Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 1
................. ..... BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Rúnar frá í tvo mánuði Rúnar Kristinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, var skorinn upp í nára í fyrradag og er gert ráð fyrir að hann verði frá keppni í tvo mánuði. Hann verður því ekki með landsliðinu á sex þjóða mótinu á Kýpur í næstu viku eins og til stóð og spilar ekki með Lilleström á Spáni í vikuferð norska liðsins þangað um miðjan febrúar en vonar að hann geti verið með í fyrsta leik norsku 1. deildar keppninnar annan í páskum þeg- ar Lilleström tekur á móti Kongsvinger. „Eg hef lengi verið slæmur í náranum hægra megin og kom- inn var tími til að opna og hreinsa," sagði Rúnar við Morg- unblaðið í gærkvöldi. „Þetta var lítil aðgerð og ég get byrjað í endurhæfingu um helgina en spila væntanlega ekki næstu tvo mánuðina." Lilleström fór í 10 daga æf- ingaferð til Suður-Aftíku á mánudag og er Heiðar Helguson með í för. „Hann er duglegur og góður strákur og þjálfarinn er ánægður með hann,“ sagði Rún- ar um samherja sinn, sem lék með Þrótti í Reykjavík á liðnu tímabih. „Fjórir miðherjar berj- ast um tvær stöður en Heiðar fær sín tækifæri.“ Morgunblaðið/Þorkell Stórsigur Eyjamanna HEIL umferð fór fram í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Óvæntustu úrslitin voru í Mos- fellsbæ þegar Víkingar unnu efsta lið deildarinnar, Aftureld- ingu. Á myndinni hér fyrir ofan skorar Haraldur Hannesson eitt af þremur mörkum sinum fyrir ÍBV í stórsigri á Haukum. Bjarni Frostason, markvörður Hauka, kemur engum vörnum við þrátt fyrir góða tilburði. ■ Leikirnir / B4-B5 KNATTSPYRNA: HNIGNUN HJÁ SKOTUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.