Morgunblaðið - 27.02.1998, Page 2
2 C FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRJALSIÞROTTIR
Fetar Vala í
fótspor Gunn-
ars Huseby?
Sviðsljósin beinast að ÍR-ingnum
Völu Flosadóttur um miðjan
dag á sunnudaginn er úrslitakeppn-
in í stangarstökki kvenna á Evrópu-
meistaramótinu í Valencia fer fram.
Ekki einatt þar sem hún er heims-
methafi í greininni innanhúss og
sigurstranglegust þess vegna, held-
ur ekki síður þar sem hún er ríkj-
andi Evrópumeistari í stangar-
stökki. Hún kom mörgum á óvart
með sigri sínum í Stokkhólmi fyrir
tveimur árum í grein sem konur
reyndu með sér í fyrsta skipti á
stórmóti í frjálsíþróttum. Takist
henni að vinna bætir hún nafni sínu
á síðu í íslenskri íþróttasögu sem í
tæp 48 ár hefur aðeins geymt eitt
nafn; Gunnar Huseby, KR. Vala
tekur þátt í undankeppninni í kvöld.
slendingur hefur 5 sinnum staðið á
efsta palli að lokinni sinni grein á
Evrópumeistaramóti, Gunnar Hu-
seby vann í tvígang kúluvarp á Evr-
ópumeistaramótum utanhúss, í Osló
1946 og í Brussel 1950. Torfí Bryn-
geirsson, KR, stökk allra manna
lengst í langstökki árið 1950 og árið
1977 kom Hreinn Halldórsson, KR,
sá og sigraði í kúluvarpi á EM inn-
anhúss í San Sebastan. Síðan liðu 19
ár þar til hin 18 ára Vala Flosadótt-
ir, ÍR, sigraði í stangarstökki í
Stokkhólmi.
Hvorki Torfi né Hreinn vörðu sína
titla og því hefur enginn íslenskur
frjálsíþróttamaður náð að verja sinn
titil nema Gunnar Huseby með
risakasti sínu, 16,74 m, sem var 158
cm lengra en sá er hreppti silfur-
verðlaunin varpaði. Nú á Vala
möguleika á að feta í fótspor Gunn-
ars og fá nafn sitt á síðuna þar sem
nafn Gunnars hefur staðið eitt í
tæpa hálfa öld. En til þess þarf hún
líkt og Gunnar að heyja keppni við
marga slynga og vel þjálfaða
íþróttamenn frá þjóðum Evrópu.
Til þess að tryggja sér sæti í úr-
Vala Flosadóttir verður í sviðsljósinu í
Valencia á Spáni, ívar Benediktsson,
sem er staddur í Valencia, rifjar
upp besta árangur Islendinga í Evrópu-
keppninni í frjálsíþróttum, hverjir koma
til með að berjast við Völu og ræðir
við Boteslav Patera, þjálfara Bartovu,
sem telur Balakhonovu vera líklegasta
Evrópubúa ásamt Bartovu til þess að
veita Völu keppni.
slitum stangarstökksins þurfa
keppendur líklega að stökkva 3,90
m eða 4 m í undankeppninni. Miklar
framfarir hafa orðið í stangarstökki
sl. misseri. Vala vann á 4,16 m í
Stokkhólmi og silfur og brons
fékkst með því að vippa sér yfir 4,05
m. Hin þekkta Daniela Bartova frá
Tékklandi stökk þá aðeins 3,95 og
hafnaði i 6. sæti. Olíklegt verður að
teljast að einhver keppandi í úrslit-
um stökkvi lægra en 4 m. Til marks
um framfarimar í greininni má
nefna að þegar litið er á heimslista
frá því í apríl þá var sú er vermdi
20. sæti með árangur upp á 4,06 m.
Nú þarf að stökkva 4,21 m til þess
að komast í sama sæti. Þannig að
ljóst er að mikla framfarir Völu á
síðustu mánuðum eru í góðu sam-
ræmi við það sem er að gerast hjá
þeim sem standa fremst í flokki í
greininni.
Vala er yngst þeirra 10 stúlkna
sem stokkið hafa yfír 4,30 m en elst
er heimsmeistarinn frá því í París
sl. ár, Stacy Dragila frá Bandaríkj-
unum, 28 ára, með 4,40 m en hún er
að sjálfsögðu ekki með á EM.
Gangi allt að óskum hjá þeim
bestu í undankeppninni er reiknað
með að keppnin um gullið standi á
milli fimm stúlkna, Völu, Bartovu,
Anzhelu Balakhonovu frá Úkraínu,
Ungverjanna Eszterar Szemerédi
og Zsuzsa Szabó, en eins gæti
breski methafinn Janine Whitlock
og Nieole Rieger hæglega blandað
sér í hópinn. Þetta er metið út frá
því sem þær hafa verið að stökkva á
síðustu vikum. Vala virðist örugg
með að fara yfir 4,30 m eins og Bar-
tova. Balakhonova hefur verið jöfn
á mótum vetrarins og hæst stokkið
4,33 m, sem var um tíma Evrópu-
met. Szemerédi stökk einnig 4,33 á
sama móti og Úkraínustúlkan, en
hefur síðan ekki náð sér verulega á
strik, átt í meiðslum og stökk t.d.
ekki nema 3,88 m á mótinu í Erf-
urth er Vala setti fyrsta heimsmet
sitt, 4,42 m. En verði hún heil er
víst að hún ætlar sér stóra hluti því
líkt og hjá Völu var árangurinn á
VALA Flosadóttir á möguleika á að verja Evrópumeistaratitil sinn
í stangarstökki innanhúss. Hér á myndinni til hliðar fagnar hún
heimsmeti sínu ásamt þjálfara sínum Stanly Szczyrba, eftir að
hún stökk 4,44 m í Eskilstuna.
