Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 D 3
MORGUNBLADIÐ
Hinir hæfustu lifa
Fegurð þýðir
ekki fjör
A SLETTUM Afríku umluktum
hæðum og fjöllum er mikil nátt-
úrufegurð - og hörð og miskunn-
arlaus lífsbarátta. Þar er engin
miskunn, aðeins hinir hæfustu
lifa. Fegurð er ekki sama og fjör
(= líf), hin oft fallegu og stæltu
dýr merkurinnar eiga ekkert
undir neinum komið nema sjálf-
um sér, og oftar en ekki er hver
sjálfum sér næstur. Þó ríkir mik-
il samheldni og samvinna upp að
ákveðnu marki hjá mörgum
dýrategundum, þau skiptast á að
vera á varðbergi og að gæta ung-
viðisins. En þegar hættan er
mest verður hver að bjarga sér.
Og þannig er það á myndinni
hans Matthíasar Arnar Hall-
dórssonar, 7 ára, Seftjörn 13,
800 Selfoss; sebrahesturinn á
allt sitt undir hraða sínum og
snerpu komið - en það er við
ramman reip að draga. Bletta-
tígurinn, hraðskreiðasta dýrið,
sem á stuttum spretti nær allt
að 120 kílómetra hraða á
klukkustund, kemur æðandi og
gefur ekkert eftir. Þama er bar-
átta upp á líf eða dauða.
Kærar þakkir fyrir flotta
mynd, Matthías Örn.
McManamar
númer 7 skorar
ÉG HEITI Brynjar
Kristmundsson og er 5
ára. Ég á heima á
Grund á Grundarfíi'ði.
Ég teiknaði þessa mynd.
Ég held mikið upp á
Liverpool liðið og þessi
mynd er af Steve
McManaman nr. 7 hjá
Liverpool að skora hjá
Nigel Martyn markverði
Leeds.
Bestu þakkir fyrir
þessa flottu mynd,
Brynjar minn. Það vant-
ar svo sannarlega ekki
snilldartaktana hjá hon-
um McManaman. Og
hann Nigel Martyn er
flottur í loftinu þvert á
milli stanganna - en því
miður, óverjandi.
Ja hérna
hér
MÚS datt í krús sem fór í hús.
Þá kom lús en þá kom önnur
mús og bauð á kaffíhús og þær
fengu sér epladjús, en þá kom
hagamús en þær kysstu húsa-
mús því hún bjó til djús.
Þessa romsu samdi Berglind
Pétursdóttir, 8 ára (e.t.v. orðin
9), Heiðargerði lb, 108
Reykjavík.
Hattar
á ferð
og flugi
HRESSILEG vindhviða
svipti höttunum af sexmenn-
ingunum, sem voru að koma
af stjórnarfundi hattavina.
Sem sjá má líkar þeim ekki
að vera svona kollhúfulegir
og reyna hver á sinn hátt að
ná sínum hatti. En málið er
flóknara en virðist við fyrstu
sýn, tveir hattanna eru eins.
Hverjir eru það?
■sujd lua xds 3o nfj(f jauin^j :ujusnuq
KRÓKUR Á MÓTI BRAGÐI
KÆRU Myndasögur Moggans.
Mér þætti mjög vænt um að
þið birtuð þessa smásögu eftir
mig ef hægt er.
Kær kveðja,
Hjördís Alda Hreiðarsdóttir
Miðhúsum 11
112 Reykjavík
P.S. Ég er 11 ára.
Myndasögum Moggans er mikill
heiður sýndur að fá að birta vel
skrifaða og skemmtilega sögu
þína, kæra Hjördís Alda.
BEGGA fór út í strætóskýli.
Hún ætlaði að hitta Gunna,
kærastann sinn, niðri í bæ.
Gunni var sætasti strákurinn í
bekknum. Hann var líka svo
töff að hinir strákarnir voru
eins og smástrákar við hliðina á
honum. Begga var sjálf ljós-
hærð, með hár niður fyrir herð-
ar og bláeygð. Hún var frekar
sæt, að minnsta kosti fannst
Gunna það. Hún var klædd í
svarta úlpu, hvítar buxur og í
svörtum, háum skóm. Strætó
kom. Hún hikaði aðeins.
Mamma hennar hafði ekki ver-
ið mjög hress með það að hún
færi ein niður í bæ svona seint.
- Ég er nú orðin fjórtán,
hafði Begga sagt.
Hún fór inn í strætóinn og
borgaði. Þau Gunni ætluðu í
bíó á einhverja nýja mynd,
Begga mundi ekki hvað hún
hét. Strætóinn var rosalega
lengi á leiðinni niður eftir.
