Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 4
> ■» Zico að- stoðar- þjálfari Brasilíu BANDARÍSK knattspyrnuyfir- völd hafa ráðið landsliðsmanninn fyrrverandi, Zico, í starf aðstoðar- landsliðsþjálfara landsins fram yfir heimsmeistara- keppnina í Frakk- landi í sumar. Verður hann Mario Zagallo landsliðþjálfara til halds og trausts og þykir ekki veita af í kjölfar slakrar frammistöðu Brasilíumanna í landsleikjum upp á síðkastið. Zagallo hafði áður sagt að hann kærði sig ekki um að fá að- stoðarmann sér við hlið en verður nú að sætta sig við að kyngja því. Eft- ir tap fyrir Bandaríkjunum í keppninni um gullbikar- inn og jafntefli við Jamaíku og Guatemala í sömu keppni hefur þrýstingur vaxið um að hann fái að- stoðarmann og nú hefur verið bætt úr því. Ricardo Teixeira forseti brasih'ska knattspyrnusam- bandsins sagði í gær að Zico myndi hafa líkt hlut- verk og Zagallo hafði hjá Carlos Alberto Parreira fyrrverandi landsliðsþjálf- ara meðan heimsmeistara- keppnin í Bandaríkjunum stóð yfír árið 1994. Engum sögum fer af viðbrögðum Zagallo við ráðningu Zicos. Víkingar unnu einvígið MIKIÐ einvígi fór fram í æfingasal borðtennisdeildar KR í JL-húsinu á miðvikudaginn þegar A-lið Víkings sótti Vesturbæinga heim. Leikið var til úrslita í 1. deild flokkakeppni Borðtennissambandsins Víkingar báru sigur úr bítum eftir hörkukeppni, 6:3. Það er fjórða árið í röð sem þeir hampa bikarnum en þar áð- ur einokaði KR hann og reyndar þarf að leita nærri tvo áratugi aftur til að finna önnur lið í úrslitum. Fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið sér inn 16 af 18 stigum möguleg- um - töpuðu 6:4 fyrir KR-ingum í fyrri umferðinni - en Vesturbæingar voru með 18 stig og Stefán dugði því jafntefli. Stefánsson Víkingum aftur á skrífar móti nægði sigur því þeir höfðu unnið alla leiki sína 6:0 en KR-liðið vann B-lið Víkings 6:2, svo að þó að liðin væru jöfn að stigum ynnu Víkingar á betra hlutfalli af unnum og töpuðum lot- um. Það má geta þess að í leiknum sem KR vann var þjálfari Víkinga, Thorsten Hævdholm, ekki með og þegar B-lið Víkinga náði að vinna tvo örlagaríka leiki af KR, var þjálfari KR-inga, Dennis Madsen, ekki með. Fyrirkomulagið er þannig að þrír eru í hvoru liði og eru einliðaleikirnir því níu ásamt einum tvíliðaleik. Leik- ið er þangað til annað liðið hefur unnið sex leiki en hvort liðið getur auðvitað unnið fímm leiki og er þá jafntefli. I fyrradag vann Víkingur- inn Guðmundur Stephensen fyrrver- andi félaga sinn, Ingólf Ingólfsson, í fyrsta leik en síðan áttust Danirnir við. Þar hafði Thorsten mikilvægan sigur í odda- lotu eftir að hafa unnið fímm síðustu boltana, fór úr 16:19 í 21:19. Kjartan Briem vann Adam Harðarson úr Víkingi í oddalotu en í tvíliðaleiknum sáu Dennis og Kjartan aldrei til sól- ar á móti Guðmundi og Thorsten. Guðmundur mátti sætta sig við tap í oddaleik fyrir Dennis en Adam vann þá Ingólf og Thorsten lagði Kjartan að velli svo að Víkingar voru komnir með vænlega 5:2 stöðu. Dennis minnkaði muninn með sigri á Adam en eftir að Guðmundur sigraði Kjart- an voru úrslit ráðin, 6:3 og ekki þurfti að spila fleiri leiki. „Við viss- um að hvort liðið sem var gat unnið en Víkingar áttu betri dag en við,“ sagði Kjartan Briem úr liði KR eftir leikinn. „Þetta var hápunktur tíma- bilsins, liðin eru jöfn og leikirnir því skemmtilegir. Við komum vel undir- búnir til leiks en það var ekki nóg.“ A-LIÐ VÍKINGS - íslandsmeistari í flokkakeppni Borðtennissam- bandsins 1997-1998. Talið frá vinstri: Guðmundur Stephensen, Ólafur Rafnsson þjálfari, Thorsten Hævdholm, Adam Harðarson, Markús Árnason. „Við byrjuðum vel, þegar ég vann Dennis og við Guðmundur tví- liðaleikinn. Það skipti miklu enda gátum við þá verið bjartsýnir," sagði Thorsten eftir leikina. ,Af okkur hélt Guð- mundm- best ró sinni enda spilað mikið er- lendis að undanförnu og hefur því reynsluna með sér en við hinir vorum taugaóstyrkir. Við gát- um samt andað rólegar eftir sigrana í byrjun og spilaði ég minn besta leik í vetur þegar ég mætti Kjartani,“ bætti Thorsten við. Þeir áttust við KR: Ingólfur Ingólfsson, Kjartan Briem og Dennis Madsen. Víkingur: Guðmundur Stephensen, Thor- stein Hævdholm, Adam Harðarson. 0:1 Ingólfur - Guðmundur, 12-21, 9-21. 