Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 4
HERBERT Arnarson og félagar hans í belgíska liðinu MP Antwerpen leika til úrslita um belgíska meistaratitilinn við ■_■■■ Charleroi og verður Vaiur B. fyrsta viðureign lið- Jónatansson anna á laugardaginn. sknfar Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður meistari en Charleroi hefur verið meistari síð- ustu tvö árin. MP Antwerpen, eða Racing Ba- sket Antwerpen eins og liðið heitir réttu nafni, endaði í öðru sæti í deildarkeppninni sem lauk í síðasta mánuði. Sex efstu liðin komust í úr- slitakeppnina og sátu tvö efstu liðin hjá í fyrstu umferð. í undanúrslit- um unnu Herbert og félagar lið Qu- aregnon örugglega 2:0 og Charleroi vann bikarmeistarana frá Ostende 2:1. Liðið sem verður meistari kemst í Evrópudeildina og það er því til mikils að vinna. Jafnir möguleikar „Þessir úrslitaleikir leggjast vel í mig og ég tel okkur eiga jafna möguleika og Charleroi, sem hefur verið meistari hér síðustu tvö tíma- bil. Við lékum við það tvisvar í vet- ur, unnum fyrri leikinn heima með tuttugu stiga mun en töpuðum á úti- velli með átta stiga mun. Það getur því allt gerst,“ sagði Herbert, sem hefur gert að meðaltali sjö stig í leikjunum í vetur og spilað að með- altali 23 mínútur í leik. Hann gat ekki verið með í sex leikjum vegna meiðsla. Herbert sagði að belgíska deildin væri nokkuð sterk, enda allt at- vinnumenn sem spiluðu þar. í liði hans eru fimm útlendingar; tveir Bandaríkjamenn, Englendingur, Kanadamaður með belgískt vega- bréf og síðan Herbert. ,A- tímabili í vetur var byrjunarliðið skipað fjór- um útlendingum og einum Belga. Liðið endaði í sjöunda sæti deildar- innar í fyrra og komst þá ekki í úr- slit. Nú hefur gengið framar vonum og við höfum unnið nítján leiki og tapað sjö og erum komnir í úrslit. Það er mikil stemmning fyrir úr- slitaleikjunum og þegar orðið upp- selt á þá alla, hvort sem þeir verða þrír eða fimm. Heimavöllur okkar tekur um fjögur þúsund áhorfendur og það er mun stærri íþróttahöll í Charleroi.“ Áfram í Belgíu? Hann sagði að sér líkaði vel í Belgíu. „Það er ekki ákveðið hvort ég verð hér áfram, en mér líkar vel og gæti vel hugsað mér að vera hér lengur. Ég veit að þeir vilja fram- lengja samninginn en það var ákveðið að ræða ekki framhaldið fyrr en eftir úrslitaleikina til að trufla ekki einbeitingu leikmanna,“ sagði Herbert. „Ég held að þessi mál ráðist líka svolítið af því hvem- ing okkur vegnar í leikjunum sem Fannar í landsliðs- hópinn EINN nýliði, Fannar Ólafsson úr Keflavík, er í íslenska landsliðs- hópnum sem Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í gær fyr- ir leikina gegn Norðmönnum á sunnudag og mánudag. Norðmenn koma hingað með ungt lið og sagði Jón Kr. að íslenska liðið ætti að sigra eins og það gerði í tveimur landsleikjum 1 Noregi á síðasta ári. „Það yrðu mér mikil vonbrigði ef við töpuðum,“ sagði hann. Fyrri leikurinn verður á Isafirði á sunnudaginn kl. 20. Þetta er annar landsleikurinn í körfuknattleik sem fram fer á ísafirði en íslenska liðið á ekki góðar minningar frá fyrsta leiknum sem var á móti Dönum í fyrra og tapaðist stórt. Síðari leik- urinn verður í Laugardalshöll á sama tíma á mánudagskvöld. íslenska liðið er þannig skipað (landsleikir í sviga): Falur Harðarson, Keflavík .........