Morgunblaðið - 13.02.1998, Qupperneq 5
4 B FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 B
DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF
Erlingsdóttur er lífíð ekki bara boltaleikur. Ekki lengur.
Frá unga aldri hafa þær sparkað, hent, gripið og skorað
og allar getið sér gott orð fyrir tilþrifin; í fótbolta, körfubolta
og handbolta. Valgerður Þ. Jónsdóttir spurði hvort þær
væru alltaf í boltanum og komst að því að núna hafa
þær í fleiri horn að líta en þegar þær voru heimasætur
í foreldrahúsum.
SIGRÚN
Morgunblaðið/Kristinn
Þrjár
i boltanum
Hjá Sigrúnu Óttarsdóttur, Lindu Stefánsdóttur og Heiðu
Morgunblaðið/Þorkell
LINDA
Morgunblaðið/Kristinn
FÓTBOLTI
MEISTARAFLOKKUR BREIÐABLIKS
OG LANDSLIÐIÐ
Sigrún Óttarsdóttir 26 ára
Með boltann
á tánum frá
sex ára aldri
Morgunblaðið/Golli
FÓTBOLTAPARIÐ Sigrún ogKristján.
KÖRFUBOLTI
MEISTARAFLOKKUR KR
OG LANDSLIÐIÐ
Linda Stefánsdóttir 25 ára
Forréttindi að
eiga hjálpsama
fjölskyldu
HANDBOLTI
MEISTARAFLOKKUR VÍKINGS
OG LANDSLIÐIÐ
Heiða Erlingsdóttir 26 ára
Þakka mínum
sæla að makinn
er líka í íþróttum
Morgunbiaoio/uom
LINDA og sonurinn Stefán Þormar.
Morgunblaðið/Golli
HANDBOLTAHJÓNIN Heiða og Rúnar og Sigtryggnr Daði.
HÆRRA hlutfall
stráka en stelpna í
götunni þar sem Sig-
rún Óttarsdóttir ólst upp í
Kópavoginum réð miklu um
að hún varð snemma nokkuð
sparklipur. Hún segist líka
hafa elt bræður sína, sem eru
fjórum og sex árum eldri en
hún, og félaga þeirra á út um
víðan völl til að fá að vera
með í boltanum. „Þeir
reyndu stundum að stinga
mig af en voru annars merki-
lega umburðarlyndir,“ segir
Sigrún, sem gagnstætt
bræðrum sínum er enn að
sparka bolta.
Þótt Sigrún hafí verið með
boltann á tánum frá sex ára
aldri, var hún orðin fjórtán
ára þegar hún mætti fyrst á
æfingu hjá Breiðabliki. „Ég
var óskaplega feimin og því
þurfti pabbi að ota mér á æf-
ingu. f byrjun fannst
mömmu ekkert sérstaklega
sniðugt að ég væri í fótbolta
og amma mín talar ennþá um
að fótbolti sé ekki íþrótt fyrir
kvenfólk. Ég veit að mömmu
hundleiðist fótbolti. Hún hef-
ur þó fremur hvatt mig en
latt og meira að segja tvisvar
sinnum komið á völlinn til að
sjá mig spila. Ég er fyrst og
fremst í fótboltanum fyrir
sjálfa mig en ekki aðra og
mig skiptir engu þótt fjöl-
skyldan sé ekki alltaf alveg
með á nótunum."
Tvö á sömu nótum
En Sigrúnu þykir þó lán-
legra að sambýlismaður
hennar, Kristján Halldórs-
son viðskiptafræðingur, sé
vel með á fótboltanótunum.
Hann æfir með meistara-
flokki ÍR og yfirleitt á sama
tíma og Sigrún þannig að
hvorugt getur legið hinu á
hálsi fyrir að vera lítið
heima. „Við erum eiginlega
aldrei heima,“ segir Sigrún
sem oftast burðast með þrjár
töskur; skólatöskuna, æf-
ingatöskuna og þessa venju-
legu, út úr húsi eldsnemma á
morgnana.
