Morgunblaðið - 13.02.1998, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 B 3
DAGLEGT LÍF
HJATRUIN er í eðli
sínu íhaldssöm og leit-
ast við að halda röð og
reglu á tilverunni segir
Símon Jón í Sjö, níu,
þrettán. „Þess vegna
er öll færsla af einni
braut á aðra hættuleg
út frá hjátrúnni. Dæmi
um það er þegar einum degi
lýkur og annar tekur við, til
dæmis á miðnætti, þá fara illar
vættir á stjá. Hið sama gerist á
nýársnótt þegar einu ári lýkur
og annað tekur við. Brýr, stigar
og þröskuldar eru dæmi um
leiðir milli tveggja svæða og því
geta hættuleg öfl leynst við eða
undir þeim. Til dæmis borgar
sig ekki að fara undir stiga.“
Ein útbreiddasta hjátrú sem
þekkist meðal kristinna manna
segfir Símon Jón er sá siður að
banka undir borð eða snerta
tré. Er það gert eftir að menn
hafa sagt eitthvað sem flokka
má sem hroka eða oflátungs-
hátt og móðgað gæti æðri mátt-
arvöld. Þessu bregða menn fyr-
ir sig í daglegu lífí og hafa um
leið eftir dulmögnuðu talnaröð-
ina 7-9-13 til áherslu.
Víða þykir ósiður að benda
og þekkist sú hjátrú á ólíkum
menningarsvæðum að í bend-
ingunni felist galdur og að mað-
ur geti hreinlega drepið þann
sem bent er á.
Ýmsir hafa ótrú á því að
kaupa nýjan bíl eða selja á
mánudegi og margir atvinnubil-
stjórar hafa fyrir sið að stunda
ekki viðskipti á þeim degi.
Einnig þykir ólánsmerki eða
feigðarboði að aka framhjá
fána sem dreginn er í hálfa
stöng ef hann er hægra megin
við veginn.
Varist blístrandi konur
Algengasta hjátrúin sem
tengist blístri er að slíkt sé ekki
ráðlegt um borð í skipi því þá
geri manndrápsveður. Einnig
er því haldið fram að þeir sem
blístri kalli til sfn andskotann.
Ekki er talið ráðlegt að blístra
þegar sólin er sest og alls ekki
eftir að menn eru komnir í
rúmið á kvöldin. Nornir gátu
magnað upp storma með blístri
Draugar
banka tvisvar
og því eru blístrandi konur
taldar meðal varhugaverðustu
fyrirbæra hjátrúarinnar.
Sá sem kemur í heimsókn
þegar búið er að borða er feig-
ur en sé rétt byijað á matnum
er hann það ekki. Hitti maður
ekki á dyr í myrkri heima hjá
sér eða finni þær alls ekki er
einhver á heimilinu feigur.
Fimmtudagur er nytsamur í
þjóðtrúnni en þá þótti best að
virkja ýmis galdraöfl. Einnig
var hann fundardagur norna.
Þeim sem vildu ná sambandi við
djöfulinn eða aðrar verur úr
dularheimi var ráðlagt að nota
til þess fimmtudagskvöld og í
ævintýrum stela tröllin kóngs-
dætram á þessum degi.
Áður fyrr var líka til siðs að
banka þrisvar á bæjarhurð ef
gesti bar að garði eftir að bæn-
um hafði verið lokað. Þeir sem
inni voru gátu þá verið þess
vissir að maður væri á ferð því
draugar og aðrar illar vættir
beija einu sinni eða tvisvar að
dyrum.
Einnig er einkennandi í þjóð-
trú víða um heim að tiltekið út-
lit þyki til marks um að viðkom-
andi sé í slagtogi með illum öfl-
um. Orvhentir, rangeygðir,
rauðhærðir, ófríðir, stórir og
dvergvaxnir hafa ekki farið
varhluta af því.
Þá hefur löngum verið talið
hættulegt að telja því ill öfl
mega ekki að fá að vita hversu
mikið er til af hinu og þessu.
Hætta er á því að þau geti í
kjölfarið náð því á vald sitt eða
haft óæskileg áhrif.
Sópurinn hefur haft sér-
kennilegu hlutverki að gegna í
þjóðtrú. Nornir fljúga á sópin-
um um loftin blá og því er ekki
sama hvað menn gera við
gamla ónýta sópa.
er að brenna sópa en
þess þarf að gæta að
hrækja þrisvar á þá
áður en þeim er hent á
bálið annars hirða
nornir þá og nota til
ferðalaga, segir Ioks í
Sjö, níu, þrettán.
Tilviljanir og kraftaverk
Þjóðháttadeild Þjóðminja-
safns sendi árið 1995 út spurn-
ingalista um trú á skeifur til
verndar eða lukku, hvar þær
voru hafðar og hvernig þær
sneru. Svör bárust frá 112
manns úr öllum héruðum og
könnuðust nær allir við að
skeifur væru hengdar yfir dyr
húsa til heilla að sögn Hallgerð-
ar Gísladóttur safnvarðar. Yirð-
ist siðurinn hins vegar sjaldgæ-
fastur í Skaftafellssýslum sam-
kvæmt svörunum.
