Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1998 Goldin kemur aftur til LAUGARDAGUR 7. MARZ KNATTSPYRNA BLAÐ Jordan efstur alls staðar Víkingar unnu einvígið Sannur vináttuleikur Egyptar sigruðu ísraelsmenn 28:21 í fyrsta leik OLÍS-mótsins í gærkvöldi. Þeir sem óttuðust að eitt- hvað alvarlegt myndi gerast þegar landslið þjóðanna mættust gátu and- að léttar þegar flautað var til leiksloka. Leikurinn var einstaklega prúðmannlega leikinn og ekki að sjá að fjandskapur væri með leikmönn- um þótt andi nyög köldu á milli þjóð- anna. „Ég er að sjálfsögðu óánægður með að tapa, en ég er mjög ánægður með að leikmenn liðanna hugsuðu um það eitt að leika handknattleik. Við lékum síðast við Egypta í nóvember 1996 og þá unnum við, en það þurfti að flytja fimm leikmenn okkar á sjúkrahús. Núna einbeittu menn sér að því að leika heiðarlega og ég er ánægður með það. Egyptar voru betri og verðskulduðu sigurinn enda lékum við mjög illa í síðari hálfleik," sagði Shlomo Bar-Sela, þjálfari ísra- ela eftir leikinn. ísraelar komu nokkuð á óvart með því að halda spennu í leiknum fram í miðjan síðari hálfleik, en þeir náðu aðeins að gera þrjú mörk í síðustu 20 sóknunum og í síðari hálfleiknum gerði liðið aðeins 7 mörk. Spánverjinn Javier Cuesta, þjálfari Egypta, tók í sama streng og þjálfari ísraela. „Leikurinn fyrir rúmu ári var hræðilega Ijótur og ég er ánægður með að bæði lið léku heiðarlega í kvöld. Skömmu áður en við komum hingað meiddist aðalvarnarmaðurinn og ég var með nýjan mann á miðj- unni. Vömin var því ekki góð nema á kafla í síðari hálfleik. Ég held líka að leikmenn mínú hafi verið dálítið trekktir vegna þess að þeir voru að leika við ísrael. Það er alltaf mjög sérstakt fyrir Egypta," sagði Cuesta. Michael Jordan er ekki aðeins stigahæsti leikmað- urinn í deildinni og besti leikmaður deildarinnar, hann er einnig sá launahæsti. Hann hefur 33,14 millj- ■mm ónir dala í grunnlaun á ári, þremur millj- GunnarVal- ónum meira en í fyrra. Laun hans eru geirsson skríf- hærri en heildarlaun hjá 17 af 29 liðum í arfrá Banda- deildinni! Chicago hefur að sjálfsögðu ríkjunum langhæstu heildarlaun af öllum liðum, 61,7 milljónir dala. Svokallað „launaþak" er í gildi, en samkvæmt samn- ingi stéttarfélags leikmanna og deildarinnar mega liðin í deildinni ekki borga leikmannahópi sínum meira en 26,9 milljónir dala. Hins vegar eru ýmsar undanþágur sem leyfa liðum að fara yfir þetta þak. Sérstaklega svokölluð Larry Bird regla sem leyfir liðunum að end- ursemja við eigin leikmenn um hækkun án þess að sú hækkun sé tekin með í heildarlaunin. Þannig „kostar“ Jordan lið Chicago aðeins 3 milljónir dala af launaþaki Chicago þótt raunveruleg laun hans séu tíu sinnum hærri. Meðallaun leikmanna í deildinni eru 2,24 milljónir dala en 36 af 411 leikmönn- um sem eru á launaskrá lið- anna fá meir en 6 milijónir dala í laun. A meðan er um fímmtungur leikmanna á lág- markslaunum sem eru 272 þúsund dalir (242 þúsund fyrir nýliða). Launahæstu leikmenn deOdarinnar eru annars (í milljónum dala): Michael Jordan Chicago 33,1. Patric Ewing, New York 20,6. Horace Grant, Or- lando, 14,3. Shaquille O’Neal, L.A. Lakers 14,9. David Robinson, San Antonio, 12,4. Alonzo Mourning, Miami, JORDAN 11,3. Juwan Howard, Was- hington, 11.3, Hakeem Olajuwon, Houston, 11,1. Gary Payton, Seattle, 