Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Reuters HOLLENDINGURINN Marc Overmars skorar hjá Cheisea f gærkvöldi en hann fór á kostum þegar Arsenal vann, 2:1, gerði fyrra markið og lagði hitt upp. Arsenal sigraði í „Hollendingaslag“ ítalir sigruðu mótheija íslands w Italía vann Slóvakíu 3:0 í vináttu- landsleik á Sikiley í gærkvöldi en Islendingar mæta einmitt Slóvök- um á sex þjóða móti á Kýpur í næstu viku. ítölum hefur gengið erfiðlega að skora í undanfórnum leikjum - gerðu markalaus jafntefli við Ge- orgíu og England, 1:1 jafntefli við Rússland og unnu Rússland 1:0 í aukaleik um sæti á HM - en eftir að Fabrizio Ravanelli, leikmaður Marseille, braut ísinn skömmu eftir hlé var þungu fargi af þeim létt. Alessandro Del Piero hjá Juventus bætti öðru marki við eftir mistök hjá varnarmanninum Milan Timko fimm mínútum síðar og Roberto Di Matteo hjá Chelsea innsiglaði sig- urinn efth- liðlega klukkutíma leik. Kantmaðurinn Francesco Moriero hjá Inter og miðjumaðurinn Luigi Di Biagio hjá Roma voru nýliðar hjá Itölum og stóðu sig vel. Heimamenn áttu í erfiðleikum í fyrri hálfleik. Slóvakar léku vel og Alexander Vencel, sem er hjá Strasbourg, stóð sig ágætlega í markinu. „Frammistaða minna manna var mjög góð sem og úrslit- in á móti sterku liði Slóvaka," sagði Cesare Maldini, landsliðsþjálfari Ítalíu. Sigur í vígsluleik Zinedine Zidane, leikstjórnandi Juventus, tryggði Frakklandi 1:0 sigur á Spáni í vígsluleik á nýja þjóðarleikvanginum í París. Andoni Zubizarreta hélt ekki boltanum eft- ir skot frá Youri Djorkaeff á 20. mínútu, boltinn fór í slá en Zidane fylgdi vel á eftir og skoraði. Síðasta stundarfjórðunginn fengu heima- menn nokkur góð tækifæri til að bæta við en einbeitingin var ekki í lagi. Til gamans má geta þess að heimsmeistararnir 1982, 1986 og 1990 töpuðu allir fyrir Frökkum á undirbúningstímabilinu fyrir HM. Sigríður og Theo- dóra bættu sig í svigi SIGRÍÐUR Þorláksdóttir, sklðakona frá ísafirði, hafnaði í öðru sæti á alþjóðlegu svig- móti (fis-móti) í St. Laun- breght í Austurríki f gær. Hún hlaut 34 styrkleikastig (fis- stig) og er það besti árangur liennar til þessa. Hún átti áður best 48 stig. Theodóra Matliiesen úr KR var í fimmta sæti í sama móti. Hún fékk 42 fís-stig fyrir ár- angur sinn en átti áður best 53 stig. Sigurvegari í mótinu var Barbara Knorr frá Austurríki. Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri, sem er í ólympíuliði Islands eins og Sigríður og Theodóra, keppti ekki í Aust- urrfld. Hún er við æfíngar i Noregi. Sigurður M. Sigurðsson úr Ármanni keppti í stórsvigi á sama stað og stúlkurnar og hafnaði í 12. sæti. Hann fékk 57 stig sem er besti árangur hans hingað til. Hann átti áður best 75 stig. Marc Overmars fór á kostum þegar Arsenal vann Chelsea, 2:1, í fyrri leik liðanna í undanúr- slitum ensku deildabikai’keppninn- ar í gærkvöldi. Hollendingurinn gerði fyrra mark heimamanna um miðjan fyrri hálfleik á Highbury og lagði upp seinna markið sem Steven Hughes gerði í byrjun seinni hálfleiks. En gestirnir gáfust ekki upp og varamaðurinn Mark Hughes skoraði með skalla 20 mínútum fyrir leikslok. „Við sluppum fyrir horn og