Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 D Reuters ður í bragði eftir að hafa tekið við sigur- ni • Rómaborg. Þetta er í fyrsta skipti í 40 o verður bikarmeistari. Kiel meistari ÞAÐ var glatt á hjalla í Kiel í gærkvöldi þegar flautað var til leiksloka í viðureign Kiel og Nettelstedt og ljóst að heimamenn höfðu borið sigur úr býtum, 27:24, og tryggt sér um leið þýska meistaratitilinn í sjöunda sinn, þar af í fjórða sinn á sl. fimm árum. Nenad Perunicic var markahæstur í liði Kielar í gær, gerði 8 mörk og Wislander kom næstur með 5. Talant Duschebaev og Sven Ladenmacher voru með 6 mörk hvor fyrir Nettelstedt. Ekki batnaði staða „íslendingaliðanna“ Bayer Dormagen og Hameln við leiki gær- kvöldsins því bæði töpuðu þau. Dormagen steinlá á útivelli, 33:23, fyiir Wallau Massenheim og Hameln tapaði einnig úti- velli, fyrir Niedenvúrzbach 27:23. Liðin eru Jöfn í neðsta sæti með 14 stig og Ijóst að bæði lið verða að selja sig dýrt um helgina til forðast fall en annað þeirra verður samt að bíta í það súra epli. Héðinn Gilsson var markahæstur hjá Dormagen, gerði 6 mörk og félagi hans Róbert Sighvatsson gerði eitt •úark. Konráð Olavson skoraði eitt mark f'.vrir Niederwúrzbach í sigi'i á Alfreð Gísla- syni og lærisveinum hans í Hameln. Patrekur Jóhannesson skoraði 6 mörk fyrir Essen er liðið tapaði á útivelli fyrir Magdeborg. Julian Róbert Duranona gerði 6 mörk lyrir Eisenach sem tapaði 33:23 fyr- •r Lemgo á útivelli. Barcelona og Lazio bikarmeistarar BARCELONA varð í gærkvöldi bikarmeistari í knattspyrnu á Spáni eftir æsilega baráttu við Mallorca. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit og það var ekki fyrr en eftir að hvort lið hafði tekið átta víti að niðurstaða fékkst. Á Ítalíu var einnig leikið til úrslita í bikar- keppninni; síðari viðureign Lazio og AC Milan fór fram og Lazio hafði betur á heimavelli sínum í Rómaborg, 3:1, og þar með 3:2 samanlagt. í ensku úrvalsdeildinni sigraði Arsenal lið Derby 1:0 á heimavelli og færðist skrefi nær meist- aratitlinum. arcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn fyrir skemmstu og í gærkvöldi bættist bikarinn í safnið. Liðið hefur verið geysilega sigursælt í gegnum árin og því hljómar það ef til vill undarlega að þetta er í fyrsta skipti í 39 ár - síðan 1959 - að liðið vinnur bæði deild og bikar sama árið. Leikurinn í gær varð sögulegur. Tveir leikmenn Mallorca voru reknir af velli þegar skammt var til leiksloka. Staðan var 1:1 eftir 90 mínútur og Mallorca-menn héldu jöfnu í hálftíma framlengingu, þrátt fyrir mikla sókn Barcelona, og það var ekki fyrr en í vítaspyrnukeppn- inni sem meistaramir höfðu betur. Mallorca-menn voru reyndar með pálmann í höndunum í vítakeppninni en færðu sér það ekki í nyt. Staðan var jöfn, 3:3, eftir að hvort lið hafði tekið fimm vítaspyi'n- ur. Markvörður Mallorca, Carlos Roa, hafði skorað úr síðustu spymu liðsins. Luis Figo, fyrirliði Barcelona, steig næstur fram en Roa varði spyrnu hans. Aðurnefndur St- ankovic fékk þá tækifæri til að tryggja Mallorca bikarinn þegar hann tók sjöttu spyrnu liðsins en þrumaði framhjá og þar með áttu Börsungar enn möguleika. Oscar Garcia skoraði þvínæst fyrir Barcelona, Amato jafnaði, Hollend- ingurinn Reiziger kom Barcelona í 5:4 þegar hann skoraði úr áttundu spyrnu liðsins af öryggi og síðastur steig fram Xabier Eskurza, leikmað- ur Mallorca. Hann skaut fast á mitt markið og þó hinn hollenski Ruud Hesp, markvörður Barcelona, henti sér til hliðar, náði hann að verja með fótunum. Lazio í ham Leikmenn Lazio skoraðu þrívegis á tíu mínútna kafla, eftir að hafa lent 0:2 undfr samanlagt, slógu leikmenn AC Milan þar með algjörlega út af laginu og hömpuðu ítalska bikarnum í fyrsta skipti í 40 ár. Liðin mættust á