Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 4

Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 4
Hvort sem þú ert aö leggja grunninn að garöinum eöa breyta þeim gamla áttu erindi í BYKO. Þar færöu allt efni og áhöld - og einnig góð ráð. Þú getur auöveldlega byggt þinn eigin sælureit í garðinum. Þú ákveöur stæröina, velur þér eitt mynstur eöa blandarfleirum saman. Kemur síöan til okkar og á 10 mínútum getum viö sagt þér hvaö efnið í pallinn kostar. Mundu, að pallaefnisbæklingur BYKO er fullur af góðum hugmyndum. HORKUTÓL AHALDALEIGA BYKO Trébútasög Stór og öflug skuröarsög. Ómissandi í pallavinnuna. erbergin I garðin Mikilvægasta svæöiö er dvalarsvæöiö. Vlð gerum ráö fyrir einu eöa tveimur dvalarsvæðum viö húsiö, allt eftir því hvar viö höfum sólina á mismunandi tímum dags. Dvalarsvæöið er einskonar stofa í garöinum. Hér viljum viö hafa hlýlegt yfirborösefni, hæfilega mikiö pláss, fallega veggi og aöstöðu fyrir hluti eins og borð og stóla. Svæöiö má ekki vera langt og mjótt eins og gangur því þá höfum viö á tilfinningunni aö viö ættum að vera á hreyfingu. Þess vegna eiga svæöin helst aö vera í laginu eins og við myndum vilja hafa stofu og herbergi innan dyra. Hér safnast fjölskyldumeölimir saman og því þarf aö vera pláss til að sitja viö borö og grilla. Huga þarf aö hlutum eins og hvar eigi aö grilla og hvar á pallinum eigi aö geyma grilliö þegar ekki er veriö aö nota þaö. Viö erum alltaf aö hugsa um umhverfl okkar, jafnt innan dyra sem utan. Þegar kemur að garöinum, standa margir frammi fyrir ómótuöum og úr sér vöxnum garöi, þar sem oft nýtur meiri skugga en sólar. Viö horfum yfir garöinn og hugsum: Hvaö á ég aö gera næst? Ein leiö til þess aö nálgast þetta viöfangsefni er að sjá fyrir sér garöinn eins og íbúö. Hér á ég við aö garöurinn skiptist í herbergi sem hvert hefur sinn tilgang. Viö gefum herbergjunum nöfn eins og morgunsvæði, bílastæöi, anddyri, kvöldsvæöi, baðsvæöi (heiti potturinn), leiksvæöi o.s.frv. Staösetning flestra svæöanna ræðst af nálægö við húsiö en þau eru einnig staösett miðaö viö sólargang og rtkjandi vindáttir. Þannig er til dæmis kvöldsvæöiö þar sem sólar nýtur lengst á daginn og skjólveggir staösettir þannig aö þeir skýli fyrir ríkjandi áttum. Þegar viö erum búin aö raða niöur svæðunum getum viö farið að spá í gólfefnl, veggjaefni og loftiö. Gólfefnin eru í mörgum tilfellum gras, stéttar eöa trépallar. Veggirnir eru veggir hússins, gróöur, útsýniö eöa skjólveggir. Loftið er svo aftur himininn og í sumum tilfellum hávaxin tré. Tró gefa hlýleika og mýkt 1 garöinn Tré gefur skjól, hefur hlýleika og mýkt. Skjólveggir úr timbri bjóða upp á margar útfærslur varöandi útlit. Viö getum veriö með einfalda veggi meö lóörétta klæöningu en einnig getum viö brotiö veggina upp útlitsins vegna. Þetta gerum vlð meö misþykkum boröum í klæðningunni. Við getum snúiö klæöningunni en einnig er hægt að brjóta veggina upp með hálfgagnsæjum grindum. Trépallar hafa mýkt, á þeim er þægilegt aö ganga berum fótum, börnin geta leikiö sér og lltið fall veldur ekki stórskaða. Veljum útsýní og staösetjum skjólveggi í hvaöa lít á ég aö mála herbergiö? Þegar viö erum aö búa tll rými ? garöinum höfum viö skemmtilega möguleika. Ef viö tökum útveggina fyrst höfum við úr ýmsu aö velja. Grindverk, skjólveggir, fallega raöaöar plöntum, og í mörgum tilfellum útsýni. Þessir hlutir geta allir spilaö saman. Viö byrjum á að velja þaö útsýni sem við viljum halda í. Þar næst staösetjum viö skjólveggi þanníg aö viö fáum vistleg og skjólsæl svæöi. Aö lokum staösetjum viö gróöurinn. Gróður er eins og veggur með lifandi veggfóöri. Viö getum valiö um mismunandi blaölit, blómlit, áferö og lögun en allt breytist þetta meö árstíðunum. Á vorin er gróöurinn að þétta sig og tekur þá hvert viö af öðru. Yfir sumartímann blómstra plönturnar hver á sínum tíma. Á haustin fara laufin úr grænu litunum og yfir I rauöleitari liti sem gefa annars konar svip. Þegar aö vetri kemur eru flestar plönturnar berar en þá geta sígrænar plöntur gefiö græna litinn sem oft vantar á þeim árstíma. Góður garður lengir sumarið Fyrir þá sem dvelja mikiö úti viö getur vel skipulagöur garöur lengt sumarið um nokkra mánuöi. ÁÖur en lagt er af stað I framkvæmdir er rétt aö skoða vel aöstæður í garöinum og hafa I huga þætti eins og sólargang, vindáttir og þarfir þeirra sem búa í húsinu. Viö getum síöan gert óskalista þar sem allar okkar kröfur koma fram eins ogt.d. snúrur, heitur pottur, staöurtil aö grilla og rósasvæöi. Þessi óskalisti myndar svo grunninn fyrir skipulagiö. Því skýrari hugmyndir sem viö höfum, því betri veröa samskiptin viö þann sem á að framkvæma. Þess vegna getur ráögjöf frá landslagsarkitekt eða öörum fagmanni skipt verulegu máli fyrir endanlega útkomu. Mestu máli skiptir þó aö viö höfum ánægju af því aö móta umhverfi okkar og njótum þess sem þaö hefur upp á að bjóöa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.