Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998
MARKAÐIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fiskverð he/ma
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar
Fiskmarkaður
Suðurnesja
60
7.v | 8.v I 9.v [ 1Q.vj
20
Ails fóm 199,8 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í
síðustu viku. Á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar vom seld 38,21 á
98,64 kr./kg. Um Faxamarkað fóm 8,71 á 112,64 kr./kg og um
Fiskm. Suðurnesja fóm 152,91 á 111,68 kr./kg. Af karfa vom
seld 20,61. í Hafnarfirði á 98,05 kr./kg (1,11), á 82,64 kr./kg (3,1
t) á Faxagarði og á 93,78 kr./kg (16,41) á Fiskmarkaði Suðurnesja.
Af ufsa vom seld 53,4 tonn. í Hafnarfirði á 63,28 kr. (6,71), á
49,00 kr./kg (11,41) á Faxagarði og á 58,90 kr. (35,31) á Fiskm.
Suðurnesja. Af ýsu vom seld 126,41 á fiskmörkuðunum þremur.
í Hafnarfirði á 110,24 kr./kg (11,81), á Faxagarði á 130,24 kr.
(40,71) og á 128,17 kr. (74,01) á Fiskm. Suðurnesja.
'F/skverd ytra
Þorskur«*«» Karfi«"*» Ýsa«""» Skarkoliaaa**
Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bremerhaven í Þýskalandi,
í síðustu viku. Þar vom seld 270 tonn af karfa á 128,48 kr./kg að
meðaltali og 10 tonn af ufsa á 132,13 kr./kg. Alls 293 tonn á 128,93 kr./kg.
Seld voru 625,2
tonn af fiski á
fiskmörkuðum í
Grimsby í Bretlandi
í 10. viku. Miðverð á i
þorskivar 190,38
kr^kg, áýsu 141,60
kr./kg og 122,72 kr.
hvert kíló af kola.
Fiskverð var sem
hér segir...
Lægsta Hæsta
Þorskur kr./kg krYkg
Lftill 160 179
Meðal 160 217
Stór 179 245
Ýsa
Lítil 104 142
Meðal 123 160
Stór 151 170
Koli
1 & 2 fl. 76 170
Góðar horfur í áströlskum
sjávarútvegi þrátt fyrir áföll
Framleiðslan lík milli
ára en verðhækkun mikil
FISKFRAM-
LEIÐSLA í Ástral-
íu hefur verið nokk-
uð stöðug að undan-
fómu, um 220.000
tonn á ári, þrátt fyrir, að nokkuð hafi dregið úr veiðum vegna nýrra
reglna um fjölda skipa, vélarstærð og veiðarfæri. A móti hefur komið auk-
ið fiskeldi, til dæmis lax og aðrar tegundir ýmsar. Hefur verið mikið um
sameiningu fyrirtækja í þeirri grein og hefur almennt gengið vel þótt ekki
hafi reksturinn verið með öllu áfallalaus.
Fiskneysla hefur vaxið hröðum
• skrefum í Ástralíu og meðal annars
vegna aukins fjölda Asíumanna í
landinu. Hefur innflutningurinn
vaxið að sama skapi enda munu
landsmenn seint verða sjálfiim sér
nægir að þessu leyti. Þótt Ástralía
sé umvafin suðrænum sjó er þar
lítið um mjög auðug fiskimið og
heildarafli úr hverri tegund lítill ef
miðað er við það, sem gerist á
norðurhveli.
Eftirsóttar tegundir
Þótt ekki sé um að ræða marga
stóra stofna, þá eru sumar tegund-
irnar mjög eftirsóttar og má af
þeim nefna búrfiskinn. Af honum
veiddist raunar mikið fyrir
' nokkrum árum, um 40.000 tonn, en
nú losar aflinn aðeins 3.000 tonn.
Önnur tegund er svokallaður tann-
fiskur en hann getur orðið tveggja
metra langur og lifað í 30 ár. Hann
vex hins vegar mjög hægt. Heild-
arkvóti Ástrala í þessari tegund
1996-’97 var 3.800 tonn.
Annar eftirsóttur fiskur er mak-
ríltegund, sem verður rúmlega 60
sm löng, en kvótinn í henni er að-
eins 311 tonn. Báðar þessar teg-
undir þykja mikið lostæti og all-
mikið hefur verið um ólöglegar
veiðar í þeim.
Rækjuveiðin við Ástralíu_ þætti
ekki upp á marga fiskana á íslandi
. en 1996-’97 var aflinn alls tæplega
rúmlega 27.000 tonn. Rækjan er
hins vegar mjög stór og verðið
miklu hærra fyrir hana en kald-
sjávarrækjuna.
