Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hæstiréttur dæmir í máli vegna línutvöföldunar Söluverð hækkað vegria viðbótarkvóta HÆSTIRETTUR dæmdi í gær fé- lagið Ými, sem gerir út Hallgiím Ottósson BA 39, til að greiða Flóa ehf., sem gerði sama skip út undir nafninu Egill BA 468, 7,5 milljónir króna með vöxtum frá janúar 1997, auk 700 þús kr. í málskostnað. í dóminum felst að kaupsamningi sem fyrirtækin gerðu um skipið, sem er 23 tcmna eikarbátur, er vikið til hliðar. I stað umsamins kaup- verðs, sem var 13.000.000 króna, telur Hæstiréttur að kaupverð eigi að vera 20.523.214 krónúr. Afnám línutvöföldunar Það byggist á því að viðbót- araflahlutdeild, sem úthlutað var þegar heimild til línutvöfóldunar var afnumin í upphafi fiskveiðiárs- ins 1996/1997, hafi verið úthlutað til kaupanda skipsins þótt útreikn- ingur hennar hafi byggst á veiði- reynslu seljandans. Línutvöföldun fól í sér að þorsk- ur og ýsa, sem veiddist á línu frá nóvember til febrúar, kom aðeins að hálfu til frádráttar kvóta, þar til vissum heildarafla væri náð við línuveiðar. Félagshyggjufólk í Hafnarfirði Boðað til opins fund- ar um sam- fylkingu ÞRJÁTÍU kjósendur í Hafn- arfirði hafa boðað til opinbers fundar um samfylkingu félags- hyggjufólks í komandi bæjar- stjómarkosningum. Kjósend- umir, sem flestallir eru úr Al- þýðuflokki og Alþýðubanda- lagi, vilja að áfram verði látið reyna á hvort hægt verði að ná samstöðu um sameiginlegt framboð í vor. „Við teljum að brýn þörf sé á að ná breiðri samstöðu um framboð jafhaðar- og félags- hyggjufólks hér í bænum og unum því ekki að Hafnarfjörð- ur skeri sig frá öðrum bæjar- félögum í landinu. Við hvetj- um því alla þá sem eru sama sinnis, að fjölmenna á opinn fund í Hafnarborg laugardag- inn 28. febrúar kl. 11,“ segir í bréfi þrjátíumenninganna, sem ber yfirskriftina „Út úr ógöngunum". Meðal þeirra sem skrifa undir fundarboðið eru Krist- ján Bersi Ólafsson skólameist- ari, Óskar Vigfússon, fyrrver- andi formaður Sjómannasam- bandsins, Sigurður Á. Frið- þjófsson, upplýsingafulltrúi BSRB, og Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Hlífar. Kristján Bersi sagði í gær- kvöld að hann væri einn þeirra sem teldu að flokkarnir hefðu strax í upphafi átt að koma sér saman um að fara þessa leið. Hann sagðist vilja stuðla að því að þetta mál yrði kannað frekar. Menn vildu ekki sætta sig við að þetta væri fullreynt. Alþýðuílokkurinn í Hafnar- firði ákvað að efna til próf- kjörs í mars eftir að slitnaði upp úr viðræðum við Alþýðu- bandalagið. í kaupsamningi útgerðarfélag- anna hafði verið kveðið á um að báturinn seldist án aflahlutdeildar en með veiðiheimild. I niðurstöðum Hæstaréttar segir að lögum sam- kvæmt skuli aflahlutdeild fylgja fiskiskipi við eigendaskipti nema aðilar geri skriflegt samkomulag um annað. Aðilar þessa máls séu sammála um að í kaupsamningi þeirra hafi falist að veiðileyfi hafi átt að fylgja bátnum en að öll afla- hlutdeild í þorski og ýsu hafi verið færð yfir á nýkeyptan bát seljand- ans og hafi hún ekki fylgt með í kaupunum. Línutvöföldunin hafi aðeins gilt fyrir skip, sem höfðu aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í þorski og ýsu. Hagnýting tvöföldunar- reglunnar hafi þannig verið þáttur í takmörkuðum veiðum en ekki frjálsum. Aflaheimild seljandans hafi því skerst þegar línutvöföldun var af- numin en viðbótarkvóta þess í stað úthlutað til kaupandans á grund- velli veiðireynslu seljandans. „Rétt er því að skýra kaupsamn- ing aðila svo að línutvöföldunin hafi færst yfir á nýkeyptan bát aðal- áfrýjanda ásamt aflahlutdeildinni og sú uppbót, sem koma skyldi fyr- ir skerðingu vegna niðurfellingar línutvöföldunarinnar, hafi því átt að koma honum til góða,“ segir í dóminum. Þegar kaupin voru gerð voru steinbítsveiðar frjálsar en síðar var settur kvóti á þá tegund á grundvelli veiðireynslu seljand- ans. í málinu krafðist seljandinn einnig þess kvóta. