Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjórtándi sigur
Stjörnunnar
Stefan
Stefansson
skrifar
STJÖRNUSTÚLKUR, sem tróna
á toppi 1. deildar kvenna,
slógu hvergi af þegar þær
heimsóttu Gróttu/KR-stúlkur á
laugardaginn og unnu með tíu
mörkum, 33:23, í hröðum og
skemmtilegum leik. Stjörnu-
stúlkur hafa fagnað sigri í
fjórtán leikjum í röð. „Við
keyrðum upp hraðann, lékum
góða vörn og baráttan var mik-
il,“ sagði Inga Fríða Tryggva-
dóttir, sem átti góðan leik fyrir
lið sitt.
Garðbæingar hófu leik af krafti
en Gróttu/KR-stúlkur leyfðu
þeim samt ekki að stinga sig af þó
að markamunurinn
væri alltaf þrjú til
fímm mörk. Hrað-
inn var mikill og
varnarleiknum oft
lítið sinnt, enda voru skoruð 30
mörk á jafnmörgum mínútum. En á
fyrstu mínútum síðari hálfleiks
skildi leiðir þegar Lijana Sadzon í
marki Stjörnunnar nánast skellti í
lás og á næstu 20 mínútum tókst
Gróttu/KR aðeins að skora 3 mörk
á móti 11 gesta sinna. Það bil var
ekki hægt að brúa.
„Þær voru einfaldlega miklu
betri og okkur vantar alveg sjálfs-
traustið sem við höfðum í haust. Nú
verðum við að setjast niður, fínna
hvar við fórum út af sporinu og
koma okkur þangað aftur,“ sagði
Andrés Gunnlaugsson, þjálfari
Gróttu/KR, eftir leikinn. Anna
Steinsen og Harpa Ingólfsdóttir
voru atkvæðamestar hjá liðinu.
Þáttur Lijönu Sadzon markvarð-
ar gerði útslagið í sigrinum. Ragn-
heiður Stephensen og Herdís Sig-
urbergsdóttir áttu góðán leik.eins
og Inga Fríða á línunni, sem vann
sér meðal annars inn fímm víta-
skot. Inga Björgvinsdóttir sýndi
enn á ný frábær tilþrif í langskot-
um.
Jafnt hjá Val og FH
„Það var súrt að sjá á eftir boltan-
um í stöngina,“ sagði Hafdís Hin-
riksdóttir úr FH eftir 16:16-jafn-
tefli gegn Val á Hlíðarenda, en skot
hennar í stöngina innanverða á síð-
ustu sekúndum leikins hefði tryggt
FH sigur. Valsstúlkur sýndu á sér
sparihliðarnar í byrjun og höfðu
12:6 í leikhléi en Hafnfírðingar
eyddu mestu púðri í innbyrðis rifr-
ildi. Eftir hlé tóku þær sig saman í
andlitinu, unnu upp forskotið og
höfðu möguleika á að hirða öll stig-
in í lokin.
Kristín í ham í Vfkinni
„Þetta var frekar erfitt en ég
fann mig mjög vel. Eg hef setið á
bekknum og vildi sanna mig og
vinna vel fyrir liðið,“ sagði Kristín
Guðmundsdóttir Víkingur eftir
mikinn spennuleik gegn Haukum í
Víkinni á sunnudaginn, sem lauk
með dramatískum endi og sigur-
marki Víkinga á síðustu sekúndu
leiksins. Kristín átti stærstan þátt í
22:21 sigrinum. Haukar hafa ekki
sótt gull í greipar Víkingsstúlkna -
fengið eitt stig úr þremur leikjum.
Eftir þrjú mörk Hauka á innan
við þremur mínútum fór um stuðn-
ingsmenn Víkinga en þegar stúlk-
urnar þeii-ra jöfnuðu, 4:4, léttist á
þeim brúnin. Þá var Kristín sett
inná og hún setti strax mark sitt á
leikinn með hverju þrumumarkinu
á fætur öðru, sem skilaði forystu.
Eftir hlé varð ljóst að stöðva átti
Kristínu með öllum ráðum og
Harpa Melsteð fékk væga meðferð
hjá dómurum leiksins þegar hún
stökk ítrekað á hana með olnbog-
ann í undan sér. Það dugði og með
mikilli þolinmæði jöfnuðu Hafnfírð-
ingar um miðjan síðari hálfleik en
Heiða Erlingsdóttir, sem hafði ekki
skorað þrátt fyrir sjö skot, skoraði
sigurmarkið.