Klettahumarinn gefur mest
Verðmætasta tegundin er ekki
fiskur, heldur svokallaður kletta-
humar, sem veiðist við Vestur-
Ástralíu, en 1996-’97 var aflinn alls
16.000 tonn. Hefur útflutnings-
verðmæti humarsins aukist ár frá
ári og svaraði til 35% af útflutn-
ingsverðmætinu fyrir fisk og sjáv-
arafurðir 1996-’97. Er skýringin
meðal annars sú, að æ meira af
humrinum er flutt lifandi til
Japans, Hong Kong og Tævans.
Veiðar á bláuggatúnfiski við suð-
urströndina hafa heldur verið að
aukast en stofninn er enn að jafna
sig eftir rányrkju í mörg ár. Við
austurströndina er hins vegar góð-
ur gangur í öðrum túnfiskstofnum
og þar hefur einnig veiðst vel af
sverðfiski.
I eldinu er um að ræða margar
tegundir, til dæmis Atlantshafslax,
sem er aðallega alinn á Tasmaníu.
Þá má einnig nefna barra, svokall-
aðan hrifsara, túnfisk, ostru og
rækju. Raunar varð ostrueldið fyr-
ir miklum skakkafÖUum í fyrra
þegar mörg lifrarbólgutilfelli voru
rakin til þess. Það er þó aftur á
uppleið.
Niðurlagður fiskur vinsæll
Af öðrum greinum má sérstak-
lega nefna niðursoðnar og niður-
lagðar afurðir en eftirspurn og sala
í þeim hefur aukist mikið og alveg
sérstaklega í túnfiskinum. Má fyrst
og fremst rekja aukninguna til
þriggja ára langrar herferðar sam-
taka niðurlagningariðnaðarins í
Ástralíu og þeirra ótalmörgu nýj-
unga, sem þar hefur verið fitjað
uppá.
Ástralir flytja inn fisk og aðrar
sjávarafurðir víðs vegar að, ekki
síst frá Nýja Sjálandi, og Nýsjá-
lendingar eru sérstaklega stórir á
markaðinum fyrir ferskan fisk.
Mikið er einnig flutt inn frá Ví-
etnam enda hefur Víetnömum í
Ástralíu fjölgað mikið. Kemur það
til dæmis fram í auknum fjölda
fiskverslana og þar fyrir utan
kunna Víetnamar vel að meta ýms-
ar tegundir, sem áður var litið á
sem aukaafla og aðeins til óþurftar.
Hefur það einnig orðið til að auka
útflutningsverðmæti sjávarútvegs-
ins.
Áhersla á gæði
I næstum heilan áratug hefur
verið uppgangur í áströlskum
sjávarútvegi þrátt fyrir áföll eins
og hrunið og afar strangar reglur
um búrfiskveiðina. Hefur eftir-
spurnin heima fyrir og á helstu
mörkuðunum í Ásíu vaxið ár frá
ári og verðið á ferskum eða lifandi
sjávardýrum, til dæmis humrin-
um, hækkað stöðugt. Er iðnaður-
inn nú að búa sig undir að mæta
HACCP-staðlinum, hinum nýju
reglum um innflutning sjávaraf-
urða til Bandaríkjanna, enda er að
því stefnt, að ástralskur sjávarút-
vegur verði kunnur fyrir mikil
vörugæði. Að vísu eru nokkrar
blikur á lofti á mörkuðunum í Asíu
en flestir líta á það sem stundar-
fyrirbrigði og efast ekki um, að
framtíðin sé björt.
Fiskimjölsframleiðsla
Samdráttur í Perú
20% frá árinu áður
HEILDARAFLI Perúmanna á síðasta ári var 7.769 miHjtín tonn samanborið
við 9.517 milljón tonn árið 1996. Þetta þýðir 18% samdrátt á milli ára.
Framleiðsla fiskimjöls drtíst saman um 20% árið 1997 samanborið við 1996
þegar framleiðslan nam 1.925 milþon tonnum. Þrátt fyrir framleiðslu-
minnkun, jtíkst verðmætið milli áranna um 8,3%, eða úr 816,19 milljtínum
bandaríkjadala í 884,14 milljtínir dala.
Lýsisframleiðslan, sem er önnur mikilvægasta framleiðsluvara Perú-
manna úr sjávarútveginum, minnkaði úr 422.500 tonnum 1996 í 278.900
tonn 1997. Heildarafli Perúmanna í desember 1997 var aðeins 247.400 tonn
á mtíti 1,6 miþjtín tonnum í desember 1996. Ástæður þessa má einkum reka
til heitstraumsins E1 Nino, sem nú setur mikið strik f mjöl- og lýsisfram-
leiðslu Perúmanna.
