Morgunblaðið - 11.03.1998, Side 2

Morgunblaðið - 11.03.1998, Side 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breki VE enn með góða sölu • BREKI VE gerði enn góða sölu í Bremerhaven í gær þegar afli skipsins, um 178 tonn af karfa, var seldur fyr- ir um 27,2 milljónir króna eða um 152 krónur fyrir kíló- ið að meðaltali. Þetta er þríðja sala Breka VE í Brem- erhaven á árinu og hafa þá verið seld um 500 tonn úr skipinu fyrir um 80 milljónir króna. Að sögn Samúels Hreins- sonar, forstjóra Fiskmarkað- aríns í Bremerliaven, hefur verð á karfa verið mjög gott á þessu ári. „Meðalverð á karfa hér á markaðnum í febrúar í fyrra vai' rúmar 123 krónur fyrir kílóið en var síðastliðinn febrúar rúm- lega 151 króna. Svipað magn og á síðasta ári Við höfum verið að selja svipað magn og á síðasta ári, sé sjómannaverkfallið undan- skilið, og verðið var einnig þetta hátt áður en að verk- fallið skall á. Það liggur því beinast við að rekja þessa hækkun til innflutnings- bannsins á Nflarkarfanum en hann dró verð mjög niður þegar sala á honum var Ieyfð,“ segir Saniúel. Hrognin söltuð fyrir Svía • Byrjað var að kreista hrogn úr loðnunni hjá ísfé- laginu í Eyjum á mánudag- inn og íjgær hófst. vinnsla þeirra. I gær voru eingöngu söltuð hrogn sem fara á markað í Svíþjóð en ráðgert er að salta í um 1.000 tunnur hjá ísfélaginu fyrir þann markað. Jón Svansson fram- leiðslustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að hjá ísfé- laginu væri einnig ráðgert að frysta eitthvað af hrogn- um og sagðist hann búast við að þeir myndu frysta um 450 tonn fyrir Japansmarkað. Hrognavinnsla er ekki enn hafin í Vinnslustöðinni en Viðar Elíasson framleiðslu- stjóri sagði að ráðgert væri að vinna eitthvað af hrogn- um hjá þeim. Hann sagði erfitt að segja til um hvenær hrognavinnslan hæfist hjá þeim, næstu farmar sem bærust yrðu skoðaðir og þá metið hvort farið yrði að kreista. Viðar sagði að ekki væri ákveðið hversu mikið inagn af hrognum yrði unnið lijá Vinnslustöðinni í vetur. Auktu framleiðnina með INTERROLL joKi Færibanda- ! mótorar, 1 flutningsrúllur, flutningskerfi, lagerkerfi. Viðurkennd gæöavara. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 intiitmw™ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LOÐNUFLOTINN var um helgina að veiðum nokkur hundruð metra austur af Heimaey og var mokveiði hjá bátunum sem fylltu sig flestir f fáum köstum. Hér er Guðrún Þorkelsdóttir SU að snurpa. Loðnumok við V estmannaeyj ar Mokveiði var á loðnumiðunum við Vestmannaeyjar um helgina og voru bátamir að veiðum skammt austur af Heimaey á laugardag og aðfaranótt sunnudags en á sunnu- dag brældi og varð flotinn að hætta veiðum. í gærkvöldi hafði veður lagast og voru bátarnir að byrja að kasta á torfur vestan við Þiidranga. Loðnufrysting er nú á loka- spretti en í Eyjum er búið að frysta nærri átta þúsund tonn á vertíðinni. Frystingu er lokið hjá Isfélaginu en í Vinnslustöðinni er enn verið að fi-ysta á Rússlands- markað og er vonast til að hægt verði að halda þeirri frystingu áfram eitthvað fram eftir vikunni. Jón Olafur Svansson, fram- leiðslustjóri Isfélagsins, sagði að þar hefði frystingu verið hætt á sunnudagsmorgun en þá var búið að frysta samfellt í tíu sólarhringa. Hann var þokkalega ánægður með vertíðina og sagði að vel hefði ræst úr miðað við útlitið í upphafi. I Is- félaginu voru fryst 3.700 tonn, nær allt fyrir Japansmarkað, sem er svipað magn og fryst var hjá Isfé- laginu í fyrra. Jón sagði að þrátt fyrir að magnið væri það sama væru afurðimar verðminni þar sem loðnan hefði lengst af verið smærri en áður en þó hefði heldur ræst úr stærðinni síðustu dagana en þá hefði loðnan verið orðin svo hrognafull að farið var að leka úr henni og því erfitt að eiga við að frysta hana. Á fjórða þúsund tonn Viðar Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, hafði ekki nákvæmar tölur um hvað væri bú- ið að frysta hjá þeim en sagði að það væri eitthvað á fjórða þúsund tonn og hefði það verið unnið bæði fyrir Rússland og Japan. Hann sagði þetta svipað magn og á síð- ustu vertíð en afurðirnar væru verðminni vegna smærri loðnu. Hann sagði að þeir væm þó þokkalega sáttir við stöðuna. Þetta hefði verið erfið vertíð þar sem loðnan hefði verið óvenju langt í burtu frá Eyjum þegar hún komst í frystingarhæft ástand. Viðar sagði að enn væri verið að frysta loðnu hjá þeim á Rússlands- markað og vonaðist hann til að sú vinnsla gæti staðið í nokkra daga. ÞAÐ getur verið þungt í nótinni, þegar kastið er stórt. Hér er G+igja VE með gott kast á síðunni. Örn KE úr breytingum NÓTASKIPIÐ Örn KE kom frá Póllandi í fyrradag og lauk þar með seinni hluta breytinga sem gerðar hafa verið á skipinu. Skipið var einnig í breytingum í Póllandi árið 1996 og var þá byggður á það nýr framendi. Nú var afturhluti skipsins endurnýjaður frá grunni. Smíðuð var ný brú á skipið, skipt um aðalvél og mannaíbúðir endurnýjaðar. Að sögn Arnar Erlingssonar, útgerðarmanns skipsins, voru fjarskipta- og fískileitartæki sömuleiðis endurnýjuð. Hann segir breytingarnar hafa kostað samtals um 200 milljónir króna. Örn KE hélt til veiða á ný í gær. Skipsljóri á Erni KE er Sigurður Sigurðsson og yfirvélsljóri Sigurgeir Jónsson. Morgunblaðið/Hauknr Snorrason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.