Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
ISHOKKI
1998
MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL
Ronaldo og
fjórir félagar
hans hjá Inter
í leikbann
BLAÐ
AGANEFND ítalska knattspyrnusambandsins úr-
skurðaði í gær fimm menn hjá Inter í bann vegna
framkomu þeiira gagnvart dómara og öðrum
starfsmönnum í og eftir leikinn við Juventus um
heigina sem meistararnir í Tórínó unnu 1:0. Leik-
menn Inter mótmæltu harðlega þegar dómarinn
sleppti því að dæma að því er virtist augljósa víta-
spyrnu á Juve eftir brot á Ronaldo seint í leiknum.
Juve sneri vörn í sókn og þegar dómarinn dæmdi
vítaspyrnu á Inter sauð upp úr. Reyndar skoraði lið-
ið ekki úr spyniunni en menn
Inter sættu sig ekki við fram-
göngu dómaraus, létu hann
heyra það og héldu mótmæl-
um áfram á leið inn í búnings-
klefa að leik loknum.
Þjálfarinn Luigi Simoni
rauk inná völlinn meðan leik-
urinn var í gangi til að mót-
mæla aðgerðarleysinu þegar
brotið var á Ronaldo og fékk
þriggja leikja bann fyrir eins
og brasilíski miðjumaðurinn
Ze Elias. Ronaldo og miðherj-
inn Ivan Zamorano fengu
tveggja leikja bann og Sergio
Pini, þjálfari varaliðsins eins
leiks bann. Aganefndin tók
mið af skýrslu dómarans en
bönnin taka aðeins til leikja í
ítölsku deihlinui.
Litið var á umrædda viður-
eign sem úrslitaleik í ftölsku
deildinni en fyrir leikinn var
Juventus með eins stigs for-
ystu á Inter og er nú nánast
öruggt með að verja titilinn.
Mönnum Inter þótti dómarinn
vilhailur Juve og í kjölfarið
var minnst á leiki á undan-
förnum árum þar sem Juvent-
us hafði hagnast á dómgæsl-
unni en einnig er bent á þrjá
leiki á lfðandi tímabili því til
staðfestingar. Umræðan snýst
að miklu leyti um hvort dóm-
arar séu lilutlausir eða hvort
þeir þori ekki að dæma á móti
stóru liðunum. Forseti Inter
sagði t.d. að dómarar væru
hi-æddir við að dómgæslan
kæmi niður á Juve og málið
hefur ratað alla leið inn á
ítalska þingið þar sem íþrótta-
málaráðherra hefur verið beð-
inn um útskýringar og m.a.
spurður hvort ríkissljórnin
ætli að grípa f taumana. í dag-
blöðum er talað um „eitruðu
meistarakeppnina".
Reuters
Hasek
stendur
í ströngu
DOMINIK Hasek tryggði Tékk-
um gullverðlaunin f fshokkf á
Vetrarólympíuleikunum í Naga-
no í Japan í vetur og í íyrra var
hann kjörinn besti leikmaður
NHL-deildarinnar í fshokkf.
Hann hefur fullan hug á að
tryggja Buffalo Stanleybikarinn
í ár og á stóran þátt í að liðið er
2:1 yfir á móti Philadelphia í
fyrstu umferð úrslitakeppninn-
ar. Hér ver hann glæsilega frá
John LeClair en varnarmaður-
inn Alexei Zhitnik leggur sitt af
mörkum.
ÍÞRÓTTAFÉLÖG
Samningur um samvinnu
Ármanns og Þróttar
Borgarráð samþykkti í gær samn-
ing sem Glímufélagið Armann
og Knattspyrnufélagið Þróttur hafa
náð samkomulagi um og varðar sam-
vinnu félaganna á sviði íþrótta- og
æskulýðsstarfs. Gert er ráð fyrir að
samningurinn verði samþykktur á
aðalfundi Þróttar um miðjan maí en
aðalstjóm Ármanns hefur samþykkt
hann fyrir sitt leyti. Hún leggur mál-
ið væntanlega fyrir fonnannafund í
dag og fund með stjórnum allra
íþróttadeilda félagsins eftir viku.
Samkvæmt samkomulaginu verð-
ur ákveðin verkaskipting milli félag-
anna um rekstur íþróttadeilda.
Á vegum Ármanns verða frjáls-
íþróttadeild, fimleikadeild, sund-
deild, júdódeild og aðrar sjálfs-
varnaríþróttir, skíðadeild; glímu-
deild og lyftingadeild. Á vegum
Þróttar verða knattspyrnudeild,
blakdeild, tennisdeild, pílukasts-
deild, snókerdeild, skautadeild og
skvassdeild. Sameiginlega reka fé-
lögin handknattleiksdeild, körfu-
knattleiksdeild og almenningsdeild.
ÍBR og ÍTR í samvinnu við borgar-
yfirvöld kappkosta að tryggja alla
nauðsynlega tíma fyrir æfingar og
keppni í Laugardalshöll og hafa fé-
lögin forgang í Höllinni gagnvart
öðrum félögum. Samkvæmt sam-
komulaginu koma félögin til með að
vinna sameiginlega að íþróttanám-
skeiðum í tengslum við grunnskóla
hverfisins en geta haldið íþrótta- og
leikjanámskeið hvort í sínu lagi á
sumrin.
Þróttur á og rekur félagshús sitt
við gervigrasvöllinn í Laugardal en
Armann fær endurgjaldslaus leigu-
afnot næstu 15 árin af skrifstofuað-
stöðu í húsinu. Stefnt verður að sam-
eiginlegu skrifstofuhaldi og greiðir
Ármann hlutdeild í kostnaði.
Vegna þessa samkomulags er Ijóst
að Ármann flytur ekki í Borgarholts-
hverfi og því gerði borgin samkomu-
lag við Ungmennafélagið Fjölni um
að það þjóni hverfinu á sviði íþrótta-
og ungmennastarfs.
KNATTSPYRNA / ÍSLENDINGAR ÓHEPPNIR Á MÓTI SVÍUM/C2