Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA Heimsmet hjá Kínveija í sundi KÍNVERSKA stúlkan Xia- owen Hu setti heimsmet í 100 metra fjórsundi í heimsbikar- keppni í stuttri laug í Peking í gær. Hún synti á 1.00,60 mín. en heimsmet sænsku stúlkunnar Louise Karlssons frá 1992 var 1.01,03. „Næsta skref er að bæta metið í 200 metra fjórsundi,“ sagði Hu, sem er 18 ára. Kín- verjar höfðu mikla yfirburði í greininni og voru í þremur efstu sætunum. Xue Han fékk silfrið, fór á 1.02,81, og Guiling Sun bronsið. Meira en 200 sundmenn frá 19 löndum voru með í keppninni en heimsbikar- keppnin samanstendur af níu tveggja daga mótum víðs vegar um heiminn á hverju ári. Kxnverjar fengu 12 gull- verðlaun á mótinu, Þjóðveij- ar sjö og Astralir fimm. Bikarúrslita- :í ■ Hálfgerður brandari Knútur G. Hauksson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sagði að félagið hefði í gær sótt um heimild til ÍSÍ að hefja málarekstur að núju og senda kæru til íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, sem er fyrsta dómstig samkvæmt reglum ÍSÍ. „Við munum byrja á því að leita eftir heimild frá ISÍ og taka síðan ákvörð- un hvað við gerum í framhaldinu,“ sagði hann. Knútur sagði að þessi niðurstaða væri auðvitað mikið kjaftshögg fyrir HSÍ. „Við erum fyrst og íremst undrandi á hvemig HSÍ hefur haldið á málinu. Þegar við kærðum spurð- um við dómstól HSÍ að því hvort málsmeðferðin væri örugglega í rétt- um höndum hjá dómstól HSÍ. Við fengum þau svör að svo væri. Nú kemur allt annað á daginn. Þetta mál er að verða hálfgerður brandari," sagði formaðurinn. Þrjú dómstig í dómi sínum segir Dómstóll ÍSÍ að dómstig íþróttahreyfingarinnar séu þijú. Fyrsta dómstigið geti verið skipað með tvennum hætti. Viðkom- andi héraðssamband, (í Reykjavík ÍBR), skipi héraðsdómstól og ef starfandi sé sérráð íþróttagreinar skipi það sérráðsdómstól sem sé þá fyrsta dómstig í viðkomandi íþrótta- grein innan íþróttahéraðsins. Á öðru dómstigi skipar viðkomandi sérsam- band dómstól og þriðja dómstig sé Dómstóll ÍSÍ, kosinn á íþróttaþingi. DÓMSTÓLL íþróttasambands íslands hefur ómerkt úrskurð dómstóls Handknattleikssam- bands íslands um bikarúrslita- leik Vals og Fram. Dómstóll HSÍ dæmdi að leika skyldi bik- arleikinn aftur en dómstóll ÍSÍ segir að formgallar hafi verið á málsmeðferðinni og því er hún ómerkt. Vaismenn halda því bikarmeistaratitlinum sam- kvæmt þessu. Samkvæmt úrskurði dómstóls ÍSÍ hefði þurft að leggja málið fyrir héraðsdómstól Iþróttabandalags Reykjavíkur, áður en því var vísað til dómstóls HSÍ. Þurfa Framarar, sem skutu málinu til HSÍ, því að hefja málareksturinn að nýju, Kjósi þeir það. leikjunum í blaki frestað HANDKNATTLEIKUR „Kjaftshögg fyrir HSÍ,“ segir formaður handknattleiksdeildar Fram Dómstóll ÍSÍ ómerkti, úrskurð dómstóls HSÍ Morgunblaðið/Golli FRÁ bikarúrslitaleiknum umdeilda. Valsmaðurinn Ari Allansson reynir að komast í gegnum vöm Framara. Valur sigraði og úrslitin standa samkvæmt niðurstöðu dómstóls ÍSÍ. Dómstóll ÍSÍ segir það hafa almennt gildi fyrir íþróttahreyfinguna í heild að grundvallarreglum hennar um dómstóla sé fylgt. Samkvæmt dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ megi skjóta úr- skurði fyrsta dómstigs til hlutaðeig- andi sérsambandsdómstóls. í þessu felist að mál beri að höfða á fyrsta dómstigi og að annað dómstig sé áfrýjunardómstig. Málsmeðferðin rðng „Mál þetta hefur einungis verið til meðferðar hjá einum dómstól, þ.e. dómstól HSI sem er áfrýjunardóm- stóll á öðru dómstigi. Þessi málsmeð- ferð fær ekki staðist samkvæmt þeim reglum sem hér að framan er lýst. Sérstökum reglum HSÍ sem stangast á við þær verður ekki beitt án löglegrar breytingar á dómskerfi íþróttahreyfingarinnar, sem ekki hefur verið gerð. í málinu nr. 1/1990 ómerkti dómstóll ÍSÍ meðferð máls fyrir dómstól HSÍ þar sem það hefði aðeins verið dæmt á einu dómstigi. Þrátt fyrir það hefur Handknatt- leikssamband íslands ekki samræmt reglur sínar lögum og dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ. Þá er það að- finnsluvert að dómendur voru fjórir er málið var dæmt í dómstól HSÍ. í þessu máli var heldur ekki neytt þess úrræðis að höfða það fyrir dóm- stól ÍBR sem er héraðsdómstóll á fyrsta dómstigi. Af framangreindum ástæðum verður að ómerkja alla meðferð málsins fyrir dómstól HSÍ og vísa þvi frá þeim dómstól, sbr. 1. tölulið ö. greinar dóms- og refsiákvæða ÍSÍ,“ segir m.a. í dómi dómstóls ÍSÍ, en í honum sátu Björgvin Þorsteinsson, Karl Gauti Hjaltason og Magnús Óskarsson. FRJALSIÞROTTIR Vala keppni í Vála Flosadóttir, heimsmethafi innanhúss í stangarstökki, fær væntanlega harða keppni á mótinu í Laugardalshöll 5. mars. Samning- ar hafa náðst við tvo fyrrverandi Evrópumethafa í stangarstökki innanhúss, Anzhelu Balakhonovu frá Úkraínu og Eszter Szemeredi frá Ungverjalandi, um að koma hingað til lands og keppa við Völu og Þórey Elíasdóttur. Balakhonova og BIKARÚRSLITALEIKIRNIR í blaki karla og kvenna verða 14. mars í íþróttahúsinu Aust- urbergi í Breiðholti. Þeir áttu upphaflega að fara fram um helgina. Það eru ÍS og Þrótt- ur Neskaupstað sem leika i kvennaflokki og Stjarnan og Þróttur Reykjavík í karla- fiokki. harða Höllinni Szemeredi settu báðar Evrópumet í Karlsruhe í Þýskalandi 25. janúar, stukku 4,33 metra. Vala og Daniela Bartova frá Tékklandi hafa síðan bætt Evrópu- og heimsmetið og eru þær einu sem hafa stokkið hærra innanhúss í ár. Bartovu var einnig boðið að vera með á mótinu í Höllinni en hún varð að afþakka það vegna þess að hún var búin að ákveða að keppa á móti í Berlín 6. mars. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: FETAR VALA í FÓTSPOR GUNNARS HUSEBY? / C2, C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.