0:2 Dennis - Thorsten, 12-21, 21-15,19-21. 1:2 Kjartan - Adam, 21-16,19-21, 21-12. 1:3 Dennis/Kjartan - Thorsten/Guðmundur, 27-25,12-21, 9-21. 2:3 Dennis - Guðm., 25-23,13-21, 21-13. 2:4 Ingólfur - Adam, 21-14,15-21, 14-21. 2:5 Kjartan - Thorsten, 11-21,17-21. 3:5 Dennis - Adam, 18-21, 21-10, 21-13. 3:6 Kjartan - Guðmundur, 13-21, 16-21. GLÍMA Ingibergur var öryggið uppmálað sér í þá baráttu er Ólafur Kristjáns- son, hinn kornungi og efnilegi Þing- eyingur, sem náði þriðja sæti í þess- um öfluga flokki. Ölafur hefur æft í Reykjavík í vetur og sýnt góðar framfarir. Hann er nú kominn í þriðja sæti fullorðinna á styrkleika- lista glímunnar eftir þetta mót. Ólaf- ur hefur bætt glímulag sitt og glímir nú meira agað og af mýkt sem hefur skilað góðum árangri. Fjórði í flokknum varð Jón Birgir Valsson, KR, sem er alltaf öflugur glímumað- ur og hefur sýnt ágæta glímu í vetur og betri en oft áður. Jón getur tekið afar öflug hábrögð sem fáir standast og sýndi einnig góða takta í vörnum. Fimmti varð hinn ungi Skarphéðíns- maður Stefán Geirsson, sem er að hasla sér völl meðal hinna sterkustu, og lagði nú m.a. skjaldarhafa Skarp- héðins, Helga Kjartansson, sem varð sjötti. Helgi olli nokkrum vonbrigð- um eftir góða frammistöðu fyrr í vet- ur en glímdi nú meira í vörn en áður og náði ekki frambærilegum árangri Ingibergur Sigurðsson sigraði á meistaramótinu í glímu sem fram fór í Varmahlíð í Skagafírði um síð- ustu helgi. Keppt var í kvennaflokki og fímm karlaflokkum. Heldur hefur fækkað í liði kvenna að undanfornu og nú voru aðeins tvær mættar til keppni og báðar kornungar. Það var Tinna B. Guðmundsdóttir, eina stúlkan sem æfir glímu á Sauðár- króki, sem hampaði meistaratitlinum eftir snarpa glímu við Magneu K. Svavarsdóttur frá Hellu. I fremur fámennum yngri flokkum sigruðu þeir ungu og efnilegu Ólafur Kristjánsson, HSÞ, og Lárus Kjart- ansson, HSK. I -81 kg flokki voru tveir keppendur og Arngeir Frið- riksson sigraði Halldór Konráðsson, Víkverja, örugglega. Báðir eru liprir og hreyfanlegir glímumenn en glím- an tók stuttan tíma. Jón Birgir Valsson úr KR sigraði í -90 kg flokki nokkuð örugglega og beitti sínu öfluga klofbragði óspart. Næstur kom Helgi Kjartansson, HSK, og síðan aldursforseti mótsins, Kristján Yngvason, HSÞ, sem veitti þeim yngri verðuga keppni. Helsta keppni mótsins var í þyngsta flokknum, +90 kg. Þar voru 10 keppendur mættir til leiks og engir aukvisar margir hverjir. Fljót- lega sást að baráttan um fyrsta sæt- ið yrði milli þeirra Arngeirs Frið- rikssonar, bónda í Reykjadal, og Ingibergs Sigurðssonar, bakara og glímukóngs úr Kópavogi. Þeir gerðu jafnglími sín á milli en lögðu aðra keppendur af öryggi á margs konar brögðum. Svo fór úrslitaglíma í hönd og áttu báðir góða sókn til skiptis. Að lokum féll Arngeir nokkuð óvænt og töldu sumir að hann hefði ekki náð tökum en dómarar mótsins full- vissuðu sig um að svo hefði verið. Ingibergur varð því íslandsmeistari en þessi keppni sýnir að baráttan um að halda Grettisbeltinu verður tvísýn fyrir Ingiberg í vor því Arngeir er til alls vís. Þriðji maðurinn sem gæti blandað EFSTll menn í +90 kg flokki. Frá vinstri: Ólafur Kristjánsson, HSÞ, Arngeir Friðriksson, HSÞ, og fslandsmeistarinn Ingibergur Sigurðsson. af svo klókum og þaulæfðum glímu- manni að vera. Pétur öldungameistari Fyrsta meistaramót öldunga í glímu fór fram um síðustu helgi, einnig í Varmahlíð. Það var ekki síð- ur til skemmtunar keppendum og áhorfendum enda er tekið fram í reglugerð mótsins að til þess skuli gengið og frá því með bros á vör. Níu kappar yfír 35 ára aldri skráðu sig til leiks og um dómgæslu sáu allir ný- bakaðir grunnskólameistarar ásamt Magneu Karen Svavarsdóttur sem keppti í kvennaflokki. Þessum níu köppum var skipt í tvo riðla sem kepptu innbyrðis. Mátti sjá fjörug tilþrif þessara fornu kappa sem lík- lega ímynduðu sér að þeir væru orðnir tvítugir og drógu ekki af sér. Bræðurnir frá Skútustöðum, Krist- ján og Pétur Yngvasynir, sigruðu hvor í sínum riðli og kepptu til úr- slita. Þar sigraði Pétur enda fimm- faldur glímukóngur á árum áðui- og var því rétt nefndur fyrsti íslands- meistari öldunga í glímu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.