getum því hlakkað til seinni leiksins," sagði Ruud Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea. „Okkur vantaði kjölfest- una og því neyddist ég til að leika með í vörninni," bætti hann við en Dennis Wise, íýi'irliði liðsins, lék ekki með vegna meiðsla. Arsenal hafði mikla yfirburði, einkum í fyrri hálfleik, og fékk tækifæri til að auka muninn eftir hlé. Dennis Bergkamp skallaði bolt- ann í slá eftir stundarfjórðungs leik, en landi hans var öryggið uppmálað Bandaríkin hafa sett stefnuna á 22 verðlaunasæti á Vetrar- ólympíuleikunum í Nagano í Jap- an. „Við gerum ráð fyrir átta til 22 verðlaunasætum," sagði Robert Condron, talsmaður bandarísku ólympíunefndarinnar. „Við yrðum óánægð með átta en ef allt gengur upp gætu þau orðið 22. Þegar á heildina er litið er þetta sennilega sterkasta lið sem við höfum átt á Vetrarólympíuleikum." Bandarík- in unnu til þrettán verðlauna í skömmu síðar. Ruud Gullit náði ekki að skalla boltann frá eftir send- ingu Emmanuels Petits fram völl- inn heldur rétt sneiddi’ann, Overmars skaust innfyrir og skor- aði í fýrstu snertingu með vinstri framhjá Ed De Goey, enn einum Hollendingnum í viðui'eigninni. Að- ur en Hughes gerði annað markið fór Overmai's í gegnum vöm Chel- sea eftir gott þríhyrningsspil við Nicolas Anelka, gaf fýrir markið við endamörk vinstra megin og Hughes hamraði boltann í netið með vinstri. Bergkamp vai' nálægt því að bæta þriðja markinu við en De Goey varði af snilld, gestimir snem vöm í sókn, Gianfranco Zola gaf fyrir markið frá hægri og Hughes átti ekki í vandræðum með að skora. Arsene Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, var ánægður með forystuna fyrir seinni leikinn. „4:1 eða jafnvel 5:1 hefði gefið réttari mynd af leiknum en ég vona að við þurfum ekki að iðrast eftir seinni leikinn," sagði hann. „Þetta var Lillehammer fyrir fjóram árum og hafa aldrei verið eins sigursæl á vetrarleikum. ,jVllt er samkvæmt áætlun," sagði Condron. Hann bætti við að bandaríska íþróttafólkið væri á hátindinum á réttum tíma og nefndi skautadrottninguna Michelle Kwan sérstaklega í því sambandi. Hún varð heimsmeist- ari 1996 og fékk hæstu mögulegu einkunn á bandaríska úrtökumót- inu fyrr í mánuðinum, varð á und- mjög góður leikur og við sköpuðum okkur mörg marktækifæri. Þeir skoraðu eftir mistök hjá okkur en í heildina var ég ánægður með fram- göngu minna manna.“ Overmars gerði fimmta mark sitt í liðnum fimm leikjum og Wen- ger hrósaði Hollendingnum. „Marc hefur verið harðlega gagnrýndur síðan hann kom en hann hefur sýnt í hverjum leik að undanfórnu að hann er frábær leikmaður.“ Overmars var ekki síður ánægður. „Eg er mjög ánægður því mér hef- ur gengið vel undanfarna mánuði og sömu sögu er að segja af liðinu. Það þarf tíma til að átta sig á hlut- unum og læra nýtt leikskipulag, svona 10 leiki. Þetta vora góð úrslit þó að betra hefði verið að vinna 2:0 en ég vona að munurinn nægi.