Hún er á næstsíðasta ári í
lyfjafræði í HÍ, vinnur í
Reykjavíkurapóteki tvo eftir-
miðdaga í viku, auk þess að
hafa heimsendingarþjónust-
una á sinni könnu, og skúrar
í fyrirtæki eitt kvöld í viku
og aðra hvora helgi. „Ég er í
annað skipti á fjórða ári í
lyfjafræðinni. Núna þarf ég
því ekki að sitja í öllum tím-
um og hef einstöku sinnum
leyft mér að sofa fram eftir á
morgnana í stað þess að fara
að læra. Annars hef ég, eins
og flestir sem æft hafa
íþróttir frá unga aldri, lært
að skipuleggja tímann vel.
Þar sem æfingar eru alltaf á
matmálstímum freistast ég
til að kaupa tilbúinn mat og
ofreyni mig ekkert við heim-
ilisstörfin."
Sigrún á að baki tuttugu
og fimm landsleiki og hefur
sex sinnum orðið Islands-
meistari með Breiðabliki.
Hún segist í eðli sínu vera
hópíþróttamanneskja og hafa
mikið keppnisskap. Sigurinn
finnst henni alltaf dísætur og
hún segist verða hin fúlasta
ef þær stöllur tapa leik. „Sér-
staklega ef við höfum átt sig-
ur vísan en fáum á okkur
klaufamark," segir Sigrún og
bætir við að sannur íþrótta-
maður megi aldrei vera sátt-
ur við að tapa.
í MR spilaði Sigrún oft af
sér árshátíðir og ýmsar aðr-
ar skemmtanir. „Fótboltinn
gekk alltaf fyrir öllu. Maður
einhvern veginn festist í
þessu. í og með held ég að
félagsskapurinn ráði miklu
um að ég er ekki hætt. Bestu
vinkonur mínar eru í liðinu
og við bröllum ýmislegt sam-
an þegar færi gefst. Við höld-
um af og til partí, förum í bíó
og keilu eða gerum eitthvað
annað skemmtilegt saman.
Leiðinlegasti fylgifiskur bolt-
ans er fjáraflanir, sem þó eru
nauðsynlegar. Hvort sem
fjölskyldum okkar er ljúft
eða leitt, eiga þær yfirleitt
birgðir af klósettpappír og
pítsum, sem við höfum
prangað inn á þær.“
Þurfum að láta
af hlédrægninni
Sigrún segir vaxandi
áhuga á kvennaíþróttum,
mun fleiri æfi nú en áður og
því hafi íþróttakonur smám
saman fengið aukna umfjöll-
un í fjölmiðlum. „Við þurfum
bara fylgja fordæmi strák-
anna og láta af hlédrægninni.
Öðruvísi er ekki hægt að
hafa áhrif,“ segir hún og
minnist liðinna tíma þegar
fótboltakonum var bannað að
nota grasskó á sumum knatt-
spyrnuvöllum en látið óátalið
þótt karlamir lékju í slíkum
skóm. „Okkur var sagt að við
skemmdum grasið og við
urðum að láta okkur hafa það
að spila í glerhálum malar-
skóm í rigningu. Óréttlæti af
þessu tagi og ýmiss konar
mismunun kynjanna innan
íþróttafélaganna varð til þess
að fyrir nokkrum árum voru
stofnuð hagsmunasamtök
knattspyrnukvenna til þess
að hafa áhrif innan KSÍ.“
Sigrún lætur sér í léttu
rúmi liggja þótt oft sé sagt
að kvennaliðin séu hálfdrætt-
ingar á við karlana. Hún seg-
ir samanburðinn ómaklegan
og hafa beri í huga að líkams-
bygging kvenna sé öðruvísi
en karlanna. Þeir séu stærri
og hafi betri vöðvabyggingu
og því þýði ekki að tefla
kvennaliði á móti karlaliði í
sama flokki. „Við heyrum
líka að konur í fótbolta séu
karlalegar. Slíkt er fráleitt,
knattspyrnukonur eru bara
sterklegar og vel á sig komn-
ar líkt og aðrar íþróttakon-
ur.“
Og alltaf segist Sigrún
drífa sig á æfingu þótt stund-
um gæli hún við tilhugsunina
um að skrópa. Ef hún láti
slíkt eftir sé finnst henni hún
vera að svíkja vinkonur sínar
jafnt sem sjálfa sig. „Þótt ég
sé dauðþreytt er ég mjög
fegin þegar æfingin er byrj-
uð. Einu sinni blundaði í mér
að fara í nám til útlanda. Ég
vil fremur trúa því að fótbolt-
inn og allt í kringum hann
hafi haldið aftur af mér held-
ur en eðlislægt ósjálfstæði."