10,5. Dikembe Mutombo, Atlanta 9,8. Þess má geta að framkvæmdastjóri NBA-deildar- innar, David Stern, hefur 7 milljónir dala í laun, sem er meira en hjá 95% leikmanna. Launahæsti þjálfarinn er Pat Riley hjá Miami, en hann er með 8 milljónir dala í laun. Rick Pitino hjá Boston kemur næstur með um 7 milljónir. Dennis Rodman hjá Chicago hefur einn sérkennileg- asta samninginn. Hann hefur um 4,5 milljónir dala í grunnlaun, en gæti fengið um 6 milljónir í viðbót í bón- us. Hann fær 185 þúsund dali fyrir hvem leik sem hann leikur í yfir 59 leiki. Hann fær hálfa milljón fyrir að vinna frákaststitilinn (sem hann sennilega gerir). Ef hann leikur í öllum leikjum Chicago í úrslitakeppninni, fær hann eina milljón dala í bónus, o.s.frv. Af liðum er Chicago með hæstu samanlögð laun, 61,7 milljónir dala. Næst kemur New York með 56,5 milljónir, þá Orlandi með 45,8 milljónir og San Antonio með 42,9 milljónir. Jordan til Grindavíkur GRINDVÍKINGAR fá í dag nýj- an, bandarískan leikmann f stað Darrels Wilsons sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni. Sá heitir Wallsh Jordan og er 25 ára gamall og 184 cm hár bakvörður. Jordan var í vetur í 15 manna æfingahópi Dailas- liðsins í NBA-deildinn en komst aidrei f 10 manna leikmannahóp liðsins. Hann úrskrifaðist frá Mississippi-háskólanum 1995 og var með 16 stig og 5 stoðsend- ingar að meðaltali f leik sfðasta keppnistímbilið í háskóla. „Eg hef spurt Don Nelson, þjáifara Dallas, eftir Jordan og hann talar vel um hann og vill fá hann aftur til sín á næstu leiktíð," sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari Grindavfkur, í gær. „Úr því að lið f NBA sýn- ir honum áhuga ættum við að geta nýtt krafta hans.“ Jordan leikur sinn fyrsta leik með Grindvíkingum á morgun er þeir taka á móti Tindastóli. Vladimir Goldin, handknattleiks- maður frá Hvíta-Rússlandi, sem lék með KA um tíma í haust en varð að fara skyndilega heim til sín fyrir jólin til að sinna herskyldu, er væntanlegur á ný í herbúðir KA- manna eftir helgi. Þetta staðfesti Atli Hilmarsson, þjálfari KA, í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Goldin hefur verið í sambandi við okkur síðan hann fór og hefur unn- ið að því að fá sig lausan undan her- þjónustu um tíma. Nú hefur það tekist og hann fær sex vikna leyfi og við ákváðum að nýta okkur það. Hann kemur á mánudaginn og ég fagna því að fá liðsstyrk í lokabaráttunni," sagði Atli. Ovíst hvenær Þorvaldur Þor- valdsson getur leikið með KA, en hann meiddist í leik við Hauka á mánudagskvöldið. Hann fékk högg á hálsinn með þeim afleiðingum að það blæddi inn á hálsliði. Ásthildur til KR jr Asthildur Helgadóttir, sem leik- ið hefur með Breiðabliki í knattspyrnu, gekk í gærkvöldi til liðs við KR. Ásthildur var valin besti leikmaður íslandsmótsins ár- ið 1996 og eru forráðamenn KR mjög ánægðir með að fá hana til fé- lagsins og segja hana styrkja liðið mikið, enda sé hún ein besta knatt- spymukona landsins. VÍKINGAR fögnuðu sigri f einvígi við KR-inga í úrslitaleik 1. deildar f borðtennis, eftir hörkukeppni 6:3. íslandsmeistarinn Guðmundur Stephensen, á myndinni til hliðar, lék stórt hlutverk hjá Víkingum eins og oft áður. ■ Sjá B4 Morgunblaðið/Kristinn HANDKNATTLEIKUR GLÍMA: INGIBERGUR SIGURÐSSON VAR ÖRYGGIÐ UPPMÁLAÐ / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.