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu með þeim rökstuðningi að við kaupsamn- ingsgerðina hafi aðilar málsins staðið jafnt að vígi til að meta lík- ur á að steinbítsveiðar yrðu síðar takmarkaðar. Bátnum hafi fylgt veiðileyfi við söluna og aflareynsla hafi ekki ver- ið sérstaklega flutt af honum. Því var seljandinn ekki talinn hafa sannað að veiðireynslan á steinbít ætti að koma honum tU góða þegar farið var að takmarka veiðarnar. Kaupandinn taldist því réttur eig- andi kvóta á grundvelli þeirrar reynslu sem fylgdi skipinu við söl- una. Efnahags- og viðskiptanefnd boðar fund vegna stöðu á brauðamarkaði Vill upplýsingar án milliliða EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis hefur boðað forsvarsmenn Myllunnar-Brauðs hf„ Mjólkur- samsölunnar, samkeppnisráðs, stórmarkaða og neytenda tU fund- ar í dag. Að sögn Ágústs Einars- sonar, varaformanns nefndarinnar, vill hún fá milliliðalausar upplýs- ingar um stöðu mála, eftir að sam- keppnisráð ógUti kaup Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi, en þeim úrskurði hyggst Myllan- Brauð hf. áfrýja. Leggja ekki dóm á atburðarás „Við ætlum fyrst og fremst að reyna að gera okkur grein fyrir hvemig þetta mál er vaxið, við er- um ekki að leggja neinn dóm á at- burðarásina. Samkeppnisráð starfar eftir lögum og við berum ábyrgð á lögunum að miklu leyti, því nefndin kom að samningu lög- gjafarinnar á sínum tíma. Þetta er að mörgu leyti mjög sérstakt mál, þar sem löggjöfm á jú að tryggja samkeppni, tryggja vemd neyt- enda og koma í veg fyrir fákeppni. Atburðarásin nú er sérstök vegna þess að kaupin virðast mynda ein- okunarstöðu gagnvart stórmörkuð- um en þrátt fyrir það em fjölmörg önnur fyrirtæki sem framleiða og selja brauð,“ segir Ágúst. Hann ítrekar að með því að boða fundinn sé efnahags- og viðskiptanefnd ekki að leggja neitt mat á stöðuna, heldur vilji hún einungis hejTa sjónarmið allra sem málinu tengj- ast. BLAÐINU í dag fylgir 16 síðna auglýsingablað fyrir stórmarkað ELKO. Morgunblaðið/Kristinn ÆVAR Guðmundsson vánn við að setja upp ofn í hesthúsi sínu í gær, bæði vegna kuldans sem spáð er og eins vegna veikinnar sem hrjáð hefur hesta á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Hátt í 200 hross hafa veikst HITASÓTTIN sem nýverið gerði vart við sig í hestum á höf- uðborgarsvæðinu hefur breiðst út hægt og sígandi og hafa hross í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og á Akranesi tekið sóttina. Ekki er hins vegar vitað til að hennar hafi orðið vart víð- ar, að sögn Helga Sigurðssonar dýralæknis í Steinahlíð í Mos- fellsbæ. Fyrstu niðurstaðna er að vænta í dag úr rannsóknum á blóðsýnum hrossanna, en Helgi kveðst efins um að þær geti gef- ið tæmandi niðurstöður, enda muni þær einungis snúa að ákveðnum sjúkdómum sem Helgi telur vart koma til greina sem orsök sóttarinnar. Verst hefur ástandið verið í hesthúsum í Víðidal og Hafnar- firði, en í heildina er talið að allt að 200 hross hafi veikst, þótt mörg þeirra séu nú reyndar komin til heilsu. Viðræður um skiptingu loðnustofnsins Grænlendingar styðja sjónarmið Islands FULLTRUAR Grænlands í við- ræðunum um skiptingu loðnu- stofnsins lögðu í gær fram gögn sem Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, segir að styðji eindregið það sjónarmið, að hlutur Norð- manna í veiðinni eigi að minnka. Kristján segir að Grænlendingar hafi í viðræðunum tekið undir sjónarmið Islendinga og það sé mjög jákvætt. Á fundinum lögðu Grænlending- ar fram upplýsingar um hvar loðnuveiðin hefur verið síðustu 20 árin. Þeir öfluðu gagnanna vegna þess að ágreiningur var milli Grænlendinga og Norðmanna um hvar ætti að draga línu á milli grænlenskrar lögsögu og lögsög- unnar við Jan Mayen. A þessum gögnum var byggð sú niðurstaða að skipta veiðinni eins og hún hafði verið á tímabilinu jafnt á milli þjóðanna, en við það var landhelg- islínan færð nær Jan Mayen. 84% af veiðinni í íslenskri lögsögu Samkvæmt tölum Grænlending- anna veiddu Islendingar 84% loðn- unnar innan íslenskrar lögsögu á árunum 1978-1997, 13% var veitt innan gi-ænlenskrar lögsögu og 3% innan lögsögu Jan Mayen. Veiði Grænlendinganna var 83% innan íslenskrar lögsögu, 15% innan grænlensku lögsögunnar og 2% innan lögsögu Jan Mayen. „Það sem var jákvætt í þessum viðræðum var að Grænlendingar tóku ótvírætt undir okkar sjónar- mið. Þeir lögðu fram gögn um hvar loðnan hefur verið veidd á síðustu árum. Þessi gögn styðja eindregið okkar málstað. Norðmenn tóku þessu mjög illa og voru að reyna að halda því fram að það skipti ekki öllu máli hvar loðnan veiddist heldur skiptu aðrir þættir máli- Þessi röksemdafærsla þeirra var mjög ósannfærandi og mjög ánægjulegt að Grænlendingar skyldu taka undir okkar sjónar- mið. Mér fannst að í viðræðunum byggðist upp brú á milli okkar og Grænlendinga en Norðmenn voru réttilega skildir eftir. Það undir- strikar óréttmæti þeirra krafna, sem byggjast á að halda óbreytt- um samningi og gera hann til 5-6 ára. íslendingar og Grænlending- ar eru búnir að segja samningnum upp sem hlýtur að þýða að hlutur Norðmanna minnki verulega eða hverfi alveg,“ sagði Kristján Ragn- arsson. ■ Norðmenn vilja engar/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.