Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Thor út-
nefndur
borgarlista-
maður
Thor
Vilhjálmsson
THOR Vilhjálmsson hefur verið út-
neftidur borgarlistamaður Reykja-
víkur árið 1998 og honum veitt viður-
kenning.
Thor fæddist í Edinborg 1925.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Vilhjálmsson og Kristín Thors. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1944,
stundaði nám við norrænudeild Há-
skóla íslands 1944-46, við Háskólann
í Nottingham í
Englandi 1946-47
og við Sorbonne-
háskóla í París
1947-52.
Thor var bóka-
vörður við Lands-
bókasafnið 1953-
55 og starfsmaður
Pjóðleikhússins
frá 1956-59. Hann
var einnig leið-
sögumaður og
fararstjóri Islendinga erlendis.
Thor ákvað snemmma að gera rit-
störf að sínu aðalstarfi og fetaði þar
í fótspor Halldórs Laxness, sem
ungur gerðist atvinnuhöfundur.
Fyrsta bók Thors, Maðurinn er
alltaf einn, kom úr árið 1950. Síðan
hefur hann skrifað fjölda bóka,
skáldsögur, Ijóð, leikrit og greina-
söfn. Auk þess hafa komið út eftir
hann þýðingar úr ýmsum málum,
m.a. bæði frönsku og ítölsku. Hann
hefur einnig fengist við myndlist,
haldið málverkasýningar og skrifað
um íslenska myndlistarmenn, þar á
meðal bækur um Jóhannes Kjarval
og Svavar Guðnason.
inor vnr einn <u suurrienaam'
menningartímaritsins Birtings 1955
og í ritstjórn þess til 1968.
Árið 1992 sendi Thor frá sér
fyrsta bindi endurminninga sinna,
Raddir í garðinum og hélt áfram á
sömu braut með bókinni Fley og
fagrar árar, sem út kom 1996. Verk
Thors hafa verið þýdd á fjölmörg er-
lend tungumál.
Thor Vilhjálmsson hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
árið 1987 fyrir bók sína Grámosinn
glóir. Auk þess hefur hann tvisvar
verið tilnefndur af Islands hálfu til
sömu verðlauna. Hann hefur tvisvar
hlotið bókmenntaverðlaun DV.
Árið 1992 hlaut Thor bókmennta-
verðlaun sænsku akademíunnar fyr-
ir ritstörf. Hann hefur fengið fleiri
erlendar viðurkenningar, m.a. er
hann heiðursborgari í franska bæn-
um Rocamadour, hann hefur hlotið
frönsku orðuna Chévalier de l’art et
des lettres og ítalska orðu, Cavaliere
dell’Ordine dello Merito.
Eiginkona Thors er Margrét Ind-
riðadóttir fyrrverandi fréttastjóri og
eiga þau tvo syni.
Hálofuð
íslensk-
dönsk
arkitekta-
sýning
Arkitektarnir Ene
Cordt Andersen og
Þórhallur Sigurðsson
sýna verk sín í Gammel
Dok, þar sem Sigrún
Davíðsddttir heyrði af
sýningunni.
„ÞAÐ er tvöfalt kraftaverk að
sýningin skuli vera opnuð,“ segir
Eric Messerschmidt arkitekt og
upplýsingafulltrúi hjá miðstöð
danskra arkitekta í Gammel Dok
á Kristjánshöfn, þegar hann talar
um sýningu þeirra Þórhalls Sig-
urðssonar og Ene Cordt Ander-
sen. Sökum verkfallsins frestað-
ist opnun sýningarinnar, sem
stendur út júní, en það merkileg-
asta er þó, segir Messerschmidt,
„að hér gefur að Iíta verk frá
arkitektastofu, sem ekki var til
fyrir tveimur árum. Tvímenning-
arnir hafa aldrei starfað á stofu
hjá öðrum, en eru þó að koma
tveimur verkefnum í byggingu
pratt tynr stuttan rerrf 8g utia
reynslu."
Þau Ene og Þórhallur eru bæði
útskrifuð sem arkitektar frá
Listaakademíunni í Kaupmanna-
höfn, en í staðinn fyrir að fara
tryggu leiðina og leita að vinnu á
stofu réðust þau strax í að stofna
eigin stofu. Þau hafa nú umsjón
með byggingu tveggja verka
sinna, sem bæði hafa hlotið verð-
laun. Annað er göngubrú yfir
járnbrautarteina í Nivá á Norð-
ur-Sjálandi og hitt er leikskóli á
Jótlandi. Verkefnin skortir ekki
og þau tvö, sem ekki aðeins
vinna saman, heldur eru einnig
sambýlisfólk, hafa nóg að gera.
