Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 D 3
■ WALTER Smith, knattspyrnu-
stjóri Rangers, hefur samþykkt að
vera áfram hjá félaginu og hafa yf-
irumsjón með varaliðinu og ung-
lingaliðunum. Hann gerir samning
til tveggja ára vegna þessara verk-
efna en áréttaði að hann kæmi ekki
nálægt úrvalsdeildarliðinu.
■ HANS Krankl hefur ákveðið að
halda áfram þjálfun austurríska
liðsins SV Salzburg og hefur gert
nýjan samning til tveggja ára. Real
Zaragoza bauð honum starf en
hann sagði ða spænska félagið hefði
ekki gengið heilt til verks og jafn-
vel verið með aðra í huga.
■ DON Hutchison, leikmaður
Everton, hefur beðið Emmanuel
Petit afsökunar á því að hafa brotið
gróflega á honum á sunnudaginn er
liðin áttust við á Highbury. Petit
varð að fara af velli rétt fyrir leik-
hlé eftir að Hutchison hafði í
tvígang brotið fólskulega á Frakk-
anum.
■ „ÉG sendi honum símbréf með
afsökun og óskum um velgengni í
úrslitaleiknum í bikarkeppninni,"
sagði Hutchison.
■ BRYAN Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, fær 2,5 millj-
arða króna til Ieikmannakaupa fyi-ir
næstu leiktíð til þess að tryggja lið-
inu öruggt sæti í úrvalsdeildinni.
KNATTSPYRNA
Ríkharður skorar
enn fyrir Viking
Ríkarður Daðason skoraði mark
fyrir Viking í 3:1 sigri á
Haugasundi í norsku deildinni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Viking
hafði 1:0 yfir í hálfleik en Hauga-
sund jafnaði í upphafi síðari hálf-
leiks en það var síðan Ríkharður
sem kom sínu liði yfir í 2:1 og síðan
gulltryggði Gunnar Aase sigur
Viking með þriðja markinu undir
lok leiksins.
Tryggvi í sigurliði
Tromsö sigraði Brann, 1:0, og
lék Tryggvi Guðmundsson allan
leikinn fyrir Tromsö^ en markið
gerði Ronny Westad. Ágúst Gylfa-
son var einnig í liði Brann. Óskar
Hrafn Þorvaldsson lék með liði
Strömgodset sem tapaði á heima-
velli fyrir Lilleström, 2:3. Rúnar
Kristinsson og Heiðar Helguson
voru ekki í liði Lilleström.
Molde vann stórsigur á Moss,
6:0, og skaust þar með í efsta sæti
deildarinnar. Bjarki Gunnlaugs-
son var ekki í liði Molde. Stabæk
náði óvænt jafntefli gegn meistur-
RIKARÐUR Daðason hefur
staðið sig vel með Víking í
norsku deildinni og gerði
þriðja mark sitt á tímabilinu
í gærkveldi.
um Rosenborg á útivelli, 2:2.
Helgi Sigurðsson var ekki í liði
Stabæk. Kongsvinger vann Sogn-
dal, 3:2, og Válerenga og
Bodö/Glimt skildu jöfn, 2:2. Brynj-
ar Gunnarsson var ekki í liði
Válerenga.
Sverrir og Ólafur
skoruðu fyrir Malmö
Sverrir Sverrisson og Ólafur
Öm Bjarnason skorðu báðir fyrir
Malmö, sem sigraði Vestra Fröl-
unda, 3:1, á útivelli í sænsku deild-
inni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Frölunda náði forystunni á 15.
mínútu en Ólafur Öm jafnaði fjór-
um mínútum síðar. Sverrir kom
Malmö yfir á 76. mínútu og var
þetta þriðja mark hans fyrir liðið í
fimm leikjum. Yksel Osmanovski
gulltryggði síðan sigur Malmö á
lokamínútunni. Ólafi Emi var skipt
út af á 79. mínútu.
Norrköping hélt efsta sætinu í
deildinni með því að gera jafntefli
við Elfsborg, 1:1. Haraldur Ing-
ólfsson var ekki í liði Elfsborg.
Uppselt á
alla leiki
á HM í
Frakklandi
HEIMSMEISTARAKEPP
NIN í knattspyrnu fer
fram í Frakklandi og hefst
10. júní. Fyrir hálfum
mánuði setti franska
skipulagsnefndin 110.000
miða í almenna sölu og
bætti fljótlega við 60.000
miðum. Sala þessara miða
fór eingöngu fram í síma
og gátu aðeins íbúar innan
Evrópska efnahagssvæðis-
ins nýtt sér tilboðið. Þeir
brugðu skjótt við og þegar
á fyrsta degi var eftir-
spurnin mun meiri en
hægt var að anna en í gær
seldust síðustu 1.000 mið-
arnir.
