Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 2

Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ er systir efans Föstudagur hefur lengi verið talinn til fjár en ýmsir hafa illan bifur á þeim þrett- ánda. Þrettánda dag febrúarmánaðar ber einmitt upp á föstudaginn í dag. Því velti Helga Kristín Einarsdóttir vöngum yfír hugmyndum um hjátrú og þjóðtrú. SVIPMYNDIR Hvcriisgötu 18. sími 552 2690 Hefurðu prófað Engu lík... og góð fyrir alla iHínn fvmiaiu ít»RÓTTA SAPA. Útsölustaðir: Stórmarkaðir, apótek, heilsuvöruverslanir og íþróttamiðstöðvar um allt land. HJÁTRÚIN um föstudag- inn 13. er að líkindum ung og aðflutt segir Sím- on Jón Jóhannsson í bók sinni Sjö, níu, þrettán. Hér á landi hefur fostudagur lengi verið sagður til fjár og því líklegra en ekki að ótrúin á þeim degi sé komin annars staðar frá að hans mati. Margir nafnkunnir menn mannkynssög- unnar höfðu líka illan bifur á föstu- degi, svo sem Napóleon og Bis- marck. Aftur á móti hélt Winston Churchill því fram að föstudagar væru góðir dagar. „Ég er fæddur og skírður á fóstudegi, ég kvæntist og var aðlaður á föstudegi. Allt sem mestu máli skiptir hefur hent mig á fóstudegi,“ er haft eftir Churchill. Símon Jón bendir á að algengt sé að líta á fóstudaga sem óheilladaga í enskumælandi löndum, sonur guðs var krossfestur á þeim degi sem kunnugt er, og föstudagurinn langi því afar varasamur. Einkum beri að fara að öllu með gát ef föstudaginn ber upp á 13. dag mánaðar og telur hann að þar fari saman ótrú manna á tölunni 13 og nefndum degi. En hver er munurinn á hjátrú og þjóðtrú, hvaðan eru þær sprottnar, af hverju draga þær dám, og hví trúa menn því sem þeir trúa? I bók sinni notar Símon Jón hug- takið þjóðtrú yfir trú manna á tilvist vætta og dularfullra fyrirbæra sem brjóta í bága við ríkjandi trúar- brögð. Hjátrú gefur hann þrengri merkingu og flokkar sem hluta þjóðtrúar og segir að í henni felist fyrirboðar og athafnir til þess að hafa áhrif á framvindu hversdags- ins, til þess að forða óláni eða auka gæfu og gengi, nokkurs konar hversdagsgaldur. Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræð- ingur segir orðið hjátrú af sama toga og kredda og kerlingarbók, hindurvitni og bábilja. „Bókstaflega vísar hjátrú til þess sem er hjá, eða til hliðar við opinbera trú og er oft notað í niðrandi merkingu. Það svarar til orðanna superstitio á lat- ínu, superstition á ensku aber- glaube á þýsku og overtro á Norð- urlandamálum. Þjóðtrú er 19. aldar nýyrði myndað af þýska orðinu volksglaube sem einnig var fyrir- myndin að folktro í skandinavískum málum og folk belief á ensku,“ segir hann. Hann gerir ekki greinarmun á þjóðtrú og hjátrú og bendir á að orðin séu einungis misjafnlega vin- gjarnleg. „Hitt er svo aftur spurn- ing sem krefst svara hverju sinni, hvað maður á við með „trú“ í þessu samhengi og hvort fólk „trúir“ því sem það hefur að þjóðtrú. Ég lít svo á að trúin sé systir ef- ans og að hvorug þríf- ist án hinnar, það er að segja að þegar fólk notar trú í þessari merk- ingu, eigi það almennt við eitthvað sem það telur óvíst en hallast held- ur að, alls ekki óbifanlega þekk- ingu.“ Þjóðtrú ekki endilega þjóðleg Valdimar segir að þjóðtrú sé bæði gömul og ný, einstök, útbreidd, fjöl- þjóðleg og íslensk. „Þjóðtrú á sér ekki eina uppsprettu og yfirleitt er sögulegur uppruni hennar gleymd- ur og grafinn, þótt getgátur séu oft ýmsar. Fyrir kemur að hægt sé að rekja uppruna einstakra atriða, til að mynda þeirrar trúar að ekki megi kveikja í þremur sígarettum með einni og sömu eldspýtunni. Sú skýring fylgir og er kunn um Vest- urlönd og víðar að ræturnar megi rekja til skotgrafahernaðar í fyrri Atferlissinnar hafa þróað þó kenningu að hjá- trú sé svar fólks við óvissu heimsstyrjöld; að þegar eldspýtan barst að þriðja manni hafí hún verið búin að loga nógu lengi til þess að andstæðingnum gæfíst rúm til þess að taka mið með með vopnum sínum og skjóta þann þriðja. Á hinn bóg- inn hafa þjóðfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að í raun réttri hafí þessi trú ekki spurst út fyrr en á þriðja áratugnum og þá vegna auglýsingaherferðar eldspýtna- framleiðanda," segir hann. Þjóðtrú er ekki endilega þjóðleg að Valdimars sögn og mestur hluti þess sem við köllum þjóðtrú, ekkert einsdæmi á íslandi. „Meirihluti hennar finnst meðal fjölmargra þjóða, á hinn bóginn er ekkert eitt atriði þjóð- trúar kunnugt meðal allra þjóða," segir hann. Þjóðtrúin dregur samt sem áður dám af samfélagi og menningu á hverjum stað og stund bendir hann á. „Drjúgur hluti þess sem safnað var á síðustu öld á Islandi og við myndum kalla þjóð- trú eða hjátrú var veðurtrú og veð- urspár. Þessi mikli áhugi á veðri í þjóðtrúnni endurspeglar að sjálf- sögðu lífsbjörg og atvinnuhætti bændasamfélagsins þar sem harður vetur eða mildur þurrkur eða rign- ingartíð skildu á milli feigs og ófeigs.