka þátt í HM. Nú hafí hún sett stefnuna á að vera í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum í Sydn- ey eftir hálft þriðja ár. ■ ALÞJÓÐA sundsambandið hef- ur ákveðið að draga til baka þátt- tökutilkynningu liðsstjóra þýska landsliðsins á HM. Liðsstjórinn heitir Winfried Leopold og þjálf- aði á árum áður sundfólk gamla Austur-Þýskalands. í gögnum sem fram hafa komið í Þýskalandi er fullyrt að Leopold hafi tekið þátt í að gefa sundmönnum ólögleg lyf í A-Þýskalandi. Hefur hann ját- að og vill Alþjóða sundsambandið ekki sjá hann á vettvangi í Perth. ■ ÞYSKA sundsambandið hefur ákaft mótmælt ákvörðun þessari í máli Leopolds en harla ólíklegt er talið að henni verði breytt. ■ FANNEY Rúnarsdóttir og fé- lagar hennar í norska úrvalsdeild- arliðinu Tertnes unnu sinni fyrsta leik eftir langt jólaleyfi, er keppni hófst um sl. helgi. Tertnes lagði Junkeren á útivelli 29:26. Fanney lék í markinu og fékk ágæta dóma í Verdens Gang. Með sigrinum komst Tertnes upp í 5. sæti deildarinnar, er með 12 stig eftir 10 leiki.__ ■ ESLÖV liðið sem Helga Torfa- dóttir og Svava Sigurðardóttir leika með í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik tapaði um helgina 29:22 á heimavelli fyrir Savsjö. Eslöw er í 8. sæti en Savsjö er í því þriðja. Italska skíðadrottningin Deborah Compagnoni vann heimsbikar- mót í stórsvigi í Bormio á ítah'u í gær. Hún hefur nú verið ósigrandi í sérgrein sinni níu mót í röð eða í meira en heilt ár. Hún hafði aldr- ei áður náð að sigra í Bormio, en heimabær hennar, Santa Caterina, er þar skammt frá. „Það er alltaf stórkostlegt að sigra en þessi sigur er sérstakur Arnór keppir í heimsbik- arnum ÍSFIRÐINGURINN Arnór Gunnarsson keppir í svigi heimsbikarsins í Schlad- ming I Austurríki annað kvöld. Kristinn Björnsson verður að sjálfsögðu einnig á meðal keppenda þar. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar eiga tvo kepp- endur í heimsbikarnum. Reglurnar eru þær að hver þjóð má senda einn kepp- anda án tillits til stöðu á heimslista, en þar sem Kristinn er meðal fjörutíu efstu í heimsbikarnum fær ísland auka sæti. Kristinn, Arnór og Haukur Arnórsson úr Ár- manni munu allir keppa á tveimur Evrópubikarmót- um í svigi í Donnersbach- wald í Austurríki á föstu- dag og laugardag. Austurríski skíðakappinn Her- mann Maier hafði mikla yfírburði í stórsvigi heimsbikarsins sem fram fór í Hinterglemm í Austurríki í gær. Hann var rúmum tveimur sekúndum á undan Alberto Tomba sem varð annar. Þetta var íjórði sigur Maiers í vetur. Þetta var fyrsta heimsbikarmótið sem fram fer í Austurríki í vetur og það kom ekki á óvart að heimamenn næðu að stela senunni eins og þeir hafa gert í 11 af 15 mótum á tímabil- inu. „Það er góð tilfinning að standa á hærra þrepi en Tomba á verðlauna- pallinum. En ég tel þó að Tomba verði erfiður við að eiga á Ólympíu- leikunum í Nagano," sagði hinn 25 ára gamli sigurvegari sem hefur enn aukið forskot sitt í efsta sæti stiga- keppninnar. Árangur hans í vetur hefur verið glæsilegur, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þetta er aðeins annað tímabilið sem hann keppir í heimsbikarnum. „Það er allt- af ánægjulegt að vinna á heimavelli.“ Tomba getur verið sáttur við annað sætið því hann hafði rásnúmer 19 og komst því ekki í fyrsta ráshóp. Hann var með níunda besta tímann eftir fyrri umferð og náði síðan í silfrið og er það besti árangur hans í vetur. Þessi árangur þýðir að hann er í 16. sæti á heimsbikarlistanum í svigi og ætti því að vera nokkuð öruggur með að vera í fyrsta ráshóp (15 bestu) í Naganó því níu Austurríkismenn eru fyrir framan hann og þeir mega að- eins senda fjóra í svigið á ÓL. Heima- maðurinn Rainer Salzgeber varð þriðji. „Það er frábært að vera kominn aftur á verðlaunapall í stórsviginu eftir svo langan tíma,“ sagði Tomba. „Það verður erfítt að vinna Maier í Nagano. Hann er fullur sjálfstrausts og getur tekið alla þá hættu sem hann þarf. Hann hefur frábæra tækni í stórsviginu. Hann minnir mig á sjálf- an mig þegar ég var upp á mitt besta þegar ég var ungur,“ sagði Tomba. Heimsbikarhafinn í stórsvigi, Svisslendingurinn Michael Von Grúnigen, náði sér ekki á strik og náði ekki á meðal þrjátíu bestu eftir fyrri umferð og fékk því ekki að fara síðari umferðina. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Afreksskrám verður ekki breytt Alþjóða fijálsíþróttasamband- ið, IAAF, ætlar ekki að breyta afreksskrám sínum þrátt fyrir að skjöl sem komið hafa fram í dagsljósið sýni að austur-þýskir íþróttamenn hafí notað ólögleg lyf á skipulegan hátt til þess að bæta árangur sinn og til að vinna til verðlauna á stórmótum. Mörg heims- og Evrópumet sem sett voru af fijálsíþróttamönnum Austur-Þjóðveija á áttunda og níunda áratugnum, einkum í kvennaflokki, voru sett af íþrótta- mönnum sem árum saman voru aldir á ólöglegum lyfjum og í mörgum tilfellum frá unglings- aldri. Langflest þessara meta standa enn þann dag í dag og flestir telja ekki miklar líkur á að þau verði slegin á næstu árum. Sem dæmi má nefna heimsmet Maritu Koch í 400 m hlaupi, 47,60, sem sett var í Canberra 1985 og engin kona í dag gerir sér vonir um að slá nema þá með því að hafa rangt við. Breskir íþróttamenn, með Sharron Davies sundkonu og Rog- er Black, silfurhafa í 400 m hlaupi í síðustu Ólympíuleikum í broddi fýlkingar, hafa barist fyrir því í nokkurn tíma að árangur sund- manna og fijálsíþróttamanna Austur-Þýskalands verði strikað- ur út úr afreksskrám og verð- launapeningar sem þeir unnu sér inn á stórmótum verði af þeim teknir. Við þessari kröfu ætla for- ráðamenn Alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins ekki að verða en forkólfar Alþjóða sundsambands- ins hafa enn ekki sagt hvaða pól þeir hyggist taka í hæðina. í tilkynningu sem IAAF sendi frá sér í vikunni segir að reglurn- ar væru skýrar og samkvæmt þeim væri ómögulegt að strika út árangur austur-þýskra íþrótta- manna þrátt fyrir að nú væri í ljós komið að þeir hefðu í mörgum tilfellum haft rangt við. „Áfrýjun- artíminn er sex ár. Að honum loknum er ekkert hægt að gera,“ sagði Georgio Reineri talsmaður IAAF. „Nú er það orðið um seinan og við höfum ekki í hyggju að breyta þeim reglum sem við vinn- um eftir. Þeim verður í fyrsta lagi hægt að breyta eftir rúmt ár á næsta þingi IAAF.“ Ekki er talið líklegt að Alþjóða Ólympíusambandið breyti sínum skrám yfír úrslit á Ólympíuleikun- um 1976, 1980 og 1988 og striki Austur-Þjóðveija út af þeim. Al- mennt er talið að það sé ekki gerlegt þar sem einnig megi setja spurningarmerki við afrek margra Vestur-Evrópubúa og Bandaríkja- manna á þessum árum þótt ekk- ert hafi sannast um lyfjaneyslu hjá þeim. Hins vegar segir árang- ur þeirra, líkt og Austur-Þjóð- veija, meira en mörg orð. KNATTSPYRNA Vrtaspyma Hartsons West Ham dýrkeypt ARSEIMAL og „bikarliðið" Middlesbrough tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninn- ar, Arsenal með því að leggja West Ham 2:1 og Middlesbro- ugh með naumum 1:0 sigri á Reading. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitum deildarbik- arsins verða í kvöld og þá mætast annars vegar Liver- pool og Newcastle og hins vegar Ipswich og Chelsea. Arsenal var í raun heppið að komast áfram því þó liðið léki betur en West Ham voru það heimamenn sem fengu hættulegri færi. Fyrst fengu þeir ódýra víta- spyrnu sem John Hartson, fyrrum leikmaður Arsenal, tók og Seaman gerði sér lítið fyrir og varði slaka spyrnu sóknarmannsins skæða. Þetta hleypti fjöri í leik Arsenal sem sótti stíft og skoraði um miðj- an hálfleikinn. Eftir snaggaralega sókn þeirra Ian Wrights og Denn- is Bergkamps skoraði sá fyrr- nefndi og snemma í síðari hálfleik bætti Marc Overmars við marki eftir hræðileg mistök varnar- manna West Ham. Frakkinn Samassi Abou minnk- aði muninn fyrir heimaliðið er 20 mínútur voru til leiksloka og var þetta fyrsta mark kappans fyrir West Ham. „Okkur tókst að halda fengnum hlut,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal, eftir sigurinn. Það var enginn glæsibragur yfir leik Middlesbrough er liðið lagði Reading 1:0 í hinum leiknum í gærkvöldi. Craig Hignett gerði eina mark leiksins á 89. mínútu. Middlesbrough er því komið í und- anúrslit en Iiðið lék í fyrra til úr- slita við