Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 17. JÚNÍ Morgunblaðíð/Jón Svavarsson FORSETI borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Nær 35 þúsund manns söfnuðust saman í Reykjavík TALIÐ er að nær 35 þúsund manns hafí tekið þátt í 17. júní hátíðarhöldunum í miðbæ Reykjavíkur að deginum til, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, en að á milli 20 og 25 þúsund manns hafí tekið þátt í hátíðar- dagskránni um kvöldið. Hátið- arnöidin foru að mestu ieyti mjög vel fram, að sögn lög- reglu, og lítið varð vart við ölv- un fyrr en seinna um nóttina eða eftir að dagskránni hafði lokið. Hátíðardagskránni lauk um klukkan eitt um nóttina og fóru þá, að sögn lögreglu, flestir úr miðbænum. Talið er að um 300 manns hafi þó orðið eftir í mið- borginni, aðallega unglingar, og voru þeir að tínast heim til klukkan fjögur um nóttina. Sumir þeirra voru nokkuð ölv- aðir, að sögn lögreglu. Lögregl- an reyndi hins vegar í samstarfí við Strætisvagna Reykjavíkur að aðstoða unglingana við að komast til si'ns heima. Hátíðarhöldum aflýst í Eyjum Hátíðarhöldin fóru einnig vel fram víða um land, enda var veðrið gott á mörgum stöðum. Þá var Iítið um ölvun. tírhellisrign- ing varð hins vegar í Vestmanna- eyjum og varð því að aflýsa öllum hátíðarhöldum sem áttu að hefj- ast klukkan hálf tvö um daginn. Ekkert varð heldur úr fyrirhug- uðum hátíðarhöldum um kvöldið. FJÖLDI tók þátt í skrúðgöngu í Reykjavík, en gengið var niður Skólavörðustíg að Ingólfstorgi. Lögregla tel- FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði blómsveig frá ís- ur að um 35 þúsund manns hafi tekið þátt í hátfðarhöldunum að degi til. Unga konan í skautbúningnum tók lensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, ásamt áskorun Árbæjarsafns og mætti þangað f eigin þjóðbúningi. nýstúdent og iðnnema.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.