Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 4
Njarðvfldngar með pálmann í höndunum KR-INGAR og Njarðvíkingar mætast á sunnudaginn þriðja sinni í viðureign félaganna um íslandsmeistaratitilinn f körfu- knattleik og verður leikið í íþróttahúsi Seltjarnarness. Sigri Njarðvíkingar verða þeir íslandsmeistarar í áttunda sinn síðan úrslitakeppnin var tekin upp vorið 1984. Sigri KR-ingar verður staðan í einvíginu 2-1 og þurfa þá liðin að mætast fjórða sinni og verður leikið á þriðjudaginn í Njarðvík. Njarðvíkingar sigruðu nokkuð örugglega í leikjunum tveimur sem búnir eru, með 13 stiga mun í fyrri leiknum og með Skúli Unnar 16 stiga mun í síðari Sveinsson leiknum og það verður sknfar ag segjast eins og er að einhverjar stórvægi- legar breytingar verða að verða á leik vesturbæinga ætli þeir sér að ná að sigra í einum leik. Njarðvík- ingar hafa verið sterkari á öllum sviðum leiksins, nema hvað KR hef- ur tekið tekið fleiri sóknarfráköst, eins og sjá má á kortinu. Það sem fyrst og fremst hefur háð KR-ingum í leikjunum tveimur er að þá vantar tilfmnanlega mjög sterkan leikstjómanda. Hvorki Sig- urður Jónsson né Ingvar Ormars- son hafa náð að sýna þann styrk og festu sem góður leikstjómandi þarf að hafa og í kjölfarið hefur sókn KR Morgunblaðið/Kristinn verið slök. Saman hafa þeir félagar gert 14 stig, en Örlygur Sturluson, hinn 16 ára gamli leikstjórnandi Njarðvíkinga, hefur gert 33 stig. Örlygur var ranglega nefndur Stur- laugur Örlygsson í myndartexta í gær og er beðist velvirðingar á því. Sókn KR hefur verið slök og sem dæmi má nefna að í síðari leiknum gerði liðið aðeins 27 stig í fyrri hálf- leik og sá síðari var lítið skárri, 29 stig. Með slíkum leik munu KR-ing- ar aldrei vinna Njarðvíkinga. Raunar má taka allar stöður á vell- inum og þá kemur í ljóst að Njarð- víkingar hafa mikla yfírburði. Skoð- um byrjunarliðin: Örlygur Sturluson hefur gei-t 33 stig en Sigurður Jóns- son 9, Friðrik Ragnarsson hefur gert 14 en Marel Guðlaugsson 13, Teitur Örlygsson hefur gert 23 stig en Keith Vassell 29, Páll Kristinsson hefur gert 18 stig en Nökkvi Már Jónsson 14 og loks hefur Petey Sessoms gert 64 stig en Baldur Ólafsson 19. Séu varamenn liðanna skoðaðir sést að þar hafa Njarðvíkingar aðeins gert sex stig, en varamenn KR hafa gert 48. Þama hafa vesturbæingar betur og má ef til vill draga af því þá álykt- un að þeir séu með fleiri frambæri- lega leikmenn, eða hvað? TEITUR Örlygsson hefur leikið vel fyrir Njarðvik í vetur þrátt fyrir að hans sé ávallt gætt af mikilli kostgæfni. Njarðvíking- ar geta tryggt sér íslands- meistaratitilinn á morgun. Sterkur andi svífur yfir vötnum hjá Njarðvík Tja, nú versnar í því fyrir vesturbæinga," sagði Jón Kr. Gislason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, þegar Morg- unblaðið sagði honum í gærkvöldi að Nökkvi Már Jónsson væri meiddur og gæti ekki leikið með KR-ingum á morgun. „Þrátt fyrir að hann hafi ekki náð sér vel á strik í sókninni í leikjunum tveimur þá er hann svo gríðarlega mikilvægur fyrir liðið,“ bætti Jón Kr. við. Spurður að því hvort hann hefði ekki átt von á skemmti- legri og meira spennandi leikjum sagði hann: „Jú, það er óhætt að segja það, en samt verð