Umræddir iniðar voru
aðeins á leiki í 1. umferð
fyrir utan fyrsta Ieikinn og
á leiki í 16 liða úrslitum en
áður höfðu verið seldar
um tvær milljónir miða á
alla leiki keppninnar.
SIGFÚS Sigfússon, forstjóri Heklu, og Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands íslands,
takast í hendur eftir undirskrift samningsins sem gildir 1998 og 1999 en samstarf KSÍ og Heklu
hefur staðið yfir frá 1995.
Samningur KSÍ og Heklu
metinn á um 10 millj. kr.
Nýr samstarfssamningur Knatt-
spyrnusambands íslands og
Heklu hf. var undirritaður í gær og
gildir hann fyrir árið í ár og það
næsta en samstarfíð hefur staðið
yfir frá 1995. Eggert Magnússon,
formaður KSÍ, sagði áður en hann
undirritaði samninginn að sam-
starfið við Heklu hefði verið mjög
gott. Fyrirtækið væri stórt, vel rek-
ið og í sviðsljósinu og vonandi væri
hægt að segja það sama um KSÍ. Á
50 ára afmælisári sambandsins í
fyrra hefði Hekla verið einn helsti
styrktaraðili úrslitakeppni
piltalandsliða sem fór fram hér á
landi og lánað KSÍ 55 bíla án end-
urgjalds en í nýja samningnum
felst m.a. að bflar frá Heklu verða
opinberir bflar KSÍ. Hekla verður
áfram einn af aðalsamstarfsaðilum
KSÍ og í tengslum við Evrópu-
keppni landsliða, sem hefst í haust,
verður hver aðgöngumiði jafnframt
happdrættismiði. A hverjum leik
verður dreginn út vinningur frá
raftækjadeild Heklu og á síðasta
heimaleik riðlakeppninnar verður
aðalvinningurinn dreginn út, VW
Golf bifreið. Eggert sagði að samn-
ingurinn væri metinn á 10 milljónir
króna og dró Sigfús Sigfússon, for-
stjóri Heklu, ekki úr því áður en
hann staðfesti samninginn með
undirskrift sinni.
Meistarakeppnin
á morgun
Hekla tengist áfram Meistara-
keppni KSÍ, keppni íslandsmeist-
ara og bikarmeistara KSÍ, og heitir
keppnin Meistarakeppni KSÍ og
Heklu eins og áður á samstarfstím-
anum. Meistarakeppnin hefur verið
í gangi síðan 1969 þegar KR sigraði
ÍBV og var hugmyndin að keppnis-
timabilið hæfist formlega með þess-
um viðburði en litið var til leiksins
um góðgerðarskjöldinn á Englandi í
því sambandi. Fyrir tveimur árum
var ákveðið að tímabilinu lyki með
honum. Því voru tveir leikir 1996,
vorleikur milli KR og ÍA sem unnu
sér rétt til að leika í keppninni árið
áður og síðan haustleikur ÍA og
ÍBV vegna framgöngu þeirra á
tímabilinu. Til stóð að Islandsmeist-
arar ÍBV og bikarmeistarar Kefla-
víkur mættust á liðnu hausti en
leiknum var frestað. Hann fer fram
á grasvellinum í Keflavík á morgun
og hefst kl. 16.
GOLFVEBSLDW
LEIKFANGAVERSLUN GOLFARANS
Nethyl 2, Reykjavík • Simi: S77-252S
;GASTA ÍÞRÓTTAFÓLKINU
Sbærplakötaf FRÆ.
Heimilisfang:___
Póstn. & staður:
Kennitala:______
Sími:___________
_sendið gíróseðil
visa/euro nr:_____
Askriftarsími: 568-2929, fax: 568-2935
FIMM MÖMMUR í
STJÖRNUNNI!
ÞÓRHALLUR
MIÐILL SPÁIR!
HEMMI SAT VIÐ
HLIÐINA Á PELE!
BECKHAM
HERDÍS
PÁLL & JASON
Tveir a lausú!
Nýtt Sportlíf komið á blabsölustaði!
Nú fæst Sportlíf eirrnig í áskrift. Aðeins 249 krónur á
mánuði. Vertu áskrifandi að eina íþróttablaðinu á
markaðnum í dag.
___Ég óska eftir áskrift fyrir aðeins 249 krónur á mánuði
Na fn:______________________________________________