Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
URSLIT
Knattspyrna
Evrópukeppni 16 ára liða
16-liða úrslitakeppni:
ísland - Svíþjóð..................1:1
■ Jóhannes Gíslason úr LA skoraði mark
íslands. Svíar náðu að jafna leikinn undir
lok leiksins.
Danmörk - Grikkland................0:0
Staðan
Grikkland...............2 1 1 0 2:0 4
Svíþjóð.................2 0 2 0 2:2 2
Danmörk.................2 0 2 0 1:1 2
ísland..................2 0 1 1 1:3 1
Deildabikarinn
16-liða úrslit:
ÍBV-HK.............................6:2
Kristinn Lárusson 4, Kristinn Hafliðason,
Hjalti Jóhannesson - Steindór Elísson og
sjálfsmark.
■ Staðan var 2:2 þegar rúmar tíu mínútur
voru eftir. Leikmönnum hljóp kapp í kinn
í leiknum, sem fram fór á Tungubakkavelli
í Mosfellsbæ, og var fjórum vísað af leik-
velli með rautt spjald, þremur úr liði HK
og einum úr sveit íslandsmeistaranna.
Suðurnesjamótið
Reynir S. - Grindavík..............1:2
Víðir-GG...........................9:0
Reynir S. - UMFÞ..................3:1
Svíþjóð
Malmö - Helsingborg...............1:1
■ Sverrir Sverrisson lék allan tímann með
Malmö, skoraði ekki en fékk gult spjald.
Ólafur Öm Bjarnason kom inn á sem vara-
maður í lið Malmö þegar 9 mínútur voru
tii leiksloka. Hilmar Bjömsson var ekki á
meðal leikmanna Helsingborg.
Staðan:
Norrköping..............3 2 1 0 5:2 7
Frölunda................3 2 0 1 5:2 6
Hammarby................4 1 3 0 7:5 6
Halmstad................4 2 0 2 5:4 6
Helsingbrog.............4 1 3 0 2:1 6
Örgryte.................3 1 2 0 5:3 5
AIK.....................3 1 2 0 3:2 5
Hacken..................4 1 2 1 2:3 5
Öster...................3 1 1 1 3:5 4
Malmö...................3 0 2 1 4:5 2
Elfsborg................3 0 2 1 3:4 2
Gautaborg...............3 0 2 1 2:3 2
Trelleborg..............4 0 2 2 3:6 2
Örebro..................4 0 2 2 3:7 2
England
1. deiid:
Ipswich - Sunderland...............2:0
Tranmere - Sheffleld United........3:3
2. deild:
Oldham - Bumley....................3:3
Watford - Bournemouth.............2:1
Sviss
Grasshoppers - Lausanne...........3:0
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Úrslitakeppnin
Austurdeild
Cleveland - Indiana.............86:77
■ Staðan er 2:1 fyrir Cleveland.
Vesturdeild
San Antonio - Phoenix..........100:88
■ Staðan er 2:1 fyrir San Antonio.
Íshokkí
NHL-deildin
Úrslitakeppnin
Austurdeild
Buffalo - Philadelphia.............6:1
■ Staðan er 2:1 fyrir Buffalo.
Montreal - Pittsburgh..............3:1
■ Staðan er 2:1 fyrir Montreal.
Vesturdeild
Los Angeles - St. Louis............3:4
■ Staðan er 3:0 fyrir St. Louis.