Skeifur sem hengdar voru
upp til heilla þurftu að vera not-
aðar og höfðu nær alltaf fúndist
úti á víðavangi. Mikil hamingju-
forspá fylgdi því að finna skeifu
úti í haga. Þjóðháttadeildin er
sem stendur að leita svara við
spurningum um kraftaverk,
hvort menn telji sig hafa reynslu
af slíku eða þekki til einhverra í
þeim sporum og allar ábending-
ar vel þegnar að Hallgerðar
sögn.
Þá segir hún „tilviljanir“
stundum gera vart við sig í
samskiptum við svarendur.
Aukaspurning um skeifur var
send út með spurningaskrá um
veiðar í ám og vötnum.
Skömmu seinna hringdi einn
heimildarmanna í þjóðhátta-
deild og kvaðst hafa lagt
spurningarnar til hliðar þegar
þær bárust. Hann fann þær
síðar ofan á skeifu sem kom í
net við fyrirdrátt daginn sem
skrámar vom póstlagðar.
Skeifuna hafði hann tekið
heim til þess að hreinsa hana
og hengja upp fyrir ofan dyr
á veiðihúsi veiðifélagsins.
Hafði hann lokið við að
pússa skeifuna og lagt hana
á skrifborð sitt daginn sem '
spumingarnar um veiðar og
skeifur bámst.
L36smyn<VMaríaGuamundsdóttír
hárgreiðslur og tí^pm|^nsde^unum,
er
ætlunin að kenna
Hárgreiðslufólk
leggur línurnar í Chicago
BEST er að
hrækja þrisvar
ágamla sópa svo
þeir verðiekki
nomum að gagni
* *,
CN
ó;
SVAVAR Örn pi
kafin Við ”a™'dsfttir 0g Arnar Tó^nbhði^tmn
ð Und,rb“a ^ðina mclZgoSSOa ðnnUm
Fimmtudagur er
nytsamur í þjóð-
trúnni en þó þótti
best að virkja ýmis
galdraöfl
=*—■©
jpf- _ (G'
BRÚNHÆRÐAR og stuttklippt-
ar verða í tísku í vor og sumar,“
segir Elsa Haraldsdóttir á Salon
VEH sem ætlar að leggja leið
sína til Chicago í Bandaríkjunum
í byrjun mars ásamt tveimur
samstarfsmönnum á hárgreiðslu-
stofunni til að kenna á alþjóðlegri
hárgreiðslu- og vörusýningu,
Midwest Beautyshow.
Allt sem varðar fegurð og hár
verður til umfjöllunar á sýning-
unni en þetta mun vera í fyrsta
sinn sem íslendingar eru með.
„Gert er ráð fyrir að um 40.000
manns muni sækja hana alls
. staðar að, heiðurinn er því mikill
^fyrir okkur en það eru aðeins ör-
fáar hárgreiðslustofur sem fá
tækifæri til að vera þar með sýni-
kennslu," segir Elsa sem fer utan
ásamt þeim Svavari Erni og Arn-
ari Tómassyni sem unnið hafa á
Salon VEH undanfarin ár.
Stutt hár með
mlklum strípum
í sameiningu ætla þremenn-
ingamir að leggja línumar í hári,
kynna og kenna Bandaríkja-
mönnum og öðram áhugasömum
hvernig hárgreiðslutískan á ís-
landi verður í vor og sumar.
„Brúnn litur verður án efa vin-
sæll svo og sá ljósi sem verið hef-
ur ríkjandi undanfarið. Hárið
verður stutt eða í millisídd en
með miklum strípum.
Stíllinn minnir
*” sumpart á árin í
kringum 1920;
þvertoppur og
stutta hárið með mjúkum og
fjöðruðum endum. Annars er það
„minimalisminn“ sem gildir í hár-
tískunni um þessar mundir. Allt
skal vera einfalt í sniðum og
þægilegt."
Tískuföt
frá Alonzo
Kennslusýningin þeirra mun
taka um það bil 45 mínútur en
ætlunin er að klippa og greiða
sex fyrirsætum á sviðinu. Þegar
Daglegt líf hitti hárgreiðslufólkið
í vikunni var það að velja fyrir-
sætur af Ijósmyndum í gegnum
umboðsmannastofur í Bandaríkj-
unum. Undirbúningur hefur ver-
ið mjög mikill undanfarnar vikur
að sögn Elsu, en meðal annars er
ætlunin að fyrirsætur klæðist
fatnaði frá hönnuðinum Alonzo.
Hárgreiðslusýningin í Chicago
er nú haldin 30. árið í röð en hún
stendur í tvo daga, 1. og 2. mars
næstkomandi, og sýnir íslenski
hópurinn báða dagana. Elsa segir
sýningar sem þessa gífurlega
mikilvægar fyrir hárgreiðslufólk.
„Þetta er mikill stefnumótastað-
ur og þar fer fram mikil stefnu-
mótunarvinna en ýmiss konar
stefnur og straumar era kynnt til
sögunnar."
Elsa er stjómarmaður í Inter
Coiffure, alþjóðlega hárgreiðslu-
sambandinu, og hefur tekið þátt í
fjölda hárgreiðslusýninga víða
um heim, en sýninguna í Chicago
segir hún vera með þeim allra
stærstu og bestu.
hm
wmmmmmmmmmm
wmma^mmmmmmmmmmmmm
Jdone! i!is mu 'invbcieöímíjjiö'íðj’