Morgunblaðið - 11.03.1998, Page 7

Morgunblaðið - 11.03.1998, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 D GREINAR Kvótaþríeykið og peningavaldið ÞEGAR kvótakerfíð var sett á 1984 var markmiðið með þeim lögum að stuðla að verndun fiskistofna, allra fiskistofna ekki bara þorskstofnsins. Þetta kvótakerfi hefur algjörlega brugðist og meira að segja snúist í andhverfu sína. I stað þess að stuðla að frið- un hefur það skapað sóun, sukk og spill- ingu. Síðan kei-finu var komið á hafa bátar og togarar einbeitt sér að öðrum tegundum en þorski. Dæmi eru um að Kristinn Arnberg togskip hafi farið strax úr stað og jafnvel hringinn í kringum landið af því það mátti ekki veiða þorsk. Sóknin í aðra stofna en þorsk er bú- inn að skaða þá. Skip sigla stað úr stað og fá ekkert annað en þorsk sem enginn kvóti er fyrir og henda honum í sjóinn aftur. Óréttlátt og siðlaust Dragnótabátar á kolaveiðum fá risahöl af þorski og hirða eitt og eitt einmana kolablað úr kösinni og henda svo þorskinum í sjóinn aftur af því að það er ekki til kvóti fyrir honum. Netabátar mega ekki hirða minni þorsk en átta kíló af því að kvótinn kostar áttatíu krón- ur kílóið en verðið á fiskmörkuðum á þorski er hundrað og tíu krónur þannig að þeir verða að henda þriðja hverjum þorski í hafið. Svona er kvótakerfið í raun spillt, óréttlátt og siðlaust. Mér, sem skrifar þessa grein, dettur ekki í hug að halda því fram að sjó- menn kasti fiski í sjó- inn að gamni sínu. Þeir hafa bara ekkert annað ráð. Núna seinni ár hefur þetta kvótakerfi verið að sundra þjóðinni. Ut- gerðarmaður sem var virtur í sinni heima- byggð af því hann var máttarstólpinn í sínu plássi skapaði atvinnu á sjó og í landi er nú hataður og kallaður sægreifi að því að hann á allan kvótann í plássinu, og getur selt hann fyrir hundruð milljónir króna og farið burt úr plássinu og skilið fólkið sem vann hjá honum eftir atvinnulaust og plássið í rúst. Enginn kvóti, enginn fiskur engin atvinna. En er þetta honum að kenna að svona er kom- ið? Nei, þarna verður að kenna landsfeðrunum um (þríeykinu). Þeir hafa klúðrað þessu, kannski af vanþakkingu, kannski af kæruleysi og klaufalegri þjónkun við hags- munaaðila. Við skulum bara vona að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera svo að þetta kallist ekki ásetningsbrot. Flokksheili Nýtt fólk sem tekur sæti á al- þingi, sama hvar í flokki það er, virðist annaðhvort vera heilaþvegið eða að skipt hafi verið um heila í því, - settur í það flokksheili. Það virðist ekki skynja hvað það er að „Nokkur stórfyrirtæki eru búin að kaupa hátt á annað þúsund tonn af þorskkvóta,“ segir Kristinn Arnberg, „og margir einstaklingar eru búnir að kaupa 30CM00 tonn af þorskkvóta í þessu kerfi.“ gera komandi kynslóðum með því að samþykkja allt sem flokksfor- ingjarnir á alþingi segja þeim að samþykkja. Þó eru til undantekn- ingar en þær eru mjög fáar. Halldór var fljótur að grípa til- lögur Alþýðubandalagsins og snúa þeim sér í hag með að setja veiði- leyfagjald ofaná allt sukkið. Hann veit sem er að með því væri þetta kerfi komið til að vera. Við sem lát- um okkur þetta óréttlæti varða, verðum að vinna að því að fá nýtt fólk inn á alþingi, fólk sem lætur hvorki skipta um heila í sér né heilaþvo sig. Fólk sem kann að stýra þjóðarskútunni og hefur þessi orð að leiðarljósi: réttlæti - jöfnuð- ur - frelsi. Kaupa upp allan kvótann Nú telur kvótaþríeykið að Hall- dóri Asgrímssyni, Þorsteini Páls- syni og sjálfum Kristjáni Ragnars- Endurúthlutun veiðiheimilda Veiðiheimildir sem útgerðarmenn hafa af- not af í dag eru sam- kvæmt lögum sameig- inleg eign allrar þjóð- arinnar. Utgerðar- menn hafa komið ár sinni þannig fyrir borð að ráðstöfunarréttur- inn er að þeirra sögn orðinn að eignarrétti. Þessar fullyrðingar út- gerðarmanna eru í mínum huga ekki rétt- ar; ef einhver hefur ráðstöfunarrétt yfir einhverju er ekki þar með sagt að sá hinn sami eigi hlutinn. Sá sem á hlutinn hlýtur að eiga hann jafnt sem áður og ef eig- anda hlutarins finnst farið illa með hann hlýtur hann að geta leyst hann til sín á ný. Hafa misst sjónar á tilganginum Því er nú einu sinni þannig farið með sægreifana í landinu að þeir hafa gjörsamlega misst sjónar á til- gangi kvótakerfisins, sem var í upphafi sett á með fiskverndun í huga og til að byggja upp fisk- stofna í kringum landið. Kvótakerf- ið hefur þróast út í það að verða hagkerfi í hagkerfinu og vex með ótrúlegum hraða þar sem gullgraf- arahugsunin ræður ríkjum. Vinnslan hefur dregist æ meir inn í þetta og nú er sagt að útgerð- in geti ekki farið fram á hærra fisk- verð því þá fari vinnslan á hausinn. Verðið sem vinnslan greiðir fyrir þorskinn í dag er sums staðar hlægilegt og þó ekki, því ósjálfrátt hugsar maður til sjómannanna sem eru á þessum skipum og þeim er eflaust enginn hlátur í hug. Hvað er til ráða? Eins og ástand- ið er orðið í dag finnst mér kominn Friðrik Björgvinsson tími til að skoða það al- varlega að endurút- hluta veiðiheimildum og þá með síðustu veiðiár sem viðmiðun. Þá fengju þeir kvóta sem gera út en þeir sem hafa leigt frá sér kvóta myndu missa hann. Frá því kvótinn var settur á hefur ver- ið töluverður flutning- ur á honum milli landshluta og hafa mörg stór fyrirtæki náð til sín meiri kvóta með sameiningu. Sú þróun að fækka útgerð- um og stækka þær er ekki rétt leið til að halda byggð í landinu. Kvótinn fer úr byggðarlaginu og fólkið situr eftir í átthagafjötrum með verðlausar eignir. Ef það er eignaupptaka að endurúthluta kvótanum er þá ekki flutningur á kvótanum úr byggðarlaginu það líka? Það verður að gera eitthvað í þessum málum og ástandið í þjóð- félaginu er þannig í dag að það er lag til að færa þjóðinni þessa eign sína aftur. Vökvadælur ®-30® Allar gerðir plastpoka, þegar mikið liggur við. 6*340 l/mín Þrýstingur upp í 290 bör Spilverk v_ Plastos Umbúðir hf. Suðurhrauni 3 • 210 Garðabaey t^L Spilverk Sig. Sveinbjörnss. ehf. Sími 544-5600 Fax 544-5301 syni hafi tekist að að loka hringnum með því að setja báta undir 6 tonn- um í kvóta og búa til sama sukkið í því kerfi líka. Ég hef fylgst með markaðinum á þessari bátastærð síðan alþingi breytti lögunum um áramótin og kvótasetti smábáta- kerfið. Nokkur stórfyrirtæki og einstaklingar eru að kaupa upp all- an kvótann í þessu kerfi. Þeir kaupa hvern bátinn á fætur öðrum ef nægur kvóti fylgir þeim. Tonnið af þorskkvóta er komið í 400.000 krónur. Tökum dæmi: Sex tonna bátur með 100 tonna kvóta er markaðssettur svona: Bátur 11 millj. kr. krókaleyfi 6 millj. kr., kvóti (100 tonn af þorski) 40 millj. kr. Samtals bátur með krókaleyfi og kvóta, en án veiðarfæra, 57 milljónir króna. Enginn grundvöllur Grundvöllurinn til að gera þenn- an bát út er hreint enginn. En það er ekki það sem þeir eru að hugsa um sem kaupa heldur eru þeir að ná