Sigrún segist ekki nenna
að skipuleggja líf sitt langt
fram í tímann. Hún býst við
að einhvern tímann eignist
hún börn og buru og þá verði
fótboltinn ekki eins ríkur
þáttur í tilverunni. Enn um
sinn ætlar hún að halda sínu
striki í námi, starfi og fót-
bolta. „Þátttaka í íþróttum er
mikil vinna en ótrúlega
þroskandi og lærdómsrík."
LINDA Stefánsdóttir
kallar foreldra sína og
fimm systkini stundum
litlu mafíuna vegna samheldn-
innar. Hún ítrekar þó að sam-
líkingingin nái ekki lengra og
segist löngu hefði verið hætt að
æfa ef hún nyti ekki stuðnings
ogþjálpsemi sinna nánustu.
í sameiningu rekur fjöl-
skyldan Litlu kaffistofuna í
Svínahrauni. Þar er löngum
skrafað og skeggrætt við gesti
og gangandi um íþróttir, enda
Linda og hennar fólk allvel
heima á þeim vettvangi. Flest
hafa verið liðtæk í hinum ýmsu
íþróttagreinum og öll eru vita-
skuld einlægir áhangendur KR
kvennakörfuboltaliðsins. Af
systkinunum hefur Linda hald-
ið lengst út sem keppnismann-
eskja.
Alltaf hætt við
að hætta
Hún segist tvisvar sinnum
hafa lýst yfir að nú væri hún
endanlega hætt í körfunni, en
þá hafi „litla mafían" lagst á
eitt um að telja sér hughvarf.
„Eins og sjá má hefur þeim
orðið vel ágengt, ég er enn í
boltanum, enda hvetja þau
mig með ráðum og dáð og
leggja á sig ómælt erfiði til að
ég komist á allar æfingar og
leiki.“
Frá sjö ára aldri hefur
Linda stundað ýmsar íþróttir
af miklu kappi. Fyrst í Vík í
Mýrdal, þar sem hún bjó sem
barn, og síðar í Reykjavík, en
þá heillaðist hún, fjórtán ára,
af körfuboltanum. Hún byrjaði
að leika með ÍR, rokkaði svo-
lítið milli liða næstu árin en
hefur nú leikið með meistara-
flokki KR í tvö ár. Körfubolt-
inn hefur átt hug, hjarta og
tíma Lindu í ellefu ár og hún
segist aðeins hafa slegið af á
tímabili árið 1993 þegar sonur
hennar, Stefán Þormar, var í
heiminn borinn. „...sama ár og
ég tók stúdentspróf, var valin
besti leikmaður íslandsmóts-
ins í körfubolta og landsliðið
æfði stíft fyrir Smáþjóðaleik-
ana á Möltu,“ segir Linda,
sem komin átta mánuði á leið
var fjarri góðu gamni.
