Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 13.02.1998, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FULLT tungl að kvöldi til í Suzhou. Að dansa á réttum stöðum Sumir vilja vita af eigin raun hvernig heimurinn lítur út. Vilja mynda sér skoðanir í ljósi eigin reynslu og vera þannig með í lífínu, eins og gjarnan er sagt. Hanna Katrín Friðriksen spjallaði við Unni Guðjónsdóttur, stofnanda Kínaklúbbs Unnar, um ferðalög á fjarlægar slóðir en líka um dans og menningarfélag í sænskri íbúðargötu. LAUFSKÁLI í Forboðnu borginni f Beijing. Kletturinn er „hand- gerður“, steinarnir voru límdir saman með hrísgijónavellingi á 15. öld. I laufskálanum dvöldu keisararnir löngum við Ijóðalestur eða í heimspekilegum hugleiðingum. HÚN kemur hingað nokkrum sinnum á ári og stoppar þá gjarnan nokkrar vikur, jafnvel mánuði. En hún býr í Svíþjóð og hefur haldið þar heimili í rúmlega þrjá áratugi. Pegar hún er á íslandi er hún að undirbúa ferðir til Kína og þegar hún er í Svíþjóð flytur hún fyrirlestra um ísland og Kína, eða önnur fjarlæg lönd. Þess á milli semur hún dansa og stjómar menn- ingarsamkomum í götunni sinni í Stokkhólmi. Unnur hefur búið í Stokkhólmi frá árinu 1963. Hún hefur undanfar- in ár verið með annan fótinn á ís- landi og stofnaði hér Kínaklúbb Unnar árið 1992. Fyrsta ferðin með Islendinga til Kína var svo í maí það ár. Unnur hafði þá sjálf farið tvisvar til Kína, árið 1983 og aft- ur árið 1991. „Ég fór fyrst til Kína af því að ég hafði lært kínverska leik- fími, Tai-chi-juan, og hafði alltaf langað til þess að gera hann á réttum stað, meðal Kínverja,“ segir Unn- ur. Hún fór með lest frá Helsinki til Moskvu og þaðan með Síberíulest- inni í sjö daga ferð til Bejing. Hvarf í fjöldann í þessari fyrstu ferð sinni til fyr- irheitna landsins dvaldi Unnur í þrjá mánuði, ferðaðist víða og gerði sitt Tai-ehi-juan meðal innfæddra, fyrir utan að kynnast landi og þjóð. „Mér leið strax vel í Kina. Það hafði gengið á ýmsu áður en ég komst þangað, enda var það ekkert einfalt mál árið 1983 að fólk færi þangað á eigin vegum. Yfirleitt voru bara ferðamannahópar með leiðsögn heimamanna boðnir velkomnir. Eg vildi hins vegar fara ein og hafði reynt lengi að fá leyfi frá Stokk- hólmi, en án árangurs. Ég var svo stödd á Islandi sumarið 1983 og ákvað að reyna héðan. Einhverra hluta vegna gekk það strax upp. Ég gaf upp nákvæma ferðatilhögun og fór eftir öllum fyrirmælum allt þar til á lestarstöðina í Bejing kom. Þar átti að taka á móti mér leiðsögu- maður eða vörður en þegar ég steig út úr lestinni var engan slíkan að sjá. Ég lét mig þá bara hverfa í fjöldann og lét aldrei vita af mér þessa þrjá mánuði. Þeir Kínverjar sem ég átti samskipti við, vor- kenndu mér heil ósköp að vera svona ein á ferð og hugsuðu vel um mig.“ Unnur fékk tækifæri til þess að fara aftur til Kína 1991 og þá aftur í þriggja mánaða ferð. Tilgangurinn var að læra kínverska þjóð- dansa. í þessari síðari Kínaferð fékk Unnur bakteríuna fyrir al- vöru en ferðalög sem þessi eru dýr og því þurfti hún að leggja höfuðið í bleyti og finna leið til þess að komast aftur. Og þá stofnaði hún Kínaklúbbinn. „Eg hafði áður feng- ið smjörþefinn af því að vera leið- sögumaður með fólk í útlöndum og hef þar að auki gaman af því að skipuleggja hlutina. Ég ákvað því að taka annað fólk með mér til Kína í skipulagðar ferðir.“ Ferill Unnar sem fararstjóra hófst í Mexíkó. Eitt sinn var hún stödd í fríi í Mexíkóborg þegar hún bauðst til að aðstoða hóp fullorð- inna Svia sem voru í einhverjum vandræðum. Fararstjóri Svíanna bauð henni þá að gerast fararstjóri með hópi sem ferðaskrifstofan átti von á út eftir þrjár vikur. Unnur tók boðinu, fór heim til Svíþjóðar Ég lót mig þá bara hverfa í fjöldann og lót aldrei vita af mór þessa þrjá mánuði og svo aftur út með þrjátíu manna hóp. „Það er þjónustulund í mér,“ segir hún giott- andi og bætir svo við: „Mér þykir svona stúss skemmtilegt, en þetta er líka hörku- vinna. Hjá Kína- klúbbnum stend ég líka í ýmsu sem kannski er ekki vaninn að sé gert hjá ferða- skrifstofum." Unnur rifjar upp ferð á ströndina úr síð- ustu ferðinni til Ví- etnam, þar sem ágeng- ir sölumenn gerðu hópnum lífið leitt. Hún lofaði að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig og kvartaði við hótel- starfsmenn um kvöldið enda umrædd strönd á lóð hótelsins. Þar sögð- ust menn ekkert geta gert, helst væri að leigja verði en íyrirvar- inn væri of skammur. Góð ráð voru nú dýr, Unnur búin að lofa fólkinu að sjá um þetta og daginn eftir brá hún sér sjálf í hlutverk varðar, stóð og hindraði sölumennina í að nálgast hópinn. Framan af fór Unnur einu sinni á ári með hóp til Kína, en nú eru árlegar ferðir Kínaklúbbsins orðn- ar tvær, önnur til Kína en hin á ókunnar slóðir, til dæmis til ríkja Suður-Ameríku, Ástralíu, Balí, Singapúr, Brasilíu, Perú og Ví- etnam. „Nú orðið fer ég í ferðir, tvisvar á ári, mér til upplyftingar og skemmtunar - og þeim sem vilja fara með mér. Margir hafa farið í meira en eina ferð, sumir allt að fjórum sinnum.“ Morgunblaðið/Þorkell Fallegir búningar frá fjarlægum slóðum UNNUR Guðjónsdóttir hefur safnað að sér fjölda fallegra búninga frá ferðum sínum á fjarlægar slóðir. Hér er hún i bláum embættis- mannabúningi af kínverskum karlmannisem hún keypti reyndar á uppboði í Lond • Stokkhólmi, enda búningar sem þessir frásíðustu öld orðnir safngripir í Kína. Höfuðfatið við búninginn er frá Tíbet og heitirJangsha, kollurinn er úr silki og börðin úr skinni. Rauði búningurinn er líka safngripur sem Unnur náigaðist á uppboði í London, en silfurhöfúðbúnaðurinn er frá héraðinu Yunnan f Kína, frá ættbálknum Miao, og er notaður þar enn í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.