Ólympíuleikvang- inum í Róm. Milan sigraði 1:0 í fyrri leiknum og þegar Demetrio Albert- ini skoraði fyrir Milan á 47. mín. og staðan var orðin 2:0 samanlagt virt- ust úrslitin ráðin. Fyrri hálfleikurinn var afar daufur, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, og ekkert benti til þess að boðið yrði upp á skemmtileg- an seinni hálfleik. En eftir að Albert- ini skoraði byrjaði ballið fyrst fyrir alvöru. Marco Gottardi skoraði fyrsta mark Lazio átta mín. síðar, þremur mín. eftir markið fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu þeg- ar dómarinn taldi Paolo Maldini, fyr- irliða Milan, hafa brotið á marka- skoraranum Gottardi og Júgóslavinn Vladimir Jugovic skoraði örugglega úr vítinu. Þegar þai'na var komið sögu var eins og dagatali Lazio- manna væri flett nokki'a mánuði aft- ur í tímann; til fyrstu mánuða ársins þegar liðið þótti leika allra liða best á Italíu. Jugovic og Pavel Nedved fóru á kostum á miðjunni og liðið sótti af miklum krafti í þehTi von að knýja fram sigurmarkið. Pierluigi Casirag- hi var nálægt því að skora þegar hann skaut í stöng af stuttu færi en augabragði síðar var varnarmaður- inn Alessandro Nesta á ferðinni þeg- ar hann þrumaði í netið af stuttu færi. Bergkamp meiddist Arsenal færðist skrefi nær enska meistaratitlinum í gærkvöldi þegar liðið sigraði Derby 1:0 á Highbury. Það var Frakkinn Emmanuel Petit sem gerði eina markið á 34. mín. Lið- ið á nú eftir þrjá leiki og þarf aðeins að næla í þrjú stig til að tryggja sér titilinn. Sigur Arsenal var hins vegar dýr- keyptur því hollenski framherjinn frábæri, Dennis Bergkamp, meiddist á 30. mín. - tognaði á læri - og óljóst er hvort hann getur tekið þátt í úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði þar sem Arsenal mæt- ir Newcastle. Bergkamp mistókst að skora úr vítaspymu á 13. mín. í gærkvöldi. Frakkinn Nicolas Anelka var felldur í teignum en Eistinn Mart Poom í marki Derby varði spyrnu Berg- kamps. KÖRFUKNATTLEIKUR Allt galopið ennþá LEIKIRNIR á þriðjudagskvöld sýndu enn einu sinni að ekkert er gefið þegar í úrslitakeppn- ina er komið í NBA-deildinni. Öll 16 liðin eru enn „lifandi“ og sumar leikseríurnar klárast sjálfsagt ekki fyrr en um helg- ina. innesota Timberwolves held- ur áfram að koma á óvart í viðureign sinni gegn Seattle SuperSonics. þriðji Gunnar leikur liðanna í Minn- Valgeirsson eapolis var mjög skrífar skemmtilegur. Seattle náði fljótlega forystu en Minnesota jafnaði fyrir hálfleik og vann sanngjamt í lokin, 98:90. Stjörnurnar, Kevin Garnett (19 stig, 8 fráköst) og Stephon Marbury (14 stig, 11 stoðsending- ar) voru mjög traustar og Anthony Peeler setti niður 20 stig. Gary Payton skoraði 26 stig fyrir Seattle, sem nú verður að vinna tvo leiki í röð ef liðið ætlar í næstu um- ferð. Sama sagan heldur áfram að endurtaka sig hjá liðinu í fyrstu umferð. Liðið virðist aldrei spila vel í fyrstu umferð. Miami Heat vann góðan og sann- gjarnan sigur á New York Knicks 91:85 í Madison Square Garden. Bakverðimh’ Wishon Lenard (28 stig) og Tim Hardaway (27 stig) áttu báðir frábæran leik og vom lykillinn að sigri liðsins. „Tim og Wishon áttu báðir góðan leik hjá okkur og við náðum í það sem við vildurn í kvöld,“ sagði Pat Riley, þjálfari Miami, eftir leikinn. New York tapaði knettinum 20 sinnum og það kostaði liðið sigui’inn. Allan Houston var stigahæstur að vanda hjá New York með 27 stig, en hann skoraði ekki stig síðustu 15 mínút- umar í leiknum. Miami hefur nú náð 2:1 forystu úr viðureignum lið- anna og hefur einfaldlega of mörg vopn íyrir New York. Portland Trailblaizers náði loks í sigur gegn Los Amgeles Lakers, 98:90. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda, en Portland var sterkara á endasprettinum og vann sanngjamt. Isiah Rider og Damon Stoudamire skoruðu báðir 18 stig fyrir heimaliðið og Shaquille O’Neal var að venju stigahæstur hjá Lakers með 36 stig, auk 16 frákasta. Aðrir leik- menn vom ekki nægilega virkir hjá Lakers. Portland getur jafnað dæmið í nótt, en liðið hefur verið slegið út í fyrstu umferð fimm ár í röð. Atlanta Hawks vaknaði heldur betur til lífsins gegn Charlotte Hornets á heimavelli. Liðið vann stórsigur, 96:64, og er þetta stærsti sigur liðsins í úrslitakeppni síðan 1951 gegn Minneapolis Lakers! Charlotte jafnaði met varðandi lægsta skor í úrslitakeppni í leikn- um. Mookie Blaylock var stiga- hæstur i jöfnu liði Atlanta með 16 stig. Atlanta getur jafnað keppnina á heimavelli á morgun. De Bruin í fjögurra ára bann? MICHELLE de Brain (áður Smith), þrefaldur ólympíu- meistari í sundi á síðustu leik- um, á yfh' sér fjögurra ára keppnisbann, en hún er grunuð um að hafa falsað lyfjapróf sem tekið var af henni eftir æfingu í janúar. De Bruin segist með öllu saklaus og ætli ekki að una sér hvíldar fyrr en sannleikur- inn liggi fyrir og hún verði hreinsuð af þessum gi-un Al- þjóða ólympíunefndarinnar og Alþjóða sundsambandsins, FINA. í þeim hei'búðum hefur verið greint frá því að sýnið sem kom frá De Bruin sé ekki hreint, eitthvað hafi verið átt við það og jafnvel kann það að vera úr annarri konu. De Bruin var aðalstjarna sundkeppninnar á síðustu Ólympíuleikum árið 1996 en átti erfitt uppdráttar á síðasta ári vegna meiðsla sem hún hlaut í bílveltu. Hún var ekki á meðal keppenda á HM í sundi fyrr á þessu ári en um það leyti var umrætt lyfjapróf tekið af henni heima á Iriandi. < Hefui- hún nú náð sér af meiðslunum og hugðist leggja allt í sölumar til þess að ná fyrri getu á þessu ári. Hins veg- ar er ljóst að það tekst henni ekki ef hún nær ekki að hreinsa sig af grunsemdunum. Fari hún í fjögurra ára bann yrðu það endalokin á hennar ferli, en De Brain er 28 ára gömul. Lengi hafa verið uppi grunsemdir um að hún hefði óhreint mjöl í pokahorni sínu, en aldrei hefui' neitt sannast á hana. Ekki hvað síst þykir mörgun einkennilegt hvað hún hefur tekið miklum framforum síðan hún fór að æfa undir stjórn eiginmannsins, Hollendingsins Eriks de Bruin, sem er fyrrverandi kringlukast- ari. Hann afplánar nú fjöguiTa ára keppnisbann vegna lyfja- notkunar árið 1995. í febrúar á sl. ári fékk hún að- vöran frá FINA vegna þess að hún hafði ekki mætt í lyfjapróf á vegum þess undir árslok 1996. Þá komst hún hjá lyfjaprófi á EvrópumeLstaramótinu í Sevilla í sumai'. Er hún mætti ekki í fyrra prófíð var henni tilkynnt af FINA að kæmi þetta fyrir á . ný yrði hún umsvifalaust dæmd í íjögurra ára keppnisbann. Leikið við Japan á Austfjörðum ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mætir landsliði Japans í tveimur vináttulands- leikjum á Austfjörðum í byrjun maí. Laugardaginn 9. maí verð- ur leikið í Neskaupstað og dag- inn eftir á Fáskrúðsfirði. „Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari sagði að landsliðið kæmi aðeins saman vegna þess- ara leikja en síðan yrðu æfingar 8. júní til 10. júlí. Til stóð að fara á mót í Egyptalandi í júlí- byrjun en Egyptar seinkuðu því og þar sem leikmenn höfðu ráð- stafað tíma sínum vai'ð að hætta við þátttöku. „Við erum að reyna að finna aðra leiki í staðinn á fyiTnefndum æfinga- tíma,“ sagði Þorbjörn. Ungmennaliðið skipað leik- mönnum tuttugu ái'a og yngri er í riðli með Póllandi og Dan- mörku í Evrópukeppninni en leikir riðilsins fara sennilega fi'am á Akureyri í umsjón KA fyTstu helgina í júní. íslenski hópurinn verður valinn á næstu dögum og undirbúningurinn hefst með tveimur leikjum við japanska landsliðið, á Hvolsvelli 12. maí og í Þorlákshöfn 13. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.