Messerschmidt, sem skrifar
formála sýningarskrárinnar, er
ekki í vafa um að verk tvímenn-
inganna hafa í raun orðið betri
af að þau hafa skapað sér
reynslu sína sjálf og ekki alist
upp á stofu. „Við erum mörg
sammála um að verk þeirra séu
einstök, en það er erfitt að festa
hendur á hvað það sé nákvæm-
VERK eftir Þórhall og Ene.
Þórhallur Ene Cordt
Sigurðsson Andersen
lega, sem geri verk þeirra svo
sérstök. Hugmyndir þeirra eru
ekki nein færibandavinna, en þó
má sjá að þær koma úr sama
stað.“
Messerschmidt segir einnig að
þau Þórhallur og Ene hafi fundið
sér sinn stað og skapað stofu
sinni sess. Þau vinni ekki með
heldur noti tíma og
iðjusemi til að fín-
vinna hugmyndir sín-
ar og teikningar.
„Og ég er ekki í
neinum vafa um að
þau eiga eftir að
gera margt gott. Þau
halda sínu striki og
ég er sannfærður um
að þau verða áfram
trú si'num stfl, en
leita ekki í eitthvert
meðalmennskufar, “
segir Messerschmidt
um leið og hann lítur
með hrifningu í
kringum sig, þar sem
teikningar þeirra
Ene og Þórhalls hanga í fallegum
útfærslum.
Arkitektamiðstöðin heldur
reglulega sýningar. Nú undan-
farið og út þetta ár er athyglinni
beint að ungum arkitektum. Sýn-
ing þeirra Ene og Þórhalls er lið-
ur í þeirri dagskrá.
KVIKMYJVPIR
Háskólabíó
GINGERBREAD MAN
★★★
Leikstjóri: Robert Altman. Handrits-
höfundur: A1 Hayes eftir bók John
Grishams. Aðalhlutverk: Kenneth
Branagh, Darryl Hannah, Embeth
Davidtz, Tom Berenger, Robert Dow-
ney Jr., Femke Jansson og Robert
Duvall. 1998.
ÞAÐ HAFA eflaust margir
kvikmyndaaðdáendur beðið
spennir eftir næstu mynd Altmans
og margir eftir næstu mynd
byggðri á bók eftir Grisham. En
það eru endilega'ekki þeir sömu,
og því er gaman að sjá svo sér-
stæðan leikstjóra sem fer sínar
eigin leiðir takast á við efni sem
Hollywood hefur sótt í hingað til.
Útkoman er líka býsna sérstök og
virðist fólki líka annaðhvort mjög
vel eða illa.
Nú er það fráskildi lögfræðing-
urinn Rick sem kynnist þjónustu-
stúlkunni Mallory og kemst fljótt
að því að hún á í útistöðum við föð-
ur sinn sem er mikill furðufugl.
Ert þú
Þar sem Rick laðast að
stúlkukindinni ákveður hann að
hjálpa henni, en hann grunar alls
ekki að fjölskyldan öll og hans
bestu vinir eigi eftir að dragast
inn í glæpamál sem engin lausn
virðist á.
Án þess að gefa meira upp um
söguþráðinn þá eru flestir frásagn-
arþættir myndarinnar eiginlegir
„noir“-myndunum, sem virðast
vera komnar í tísku aftur. Altman
heimfærir því útlitseinkenni þeirra
mynda; sífelldri rigningu og dökku
yfirbragði, yfir á þessa sögu. Per-
sónumar eru frekar óaðlaðandi,
fjarlægar og jafnvel illþolanlegar
sumar. Þetta gerir myndina í
fyrstu fráhrindandi, og áhorfendur
þurfa meiri tíma en vanalega til að
komast inn í myndina, og eru jafn-
vel hissa á öllu saman. En Altman
hefur lag á að notfæra sér „noir“-
stílinn einnig á gamansaman hátt
og kemur það fram í mörgum smá-
atriðum en kannski helst í einka-
refur?
spæjaranum Clyde Pell sem Ro-
bert Downey jr. leikur. í „noir“-
myndunum vora aðaltöffararnir
einkaspæjarar með hatt, í frakka
og gátu drakkið endalaust af
whisky á skuggalegum böram.
Clyde er hins vegar algjör fylli-
bytta, útjaskaður og misheppnað-
ur kvennabósi sem tekur sig og
spæjarahæfileikana full alvarlega.