Loksins komst hann þó þang-
að. Hún fór út. Þau höfðu ætl-
að að hittast hjá bíóinu. Það
var frekar kalt og koldimmt.
Henni leið hálf illa. Vonandi
fyndi hún Gunna fljótt. Hún
svipaðist aðeins um.
- Hvar ætli hann sé? hugs-
aði hún.
Hún heyrði kallað íyi’ir aft-
an sig á Bergljótu. Begga tók
viðbragð. Loksins. En Gunni
var hvergi sjáanlegur. Það
hljóp strákur fram úr henni til
stelpu fyrir framan hana. Oh,
klukkan var kortér í níu. Hún
átti eftir að fínna Gunna, koma
sér inn, kaupa miðana og fínna
sæti. Úff.
_ - Hvar er hann? sagði hún. -
Úps, ég er faiin að hugsa upp-
hátt.
Gunni, Gunnar bergmálaði
inni í henni. Hún sá fullt af
krökkum saman. Bara að hún
og Gunni væru í þeim hópi.
Þegar klukkan var orðin fimm
mínútur í sá hún honum bregða
fyrir. Hún hljóp til hans. -
Gunni, kallaði hún. Hann leit
við. Víst var hann þarna. En
ekki einn. Einhver rauðhærð
stelputæfa í fanginu á honum.
Begga fékk sting. Hún var þá
ekki ein með hann. Hún hljóp
til þeirra, þreif í úlpuna hans.
- Hver er þetta með leyfi?
spurði hún.
- Hver er þetta? spurði
stelpan og benti á Beggu.
Gunni var kominn í virkilega
vonda klípu. Hann hugsaði sig
aðeins um. Svo sagði hann:
- Æ sorrí, Begga, þetta er
kærastan mín, Anna, og Begga
er fyrn'erandi kærastan mín.
Ókei?
- Bévítans drullusokkur,
náði Begga að stynja upp. Svo
hljóp hún í burtu, í strætóskýl-
ið. Hún barðist við grátinn.
Hún hefði átt að vita þetta. All-
ar stelpurnar í bekknum voru
skotnar í honum og hann hafði
verið með helmingi þeirra. -
Svikuli heimskingi. Strætó var
kominn. Hún fór heim vonsvik-
in, reið og leið. Næst skyldi
hún þó vera gætnari.
Skemmtileg bíóferð eða hitt þó
heldur.
Næsta dag kom syndarinn
að biðja um fyrirgefningu.
- Hæ, skvísí. Eigum við að
koma í bíó?
- Hvað myndi kærastan
segja ef þú færir út með mér?
Gunni varð vandræðalegur á
svipinn. Svo fékk hann hug-
ljómun: - Allt fínt. Það ert
nefnilega þú. Þessi í gær ... Æ,
hún stökk bara á mig.
Ha, ha, hugsaði Begga. -
Ókei. Ég kem klukkan sjö,
sagði hún. En hún ætlaði alls
ekki að láta bjóða sér þetta.
Hún hringdi því í Éyþór
frænda sinn og bað hann að
leika kærastann sinn. Eyþór
var sætur, en ekki eins sætur
og Gunni. Eyþór var samt
miklu fallegi’i að innan.
Um kvöldið fóru þau niður í
bæ, í sama bíó og kvöldið áður.
- Þarna er Gunni. Komum,
sagði Begga þegar hún sá
hann. Þau fóru til hans því
hann var að svipast um eftir
henni.
- Hæ, Gunni. Hvar er
kærastan? spurði hún ósköp
eðlilega. Þegar Gunni sá að
það var strákur með henni
fékk hann sjokk.
- Hvaða lúði er nú þetta?
Komdu.
- Nei, ekki með þér. Hann,
sagði Begga og benti á frænda
sinn, - er kærastinn minn.
Þá reiddi Gunni höndina á
loft og bjóst til að berja Eyþór
en Begga tróð sér á milli
þeirra og sagði við Gunna: -
Ég barði ekki stelpuna þína.
Begga og Eyþór fóru inn í
bíóið en Gunni stóð eftir eins
og hann hefði misst heilann.
B& HBLPAÐ ÚMS&HARMAWRihlH SB A£>
V/NNA 0OTT
imVÖLLURlUbl LITUR VEL UTÚG
6rasie>'a útvelunum hefor aldrei
VERIÐ BETRA... í
J/EJA, HVERNG LITUR VÖLLURNN UT
HJÁ PÚR l'AR, KALLl BJARNA?
UíOiA iil ■