(77) Baldur Ólafsson, KR ................(6) Friðrik Stefánsson, KFÍ ............(9) Guðjón Skúlason, Keflavík ........(115) Guðmundur Bragason, UMFG .... (139) Helgi Jónas Guðfinnsson, UMFG .. (29) Jón A. Ingvarsson, Castors Brain . .(90) Páll Kristinsson, UMFN ............(13) Teitur Örlygsson, UMFN............(110) Páll Axel Vilbergsson, Skallagr......(3) Pétur Ingvarsson, Haukum ..........(20) Fannar Olafsson, Keflavik ..........(0) Sigfús Gizurarson, Haukum, og Nökkvi Már Jónsson, KR, gáfu ekki kost á sér í liðið vegna prófa í Há- skólanum. Herbert Amarson gat heldur ekld tekið þátt í leikjunum vegna þess að hann er að leika með liði sínu til úrslita um belgíska meistaratitilinn og Hermann Hauksson hefur verið veikur. Jón Kr. segir að íslenski lands- liðshópurinn sé nánast tvískiptur, „litlir gamlir og stórir ungir, sem fá tækifæri." Liðið hefúr verið með fimm landsliðsæfingar síðustu vik- urnar til undirbúnings fyrir þessa leiki á móti Norðmönnum. Næsta verkefni íslenska liðsins verður þátttaka í Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku í lok júlí og síðan er það Evrópukeppnin í haust. I norska liðinu eru þrír nýliðar og sá leikjahæsti er aðeins með 23 landsleiki. Það er því ljóst að Norð- menn eru að byggja upp nýtt lið. Það er reyndar athyglisvert að að- eins einn leikmaður þeirra er yfir 2 metrar. Norðmenn eru að undirbúa lið sitt fyrir forkeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Finnlandi í sumar.Þess má geta að aðgangur á leikinn í Laugardalshöll verður ókeypis. framundan eru.“ „Það er mikil stemmning hér í Antwerpen fyrir úrslitaleikjunum, enda er þetta eina liðið frá borginni í efstu deild. Knattspyman hefur reyndar alltaf verið númer eitt í Antwerpen, en eftir að liðið féll nú í 2. deild er meira talað um körfuboltaliðið en áður. Við getum bjargað heiðri Antwerpen með því að verða meist- arar. Við trúum því sjálfir að við getum það,“ sagði íslenski landsliðs- maðurinn. Fyrsti leikur liðanna verður í Antwerpen á laugardag, en síðan verða næstu tveir í Charleroi á þriðjudag og föstudag. Ef til fjórða leiks kemur verður hann í Antwerpen og sá fimmti, ef þarf, i Charleroi. Morgunblaðið/ökapti Hallgrímsson HERBERT Arnarson leikur ekki með fslenska landsllð- inu gegn Norðmönnum um helgina vegna þess að hann er að leika um belgíska meistaratitilinn með MP Antwerpen á sama tfma. Hann er hér f leik með fs- lenska landsliðlnu á móti Lit- háen í febrúar. KÖRFUKNATTLEIKUR Herbert Arnarson og félagar komnir í úrslit um belgíska meistaratitilinn „Getum bjargað heiðri Antwerpen Ajaxá hlutabréfa- markað FORRÁÐAMENN hollenska knattspyrnufélagsins Ajax ætla ad auka hlutafé í félaginu til að tryggja afkomu þess og það verði í fremstu röð í Evrópu í framtíðinni. Þeir ráðgera að bjóða út hlutabréf í næstu viku sem geti fært félaginu um 4,4 milljarða króna. Félög víða í Evrópu hafa í auknum mæli farið þessa leið til að styrkja fjárhagsgrundvöllinn. Þetta gerir það að verkum að félögin eiga auðveldara með að halda bestu leikmönnum sínum á langtíma samningum og gera áætlanir til lengri tíma en áður. Tveir leikir við Norðmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.