Víkingsstúlkur léku sterkan
varnarleik og markvarsla Kristínar
Maríu Guðjónsdóttir var góð, þá
var sóknarleikurinn snarpur. Krist-
ín, Kristín María og Halla M.
Helgadóttir voru góðar og Stein-
unn Þorsteinsdóttir í vörninni.
Haukastúlkur voru allan leikinn
að elta Víkinga en Auður Her-
mannsdóttir, Guðný Agla Jónsdótt-
ir markvörður, Judit Esztergal og
Hulda Bjarnadóttir voru bestar.
„Við áttum á brattann að sækja en
sýndum karakter í lokin þótt það
hafí ekki dugað til,“ sagði Magnús
Teitsson, þjálfari Haukastúlkna.
Morgunblaðið/Kristinn
EINAR Gunnar Sigurðsson tekur hér hressilega á móti Litháanum Robertas Panzuolis í leik Aftureld-
ingar og IBV á sunnudaginn.
Rafmögnuð
spenna á Varmá
Eyjamenn komu grimmir til leiks
á
ÍBV sótti á sunnudaginn Aftureldingu heim í 13. umferð 1. deild-
ar karla í handknattleik, en aðeins er rúm vika síðan þessi lið
mættust í í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar og þá höfðu Eyja-
menn betur. Á sunnudaginn snerist dæmið hins vegar við og eft-
ir hörkuspennandi og bráðskemmtiiegan leik voru það heima-
menn sem fögnuðu sigri, 25:23. Afturelding trónir þar með enn
á toppi deildarinnar með 20 stig en Eyjamenn sitja hins vegar í
9. sæti með 11 stig.
sínum og lék Skúli Gunnsteinsson
fyrir framan vörnina 1 því skyni að
trufla gestina í sóknarlotum þeirra.
Skúli hafði einkum góðar gætur á
Litháanum Robertas Panzuolis,
sem leikið hafði vel í fyrri hálfleik,
og við það riðlaðist sóknarleikur
gestanna þó nokkuð. Heimamenn
söxuðu jafnt og þétt á forskot ÍBV
og þegar 15 mínútur voru til
leiksloka tókst þeim loks að jafna
metin, 19:19.
Á lokamínútum leiksins var loftið
í íþróttahúsinu á Varmá hlaðið raf-
magnaðri spennu og þegar skammt
Sigurgeir
Guðlaugsson
skrífar
á Varmá og greinilegt var að
þeir höfðu fullan hug á að endur-
taka leikinn frá því í
bikarkeppninni
helgina áður. Með
Zoltán Belányi í
broddi fylkingar og
Sigmar Þröst Óskarsson sem klett í
markinu léku Eyjamenn af miklum
krafti og gengu til búningsher-
bergja í hálfleik með fimm marka
forvstu, 15:10.
I síðari hálfleik gripu Mosfelling-
ar til þess ráðs að breyta varnarleik
Duranona með níu mörk
ÍSLENDINGALIÐIN Eisenach og
Bayer Dormagen mættust í þýska
handboltanum um helgina. Ro-
bert Julian Duranona og félagar
lians í Eisenach höfðu betur,
23:21, og var Duranona marka-
hæstur með níu mörk. Héðinn
Gilsson var markahæstur í liði
Dormagen með 5 mörk og Róbert
Sighvatsson gerði fjögur mörk.
Wuppertal mátti sætta sig við
tveggja marka tap á útivelli gegn
Nettelstedt, 23:21. Ólafur Stef-
ánsson og Dimitri Filippow gerðu
þrjú mörk fyrir Wuppertal og
Geir Sveinsson tvö. Spánverjinn
Duishebaew var hins vegar
markahæstur í liði Nettelstedt,
með 7 mörk.
Patrekur Jóhannesson og fé-
lagar (Essen sóttu ekki gull í
greipar Lemgo og töpuðu á útí-
velli með 13 marka mun, 32:19.
Patrekur gerði tvö mörk en Alex-
andr Tutschkin var markahæstur
með 8 mörk. Marosi var marka-
hæstur í liði Leingo með 11 mörk
og Marc Baumgartner gerði
fimm.
Alfreð Gíslason og lærisveinar
hans í Hameln töpðu fyrir
Wallau-Massenheim á útivelli,
28:21. Niederwiirzbach tapaði
fyrir Gummersbach, 22:19, á úti-
velli. Konráð Olavson var ekki á
meðal markaskorara. Magdeburg
vann Minden 24:22 og efsta lið
deildarinnar, Kiel, burstaði Flens-
burg-Handewitt 28:21.
var til leiksloka var staðan þannig
að hvort lið hafði skorað 23 mörk.