Clyde er ekki eina persónan sem
er skemmtileg (þótt þær séu frá-
hrindandi), enda Altman þekktur
fyrir skemmtilega og sannfærandi
persónusköpun og kannski fyrst
og fremst frábæra vinnu með leik-
uram. Kenneth Branagh leikur
lögfræðinginn Rick og mér finnst
túlkun hans mikill leiksigur. Flest-
ir tengja hann við Shakespeare-
karaktera og fleiri aftan úr sög-
unni, þar sem hann sprangar um
oft ansi spjátrangslegur mælandi
á hádramatískan hátt. Nú birtist
hann sem nútíma-karakter, spjátr-
ungur að vísu, en breyskur með
bandarískan hreim. Sú breyting
ein gerir það að verkum að hann
er mjög forvitnileg persóna og
sannfærandi. Fyrrverandi eigin-
kona hans, leikin af Femke Jans-
son, er skondin yfirstéttardrós og
sannfærandi sem slík. Darryl
Hannah leikur eðlilegustu mann-
eskjuna, Lois, samstarfskonu
Ricks. Hin þekkta blondína er nú
orðin brúnhærð með fjarsýnisgler-
augu, óþekkjanleg og virðuleg. Svo
eru það gömlu karlarnir Duvall og
Berenger sem alltaf standa fyrir
sínu. Embeth Davidtz er þjónustu-
stúlkan og um hana er betra að
segja sem minnst.
Piparkökukarlinn vitnar í ævin-
týrið um piparkökukarlinn sem var
viss um að enginn gæti náð sér, en
var síðan gleyptur af refi. Hún seg-
ir okkur að margur sem heldur sig
ref er í raun piparkökukarl. Alt-
man er þó ekki að reyna að predika
yfir áhorfendum. Hann leikur sér
með formið og tekm’ það heldur
ekki of alvarlega. Mér finnst þetta í
rauninni frekar fyndin mynd en
fráhrindandi.
Hildur Loftsdóttir
Sigurður Vovka
Bragason Askenazy
Sigurður
og Vovka
með tónleika
í Bonn
SIGURÐUR Bragason barít-
onsöngvari og píanóleikarinn
Vovka Ashkenazy halda tón-
leika í Beethoven Haus í Bonn
í Þýskalandi þann 23. júní nk.
Tónleikamir eru á vegum lista-
ráðs borgarinnar en Sigurður
og Vovka komu síðast fram
saman í Kaupmannahöfn og
Helsingör 1996 á vegum list-
ráðs Kaupmannahafnar í tilefni
af því að borgin var menning-
arborg Evrópu.
Þetta er í fjórða sinn sem
Sigurði er boðið að sjmgja í
Beethoven Haus en hann hefur
einnig komið fram á tónlistar-
hátíðum bæði austan hafs og
vestan og haldið tónleika í
Wigmore Hall í London og
Carnegie Hall í New York.
Vovka hefur komið fram sem
einleikari í Bandaríkjunum,
Japan og Ástralíu og leikið
með mörgum af þekktustu
hljómsveitum heims s.s. Sin-
fóníuhljómsveit Lundúna.
,.A efnisskránni verða verk
eftu- Jean Sibeuus, itowara
Grieg, Carl Nielsen, C.I.
Sjöberg, Sigfús Einarsson, Pál
ísólfsson, Jón Leifs og Modest
Mussorgsky.
Textilmynd-
verk eftir
Heidi í Há-
teig’skirkju
HEIDI Kristiansen sýnir nú
textílmyndverk í safnaðar-
heimili Háteigskirkju. Á sýn-
ingunni eru 14 myndteppi unn-
in í textílapplíkeringu og vatt-
stungin. Verkin era frá áran-
um 1997 og 1998 og hafa ekki
áður verið sýnd hér á landi.
Heidi hefur tekið þátt í átta
samsýningum og haldið tíu
einkasýningar á öllum Norður-
löndunum og í Frakklandi.
Sýningin er í tengigangi Há-
teigskirkju við safnaðarheimil-
ið og stendur yfir þar til í lok
júnímánaðar. Sýningin er opin
alla virka daga frá kl. 9-16 og
sunnudaga frá kl. 10-12.30.
Benda má á að verkin sjást líka
vel utanfrá.
Kvartett
Eðvarðs
Lárussonar
á Jóm-
frúnni
ÞRIÐJU sumarjazz-tónleikar
veitingahússins Jómfrúrinnar
við Lækjargötu fara fram laug-
ardaginn 30. júni kl. 16-18. Að
þessu sinni leika Eðvarð Lár-
usson á gítar, Jóel Pálsson á
tenór-saxófón, Þórir Baldurs-
son á Hammond-orgel og Ein-
ar Scheving á trommur.
Tónleikarnir fara fram á
Jómfrúrtorginu á milli Lækj-
argötu, Pósthússtrætis og
Austurstrætis, ef veður leyfir,
annars inn á Jómfrúnni.