“ Veðbankar telja möguleika Ar- senal vera 13-8 á titlinum en Liver- pool, sem vann Middlesbrough 2:2 í fyrrakvöld, er spáð sigri í keppn- inni, 11-8. Líkumar á sigri Chelsea eru 4-1 en Middlesbrough 9-1. an Töru Lipinski, heimsmeistar- anum frá í fyrra, og Nicole Bobek, en þær koma til með að berjast um verðlaun í Nagano, að sögn Condrons. Hann sagði líka að gert væri ráð fyrir að bandarísku ís- hokkíliðin stæðu sig vel. Stúlkurn- ar væru í fyrsta sinn með á Vetr- arleikum en karlaliðið yrði í bar- áttu við Kanadamenn um gullið. „Þetta verður frábær keppni,“ sagði hann og áréttaði að banda- ríski hópurinn væri nánast skipað- ■ ANGHEL Iordanescu, landsliðs- þjálfari Rúmeníu í knattspyrnu, tekur við landsliði Grikklands eftir úrslitakeppni heimsmeistarakeppn- innar í sumar. ■ GARY Speed, fyrirliði Everton, fór fram á í gær að verða seldur frá félaginu. ■ RUFUS Brevitt hjá QPR var seldur til Fulham fyrir 350.000 pund, um 42 millj. kr. Hann er 10. leikmaðurinn sem Ray Wilkins kaupir. ■ WILKINS og Kevin Keegan, yf- imiaður knattspyrnumála hjá fé- laginu, hafa fengið nýjan starfs- mann, Peter Bonetti, og sér hann að sjálfsögðu um markmanns- þjálfunina. ■ BOB Houghton, aðstoðarknatt- spyrnustjóri Nottingham Forest og fyrrverandi þjálfari Malmö, hefur gert samning til fjöguma ára við Kínverja. Hann verður landsliðs- þjálfari og fær sem samsvarar 120 millj. kr. fyrir samninginn. ■ DAVID Elleray átti að dæma leik Arsenal og Chelsea í gærkvöldi en varð að hætta við vegna ökkla- meiðsla. Martin Bodenham tók stöðu hans á Highbury. ■ PATRICK Vieira á eftir tvö ár af samningi sínum við Arsenal en fé- lagið á forgangsrétt á að semja við hann í tvö ár til viðbótar. Franski landsliðsmaðurinn sagði fyrir vin- áttulandsleik Frakklands og Spán- ar í gærkvöldi að hann vildi ljúka ferlinum hjá Arsenal, vera hjá fé- laginu í a.m.k. fjögur ár í viðbótar og vinna til verðlauna. ■ VIEIRA var vikið af velli í leik Arsenal og Coventry fyi-ir skömmu og byrjar í tveggja leikja banni um helgina en stjórinn Arsene Wenger sektaði kappann fyi'ir framkomuna. ■ MARC Overmars á að fara með hollenska landsliðinu til Bandaríkj- anna 17. febráar en seinni leikur Arsenal og Chelsea í undanúrslit- um deildabikarkeppninnar verður daginn eftir. Arsene Wenger ætlar að reyna að fá Overmars lausan. ■ OVERMARS, sem er mikilvægur hlekkur í landsliði Hollands, sagði leitt að verkefnin rækjust á en um væri að ræða mikilvægan þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir HM. „Þetta er leiðinlegt en þetta verður í eina skiptið sem sterkasti lands- liðshópurinn kemur saman á tíma- bilinu," sagði hann um Bandaríkja- ferðina. Þar leika Hollendingar tvo leiki á 10 dögum. ■ DENNIS Bergkamp, samherji Overmars hjá Arsenal, er mjög flughræddur eins og oft hefur kom- ið fram og fer ekki með landsliðinu til Bandaríkjanna. ur sömu leikmönnum og sigruðu Kanadamenn í HM 1996. Condron sagði að Picabo Street væri helsta von Bandaríkjanna í alpagreinum, en hún fékk silfur í bruni 1994 og hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Bandaríkin hafa skráð 207 íþróttamenn til leiks en Condron sagði að endanlegur hópur skíða- manna lægi fyrir í byrjun febrúar og mætti gera ráð fyrir að 197 yrðu sendir á leikana. SKIÐI / VETRAROLYMPIULEIKARNIR Bandaríkin stefna á 22 verðlaunasæti í Nagano

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.