Strik í reikninginn
Eins og bama er háttur
setti Stefán Þormar svolítið
strik í líf og tilveru móður
sinnar, sem ekki hafði ráðgert
að eignast barn svona ung.
Leiðir Lindu og barnsfóður
hennar lágu ekki saman og
þar sem hann býr erlendis
hefur uppeldið verið í höndum
Lindu og fjölskyldu hennar.
Þau mæðginin búa nálægt
miðborginni, en foreldrar
Lindu í Breiðholti þar sem
Stefán Þormar er í leikskóla.
„Hann er hálfgerð sameign
fjölskyldunnar," segir Linda.
„Mér fannst mikil viðbrigði að
verða mamma og þurfa að
hugsa um emhvern annan en
sjálfa mig. A árunum áður
hafði ég alla mína hentisemi;
gat leyft mér að slappa af eftir
leiki og æfingar, horft á NBA
í sjónvarpinu og þess háttar.
Núna verð ég að vera mjög
kröfuhörð við sjálfa mig og
skipuleggja hverja einustu
mínútu. Vinna frá níu til hálf
sex virka daga og aðra hvora
helgi, hálftíma keyrsla fram
og til baka, auk æfinga fjóra
daga vikunnar frá sex til átta
og leikja þá helgina sem ég er
ekki að vinna gefur mér ekki
mikið svigrúm til að vera með
syni mínum. Ég tek hann
stundum með mér á æfingar
og reyni að nýta þann stutta
tíma sem ég hef með honum
eins vel og ég get. Við spjöll-
um mikið saman og á kvöldin
hef ég fyrir ófrávíkjanlega
reglu að setjast á rúmstokk-
inn og lesa fyrir hann. Þessar
samverustundir eru mér afar
kærar og ég er ekki sammála
þeim sem segja að ég sé með
þessu að gera hann of háðan
mér.“
Andleg og líkamleg
vellfðan
En Linda er samt ekld alveg
laus við samviskubitið, sem
hrjáir flestar mömmur nú til
dags. Hún segist stundum
standa sig að þvi að gera ýmis-
legt, sem gengur á skjön við
allar formúlur í bamauppeldi.
„Þá freistast ég til að kaupa
hann, eins og sagt er, til að
bæta fyrir fáar samverustund-
ir,“ viðurkennir Linda rétt eins
og hún sé eina mamman í
heiminum sem stundum verði
um of eftirlát við afkvæmi sitt.
Að áeggjan fjölskyldunnar
hélt Linda áfram í körfuboltan-
um fljótlega eftir bamsburð-
inn. Akvörðunin var erílð en
löngunin réði ferðinni. „Iþrótt-
in gefur mér bæði andlega og
líkamlega vellíðan auk þess
sem félagsskapurinn er ein-
stakur. Við æfum saman, vinn-
um að ýmis konar fjáröflun og
höldum líka hópinn út á við.
Um helgar fóram við stundum
saman út að skemmta okkur og
þá fremur á dansstaði en á krá-
arrölt. Ég fæ félagsþörf minni
fullnægt með stelpunum í lið-
inu, en gæti þó alveg hugsað
mér að hafa líka tíma til að um-
gangast aðrar vinkonur mínar
meira."
Linda segir að oft veki ná-
kvæmar tímasetningar sínar
mikla furðu enda eigi fólk ekki
því að venjast að mæla sér
mót klukkan til dæmis ná-
kvæmlega níu fimmtíu eins og
hún þurfi stundum að gera til
að halda áætlun. „Eg nýt
þeiraa forréttinda að eiga fjöl-
skyldu, sem styður mig og
hjálpar á alla lund. Öðra vísi
gæti ég ekki stundað körfu-
boltann af nokkurri alvöru.
