Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
1998
■ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR
BLAD
Jate c
blomi
Veysonnoi
Veysoniraz %
Reuters
KNATTSPYRNA
Fyrsta mark
Hauks Inga
Haukur Ingi Guðnason, knatt-
spyrnumaður úr Keflavík,
sem gekk til liðs við Liverpool um
áramótin, skoraði fyrsta mark
sitt fyrir félagið á fimmtudaginn.
Haukur Ingi lék þá með varaliði
Liverpool sem mætti varaliði ná-
granna sinna í Everton. Leiknum
lauk með 1:1 jafntefli og kom
Haukur Ingi Liverpool í 1:0 með
marki sínu.
„Þetta var ágætt mark; ég
skoraði meira að segja með
skalla," sagði Haukur Ingi í sam-
tali við Morgunblaðið. „Við feng-
um hornspyrnu og ég átti að vera
hjá markmanninum. Hornspyrn-
an var tekinn stutt að stönginni
nær, ég hljóp á móti boltanum,
stökk upp og skallaði yfir mark-
manninn og í hornið fjær, þannig
að þetta var ágætt mark,“ sagði
Haukur Ingi sem sagðist kunna
mjög vel við sig hjá Liverpool.
„Norski“ íslend-
ingurinn á pall
KRISTINN Björnsson varð í öðru sæti á heimsbikarmóti í svigi í Sviss á
sunnudaginn. Þetta er í annað skipti í vetur sem hann afrekar þetta; Ólafs-
firðingurinn varð einnig í öðru sæti á fyrsta svigmóti vetrarins í Park City í
Bandaríkjunum í haust. Annað sæti gefur 80 stig, Kristinn hefur því 160
stig og er í sjötta sæti í svigkeppni heimsbikarkeppninnar.
Norska blaðið Verdens Gang segir þannig frá afreki Ki'istins í gær að
„norski" íslendingurinn Kristinn Björnsson hafí unnið til verðlauna á
heimsbikarmóti öðru sinni í vetur, en hann býr sem kunnugt er í Lil-
lehammer þó hann æfi reyndar með landsliði Finna. „Nú gæti hann orðið
fyrsti Islendingurinn til að vinna til verðlauna á Vetrarólympíuleikum," seg-
ir í Verdens Gang. Kristinn er til vinstri á verðlaunapallinum (nr. 29) á
myndinni hér fyrir ofan ásamt Thomas Stangassinger, Austurríki (4), sem
sigraði, og Japanum Kiminobu Kimura (6) sem varð í þriðja sæti.
■ Brautin hentaði niér vel / B2
SIGURÐUR OG LÆRISVEINAR STÖÐVUÐU FRAM / B5
VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN
17.01.1998
VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN
14.01.1998
Á ÍSLANDI:
2.581.885
Lottómiðinn með 1.
vinningi sl. laugardag
var seldur í Söluturn-
inum Allra best í
Stigahlíð 45 í Reykjavík
Lottómiðarnir með
bónusvinningunum voru
keyptir í Hagkaupum í
Skeifunni, Svarta
svaninum við Rauðarár-
stíg í Reykjavík og hjá
KEA við Hrísalund á
Akureyri.
SÍMAR:
UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511
GRÆNT NÚMER: 800-6511
TEXTAVARP: 451 OG 453
AÐALTOLUR
1 BÓNUSTÖLUR I o ©
l! Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
il 1 . 6 016 0 92.870.000
1 n 5 af 6 + bónus 0 1.243.655
11 3. 3 136.580
1 4. 4 af6 263 2.470
1 r 3 af 6 || bónus 581 480
; jSamtals: 847 95.451.885
H Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
i 1.5 af 5 1 2.025.010
iF* 100.870
| 3.40,5 52 9.370
JJ 4. 3af5 1.869 600
\ Samtals: 1.925 3.936.260