Júdó
Bikarmót JSÍ
Mótið var haldið í KA-heimilinu á Akureyri
um síðustu helgi:
KARLAR
11-14 ára
-35 kg
Daði Snær Jóhannsson, UMFG
Hörður Míó Ólafsson, KA
Svanur Steindórsson, KA
Þórarinn Jónsson, JFR
-40 kg
Heimir Kjartansson, Ármanni
Michael Jónsson, UMFG
Guðlaugur Karl Skúlason, Selfossi
Eðvarð Helgason, KA
-46 kg
Örn Arnarson, JFR
Tómas Hallgrímsson, KA
Gunnar Óli Guðjónsson, Selfossi
+46 kg
Karles Ólafsson, KA
Hafþór Magnússon, Selfossi
Davíð Gunnarsson, UMFG
15 - 17 ára
-55 kg
Ómar Örn Karlsson, KA
Karles Ólafsson, KA
-66 kg
Brynjar Ásgeirsson, KA
Einar Sveinsson, UMFG
66 kg
Jón Kristinn Sigurðsson, KA
Björn Blöndal Harðarson, KA
Birkir Hrafnsson, UMFG
21 árs
-60 kg
Einar Sveinsson, UMFG
Ómar Örn Karlsson, KA
Karles Ólafsson, KA
-66 kg
Brynjar Ásgeirsson, KA
Davíð Kristjánsson, Ármanni
-73 kg
Víðir Guðmundsson, KA
Einar Atli Helgason, KA
Björn Blöndal Harðarson, KA
Jón Kristinn Sigurðsson, KA
+73 kg
Bjami Skúlason, Selfossi
Jakob Smári Pálmason, Tindastóli
Birgir Óli Konráðsson, KA
Fullorðnir:
-60 kg
Höskuldur Einarsson, Ármanni
Einar Sveinsson, UMFG
Ómar Örn Karlsson, KA
-66 kg
Brynjar Ásgeirsson, KA
Hilmar Trausti Harðarson, KA
Hörður Jónsson, UMFG
-73 kg
Sævar Sigursteinsson, KA
Jón Kristinn Sigurðsson, KA
Jónas Jónasson, KA
Max Jónsson, KA
81 kg
Bjami Skúlason, Selfossi
Baldur Pálsson, Selfossi
Snæþór Vemharðsson, KA
-90 kg
Þorvaldur Blöndal, Ármanni
Freyr Gauti Sigmundsson, KA
Jakob Smári Pálmason, Tindastóli
-100 kg
Vemharð Þorleifsson, KA
Ingibergur Sigurðsson, Ármanni
Guðmundur Smári Ólafsson, Seifossi
+100 kg
Gísli Jón Magnússon, Ármanni
Heimir Haraldsson, Ármanni
Ármann Guðjónsson, KÁ
Opinn flokkur:
Vernharð Þorleifsson, KA
Gísli Jón Magnússon, Ármanni
Freyr Gati Sigmundsson, KA
Þorvaldur Blöndal, Ármanni
Kvennafiokkar:
11-14 ára
-40 kg
Dagný Friðriksdóttir, KA
Sunna Alexandersdóttir, KA
Arna Ýr Guðmundsdóttir, KA
-50 kg
Elva Jónsdóttir, KA
Hólmfríður Högnadóttir, KA
Ragna Gestsdóttir, KA
Þrúður Einarsdóttir, KA
Fullorðnar:
-66 kg
Birna Baldursdóttir, KA
Margrét Bjamadóttir, KA
Urður Skúladóttir, KA
Stefanía Steinsdóttir, KA
+66 kg
Gfgja Gunnarsdóttir, KA
Berglind Andrésdóttir, KA
Rannveig Guðlaugsdóttir, KA
Bordtennis
Reykjavíkurmótið
Reylgavíkurmeistarar
Meistaraflokkur karla
Guðmundur E. Stephensen, Víkingi
Meistaraflokkur kvenna
Lilja Rós Jóhannesdóttir, Vikingi
Tvenndarkeppni
Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós
Jóhannesdóttir.
Tvíliðaleikur kvenna
Lilja Rós Jóhannesdóttir og Líney Árnadótt-
ir, Víkingi.
Tvíliðaleikur karla
Kjartan Briem, KR, og Adam Harðarson,
Víkingi
1. flokkur karla
Emil Pálsson, Víkingi
2. flokkur karla
Óli Páll Geirsson, Víkingi
Eldri fl. karla
Ólafur H. Ólafsson, Erninum
Tvíliðal. eldri fl.
Ólafur H. Ólafsson, Erninum, og Gísli Ant-
onsson, Víkingi
Stúlknafiokkur
Kristin Bjarnadóttir, Vikingi
Drengir 14-17 ára
Guðmundur E. Stephensen..........Víkingi
Tvíliðaleikur drengja
Matthías Stephensen og Guðmundur E.
Stephensen, Víkingi
Piltar 13 ára og yngri
Óli Páll Geirsson, Víkingi
GOLF
S-L mót á Kanarí
Golfmót Samvinnuferða-Landsýnar á Masp-
alomasveilinum á Kanarí um helgina. Leikn-
ar voru 18 holur með forgjöf, par 73.
Konur
Margrét Egilsdóttir, GR..............74
Kristín Guðjónsdóttir, GR.......... 82
Anna Agnarsdóttir, GR................83
Ragnheiður Margeirsdóttir, GR........83
Karlar
Vilhjálmur Árnason, GR...............67
Guðjón Stefánsson, GS................70
Jón Grétar Guðgeirsson, GN............70
Árni Guðjónsson, GN..................76
Óli Viðar Thorstensen, GR............76
70 ára og eldri
Óskar Jónsson, GR....................59
■ Næsta S-L mót verður f ferð sem verður
farin til Mallorca 13. maí.