kvótanum undir sig. Nokkur stórfyrirtæki eru búin að kaupa hátt á annað þúsund tonn af þorsk- kvóta og margir einstaklingar eru- búnir að kaupa 300-400 tonn af þorskkvóta í þessu kerfi. Síðan færa þeir kvótann af bátunum og selja þá aftur með litlum kvótum. Bankar, olíufélög, tryggingafélög lífeyi’issjóðir eru búnir að lána r þetta fleiri hundruð milljónir króna og halda því sjálfsagt áfram. Þeir vita að þeim mun meira sem lánað er styrkist kerfið í sessi. Þeim er að takast ætlunarverkið. Ef einhverj- um dettur í hug að hrófla við þessu rangláta kvótakerfi þeirra þá mun þjóðarskútan dýfa möstrunum í sjó. . Næsta skref hjá kvótaþríeykinu verður væntanlega að kvótasetja allar fisktegundir í þessu kerfi líka og sameina svo bæði kerfin í eitt kerfi. Þá er tilganginum náð. Þá fara allir kvótalitlir einyrkjar þráð- beint á hausinn og peningavaldið verður búið að ná allri auðlindinni undir sig. Höfundur er sjónmdur og situr í stjóm Samtaka um þjóðareign. Virðingarleysi Utgerðimar í landinu hafa sýnt með virðingarleysi sínu gagnvart þjóðinni að reglunum verður að breyta og ef það kostar auðlinda- skatt þá kostar það auðlindaskatt. Það að endurúthluta kvótanum er nokkuð sem er vel hægt að gera og síðan aftur eftir einhver ár. Það að útgerðin hafi leigt frá sér kvóta og sent skipin til annarra veiða á fjar- lægum miðum er alveg satt, en það „Kvótinn fer úr byggðarlaginu,“ skrifar Friðrik Björgvinsson „og fólkið situr eftir í átthagafjötrum með verðlausar eignir.“ réttlætir ekki að þjóðin niðurgreiði þessar veiðar með leigu á veiðiheim- ildum. Mér fínnst ástæða til að benda á bréf í laugardagsblaði Morgun- blaðsins 7. febrúar frá Kristni Pét- urssyni til VSI. Þar eru nokkur at- riði sem ég tel að séu réttilega áréttuð. Höfundur er vélstjóri. DENIS0N RAÐAUGLYSINGAR ATVINNA Ráðningarmiðlun fyrir sjómenn Okkur vantar alltaf háseta á skrá, sem eru til- búnir að fara á sjó með stuttum fýrirvara. Okkur vantar nú þegar: 1. vélstjóra á loðnuskip, réttindi VF.I 1. vélstjóra á frystitogara, réttindi VF.III. Y-vélstjóra á ísrækjutogara, réttindi VS.1 Y-vélstjóra á rækjutogara í Japan, réttindi VS.1. 1. vélstjóra á ísrækjutogara, réttindi VS.I. 1. vélstjóra á rækju/loðnuskip, réttindi VS.I. Y-vélstjóra á línubát, réttindi VS.III. 1. vélstjóra á skelfiskbát, réttindi VS.III. Vélavörð á skelfiskbát. Vélaverði á báta, fast og í afleysingar. Háseta á neta- og línubáta, fast og í afleysingar. Beitningamenn á Vestfjörðum — húsnæði er í boði. Okkur vantar einnig á skrá hjá okkur sjómenn í allar stöður. Þeir, sem voru á skrá hjá okkur fyrir áramót 1997, eru beðnir að hafa samband, ef þeir vilja vera áfram á skrá. Sjótak, snögg þjónusta, símar 562 0910 og 899 0910, talhólf 889 0910. Netfang: ellikr@heimsnet.is VEI Rækjuveiðar Dögun ehf., rækjuvinnsla á Sauðárkróki, óskar eftir rækjubát í viðskipti frá og með apríl nk. og fram á haust. Ýmsir möguleikar hvað varðar kvóta og veiðarfæri. Dögun ehf., Sauðárkróki, sími 453 5900, fax 453 5931. YMISLEGT Viðskiptabátar Fyrirtæki á Suðvesturlandi óskareftirtog-, línu- bátum eða togurum í viðskipti með 2ja—5 kg þorsk. Ahugasamir leggi nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Viðskiptabátar — 3761", fyrir föstudaginn 20. mars nk. TIL SOLU / ^ón x^4$bj Stnsson fi<jl. Grásleppunet, hákarlakrókar, plasttunnur. Sími 551 1747.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.