Gunnar Andrésson, fyrirliði Aftur-
eldingar, var þá rekinn af leikvelli í
tvær mínútur og fengu gestimir
kjörið tækifæri til þess að taka for-
ystuna en Sebastian Alexandersson,
sem lék mjög vel í marki heima-
manna í síðari hálfleik, gerði sér lít-
ið fyrir og varði frá Erlingi Ric-
hardssyni. Afturelding brunaði
fram en hinum megin varði Sigmar
Þröstur Óskarsson í tvígang og aft-
ur fengu Eyjamenn tækifæri.
Þeir misstu hins vegar boltann
eftir heldur ótímabært skot frá
Panzuolis og eftir laglega sókn Aft-
ureldingar kom Einar Einarsson
heimamönnum síðan yfir þegar að-
eins þrjátíu sekúndur voru til
leiksloka. Eyjamenn misstu svo
knöttinn á ný í næstu sókn og það
var loks Skúli Gunnsteinsson, leik-
maður og þjálfari Aftureldingar,
sem gulltryggði sigur Mosfellinga á
síðustu sekúndu leiksins.
„Við spiluðum illa í tveimur
íyrstu leikjunum á þessu ári og í
fyrri hálfleik í kvöld [á sunnudags-
kvöld] leit allt út fyrir að við mynd-
um halda áfram á sömu braut. Við
náðum hins vegar að rífa okkur upp
í síðari hálfleik, breyttum varnar-
leiknum og gengum svo á lagið þeg-
ar sóknarleikur þeirra riðlaðist,"
sagði Einar Einarsson, sem skoraði
hið mikilvæga mark heimamanna í
stöðunni 23:23.
„Ég var ekki búinn að leika vel í
þessum leik og fannst ég því skulda
strákunum eitt mark. Það kom á
hárréttum tíma, en sigurinn hefði
svo sem getað lent hvorum megin
sem var,“ bætti Einar við.
Baráttusig-
ur FH-inga
FH-ingar kræktu sér á laugardag-
inn i tvö mikilvæg stig í toppbar-
áttunni í 1. deild karla í handknatt-
leik þegar þeir sigi'-
Sigurgeir uðu IR-inga í Breið-
Guðlaugsson holtinu, 24:22. Leik-
skrifar urinn var spennandi
og skemmtilegur á
að horfa, en þrátt fyrir þó nokkra
hörku tókst báðum liðum oft á tíðum
að sýna falleg tilþrif.
FH-ingar voru sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik og voru IR-ingar þá
einkum í því hlutverki að elta gest-
ina og reyna að koma í veg fyrir að
forskot þeiira yrði of mikið.
í hálfleik var staðan 12:9 FH-ing-
um í vil og á upphafsmínútum síðari
hálfleiks var þróunin svo svipuð og
hún hafði verið í fýrri hálfleik - FH-
ingar voru ávallt skrefi á undan en
ÍR-ingar gáfust hins vegar ekki upp
og voru aldrei langt á eftir. Þegar
rúmar tólf mínútur voru síðan til
leiksloka gerðist það atvik að Matth-
ías Matthíasson, þjálfari ÍR, fékk að
líta rauða spjaldið iyrir að ganga inn
á leikvöllinn þegar hann taldi að
FH-ingar hefðu beðið um leikhlé.
Þetta virtist hleypa illu blóði í
heimamenn og skömmu síðar tóku
þeir ágætan sprett og jöfnuðu met-
in, 18:18.
FH-ingar voru hins vegar ekki á
þeim buxunum að gefa forskotið eft-
ir og þar sem heimamönnum tókst
ekki að láta kné fylgja kviði voru
það Hafnfirðingar sem fögnuðu dýr-
mætum stigum í leikslok.
„Það fór e.t.v. heldur mikil orka í
það að elta FH-ingana og þegar
okkur svo loksins tókst að jafna
metin í síðari hálfleik þá náðum við
ekki að fylgja því eftir,“ sagði
Matthías Matthíasson, þjálfari IR-
inga.
Bestir FH-inga voru þeir Knútur
Sigurðsson og Valur Arnarsson, en
einnig reyndist Lárus Long mikil-
vægur á lokamínútunum. Hjá ÍR lék
Ólafur Sigurjópsson mjög vel, en
þeir Jóhann Ásgeirsson og Hall-
grímur Jónasson í markinu áttu
einnig góða spretti.