Morgunblaðið - 17.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1998, Blaðsíða 1
GLÆSILEGUR FORD PUMA SPORTBILLIREYNSLU- AKSTRI - VETNISVAGN DAIMLER-BENZ - VOLVO S80 TALINN EINN ÖRUGGASTIBÍLL HEIMS Ka lang- bakur FORD sýndi langbaksútfærslu af Ka smábflnum á bflasýningunni í Tórínó i byrjun þessa mánaðar. Bfllinn er tilbúinn til framleiðslu en ekki hefur vei-ið tekin ákvörðun um hvort af henni verði. Tals- menn Ford benda hins vegar á að Ka hafi upphaflega verið sýndur sem hug- myndabfll og nú sé hann kominn í fram- leiðslu. Það sama gæti gerst með lang- baksútfærsluna. SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1998 BLAÐ Bjallan fær fyrstu einkunn OPINBER rannsóknastofnun í umferð- arön'ggismálum í Bandaríkjunum hefur gefið út lista yfir öruggustu smábflana. Þar fellur nýja VW Bjallan í hóp smábíla og fékk hún einkunnina öruggasti smábíllinn af þeim tólf bílum sem voru í árekstrarprófun stofnunarinnar. í öðru sæti varð Honda Civic og í þriðja sæti Toyota Corolla. Morgunblaðið/Asdís & STEWART-FORD 7F” 1 HRINGFERÐ Talsvert af flóða- bílum á markaði TALSVERT er um það, að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að boðnir séu til sölu hér á landi bílar sem hafa lent í vatnsflóðum erlendis. FIB telur að hópur manna stundi það að kaupa flóða- bíla sem hafa verið dæmdir ónýtir á mörkuðum erlendis og flytja þá hingað til lands til sölu. Höfðað hefur verið eitt mál vegna við- skipta með slíkan bfl. Fimm manns hafa átt bílinn en hann hef- ur jafnan verið seldur þegar nýir eigendur hafa orðið varir við gangtruflanir sem raktar eru til vatnstjóns. Runólfur Olafsson, framkvæmda- stjóri FIB, segir að mikið fi-amboð sé af flóðabflum, einkum í Band- aríkjunum. Óprúttnir aðilar viti að hægt sé að hafa mikinn hagnað í þessum viðskiptum því flóðabflar fáist íyrir lítið fé erlendis. Yfirleitt er greint frá því í skráningarskír- teini þessara bfla að þeir hafi orðið fyrir vatnstjóni og víða í Bandaríkj- unum jafngildir það því að ekki mega nota þá aftur til almenns aksturs heldur í mesta lagi rífa þá niður í varahluti. Dæmi eru um að slíkir bflar hafi fengið annað vottorð þegar þeir eru fluttir úr landi. „Hvers vegna á Island að vera ruslakista fyrir svona bfla? Það eru dæmi um það að einstaklingar og aðilar hafi flutt þessa bfla inn, fleiri en einn og fleiri en tvo, vegna hagnaðarvonar. Bflarnir ganga hér á markaði kaupum og sölum á sama verði og sambærilegir bflar sem hafa aldrei lent í vatnstjóni," segir Runólfur. FORMULA 1 bíll frá Stewart-Ford hefur ver- ið fluttur inn til landsins í tilefni af viðamikilli hringferð Ford og bíla- sýningum um landið. Formula 1 bíllinn er af svipaðri gerð og notuð var í keppni á síðasta keppnistímabili. Bflunum var breytt fyrir það keppnistímabil sem nú stendur yfir. Raunar er þetta ein af fjórum eftir- líkingum af Formula 1 bflum sem smíðaðar eru úr sömu mótum og hinir raunverulegu keppnisbfl- ar. Ford nýtir sér þá tfl sýninga víða um heim. Fyrirtækið Cars in Focus í Englandi annast flutninga á bflunum, viðhald þeirra og sýning- ar fyrir Ford og einn fulltrúa fyrirtækisins, Mai-k Revelle, segir að í stað koltefjaefna séu sýningarbílarnir smíðað- ir úr glertrefjaefni og þeir eru auk þess vélar- lausii-. Formula 1 bíllinn verður fluttur á milli staða í flutningabíl sem sendm’ var sérstaklega til landsins. Bfllinn vegur aðeins 200 kg en er þó engu að síður metinn á 120 þúsund sterl- ingspund, tæpar 14 millj- ónir kr. Farið er með sýning- arbflana um allan heim til sýninga og segir Revelle að mikfl eftir- spum sé eftir þeim og þeir pantaðir eitt ár fram í tímann. NÝR og óvenjulegur fjölnotabfll kemur á markað í nóvember á meginlandi Evrópu. Hann eflaust eftir að vekja mikla athygli fyrir sér- stætt útlit. Þetta er Fiat Multipla sem er sex sæta bfll. Multipla var frumsýndur á bflasýning- unni í Frankfurt 1995 sem hugmyndabíll en hef- ur lítið breyst í meðfórum framleiðenda og kem- ur, mörgum að óvörum, nánast óbreyttur á markað í haust. Sumir hönnuðir hafa sagt um Multipla að hann sé djarflega teiknaðm’ og freklegm’ í útliti. Roberto Testore, forstjóri Fiat, tekur dýpra í ár- ina og segir að hann sé á vissan hátt ófyrirleit- inn. Hönnuðir hjá Fiat hafi fengið þau skýru A MARKAD I HAUST skilaboð að gera bflinn sem hagkvæmastan í öll- um málum en vera ófeimnir við útlitið. Segja má að það hafi gengið eftir því Multipla er líklega einn óvenjulegasti fjölnotabfllinn sem sést hefur. Multipla og S<énic Það vekur strax athygli hvemig framrúða bflsins og vélarhlíf mætast. Hefðbundinn frá- gangur í framrúðunni hefði að mati hönnuða gengið á innamýmið og þess vegna var sú leið valin að hafa sveran póst undir framrúðunni. Einnig vekur athygli að þak bílsins er breiðara en botninn. Multipla er í svipuðum stærðarflokki og mun eflaust keppa á sama markaði og Renault Méga- ne Scénic, sem valinn var bíll ársins í Evrópu í fyrra. Multipla er þó 15 sm styttri en Scénic, málin eru 4,30 m á lengd, 1,75 m á breidd og 1,55 sm á hæð. Hjólhafið er hins vegar 8 sm meira en í Scénic og af þeim sökum er innan- rýmið svipað í bilunum tveimur. Þrjú framsæti era í Multipla en miðjusætið er ögn aftar en ökumannssætið og framsætið hægra megin. í fyrstu verður bfllinn boðinn með 1,6 lítra, 16 ventla bensínvél sem skilar 103 hestöflum, sama vél og í Brava og Marea. Einnig verður hann fá- anlegur með nýrri 1,9 lítra dísilvél með forþjöppu, 100 hestafla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.