í kvöld
Deildabikarkeppni KSÍ
16 liða úrslit karla
Ásvellir: FH - Fylkir 18.30
Leiknisv.: Leiftur - Þróttur R.. ...19
Ásvellir: Stjarnan - Haukar....20.30
Vallargerðisv.: Breiðablik - IR ...19
KR-völlur: KR - Tindastóll ...18
Garðskagav.: Keflavík - ÍA ...19
Tungubakkav.: Vaiur - Fram.. ...19
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Jóhannsson á fullri ferð við æfingar sínar á Evrópumeistaramót-
inu í Búdapest í fyrra.
Nottingham
Forest í
úrvalsdeild
SUNDERLAND tapaði óvænt fyrir
Ipswich í 1. deild ensku knattspyrn-
unnar í gærkvöld og þar með er
ljóst að Nottingham Forest leikur í
úrvalsdeildinni á næsta keppnis-
tímabili.
Forest, sem á einn leik eftir, er
efst í 1. deild með 93 stig, sex stig-
um meira en Sunderland, Charlton
og Middlesbrough. Tvö fyrrnefndu
liðin eiga einn leik eftir en Boro tvo
heimaleiki og á því mesta möguleika
á að fylgja Forest eftir. Því bendir
flest til þess að Charlton, Sunder-
land, Ipswich og Sheffíeld United
eða Birmingham fari í aukakeppni
um sæti í efstu deild.
Matt Holland og Alex Mathie
skoruðu fyrir heimamenn í Ipswich,
sem er í fimmta sæti.
„Ég held að við förum í auka-
keppnina," sagði Peter Reid, stjóri
Sunderland. „Middlesbrough er
mjög sterkt á heimavelli og ég held
að liðið sigri í báðum leikjunum.
Hins vegar verður þetta ný reynsla
fyrir mig og mína menn og lær-
dómsrík fyrir strákana. Við fengum
góða ráðningu að þessu sinni.“
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 C 3"“
FIMLEIKAR
Úrslitakeppni EM drengjalandsliða
Óheppnir á
móti Svíum
Islenska drengjalandsliðið í
knattspymu gerði 1:1 jafntefli
við sænska landsliðið í 16 liða
úrslitum Evrópumótsins í Glasgow
í Skotlandi í gær. Jóhannes Gísla-
son Gíslasonar bæjarstjóra á Akra-
nesi skoraði fyrir Island í byrjun
seinni hálfleiks en Svíar jöfnuðu
tveimur mínútum fyrir leikslok.
„Við vorum mjög óheppnir,“
sagði Magnús Gylfason, þjálfari ís-
lenska liðsins, við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Við vorum 11 á móti
10 Svíum í rúman hálfleik og mun
betri en lánið lék við mótherjana."
Magnús sagði að Svíar hefðu
ekki tekið neina áhættu eftir að
þeir misstu mann útaf en þeir
hefðu verið heppnir í byrjun leiks.
„Fyrirliðinn Indriði Sigurðsson
skaut að marki og boltinn var á
réttri leið þegar Sævar Gunnars-
son hljóp að og ýtti honum yfír lín-
una en öllum að óvörum var hann
dæmdur rangstæður. Þetta var
svipað og í leiknum við Grikki sem
við töpuðum 2:0. Þá jöfnuðum við,
1:1, eftir hornspyrnu en markið
var dæmt af vegna rangstöðu sem
enginn sá enda fáránlegt eftir
horn.“
Grikkir standa best að vígi, eru
með fjögur stig en þeir gerðu
markalaust jafntefli við Dani í gær.
Danir og Svíar gerðu 1:1 jafntefli í
fyrsta leik og eru með tvö stig en
tvö efstu liðin fara áfram í átta liða
úrslit. A morgun mætast Svíar og
Grikkir og Danir og íslendingar.
„Staðan í riðlinum er í raun opin og
allt getur gerst,“ sagði Magnús.
„Danirnir eru mjög góðir en við
mætum til leiks með því hugarfari
að sigra og með sigri eigum við
góða möguleika á að komast
áfram.“
Halldór náði 4. sæti
í hörkukeppni í Japan
Fem verðlaun á
NM í skylmingum
Rússinn Alexej Bondarenko,
sem er aðeins 19 ára, stal sen-
unni á Evrópumeistaramótinu í
fimleikum sem fram fór í Sankti
Pétursborg í Rússlandi um helg-
ina. Hann vann til fimm verðlauna,
þar af tvennra gullverðlauna.