HM í fyrra vonbrigði. Szabó hefur á
hinn bóginn verið að bæta sig hratt
upp á síðkastið og um sl. helgi setti
hún ungverskt met innanhúss, 4,34
m, á móti í Búdapest.
Þjálfari Bartovu, Boteslav Pa-
tera, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann teldi Balakhonovu
vera líklegasta Evrópubúa ásamt
Bartovu til þess að veita Völu
keppni, ekki einatt á EM heldur
næstu mánuði og ár. Balakhonova
væri líkt og Vala hávaxin og sterk-
leg sem ætti mikið inni í þessari
grein, en á móti henni stríddi að
hún væri orðin 25 ára, fimm árum
eldri en Vala og tveimur árum eldri
en Bartova. Balakhonova hefði hins
vegar góðan grunn úr öðrum íþrótt-
um og keppnisreynslu. Aður en hún
hefði snúið sér að stangarstökki fyr-
ir röskum þremur árum hefði hún
verið í spretthlaupum, ætti best
11,60 sek. í 100 m hlaupi og um 23
Glímdu við spámennina
1 Blackburn - Leicester
2 Aston Villa - Liverpool
3 Derby - Sheffield Wed.
4 Leeds - Southampton
5 Everton - Newcastle
6 Crystal Palace - Coventry
7 Barnsley - Wimbledon
8 Sunderland - Ipswich
9 Manchester City - W.B.A.
10 Norwich - Q.P.R.
11 Oxford - Stockport
12 Bury - Swindon
13 Portsmouth - Tranmere
14:13
16:11
7:4
8:5
18:6
2:5
0:1
12:6
10:6
16:10
0:0
0:0
10:6
Urslití
síðustu viku:
Þróttur: 9 réttir
Valur: 8 réttir
: 10 réttir
STAÐAN I, I 2 3 4 5 STIG Fjöldi réttra
1 Valur nn tu o 2 15
2 Grindavfk 0 m ~1~ 1 13
3 Þróttur R. 2 ■■ ~Ö~ 1 3 21
4 ÍBV 2 m 2 8
5 Leiftur 1 □ 2 16
Í_J l~2~| 3 4 5
1 Fram tol 0 2 2 4 32
2 ÍA 2 1 2 2 7 31
3 Keflavík 2 i O O 3 34
4 KR O o 2 O 2 35
5 ÍR O 0 2 4 30
I { ÍTALÍA Árangur á heimavelli frá 1988 w KR 1 ib f m Þín spá
1. mars úrslit ÍR
1 Roma - Fiorentina 3 4 1 15:10 1 X 2 T X 2~ 1 X
2 Bologna - Parma 0 0 2 1:4 1 X 2 2 1 2
3 Piacenza - Sampdoria 2 1 0 7:5 1 X X 2 X
4 Empoli - Udinese 0 0 0 0:0 J X 2 ~2
5 Vicenza - Brescia 0 1 0 2:2 1 1 X 1
6 Lecce - AC Milan 0 1 3 2:7 2 2 x 2
7 Treviso - Perugia 0 0 0 0:0 1 T T
8 Foggia - Cagliari 2 1 1 6:3 X 2 2 1 X 2
9 Monza - Reggina 0 0 0 0:0 X 2 1 1
10 Ravenna - Castel Sangro 1 0 0 1:0 T T T
11 Reggiana - Chievo 1 0 0 1:0 1 1 X 2 1 X
12 Venezia - Ancona 2 1 0 5:0 1 1 1
13 Lucchese - Fid. Andria 0 3 0 5:5 1 X X 2 1 X 2
I næstu
viku
mætast:
Grindavík
og Þróttur
Urslit í
síðustu viku:
Keflavík: 7réttir
Fram: 7œttir
8réttir
STAÐAN I 1 i | 2 1 3 4 5 STIG Fjöldi réttra
1 Fram m 1 'T ~Í5
2 ÍA 2 m ~í~ 3 19
3 Keflavík 1 ~Ö~ O 1 27
4 KR 2 m 2 10
5 ÍR ~r~ 2 □ 3 21
1 I i~2~l 3 4 5
1 Valur rti 2 2 2 7 37
2 Grindavík 1 1 O 2 4 33
3 Þróttur R. O 1 2 1 4 35
4 ÍBV O 2 O O 2 38
5 Leiftur 0 O 1 QJ 3 37
I næstu
viku
mætast:
ÍA og
Keflavík