“ Og þjóðtrúin setur líka mark sitt á samfélagið. „Gott dæmi um það er trúin á töluna þrjá, sem liggur eins og rauður þráður í gegnum indó- evrópska og semíska menningu. Við segjum allt er þegar þrennt er og búumst við þriðja áfallinu lendum við í tveimur í röð. Ekki er nóg með að allt gerist þrisvar í þjóðsögum, þríeiningin er líka ein meginkenn- ing kristinnar kirkju. Fáninn er þrí- litur, umferðarljósin þrískipt, bruna er deilt í þrjú stig og það er engin tilviljun að sjálfu ríkisvaldinu er skipt í þrennt. Vesturlandabúar hafa í aldanna rás lært að hugsa í þrenndum. Amerískir indjánar hefðu aldrei hugsað sér þrískipt stjórnvald né deilt brunasárum í þrennt. í menningu indjána, trú, samfélagi og sögu er talan fjórir allsráðandi," segir hann. Svar við óvissu eða skortur á sjálfstrausti? Aðspurður af hverju menn trúa því sem þeir virðast tnia segir Valdimar ekki einhlítt svar við því, en að sálfræðingar hafi varpað fram ýmsum kenningum þar að lútandi. Hann nefnir B.F. Skinner og til- raunir hans með svörun dúfna við handahófskenndu áreiti. „Út frá þessari tilraun og fleirum viðlíka hafa atferlissinnar þróað þá kenn- ingu að hjátrú sé svar fólks við óvissu og viðleitni til þess að stjórna eigin lífi og örlögum við aðstæður sem ekki eru á þess valdi.“ Aðrir telja samband milli hjátrú- ar og sjálfstrausts fólks og þeirrar stjórnar sem það telur sig hafa á eigin lífi. „Því síður sem fólk hefur á tilfinningunni að það ráði ferðinni og því minna sem sjálfstraust þess er, þeim mun líklegra er það til þess að vera hjátrúarfullt og gera ytri áhrif, svo sem heppni, álög, drauga, töluna 13 og fleira, ábyrg fyrir því sem kann að henda,“ segir hann. Einnig bendir Valdimar á að þeir sem fylgja svissneska þroskasál- fræðingnum Jean Piaget að málum séu þeirrar skoðunar að hjátrú full- orðinna sé eftirstöðvar af þeim töfraheimi sem börn þrífast í á vissu þroskaskeiði en vaxa síðan upp úr að meira eða minna leyti. Sam- kvæmt þeim kenningum greina böm orsakatengsl með öðrum hætti en fullorðnir. „Að mati Piaget eru börn mjög sjálfhverf í skynjun sinni á öðru fólki og heiminum yfirleitt og of- meta áhrif sín stórlega. Þau gera ráð fyrir beinu samhengi milli þess sem þau hafast að og þess sem fram fer í kringum þau, þannig að þau ráði hegðun annarra. Kenning hans er sú að þessi barnslegi skilningur sé rótin að hjátrú á fullorðinsárum." Þá nefnir hann Freud og fylgis- menn sem rekja hjátrú auðvitað til ómeðvitaðra dulda vegna áfalla í frumbernsku og lækna má með góðri sálgreiningu. Hjátrú verður því einkenni taugaveiklunar eða sál- arflækju. Af því að amma gerði það „Allar þessar kenningar hafa nokkuð til síns máls að mínu viti og skýra ef til vill ólíka þætti þjóðtrú- ar, ólík þjóðtrúaratriði eða hjátrú hjá ólíku fólki. Því fer hins vegar fjarri að að þær gefi tæmandi svör við spurningunni hver um sig eða samanlagt. Þær varpa ljósi á að- stæður fyrir hjátrú einstaklinga en horfa framhjá þeirri staðreynd að að flest hjátrú er ekki einstaklings- bundin. Hún er þvert á móti hefð- bundin og lærð. í þessar kenningar vantar félags- mótun því það þarf að skoða hjátrú og einstaklinga með tilliti til þess að sérhver er bam síns tíma og samfélags og lærir að trúa því sem aðrir álíta satt eða sennilegt. Hjá- trúarhefðinni er alla jafna miðlað utan opinberra stofnana á borð við skólakerfið. Einn kennir öðrum og þannig berst hún frá manni til manns og kynslóð fram af kynslóð," segir Valdimar. Hann klykkir út með frásögn af Steingrími Hermannssyni sem ein- hvern tímann á ráðherraferlinum svaraði aðspurður hvort hann tryði á álfa, að amma hans hefði trúað því að álfar væru til og að hann teldi ástæðulaust að rengja hana. „Þetta bráðsnjalla svar bregður birtu á meginorsök þess að við trú- um því sem við trúum og teljum okkur vita annað, við höfum ekki tilefni til þess að rengja það sem við höfum lært.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.