Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 1
1998 LAUGARDAGUR 18. APRÍL BLAÐ Morgunblaðið/Golli Nökkvi Már er úr leik KR-INGURINN Nökkvi Már Jónsson verður varla meira með í úrslitakeppninni í körfuknattleik, sama hversu marga leiki KR og Njarðvík eiga eftir að leika. Nökkvi Már reif vöðvafestingu eða kvið- vöðva í leik UMFN og KR á fimmtudagskvöldið og sagði hann í gær litlar líkur á að hann gæti leikið ineira fyrr en með voriuu. „Ég hoppaði upp með [Petey] Sessoms þegar hanu reyndi körfuskot og við flæktumst eitthvað saman. Ég teygði eitthvað kjánalega úr mér og faun þegar vöðvinn eða vöðvafestingin rifnaði. Ég reyndi af gömlum vana að spretta af stað, en lík- aminn hlíddi ekki,“ sagði Nökkvi Már í samtali við Morgnnblaðið í gær. I fyrstu var talið að Nökkvi Már væri kviðslitinn en við rannsókn í gær kom í ljós að kviðvöðvi eða vöðvafesting hefði rifnað. „Það lítur allt út fyrir að ég sé kominn í sumarfrí, en annars veit maður aldrei hvernig þróunin verður f læknavísindunum fram að leik. Ég á bágt með gang núna og allt um- fram það er enn verra. Ég lield þetta hljóti að vera nokkuð slæmt fyrir liðið, það er það alltaf ef fastamenn detta út. Ég veit hins vegar að þetta mun stappa stálinu í mína menn,“ sagði Nökkvi Már. Flugfarþegar greiða fýrir HM FRÁ og með gærdeginum þurfa allir flugfarþegar í innanlandsflugi í Nígeríu að greiða sérstakt gjald, um 145 krónur. Gjaldið verður lagt i sjóð sem stend- ur straum af þátttöku landsliðs þjóðarinnar i knatt- spyrnu í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi í sumar. Ríkir bjai-tsýni á að gjaldið muni létta veru- lega undir með þröngum fjárhag knattspyrnuhreyf- ingai- landsins sem að öðrum kosti sá ekki fyrir end- anu á að fjármagna þátttöku „Ofur englanna" eins og landsliðið er kallað i' Nígeríu. Nígeríumenn eru í D-riðli á HM og mæta Spáni, Paraguay og Búlgaríu. Sigursteinn Gíslason meiðist á ný í nára SKAGAMAÐURINN Sigursteinn Gíslason meiddist á nára í æfingaferð ÍA i Skotlandi í vikunni og verður frá keppni um tíma af þeim sökum. „Þetta er sömu meiðsli og voru að lirjá Sigurstein í fyrra- sumar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari ÍA í gær. „Ég vona samt að þetta sé ekki svo slæmt að hami verði lengi frá," bætti Logi við. Logi sagði að ferðin hefði að öðru leyti verið góð og leiknir hefðu verið tveir æfingaleikir, 3:1 sigur á East Five og 1:1 jafntefli við Forfaith. Liðið kem- ur heim í dag að Jóhannesi Karli Guðjónssyni und- anskildum en hann verður næstu vikuna við æfing- ar hjá meistaraliði Rangers, eu boð um það barst í- vetur. Tvennir meist- arar krýndir? KNATTSPYRNA Rýfur Arsenal hefð gegn Wimbledon? ÍSLANDSMEISTARAR karla í handknattleik og körfuknattleik verða hugsanlega krýndir um helg- ina. I dag kl. 16 verður fjórði úr- slitaleikur Vals og Fram í hand- knattleik háður að Hlíðarenda. Valsmenn hafa unnið tvo leiki en Fram einn og sigri Valsmenn verða þeir íslandsmeistara í handknatt- leik karla í 20. sinn. Beri Framarar sigur úr býtum mætast liðin í odda- leik í íþróttahúsi Fram á mánudags- kvöldið. Klukkan 16 á morgun mætast KR og Njarðvík þriðja sinni í úr- slitum íslandsmótsins í körfuknatt- leik og leika liðin í íþróttahúsi Sel- tjarnarness. Njarðvík hefur unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu nokk- uð örugglega. Fari svo að þeir vinni einnig þennan leik verða þeir krýndir Islandsmeistarar, en félag- ið varð meistari síðast fyrir þremur árum. Vinni KR fær Njarðvík ann- að tækifæri til að tryggja sér titil- inn á heimavelli sínum á þriðjudag- inn. Á myndinni að ofan mætast lykil- menn liða sinna; Jón Kristjánsson þjálfari Vals sækir að Oleg Titov og Gunnari Berg Viktorssyni leik- mönnum Fram. Þeir reistu varnar- múr í síðasta leik og spurningin er sú hvort þeim takist að endurtaka þann leik í dag eða verða Jón og fé- lagar þeim sterkari. Leikmenn Arsenal hafa leikið vel upp á síðkastið og sótt verulega á meistara Manchester United. Er nú svo komið að þeir þykja líklegri til þess að vinna enska meistaratitilinn í vor en Manchester United. Til þess verða leikmenn Arsenal m.a. að rjúfa hefð um helgina. Þeir þurfa helst að leggja Wimbledon á heimavelli, en það hefur ekki tekist í áratug. Síðast vann Arsenal Wimbledon á High- bury leiktíðina 1987-88 - 3:0. Síðan hefur Wimbledon fagnað sigri í þrí- gang en sex sinnum hafa liðin skilið með skiptan hlut. í fyrra tapaði Ars- enal, 1:0. Árið 1989 þegar Arsenal varð meistari varð jafntefli, 2:2, nið- urstaðan og sömu úrslit urðu tveim- ur árum síðar er Arsenal hampaði á ný meistaratitli. Hvort jafntefli mun nægja þeim að þessu sinni verður að koma í ljós, en óneitanlega gæti það samt verið góðsviti miðað við þessa reynslu, þótt sigur yrði eflaust kær- komnari. Manchester United fær Kenny Dalglish og lærisveina í Newcastle í heimsókn í dag og er að duga eða drepast fyrir bæði lið. United verður að vinna til þess að staða þeirra í meistaravörninni versni ekki til muna og Newcastle þarf einnig á sigri að halda því staða þeirra er ekki burðug á meðal neðstu liða. Á morgun heimsækir Liverpool liðs- menn Coventry. Spennandi leikur í fallbaráttunni verður á Oakwell Ground er heima- menn mæta Tottenham, en bæði Iið þurfa á sigri að halda þar sem staða þeirra í fallbaráttunni er ekki upp á marga fiska. Meðal annarra leikja má nefna að Bolton fær Leicester í heimsókn, Hermann Hreiðarsson og félagar mæta Derby á heimavelli og Chelsea tekur á móti Sheffield Wednesday á Stamford Bridge. JÚDÓ: ÞORVALDUR BLÖNDAL HAFNAÐI í 7. SÆTI Á OPNA HOLLENSKA / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.