ég að viðurkenna að það var erfítt að spá fyrir um hvemig leikimir yrðu því þama mætast lið sem leika hvor sína tegundina af körfuknattleik. Mennimir fyrir utan hjá Njarðvík, Örlygur [Stuluson], Frið- rik [Ragnarsson] og Teitur [Örlygsson] hafa verið miklu meira ógnandi en leikmenn KR sem leika fyiir utan, nema þá ef vera skyldi Ósvaldur [Knudsen]. Keith Vassell er mjög góður leikmaður en hann hefur ekki náð að sýna hvað hann getur í þessum tveimur leikjum, og það sama á raunar við um flesta leikmenn KR. KR byggir leik sinn á því að koma boltanum inn í vítateig- inn en þar sem lítil ógnun hefur verið hjá leikmönnunum fyr- ir utan hafa Njarðvíldngar getað fallið vel inn í teiginn og að- stoðað við að gæta sóknarmanna KR þar og fyrir vikið verð- ur allt of þröngt um leikmennina inni í teignum þannig að þeim gengur erfiðlega að ná góðum skotum. Njarðvíkingar hafa efni á að falla inn í teiginn þar sem útileikmenn KR hafa ekki ógnað nægilega mikið. KR hefur pressað Örlyg dálítið mikið í þessum tveimur leikjum og ég held það henti honum vel því strákurinn skýt- ur ekki mikið og ég held það væri jafnvel betra fyrir vestur- Úrslitarimman í körfuknattleik 1998 Samanburður á frammistöðu liðanna í leikjunum tveimur sem leiknir hafa verið KR NJARÐVÍK 65,5 Skoruð stig 80,0 51,3% Vftahíttni 76,3% 26,2% 3ja stiga skot 32,5% 41,1% 2ja stiga skot 48,1% 24,0 Varnarfráköst 28,0 13,5 Sóknarfráköst 10,0 14,5 \ Bolta náð 17,5 21,0 Böltatapað 121,0 16,0 Stoðsendingar O O CNJ 26,0 Villur 19,5 bæinga að falla aðeins lengra frá honum, gefa honum aðeins meira pláss. Annað sem ég hef tekið eftir í leik KR er að Jón [Sigurðs- son, þjálfari liðsins] sldptir ört um leikmenn. Það getur verið gott og reyndist vel þegar KR lagði Skagamenn í undanúr- slitum en það hefur ekki mikla þýðingu í þessum leikjum. Njarðvíkingar fengu það góða hvild áður en úrslitarimman hófst að þeir era óþreyttir. Njarðvíkingar hafa ekki átt neina stórleiki þó þeir hafi sigi-að. Örlygur hefur verið frábær og hann er að gera hluti sem maður ætlast ekki til að 16 ára gutti geri. Þegar hann verður búinn að bæta skotin aðeins verður hann óstöðvandi. Páll [Kristinsson] hefur bætt sig mikið í vetur og Njarðvík- ingar era mjög heppnir með Sessoms. Hann er grimmur í fráköstunum þó hann sé fyrst og fremst skotmaður og það er alveg sama hvar hann er, hann ógnar alltaf." Heldur þú að NjarðvMngar tryggi sér titilinn á sunnu- daginn? „Já, ég held það og sérstaklega ef Nökkvi Már verður ekki með. Samt verða ég að segja, sem áhugamaður um körfubolta, að KR vinni á sunnudaginn, því þá verða fleiri leikir. KR-ingar munu mæta ákveðnir til leiks því keppnis- menn gera allt til að tapa ekki 3-0 í úrslitakeppni. Það er svo afskaplega leiðinlegt, ég fékk að kynnast því í fyrra. Njarð- vfldngar vita að þeir era svo nærri því að sigra og koma ákveðnir til leiks. Ég þekki hvað til þarf í svona keppni og maður sér það hjá Njarðvíkingum en KR-ingar hafa verið þungir, maður sér bara hvemig allt er hjá þeim; það vantar neistann og löngunina á sama tíma og það svífur sterkur andi yfír vötnum hjá Njarðvík,“ sagði Jón Kr. Gíslason. ■ ARSENAL hefur áhuga á að krækja í ítalska framherjann Alessandro