Rúnar Alexandersson, Jón Trausti
Sæmundsson og Viktor Kristmanns-
son, allir úr Gerplu, vora á meðal kepp-
enda en komust ekki í úrslit Rúnar
fékk 9,025 stig fyrir æfingar á tvíslá í
íjölþrautirmi, 9,175 fyrir æfingar á
bogahesti, 8350 fyrii- stökk, 8,000 fyiir
æfingar í hiingjum og 6,825 á svifrá.
Hann hafnaði í 34. sæti af 129 kepp-
endum. Jón Trausti varð í 40. sæti.
Bondarenko vann þrenn verð-
laun síðasta keppnisdaginn sem
var á sunnudag. Hann varð Evr-
ópumeistari í fjölþraut á fóstudag
og í liðakeppni á laugardag. A
sunnudag var síðan keppni á ein-
stökum áhöldum. Þar sigraði hann
í æfingum á tvíslá, varð annar í æf-
ingum á hesti og þriðji á gólfi, en
komst í úrslit á fjómm áhöldum.
Það munaði aðeins 0,062 að hann
næði líka á verðlaunapall í hringj-
unum.
„Ég er mjög ánægður með ár-
angurinn. Það er auðvitað mikil-
vægast að vinna fjölþrautina og svo
er gott að ná í þrenn verðlaun í
keppninni á einstökum áhöldum,"
sagði Bondarenko.
Grikkinn Ioannis Melissanidis
varð Evrópumeistari í stökki og
varð annar í gólfæfingum. Hann
náði hins vegar ekki í gullið á gólf-
inu eins og hann gerði á Olympíu-
leikunum í Atlanta og varð að
sætta sig við annað sætið á eftir
Rússanum Alexej Nemov, sem
fékk 9,556 í einkunn fyrir æfingar
sínar. Þetta voru einu gullverðlaun
Nemovs, sem er tvöfaldur ólympíu-
meistari frá því í Atlanta.
Frakkinn Eric Poujade sigraði í
æfingum á bogahesti. Szilvester
Csollany frá Ungverjalandi sigraði
í hringjum og Spánverjinn Jesus
Carballo sigraði í keppni á slá.
Keppendur frá tíu þjóðum unnu
til verðlauna á Evrópumótinu en
langt er síðan svo margar þjóðir
hafa blandað sér í baráttuna um
verðlaun á mótinu. „Þetta er mjög
jákvætt fyrir evrópska fimleika,"
sagði ítalinn Gianfranco Marzolla,
forseti tækninefndar evrópska fim-
leikasambandsins. „Þessi skipting
verðlauna sýnir að fimleikar eru
vinsælir í mörgum Evrópulönd-
um.“
Islenskir skylmingamenn fengu
tvenn silfurverðlaun og tvenn
silfurverðlaun á Norðurlandamót-
inu í skylmingum með höggsverði
sem fram fór í Kaupmannahöfn á
dögunum. Sigrún Erna Geirsdóttir
fékk silfui’verðlaun í kvennaflokki
og Helga Eygló Magnúsdóttir
brons í sama flokki. Þá komu
bronsverðlaun í hlut Ragnars Inga
Sigurðssonar í einstaklingskeppni
karla. I sveitakeppni fékk íslenska
karlasveitin silfur eftir að hafa beð-
ið lægri hlut fyrir Dönum, 45:37.
Sveitin var skipuð þeim Ragnari
Inga, Guðjóni Inga Gestssyni og
Kristmundi Bergvinssyni.
Forsvarsmenn íslenska skylm-
ingasambandsins íhuga að senda inn
formlega kvörtun vegna dómgæslu
á mótinu og einnig vegna þess að
nokkuð þótti skorta á skipulagningu
mótsins vegna innbyrðis deilna í
danska skylmingasambandinu. Ein-
ungis Island og Danmörk sendu til
mótsins dómara með alþjóðleg rétt-
indi og því var ákveðin hætta á að
dómarar væru hlutdrægir þegar Is-
lendingar og Danir mættust, bæði í
keppni einstaklinga og sveita. M.a.
voru Islendingar undrandi yfir dóm-
gæslu í viðureign Ragnars Inga og
Danans Sebastians Usiewics í karla-
flokki þar sem Dananum tókst á
ótrúlegan hátt að vinna upp öruggt
forskot Ragnars og ná sæti í úrslit-
um á meðan Ragnar barðist um
bronsverðlaunin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HELGA Eygló Magnúsdóttir og Ragnar Ingi Sigurðsson úr Skylmingafélagi Reykjavíkur unnu bæði til
bronsverðlauna á Norðurlandamótinu í skylmingum með höggsverði i Kaupmannahöfn á dögunum.
