Morgunblaðið - 13.03.1998, Qupperneq 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
PlirrgnwMalrili
1998
FÖSTUDAGUR 13. MARZ
BLAD
íms©:
Birgir Leifur í 33. sæti eftir fyrsta hring á Opna Marokkó-mótinu
„Nokkuð sáttur“
Jafnaði vallarmetið
írinn Des Smyth lék frábærlega
í gær og jafnaði vallarmet Darrens
Cole - lék á 64 höggum, eða átta
höggum undir pari. Hann þurfti
aðeins að nota 26 pútt á öllum 18
holunum. Smyth, sem er 45 ára,
hefur aðeins unnið eitt mót í evr-
ópsku mótaröðinni og var það árið
1993 á Opna Madridarmótinu.
Næstir á eftir Smyth koma Mathi-
as Grönberg frá Svíþjóð og Pedro
Linhart frá Spáni, sem báðir léku
á 67 höggum, eða 5 höggum undir
pari.
Birgir Leifúr Hafþórsson,
kylfíngur frá Akranesi, lék
fyrsta hringinn á 74 höggum, eða
tveimur höggum yfir pari, á Opna
Marokkó-mótinu í goífi sem hófst
á D’Agadir-vellinum í gær. Hann
er í 33. sæti af 160 eftir fyrsta
keppnidaginn. „Ég er nokkuð sátt-
ur við hringinn, sérstaklega vegna
þess að ég náði ekki að fara æf-
ingahring fyrir keppnina og þekkti
því völlinn ekki neitt. Eg var
ánægður með teighöggin en púttin
hefðu getað gengið betur. Ég
þurfti þó aldrei að þrípútta. Flat-
irnar eru rosalega harðar, nánast
eins og teppi," sagði Birgir Leifur
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Gerði vonskuveður
Mótið er eitt af mótum evrópsku
mótaraðarinnar og eru margir af
bestu kylfingum heims meðal
keppenda. Þegar Birgir Leifur lék
var veðrið mjög gott, sannkölluð
bongó-blíða eins og hann orðaði
það sjálfur. Þegar líða tók á dag-
inn hvessti mjög og áttu margir
keppendur í hinu mesta basli. Sem
dæmi um það lék ítalinn
Costantino Rocca á 77 höggum og
var í 81. sæti og Spánverjinn
Severiano Ballesteros var 13 högg-
um yfír pari eftir aðeins tólf holur.
Rocca lék í Ryder-liði Evrópu í
fyrra, þegar það sigraði Bandarík-
in, og Ballesteros var þá fyrirliði
liðsins. Meistarinn frá í fyrra,
Clinton Whitelaw frá Suður-Af-
ríku, lék í gær á 73 höggum eða
einu höggi betur en Birgir Leifur.
Eftir annan hring í dag verður
skorið niður og þá fá aðeins 50
efstu að halda áfram.
Grindayík
mætir ÍA
LOKAUMFERÐIN í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik var leikin í
gærkvöldi. Þá réðst hvaða lið leika
saman í 8-liða úrslitakeppninni, sem
hefst fimmtudaginn 19. mars. Til að
komast í undanúrslit þarf að vinna
tvo leiki til að komast lengra, en
þegar kemur að undanúrslitum og
úrslitum þarf að vinna þrjá leiki.
Eftirtalin lið mætast í 8-liða úr-
slitum, það lið sem fyrr er talið upp
fær fyrst heimaleik: Grindavík-IA,
KR-Tindastóll, Haukar-Keflavík,
Njarðvík-KFÍ.
Morgunblaðið/Sigfus Gunnar Guðmundsson
BIRGIR Leifur Hafþórsson, fyrrverandi íslandsmeistari af Akranesl, undlrbýr pútt á flöt Hann
kveðst nokkuð ánægður með fyrsta hringinn á evrópsku mótaröðinni í Agadlr ( Marokkó.
Guðni til tveggja ára?
KNATTSPYRNA
Semur
GUÐNI Bergsson, fyrirliði
Bolton, hefur verið í samningavið-
ræðum við enska félagið að undan-
fömu. Rætt hefur verið um
tveggja ára samning til viðbótar,
en núgildandi samningur hans við
félagið rennur út í vor. „Það er
áhugi af beggja hálfu að ég verði
áfram og við erum að ræða saman.
Það kæmi mér ekki á óvart að um
semjist á næstu vikum,“ sagði
Guðni við Morgunblaðið.
Bolton er í næstneðsta sæti úr-
valsdeildarinnar og hefur ekki
unnið leik í deildinni síðan 1. des-
ember á síðasta ári, en þá vann
liðið Newcastle. „Staðan er alls
ekki vænleg og það hefur gengið
vægast sagt brösuglega undan-
farnar vikur. Við erum búnir að
gera mikið af jafnteflum, eða tólf,
og þau gefa ekki mikið. En við
eigum enn eftir ellefu leiki þannig
að enn er von. Næstu þrír leikir
eru á heimavelli og því mikilvægt
að vinna þá til að eygja möguleika
á að halda sætinu í deildinni.
Þetta er mikil barátta og ekkert
gefið í þessu,“ sagði Guðni.
Hann sagði ástæðurnar marg-
ar fyrir slöku gengi liðsins og
nefndi m.a. meiðsli lykilmanna.
„Þó svo að félagið hafi eytt 11
milljónum punda í leikmanna-
kaup hefur það ekki skilað tilætl-
uðum árangri. Það hefur einnig
spilað inn í að nokkrir lykilmanna
liðsins hafa verið meiddir. Við
höfum verið að tapa og missa
leiki niður í jafntefli sem við átt-
um að vinna. Það þarf því líka
heppni til að allt gangi upp. Við
höfum oft verið að spila vel á
móti sterkari liðunum í deildinni,
en aftur verr á móti hinum,“
sagði fyrirliðinn.
Bolton fær Sheffield Wednes-
day í heimsókn á laugardaginn.
Valur hug-
leiddi kæru
STJÓRN handknattleiksdeildar
Vals samþykkti á fundi í gær,
með þremur atkvæðum gegn
tveimur, að kæra ekki úrslit
deildarleiksins gegn Fram í
meistaraflokki karla í fyrra-
kvöld. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu sem stjómin
sendi frá sér í gær.
í frétt Valsmanna segir:
„Stjóm Hkd Vals telur þó ein-
sýnt, sé miðað við sömu sjónar-
mið og byggt var á í hinum
ógilta dómi Sérdómstóls HSÍ
um bikarúrslitaleiks Vals og
Fram þann 7. febrúar sl„ þá
beri að ógilda úrslit leiksins og
endurtaka hann vegna mistaka
sem urðu við tímatöku undir lok
leiktíma.
Valsmenn virða hinsvegar
lögmál leiksins og íþróttarinnar
meira en málsskotsrétt fyi-ir
dómstólum og óska því Frömur-
um innilega til hamingju með
sigurinn í leiknum."
GOLF
i
KNATTSPYRNA: ÞORÐJÖRN ATLI SVEINSSON HJÁ BRÖNDBY TIL REYNSLU / C3