Leicester og þurti tvo leiki til áður en Leicester hampaði bik- arnum. Leikmenn Middlesbrough léku einnig til úrslita í bikarkeppn- inni í fyrra og féllu auk þess um deild. Reuters IAN Wright og Dennis Bergkamp höfðu ástæðu til að fagna þegar Wright kom Arsenal yfir í leik liðsins við West Ham. McCoist meiddist á hné ALLY McCoist, sóknarmaður Glasgow Rangers og skoska landsliðsins, meiddist á hné í gær og verður frá keppni í tvo mánuði. McCoist, sem er 35 ára gamall, hafði vonast eftir að komast í skoska landsiiðið á HM í sumar en líkurnar minnka verulega við þetta. Rangers var tilbúið að lána hann til Englands og var ætl- unin að hann færi þangað í vikunni, en það er allt breytt. En læknar Rangers standa í ströngu þessa dagana því hinn 21 árs gamli Chilebúi, Sebastian Rozental, meiddist á mánudaginn og verður varla leikfær á þessari leiktíð. Rangers keypti hann fyrir ári, en drengurinn hefur að- eins leikið í 58 mínútur í treyju Rangers. Hann meiddist nefni- lega á hné fljótiega eftir að hann kom til Skotlands og var skorinn tvívegis, fyrst í Los Angeles og síðan í Santiago. Hugmyndin var að Rozental næði að leika með Rangers síðar í þessum mánuði en nú hefur félagið óskað eftir að læknirinn sem skar hann upp komi til Skotlands og skoði drenginn. Sex Islend- ingar á EM unglinga í Finnlandi ^, EVRÓPUKEPPNI unglinga- landsliða í badminton hefst í Helsinki í Finnlandi í dag og lýkur um helgina. ísland er í riðli með Austurríki og Spáni og mætir keppinautunum á morguu. Milliriðlar fara fram á föstudag og laugardag en , úrslit á sunnudag. í íslenska liðinu eru Katrín Atladóttir, Sara Jónsdóttir, Ragna Ingólfsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Helgi Jóhannes- son og Magnús Ingi Helgason. Keppnin er fyrir unglinga 19 ára og yngri en þó íslensku keppendurnir séu á aldrinum 15 til 17 ára eigaþeir allgóða möguleika á sigri í riðlinum, að sögn Péturs H(jálmtýsson- ar, framkvæmdastjóra Bad- mintonsambandsins. Liðið hefur æft stíft undanfarnar vikur undir handleiðslu Brodda Kristjánssonar lands- liðsþjálfara. ■ JÓHANN Birnir Guðmunds- son knattspymumaður úr Keflavík , er þessa dagana í Tyrklandi þar J sem hann er í æfingabúðum með belgíska félaginu Genk, sama liði og Þórður Guðjónsson leikur með. Belgíska félagið hefur hug á að fá Jóhann til liðs við sig og bauð hon- um því til Tyrklands til að sjá hann í leik. Jóhann kemur heim 12. jan- úar og þá mun skýrast hvort Kefl- víkingar og forráðamenn Ghenk hafi náð samkomulagi. ■ LARVIK lið sem Kristján Hall- dórsson þjálfar í norsku úrvals- deildinni vann í gær 10. sigur sinn í vetur er liðið lagði Sjetne 32:12 á heimavelli. Larvik er taplaust. . ■ JOSE Luis Nunez, forseti og ' eigandi Barcelona, sagði á mánu- daginn að búið væri að gera heiðurs- : mannasamkomulag við Ottmar Hitzfeld, fyrmm þjálfara Dort- mund, um að hann komi til starfa hjá liðinu 1. júlí sem tæknilegur ráðgjafi. Tæki hann við starfi Bobby Robsons. ■ HITZFELD sagði í gær að það væri ekki rétt. „Ég er enn starfs- maður hjá Dortmund." Hitzfeld sagði starfí sínu lausu sem þjálfari Dortmund, eftir að liðið varð Evrópumeistari í fyrra og gerð- ist tæknilegur ráðgjafí liðsins. ■ PETER Reid, knattspymustjóri Sunderland, var útnefndur „stjóri" desember í 1. deild. Sunderland hefur leikið fimmtán leiki í röð án taps. __ ■ RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Viorel Moldovan, sem Coventry keypti á dögunum frá Grasshopper á 3,3 millj. punda, hefur fengið at- vinnuleyfí í Englandi og mun leika með liðinu gegn Chelsea á laukar- daginn. ■ SÆNSKI Iandsliðsmaðurinn, Tomas Brolin, sem Leeds keypti ' á 4,5 millj. um árið, byijaði að æfa með Crystal Palace á mánudaginn. Steve Coppel, knattspymustjóri liðsins ætlar að gefa Brolin tvær vikur til að sýna hvað hann getur., ■ ÁSTRALSKI landsliðsmaðurinn Ned Zelic, sem hefur leikið með franska liðinu Auxerre, er á leið- inni til þýska liðsins 1860 Miinchen. ■ ZELIC þekkir vel til knattspym- unnar í Þýskalandi, þar sem hann hefur leikið áður með Dortmund og Frankfurt. {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.