Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
JRwgtiiiliIjifrife
1998
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ
BLAD
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
Stangarstökk
kvenna viður-
kennd grein
ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, til-
kynnti í gær að keppt yrði í stangarstökki og
sleggjukasti kvenna í heimsmeistarakeppninni
í SevUla á Spáni 1999 og á Ólympíuleikunum í
Sydney í Ástralíu 2000. Primo Nebiolo, forseti
IAAF, sagði að þessi ákvörðun yrði til þess að
æ fleiri konur gætu keppt jafnfætis við karla
og það væri ánægjulegt en eftir þessa viður-
kenningu keppa konur í sömu greinum og
karlar. Ekki hefur verið keppt í þessum gi'ein-
um á stórmótum en árangur hefur verið skráð-
ur og viðurkenndur í stangarstökki kvenna
síðan 1992 og í kringlukasti kvenna síðan
1994. í vetur var keppt í stangarstökki kvenna
í fyrsta sinn á Evrópumeistaramótinu innan-
húss og greinin verður á dagskrá Samveldis-
leikanna í Malaysíu í sumar, einnig í fyrsta
sinn.
Áhorfendamet
í Þýskalandi
AÐSÓKN að leikjum þýsku deildarinnar í
knattspyrnu hefur aldrei verið ineiri en á líð-
andi timabili. I fyrra voru 30.267 manns á
hverjuni Ieik að meðaltali en fyrir síðustu um-
ferðina er sambærileg tala 32.375. Alls hafa
9.615.505 mætt á leiki tímabiisins fyrir síðustu
umferðina sem verður um helgina og er gert
ráð fyrir að tala áhorfenda fari yfir 10 mil\j-
ónir í fyrsta sinn.
Dortmund hefur fengið flesta áhorfendur,
54.265 að meðaltali á leik, en Bayern Miinchen
hefur fengið 54.000 manns að meðaltali.
Bilið minnkar
en langt á milli
EKKI hefur emi náðst samkomulag um sjón-
varpsútsendingar frá íslensku knattspymunni
í sumar. Eins og greint hefur verið frá keypti
þýska fyrirtækið UFA einkasölurétt á beinum
sjónvarpsútsendingum frá heimalandsleikjum
Islands og efstu deild karla, bikarkeppninni og
deildabikarkeppninni og gerði samning þar
um til fjögurra ára. íslensku sjónvarpsstöðv-
amar vora langt því frá tilbúnar að greiða
uppsett verð UFA fyrir efnið en að undan-
förau hafa viðræður staðið yfír og hafa menn
nálgast þótt enn sé langt á milli.
UFA vill semja við eina sjónvarpsstöð um
allan pakkann í íjögur ár og vegna samkeppn-
innar fæst ekki uppgefið hvaða tölur er um að
ræða. Hins vegar er Ijóst að farið er fram á
mun meira fyrir efnið en áður hefur verið
greitt og munar milljónum króna, jafhvel tug-
um milljóna á tímabilinu. Islensku stöðvaraar
fengu tilboð í liðinni viku og gerði Sjónvarpið
munnlegt gagntilboð í gær en íslenska út-
varpsfélagið, sem rekur Stöð 2 og Sýn, gcrir
ráð íyrir að svara þýska fyrirtækinu í dag.
GOLF
Birair Leifur á
KR í úrslit
KR-INGAR tryggðu sér
sæti í úrslitum deildabikar-
keppninnar með því að
vinna IA 4:3 eftir víta-
spyraukeppni í undanúrslit-
um á Tungubakkavelli í
gærkvöldi. Markalaust var
eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu. KR mætir
Val í úrslitaleik á þriðjudag.
Á myndinni skallar Heimir
Guðjónsson, fyrrum KR-ing-
ur, boltann og Þórhallur
Hinriksson fylgist spenntur
með.
■ KR vann / D2
Birgir Leifur Hafsteinsson fór
fyrsta hring á pari á opnu golf-
móti á Mallorca í gær, en mótið er
liður í Evrópsku mótaröðinni.
Hann er í 28. til 48. sæti, fimm
höggum á eftir fyrstu mönnum,
sem fóru hringinn á 67 höggum, en
144 kylfingar luku keppni í gær.
„Þetta gekk mjög vel,“ sagði
Birgir Leifur við Morgunblaðið.
„Ég hef aldrei spilað á þessum velh
fyrr en það háði mér ekki. Þvert á
móti var ég óheppinn ef eitthvað
var. Hins vegar er völlurinn erfiður
og auðvelt að gera mistök en ég
reyni að halda áfram á sömu
braut.“
Birgir Leifur fór fyrstu fimm
holurnar á pari en síðan lék hann
par fimm holu á aðeins þremur
höggum eða emi. Næst fór hann á
einu höggi yfir pari og síðan fjórar
holur á pari. Á 12. braut fékk hann
skolla, fugl á 13. braut, aftur skolla
á 14. braut en fjórar síðustu hol-
umar lék Birgir Leifur á pari.
Spánverjamir Miguel Martin og
Santiago Luna vora í fyrsta sæti
eftir daginn, fímm höggum undir
pari. Fjórir kylfingar vora á 68
pari
höggum, fjórir á 69, átta á 70 og
níu á 71 höggi. Þjóðverjinn Bem-
hard Langer, sem lék æfingahring
með Birgi Leifi á þriðjudag, er á
pari eins og Skagamaðurinn en
Spánverjinn Seve Ballesteros er í
89. til 109. sæti á 75 höggum,
þremur yfir pari. Tveir kylfingar
era á 10 höggum yfir pari, þrír á 11
yfir pari og einn á 84 höggum.
KORFUKNATTLEIKUR: HERBERT OG FELAGAR LEIKA UM HTILINN / D4