íþróttakonur eiga að mörgu
leyti erfiðara uppdráttar en
karlar í íþróttum, oft vegna
þess að þær hugsa meira um
heimili og börn en þeir. Þær
verða líka stundum að leggja
meira á sig við fjáröflun." Sem
nærtækt dæmi nefnir Linda
að stelpurnar í meistara-
flokknum þurfi sjálfar að afla
tekna til að greiða laun er-
lends liðsmanns, sem þær
fengu til að styrkja liðið.
Lindu er engin eftirsjá að
árunum í körfuboltanum.
Áform hennar um að fara í
íþróttakennaraskólann á
Laugarvatni eftir stúdents-
próf fóru fyrir bí þegar sonur
hennar fæddist og hún er ekki
frá því að körfuboltinn hafi
svolítið dregið á langinn að
hún hæfi nám að nýju. „Þótt
foreldrar mínir byðust til að
aðstoða mig fjárhagslega,
kaus ég að koma undir sig fót-
unum sjálf og láta frekara
nám bíða betri tíma. Ég stefni
ekki lengur á að verða íþrótta-
kennari, býst frekar við að
fara í skemmra nám áður en
ég verð þrítug. Körfuboltinn
er hluti af lífsmynstrinu, veitir
mér útrás og ég kem alltaf
endurnærð af æfingum," segir
Linda sem ætlar ekki að gefa
boltann upp á bátinn í bráð.
SEM barn lék Heiða Erl-
ingsdóttir í lúðrasveit og
æfði borðtennis og fót-
bolta, en hætti þrettán ára,
þegar hún ílentist í handbolt-
anum hjá Víkingi. „Ætli vina-
hópurinn hafi ekki svolítið
stýrt áhuganum, að minnsta
kosti á ég ekki ættir að rekja
til gamalla íþróttakempna,"
segir Heiða, sem er yngst sex
systkina og það eina sem hef-
ur stundað keppnisíþróttir.
Hún segir að þótt foreldrar
hennar séu mikið útivistarfólk
hafi þeir ekki verið sérstak-
lega áhugasamir um boltaleiki.
„Mamma og pabbi fylgdust þó
vel með og komu yfirleitt á
völlinn þegar ég var yngri.
Mér fannst þau alltaf mun ró-
legri og yfirvegaðri en margir
aðrir foreldrar, sem hvöttu
krakkana áfram með miklum
hrópum og tilþrifum.“
En hróp og læti þurfti ekki
til. Árið 1989 var Heiða valin í
landsliðið og hefur, með
nokkram hléum, leikið með
því þar til í sumar að hún
hætti vegna anna. Hún út-
skrifaðist frá íþróttakennara-
skólanum á Laugarvatni fyrir
fimm áram, en starfar nú sem
almennur kennari í Réttar-
holtsskóla og finnst meira en
nóg að sinna starfinu, uppeldi
sonar síns, Sigtryggs Daða,
sem er nítján mánaða, og æfa
með meistaraflokki Víkings i
handbolta.
Boltinn hjá
íþróttafélögunum
Nýbakaður eiginmaður
Heiðu, Rúnar Sigtryggsson,
lætur líka til sín taka á vellin-
um, en hann leikur með meist-
araflokki Hauka í handbolta
og hefur sitthvað til málanna
að leggja þegar handbolta ber
á góma. „... sem er fremur oft,
bæði okkar á milli og í sam-
eiginlegum kunningjahópi,"
segir Heiða, sem þakkar sín-
um sæla fyrir að eiginmaður-
inn er líka á kafi í íþróttum.