Perú hefur árum saman verið langstærsti framleiðandi fiskimjöls í heim-
inum og hefúr framleiðslan þar haft ráðandi áhrif á markaðinn, framboð,
eftirspurn og verðlagningu. Vegna þessa mikla samdráttar að undanfömu,
hefúr framboð á fiskimjöli minnkað og verðið verið í hámarki. Svipaða
sögu er að segja af lýsinu, þó það skipti ekki jafnmiklu máli, þar sem frem-
ur lítið lýsishlutfall er í fiskimjölsframleiðslu í Surður-Ameríku. Chile er
annað afkastamesta landið í framleiðslu fiskijöls og lýsis. Heitsjávar-
straumurinn E1 Nino hefur haft sambærileg áhrif þar, þtí hans gæti nokkru
minna eftir því sem sunnar dregur.
Helstu tegundir í fiskveiðiafla heims
Helstu tegundir í afla uppsjávarfiska
milljón tonn
1950
1960
1970
1980
~l r
1990 ‘94
Lindýr
\ Skeljar
\Krabbadýr
\ Ýmsileqt ^
\Túnfiskur
Uppsjávarf. ^
Lvsingur
Flatfiskur
/ ■ ^
\ Laxfiskur
X Ferskvatnsf. .
mllljón tonn
Sardinella
Brislingur
Sardína
\ Ansósur
X Síld
1950
1960
1970
1980
1990 '94
Fiskaflinn
Sjávarafli og eldis- I afurðir Ástrala 19971
A Rækja 27.856 tonn Humar 15.736 tonn
F Túnfiskur 12.834 tonn
L J Annarfiskur 113.991 tonn Sæeyra 5.109 tonn Hörpuskel^ 9.102tonn
E
L
D
I
Lax 7.647 tonn
Silungur” 2.149 tonn
Túnfiskur 2.089 tonn
Barri 510tonn
Rækja 1.626 tonn
Ostrur 10.444 tonn
Jafnvægi
í Ástralíu
Fiskafli og fiskeldi í Ástralíu hefur
skilað um 220.000 tonnum árlega
síðustu árin og verið í nokkm jafn-
vægp. Reyndar hefur fiskaflinn
dregizt lítillega saman síðustu ár-
in, en aukið fiskeldi vegið þann
samdrátt upp. Litlar sveiflur hafa
verið í aflanum, en rétt er þó að
geta aukningar á veiði tannfisks
utan lögsögu. Tvö skip frá Ástralíu
hafa leyfi til veiðanna og var afli
þeirra á sfðasta fiskveiðiári um
3.800 tonn. í fyrra var bolfiskur
uppistaðan f aflanum, eða um
114.000 tonn tonn, en af rækju
veiddust tæp 28.000 tonn. Aðrar
helztu tegundimar em humar,
túnfiskur, hörpudiskur og sæeyra,
sem er langverðmætasta sjávaraf-
urðin við Ástralíu. Þá skilaði eldið
um 10.000 tonnum af ostru og
7.700 tonnum af laxi en mun minna
af öðram tegundum.
Pffl'i'iau.nnu
Inn- og útflutningur sjávarafurða 1997
QV Rækia 13.522 tonn
Heilfr. fiskur 14.378 tonn
Lýsingsflök 14.184 tonn
Niðurs. túnf. 11.088 tonn
""Tkl Niðurs. lax 8.092 tonn
ffiÍA NZ kræklingur 2.371 tonn
Tcp' Rækia 10.890 tonn
|Y1 Sæeyra 2.939 tonn
hZS Humar 12.479 tonn
ImI Túnfiskur 3.406 tonn
• Atlantsh. lax 2.419 tonn
Aðrar fiskteq. 10.485 tonn
Hörpuskel 1.325 tonn
Ástralir fiytja mun meira inn af
sjávarfangi en þeir flylja út. Á síð-
asta fiskveiðiári var innflutningur
rúmlega 60.000 tonn, en útflutn-
ingur rúmlega 40.000 tonn. Mest er
flutt inn af heilfrystum fiski, fisk-
flökurn og rækju, en mest fer utan
af humri, rækju og bolfiskafurð-
um. Sem dæmi um útflutninginn
má nefna að 3.000 tonn af sæeyra
og 12.500 tonn af humri skila lang-
mestum verðmætum í útflutningn-
um, eða meira en helmingi heildar-
innar.