Del Piero fyrir næstu leiktíð, en samningur hans við Ju- ventus er laus í sumar. Del Piero hefur lýst yfir áhuga á að komast í raðir Arsenal, en núverandi vinnu- veitendur hans vilja ólmir halda hon- um. Arsenal er sagt vera tilbúið að greiða fyrir hann um 16 millj. punda, tæplega tvo milljarða króna. ■ VERÐI ekki af því að húsráðendur á Highbury kræki í Del Piero eru þeir sagðir hafa augastað á Hollend- ingnum Patrick Kluivert, en for- ráðamenn AC Milan era tilbúnir að selja hann komi viðunandi tilboð. ■ LEE Dixon verður með Arsenal á nýjan leik í dag er Wimbledon kem- m- í heimsókn á Highbury. Dixon hefur verið frá vegna meiðsla undan- famar þrjár vikur. ■ KOMA hans í liðið er gleðiefni fyr- ir Arsene Wenger knattspymu- stjóra því bæði Martin Keown og Steve Bould verða fjarri góðu gamni í leiknum þar sem þefr taka út leik- bann. ■ AJAX hefur ekki gefið upp vonina um að fá Georgi Kinkladze í sínar raðir, þrátt fyrir að forráðamenn Manchester City hafi á dögunum hafhað tilboði Ajax í Georgíumann- inn snjalla og sagt það vera og lágt. ■ AJAX undirbýr nýtt tilboð í leik- manninn en gæti fengið samkeppni frá Everton sem einnig vill fá hann í sínar raðir fyrfr næstu leiktíð. Er talið að Howard Kendall og hans menn hjá Everton séu tilbúnir að greiða hærri upphæð en Ajax. ■ MARK Draper leikmaður Aston Villa er einnig undir smásjánni hjá Everton um þessar mundfr og breyt- ir engu þó Draper sé á góðri leið með að endurnýja samning sinn við VUla. ■ ANDREI Kanchelskis, fyrrum leikmaður Man. Utd., sem nú leikur með Fiorentina á Italíu, hefur til- kynnt að hann muni ekki leika meira með landsliði Rússlands. „Það er kominn tími til að hætta. Þjálfari landsliðsins fær tækifæri til að reyna nýja leikmenn í Evrópukeppninni," sagði þessi 29 ára sóknarleikmaður. ■ KANCHELSKIS mun þvi ekki leika gegn íslendingum í Evrópu- keppninni. Hann lék 56 landsleiki og skoraði átta mörk í þeim. ■ TRIFON Ivanov fyrirliði búlgarska landsliðsins í knattspymu og EmU Kostadinov einn helsti framherji landshðsins síðustu árin voru ekki valdir í landslið Búlgaríu til þess að leika vináttulandsleik við Marokkó í Sofíu í næstu viku. ■ HRISTO Bonev landsliðsþjálfari sagði ástæðuna vera þá að þeir yrðu að koma lagi á samskipti sín við fé- lagsliðið sem þeir leika með áður en þeir gætu vænst þess að komast í landsliðið. „Ég hef ekki gefið þá upp á bátinn fyrir HM, en þetta er á hreinu,“ sagði Bonev ■ TVANOV og Kostadinov leika báð- ir með CSKA Sofíu. ■ SÁDÍ Arabar ætla sér mikla hluti á HM í knattspymu í sumar og nú er lokaundirbúningur landsliðsins haf- inn. í gær fór landsliðið frá heima- landi sínu til Suðm--Frakklands þar sem það ætlar að dvelja í æfíngabúð- um þa,r til keppnin hefst 10. júní. ■ HÓPINN skipa 28 leikmenn og auk æfínga ætlar hann að leika vin- áttulandsleiki við Jamaíka, ítah'u, ís- land, Namibíu, England og Noreg fram að keppninni. Þjálfari Sádí Arabíu er Brasilíumaðurinn Carlos Alberto Parreira. ■ CHRISTOPHE Dugarry fram- herji Marseille og Bixente Lizarazu varnarmaður hjá Bayern Miinchen vora m.a. valdir í 22 manna lands- liðshóp Frakka vegna vináttulands- leiks við Svía í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.