Ái'ið áður en sonur þeirra
fæddist störfuðu þau hjónin í
eitt ár í Danmörku og æfðu
jafnframt handbolta með þar-
lendum liðum. „í Danmörku
er mikil og rótgróin hefð fyrir
kvennaíþróttum gagnstætt
því sem tíðkast hefur hér
heima. Þar er íþróttastarf
hluti af uppeldi stelpna jafnt
sem stráka og fyrir vikið
verða stelpurnar ekki jafn
ungar uppteknar af útliti og
tísku og hér. Boltinn er hjá
íþróttafélögunum, þau þyrftu
að gera átak til að laða fleiri
stelpur að. Eins og nú háttar
til bjóða sum þeirra ekki einu
sinni upp á íþróttir fyrir
þær.“
Heiða telur að enn sé langt
í land að kvennaíþróttum sé
gert jafn hátt undir höfði og
karlaíþróttum. Sem landsliðs-
kona í handbolta og félags-
maður í HSÍ segist hún
stundum hafa fengið á tilfinn-
inguna að þar á bæ sé litið á
kvennalandsliðið sem auka-
númer. „Slíkt viðhorf finnst
mér ekki sanngjarnt í sameig-
inlegu hagsmunafélagi, jafn-
vel þótt karlalandsliðið hafi
náð lengra en við og sé eitt
það besta í heiminum."
Þau hjónin æfa fimm daga
vikunnar og leikir eru yfirleitt
einu sinni til tvisvar í viku hjá
báðum. Þau eru þó heppin að
því leyti að æfingarnar eru á
sama tíma auk þess sem Sig-
tryggur Daði er í góðum
höndum á meðan. „Við búum í
kjallaranum hjá foreldrum
mínum og hann er alltaf
aufúsugestur hjá þeim. Samt
segir samviskubitið alloft til
sín. Mér finnst stundum að ég
láti hann sitja á hakanum og
alltof mikill tími fari í að
sinna áhugamáli mínu. Ég
veit líka að svona getur þetta
ekki gengið til lengdar og
senn fer að líða að því að ég
hætti,“ segir Heiða, sem þó
hefur ekki nákvæma tíma-
setningu á takteinum. „...enda
erfitt að hætta öllu sem er orð-
ið vanabindandi,“ bætir
hún við og upplýsir að þau
hjónin lifi engu fyrir-
myndarfjölskyldulífi.
„Oreglulegir matmálstím-
ar, röskun á svefnvenjum
Sigtryggs Daða og fáar
samverustundir fjölskyld-
unnar eru vitaskuld helstu
ókostirnir við að æfa
svona mikið. Það er bara
svo margt sem kemur á
móti. Ég myndi sakna
stelpnanna í liðinu og ýmis
konar félagsstarfs sem
jafnan fylgir þátttöku í
keppnisíþróttum. I hand-
boltanum hef ég eignast
margar góðar vinkonur.
Við höldum mikið hópinn,
hittumst oft heima hver
hjá annarri, fórum á kaffi-
hús og stundum út að
borða.
Einn sá sætasti
En Heiða myndi þó ekki
sakna þess að safna dós-
um og auglýsingum eða
starfa að öðru áþekku
fjáröflunarstarfi fyrir fé-
lagið. Hún segist löngu
vera búin að fá nóg af
slíku stússi, sem sé óhjá-
kvæmilegt en lítt
skemmtilegt. Vinna af því tag-
inu finnst henni þó léttvæg
miðað við allt sem handboltinn
hefur gefið henni. Sætir sigrar
segir hún að standi upp úr, til
dæmis þegar Víkingsstúlkur
urðu bikar- og íslandsmeistar-
ar árið 1994 og sjálf var hún
kosin besti leikmaður Islands-
mótsins sama ár. „Ungt fólk í
íþróttum nýtur ýmissa forrétt-
inda umfram aðra, en þó má
ekki gleymast að það hefur
lagt á sig mikla vinnu til að
verðskulda þau,“ segir Heiða.
HORNBAÐKÖR
Mótuð úr akrýli,
níðsterk, hita-
og efiiaþolin og
auðveld að þrífa.
Fást með eða
án nuddkerfa
Verð firá kr.
59.313
Ennfremur
sturtubotnsbaðker
frá kr. 36.000
Trefjar ehf.
Hjallahrauni 2, Hafn. S: 555 1027
HeimasOa www.itn.is/trefjar