Ragnar Ingi var einnig í silfursveit íslands i sveitakeppni.
Stuttgart verður án
stuðnings í Stokkhólmi
ÁHANGENDUR þýska knattspymuliðsins Stuttgart virðast hafa lítinn
áhuga á úrslitaleiknum við Chelsea í Evrópukeppni bikarliafa sem verður
í Stokkhólmi 13. maí. Félagið fékk 12.000 miða en liefur skilað 11.000 og
verður reynt að selja þá í Svíþjóð. Sænska knattspyrnusambandið fékk
6.000 miða til að byrja með og Chelsea seldi sína 12.000 miða á svip-
stundu.
Leeds bætir við 5.000
sætum á Elland Road
ENSKA úrvalsdeildarfélagið Leeds áformar að bæta við 5.000 sætum á
Elland Road en vöilurinn tekur ná 40.000 nianns í sæti. Vestari endinn
verður endurbættur og er fyrirhugað að hefja framkvæmdir um mitt
næsta ár en ráðgert að þeim ljúki snemma árs 2001.
Samkvæmt áætlun kosta umræddar framkvæmdir um 10 milljónir
punda, um 1,2 milljarða króna. Félagið hefur líka hug á að reisa
íþróttahöll við hliðina á Elland Road. Þar er gert ráð fyrir 14.000
áhorfendum í sæti og kostnaði upp á 40 milljónir punda, tæplega fimm
milljarða kr.
Leeds Sporting Plc, eignarhaldsfélag Leeds United, tapaði 1,14 millj.
punda á síðustu sex mánuðum liðins árs, en sér hagnaðarvon með fleiri
sætum og bættum aðbúnaði fyrir áhorfendur. Þetta er sú leið sem
ensku félögin hafa farið með góðum árangri og í því sambandi má geta
þess að Manchester United, sem endurbyggði Old Trafford fyrir tveim-
ur árum, ætlar að gera enn betur og bæta við 14.000 sætum en Old
Trafford er einn glæsilegasti leikvangur Bretlands með sæti fyrir
55.000 manns.
Halldór Jóhannsson þolfimi-
maður varð í fjórða sæti á
heimsbikarmóti í þolfimi í Tókíó í
Japan á dögunum, en mótið er
eitt þriggja stigamóta sem haldin
eru ár hvert. Næsta verkefni
Halldórs er hins vegar heims-
meistaramótið sem fram fer á
Ítalíu um miðjan maí. „Ég er
sáttur við þennan árangur, nú
veit ég betur hvar ég stend í
keppninni áður en röðin kemur að
heimsmeistaramótinu," segir
Halldór. Hann varð m.a. í öðru
sæti á Evrópumeistaramótinu í
Búdapest í október sl.
Alls voru 40 keppendur í karla-
flokki á mótinu í Japan og var
keppni efstu manna mjög hörð, að-
eins munaði 0,75 stigum á Halldóri
og sigurvegaranum P. Kwangsoo
frá S-Kóreu sem er heimsmeistari.
Hann fékk 18,75 í einkunn, silfur-
verðlaunahafinn Ken-ichiro frá
Japan hlaut 18,35 og Búlgarinn
Kaloian var með 18,30. Halldór
náði 18 sléttum.
„Þetta er bara þrotlaus vinna og
aftur vinna við að laga hverja
hreyfingu og að þessu sinni voru
æfingar mínar nokkuð góðar og
mér tókst einna best að útfæra
þær af keppendum. Samt sem áð-
ur er margt sem ég þarf enn að
laga og því var gott að fá þetta
tækifæri til þess. Unnur Pálmars-
dóttir hjá Eróbik-sporti hefur ver-
ið mér stoð og stytta við búa til æf-
inguna og aðstoða mig við að koma
þeim sarnan."
Halldór segist stefna ótrauður á
að komast á næsta stigamót sem
fram fer í S-Kóreu. Aðaláhersluna
segist hann samt sem áður leggja .
á að vera í sem bestri æfingu þeg-
ar að heimsmeistaramótinu kemur
eftir hálfan mánuð. Fjörutíu og
sex keppendur eru skráðir til leiks
í karlaflokki og þar af komast að-
eins sjö í úrslit auk heimsmeistar-
ans sem á víst sæti.
Rússinn Bondarenko
stal senunni á EM
Rúnar Alexandersson náði ekki í úrslit
SKYLMINGAR
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA